Morgunblaðið - 22.02.1995, Side 10

Morgunblaðið - 22.02.1995, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KJARASAMIMINGAR setningu krafna 11. janúar síðstl- iðin hafi ráðið ferðinni við gerð þessara samninga í stórum drátt- um og við erum mjög ánægðir með það. Okkar kröfur voru mjög vel unnar og var auðvelt að taka þær til nokkurrar fyrir- myndar,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa trú á því að samningamir yrðu samþykkt- ir í félögunum. Forystumenn samtaka verslunarmanna hefðu fundið það við undirbúning samninga og á meðan á samn- ingagerðinni stóð á mörgum fundum með félagsfólki VRað . fólk legði mikla áherslu á að stöðugleikinn héldist, það yrði samið um aukinn kaupmátt og samningamir yrðu einnig til þess að jafna kjörin. „Þessir samningar stefna í þessa átt. Þetta em ekki verð- bólgusamningar. Þeir em innan þeirra marka sem sérfræðingar hafa sagt að séu fyrir hendi í því efnahagsumhverfi sem við lifum nú i. Með þessum samningum hygg ég að okkur muni takast að skipta þeim efnahagsbata sem orðið hefur og viðurkennt er að er til skiptanna. Það er mjög mikilvægt að skiptingin verði sem réttlátust og hún komi að stærri hluta til þeirra sem verst em settir," sagði Magnús L. Sveinsson að lokum. Grétar Þorsteinsson Viðunandi „ÞAÐ er auðvitað alltaf fagnað- arefni þegar maður hefur lokið samningum. Þetta er búin að vera dálítið ströng töm síðustu tvær vikurnar og var auðvitað tvisýnt síðustu sólarhringanna hvort þetta tækist eða ekki. Mið- að við aðstæður er ég þeirrar skoðunar að það sem var verið að undirrita hér fyrir okkar hönd hafi verið viðunandi,“ sagði Grét- ar Þorsteinsson, formaður Sam- iðnar, en þetta er fyrsti kjara- samningurinn sem sambandið gerir eftir að Samband bygging- armanna og Málm- og skipa- smiðasamband íslands sameinuð- ust í Samiðn. Grétar sagði aðspurður að ekki hefði tekist að ganga frá samræmdum kjarasamningi eins og vonir hefðu staðið til, en mik- il vinna væri engu síður að baki auk þess sem samkomulag væri um að halda þessari vinnu áfram á samningstímanum. Þetta hefði verið mun flóknari vinna en venjulega í samningum. Til dæm- is hefði verið unnið að því að samræma mismunandi kauptaxta þessara tveggja atvinnugreina. Hann sagði að ekki væri hægt að halda öðru fram en að samn- ingurinn væri raunsær. „Auð- vitað er það svo að við erum vafalaust mörg þeirrar skoðun- ar að svigrúmið sé meira heldur en verið er að staðfesta hér. Ég held að það verði ekki með nokkrum hætti hægt að ásaka okkur fyrir að við höfum gengið svo langt að það sé ekki tryggður sá stöðugleiki sem hér hefur verið undanfarin ár og er auðvitað að ýmsu leyti mikilvægur. Gallinn síðustu árin er hins vegar sá að atvinnustigið hefur verið að daprast. Það er vonandi að þessi samningur tryggi það að landið rísi hvað atvinnustigið varðar," sagði Grétar. Hann sagði að prósentuhækk- un launa kæmi betur út fyrir Samiðn en krónutöluhækkun í byijun næsta árs og því hefðu þeir tekið þann kost þegar það hefði staðið til boða. Þeir hefðu þó lýst þvi yfir að þeir myndu taka krónutöluhækkun ef það yrði niðurstaðan annars staðar. Hann sagðist aðspurður heldur eiga von á því að samningarnir yrðu samþykktir í félögunum þegar þeir yrðu bornir undir at- kvæði. Til sölu í Haf narfirði Álfaskeið. Falleg 4ra herb. efri sérhæð í tvíbhúsi. Geymsluris. Stórt herb. í kj. Laus strax. Verð 7,5 millj. Suðurgata. Vandað steinhús. 4ra herb. íbúð á efri hæð og 2ja herb. íbúð á neðri hæð. Bílskúr. Laus strax. Austurgata. 