Morgunblaðið - 22.02.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 13
ir að hafa verið án vinnu í 260
daga. Það er nógu erfitt að vera
atvinnulaus mánuðum eða árum
saman þó að þessi bótamissir
bætist ekki við. Ég sakna þess
mikið að þetta skuli ekki vera
með í yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar. Það verður að vera bar-
áttumál verkalýðshreyfingarinn-
ar að leiðrétta þetta síðar úr því
það tókst ekki nú.
Það er hins vegar afar jákvætt
að skattlagning á lífeyri skuli
verða úr sögunni á samningstím-
anum. Afnám tvisköttunar á líf-
eyri hefur verið baráttumál
verkalýðshreyfingarinnar í mörg
ár.“
Björn Grétar
Sveinsscn
Meira náðist
ekki án
verkfalla
„Þ AÐ ER alveg klárt að það var
ekki hægt að ná meiru út úr
þessum samningum miðað við
þann ramma sem við vorum bún-
ir að setja okk-
ur. Ef við hefð-
um ætlað að ná
meiru hefði
það þýtt verk-
fall og það var
mat okkar í
samningahóp
Verkamanna-
sambandsins
að það ættum
við ekki að
leggja út í,“
sagði Björn Grétar Sveinsson,
formaður Verkamannasambands
íslands.
„Þessi samningur kallar ekki
á verðbólgu. Hann á að fram-
kalla kaupmáttaraukningu. Við
getum sagt samningnum upp eft-
ir eitt ár ef þessi forsenda samn-
ingsins gengur ekki eftir.“
Björn Grétar viðurkenndi að
það hefði kosti og galla að velja
krónutöluleið frekar en að
hækka kaup með prósentuhækk-
un. „Þegar við skoðuðum þessi
mál í heild var það okkar kalda
mat að þetta kæmi betur út fyrir
okkar fólk í þetta skiptið.
Ég lít á þessa samninga sem
skref til tekjujöfnunar. Þarna er
verið að stíga skref út úr tima
langvarandi kaupmáttarrýrnun-
ar. Þetta er skref fram á við og
vonandi fylgja fleiri á eftir.
Ég er mjög ánægður með
þessa grundvallarbreytingu sem
verður gerð á lánskjaravísi-
tölunni. Þar fellst ríkisstjórnin á
kröfu sem kom frá nánast öllum
í þjóðfélaginu. Afnám tvísköttun-
ar á lífeyri er einnig mjög mikil-
væg kraifa sem við náðum fram.
Það eru fleiri mjög jákvæð atriði
í yfirlýsingunni.
KJARASAMNINGAR
Morgunblaðið/Sverrir
NAFNARNIR Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, og Magnús L. Sveinsson, formaður VR,
kampakátir við undirritun kjarasamningsins.
Forystumenn BSRB og BHMR taka dræmt í samninginn
Samningsréttur ann-
arra samtaka skertur
Það er samt alltaf þannig í
samningum að menn vilja sjá
meira. Ég hefði mjög gjarnan
viljað sjá meira í sambandi við
skattamál. Við settum fram
margar góðar hugmyndir um
aukningu á barnabótum og
fleiru. Það er hins vegar ekki
hægt að kreista endalaust. Það
er mitt mat að við höfum kreist
það út úr þessum samningum
sem frekast var mögulegt."
Björn Grétar tók fram að það
fólk sem unnið hefði að gerð
samninganna fyrir hönd Verka-
mannamannasambandsins hefði
staðið sig einstaklega vel.
Ingibjörg R.
Guðmundsdóttir
Náðum okk-
ar mark-
miðum
„ÉG ER ánægð. Við verslunar-
menn náðum okkar markmiðum.
Við fengum mestu hækkunina á
lægstu launin og samningurinn
er því í þeim
anda sem við
lögðum upp
með,“ sagði
Ingibjörg R.
Guðmunds-
dóttir, formað-
ur Landssam-
bands ís-
lenskra versl-
unarmanna.
Hún sagði samninginn fela í sér
umtalsverða launahækkun fyrir
verslunarfólk á lágum töxtum
sem ynni mikla yfirvinnu. .
„í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar eru tvö atriði sem skipta
mestu máli. Ég á þar við breyt-
inguna á lánskjaravísitölunni og
afnám tvísköttunar á iðgjöld í
lífeyrissjóð. Breytingin á lífeyris-
sjóðsiðgjöldunum skiptir mjög
miklu máli. Breytingin hækkar
skattleysismörkin og jafnframt
er tvísköttun iðgjaldagreiðslna
launþega afnumin, sem er mikið
sanngirnismál. Þetta er einnig
fallið til að draga úr skattsvikum,
- þviaðþettanýtistekkifyrirþá
sem stunda svokallaða svarta
atvinnustarfsemi.“
Ingibjörg sagði afar mikilvægt
að nú væri farin sú leið að hækka
sjálft taxtakaupið. Þessi hækkun
leiddi til hækkunar á yfirvinnu-
taxta og kæmi þvi láglaunafólki
vel sem ynni mikla yfirvinnu.
„Launafólk hefur gengið í
gegnum erfitt timabil þar sem
laun hafa ekkert hækkað meðan
reynt hefur verið að byggja upp
atvinnulífið. Það er því eðlilegt
að ávinningnum af þessari stefnu
sé fyrst skilað til þeirra sem
minnst hafa. Við erum með þessu
að feta okkur út úr þessum lág-
launatöxtum. Fyrsta skrefið hef-
ur verið stigið."
FORYSTUMENN samtaka opin-
berra starfsmanna, sem ekki hafa
hafið kjaraviðræður, taka dræmt
í niðurstöðu samninganna á al-
mennum vinnumarkaði. Ögmund-
ur Jónasson, formaður BSRB, og
Páll Halldórsson, formaður
BHMR, telja þrengt að eigin sam-
tökum með samningsniðurstöð-
unni.
„Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar
í þessu máli eru gagnrýnisverð.
Hún kemur að kjarasamningum
með aðgerðir sem snerta allt
launafólk í landinu og öll samtök
þeirra, en neitar að ræða við nema
hluta þeirra," sagði Ögmundur
Jónasson, formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja. „Eg
verð að segja að þessi yfírlýsing
ríkisstjórnarinnar er mjög opin og
óljós um margt. Þannig er t.d.
sagt að það eigi enn eftir