5-6 herb. 170 fm íbúð á tveimur hæðum í timburhúsi á góðum stað í miðbænum. Allt sér. Miðvangur. Falleg 4ra herb. íbúð á efstu hæð (3. hæð) á eftirsóttum útsýnisstað í Norðurbænum. Ölduslóð. Góð 2ja herb. 57 fm ósamþykkt íbúð á neðri hæð. Sérinng. Laus strax. Verð 3,5 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Fjögur frábær fyrirtæki Fiskvinnslufyrirtæki Flökun, frysting og smásöltun. Öll tæki og frá- bær aðstaða. Hagstæð.húsaleiga. Framleiðsla á sólhýsum gluggum og hurðum úr varanlegu viðhaldsfríu efni. Einstaklega snyrtilegt framtíðarfyrirtæki í örum vexti. 10 ára reynsla á íslenskum markaði. Framköllunarfyrirtæki fyrir litfilmur, ritföng og vörur tengdar Ijósmynd- um. Þægilegt fyrirtæki fyrir einstakling eða litla fjölskyldu. Söluturn í íbúðahverfi Vaxandi velta. Lottó. Myndbandsspólur. Góðar innréttingar. Góð kjör. Laus strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. ganinziiflE&Eii SUDURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. GRÉTAR Þorsteinsson, formaður Samiðnar, og Magnús Gunnars- son formaður VSI fagna samningunum, sem eru fyrstu samning- ar Samiðnar eftir að samtökin voru stofnuð. Ályktun stjórnar Samtaka fjárfesta um breytingu á lánskj aravísitölu Ríkissjóður hagnast mest Eignir bundnar upprunalegu lánskjara- vísitölunni 5% meira virði en nú STJÓRN Samtaka fjárfesta, al- mennra hlutabréfa- og sparifjár- eigenda samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem mótmælt er aðför verkalýðsforystunnar gegn sparifjáreigendum sem með ráðdeild og sparnaði hafí lagt fyr- ir af launum sínum og treyst á lánskjaravísitöluna. Jafnframt hvetur stjómin aðila vinnumark- aðarins til þess að draga ekki lán- skjaravísitöluna inn í gerð kjara- samninga. I ályktuninni kemur fram að í tvígang hafi verkalýðsforystan haft forgöngu um og þvingað stjómvöld til þess að skerða spari- fé á þennan hátt og ef ekki hefði verið hróflað við upprunalegu lán- skjaravísitölunni væm eignir spa- rifjáreigenda sem voru bundnar þeirri vísitölu 5% meira virði en nú. Bent er á að eignir lífeyris- sjóða em að mestu bundnar láns- kjaravísitölu og hafi rýrnað um sex milljarða króna síðustu sex ár. „í fyrra skiptið vom rökin þau að launafólk gæti ekki greitt af lánum sínum nema þau hækkuðu í takt við laun en ekki verðlag. Núna þegar hækka á launin um- fram verðlag mega lánin ekki hækka í takt við laun. Slík vinnu- brögð eru ekki til þess að auka traust manna á sparnað og munu gera t.d. húsbréf óseljanleg til erlendra aðila. Þannig er komið í veg fyrir verulega lækkun vaxta á verðbréfamarkaði og þar með affalla á húsbréfum og jafnvel stuðlað að hærri vöxtum á verð- bréfamarkaði, sem skaðar skuld- ara þvert á tilgang aðgerðanna." Síðar segir: „Fyrirsjáanlegt er að ávinningur launþega af fyrir- hugaðri breytingu lánskjaravísi- tölunnar er óvemlegur en skaði lífeyrisþega og sparifjáreigenda er verulegur. Ríkissjóður sem stærsti skuldari landsins, mun hins vegar hagnast mest á fyrir- hugaðri breytingu." EIGNASALAIM REYKJAVIK INGÓLFSSTRÆTI 12-101 REYKJAVÍK. Símar 19540 - 19191 - 619191 Höfum kaupanda að góðri hæð í Rvk. eða sunnanverðum Kópavogi. Má kosta allt að 10 millj. Góð útborgun. Höfum kaupanda að góðu einb. eða raöhúsi á einni hæð. Ýmsir staöir á höfuðborgarsvæðinu koma til greina. Atvinnuhúsnæði óskast Höfum traustan kaupanda að ca 150-200 fm húsnæð á jarðhæð á Ár- túnshöföanum. Þarf að hafa innkhurð. Höfum kaupanda aö góðri hæð eða einb. m. bílskúr í Vogahverfi. Höfum kaupendur að góðum sórhæðum í Vesturbænum og í Hlíðahverfi. Góðar útb. í boöi. Höfum kaupanda að góðri 3ja eða 4ra herb. íb. í Vest- urbæ eöa á Seltjnesi. Góð útb. Seljendur ath! Okkur vantar allar geröir fasteigna á söluskró. Það er mikiö um fyrirspurnir þessa dagana. EIGNASALAN REYKJAVIK Magnús Einarsson, lögg. fastsali. Arnar Sigurmundsson Kostar fisk- vinnsluna 500 millj. „ÞVÍ ER ekki að neita að þessir samningar verða heldur dýrari fyrir fiskvinnsluna en við gerð- um ráð fyrir þegar af stað var farið. Þetta mun kosta hana í heild á milli 500 og 600^ milljónir. A næsta ári eru hækkanirnar heldur minni. Við völdum engu að síður að fara þessa leið og ná þannig samningi til tveggja ára,“ sagði Arnar Sigur- mundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samningurinn gerir ráð fyrir breytingu á kauptryggingará- kvæði fiskvinnslufólks þannig að þeir sem unnið hafa lengur en í níu mánuði fá fastráðningu. „Það má segja að þetta sé í þriðja skipti sem gerð er breyt- ing á kauptryggingarsamningum fiskvinnslufólks. Þessi er lang- viðamest. Þetta hefur í för með sér aukið starfsöryggi í grein- inni. Fastráðnu fólki mun fjölga og lausráðnu fækka. Að okkar mati mun þetta leiða til þess að það verður einhver fækkun starfsfólks í greininni í heildina tekið. Útgjöld fiskvinnslunnar aukast í kjölfar þessa, en við telj- um samt réttlætanlegt að fara þessa leið. Fiskvinnslan hefur verið að þróast á seinni árum. Húsin hafa verið að stækka, jafn- framt því sem margir minni framleiðendur hafa komið inn í greinina. Það má segja að starfsöryggi í fiskvinnslu hafi heldur minnkað á seinni árum vegna þess að þorskveiðin hefur minnkað, sem skapað hefur mikla erfiðleika. Við vildum samt koma á móts við óskir viðsemjenda okkar um aukið starfsöryggi. Við gerum ráð fyrir að þessar nýju og breyttu reglur taki gildi 1. maí nk.“ Arnar sagði að yfirlýsing ríkis- sljórnarinnar snerti fiskvinnsl- una ekki beint. Mikilvægasta atr- iðið í henni væri breyting á láns- kjaravísitölu. Hann sagðist telja að það hefði verið nauðsynlegt að gera þessa breytingu og sagð- ist ekki hafa trú á að hún leiddi til minna trausts á vísitölunni. „Þessi breyting á lánskjaravísi- tölunni styrkir mjög samnings- gerðina.“ Guðmundur J. Guðmundsson Kauphækk- unin er lítil „VONBRIGÐI mín eru aðallega þau að kauphækkunin er svo lít- il. Kaupið hjá almennu verka- fólki er svo lágt. Það hafði mikið meiri vænting- ar en þessi samningur gef- ur,“ sagði Guð- mundur J. Guð- mundsson, for- maður Dags- brúnar. „Ég held að yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar sé ákaflega gott og merkilegt innlegg. Lánskjaravísitölunni er gjörbreytt þannig að hún verður ekki ofhlaðin af launum og sýni þannig falska útkomu. Eins er þetta mikilvægt með að greiðslur í lífeyrissjóð verði frádráttar- bærar frá skatti. Það sem brennur á Dagsbrún er atvinnuleysið og mér virðist að þjóðfélagið allt sé ákaflega sofandi gagnvart því. Við í Dags- brún erum með hátt í 700 menn atvinnulausa á bótum og um 100 til viðbótar eru atvinnulausir, en eiga ekki rétt á bótum af ýmsum orsökum. Ég satt að segja tek út á hverjum degi að horfast í augu við þessa menn. Um 60% eru yngri en 24 ára.“ Guðmundur sagði að Dags- brún hefði tekist að ná fram mörgum kröfum í sérmálum. Þörfin á beinum kauphækkunum væri hins vegar mikil og ljóst að ýmsir myndu ekki taka þessum boðskap fagnandi. Stjórn Dagsbrúnar mun koma saman til fundar í dag til að fjalla um samninginn. Guðmundur sagði að á fundinum yrði rætt um hvernig málið yrði lagt upp á félagsfundi Dagsbrúnar þar sem samningurinn yrði borinn undir atkvæði. Guðmundur sagði að félagsfundir Dagsbrúnar hefðu allt frá árinu 1942 sam- þykkt alla samninga sem sljóm félagsins hefði mælt með. Hann sagðist vona að það yrði engin breyting þar á nú. Sjá bls. 12 ►

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.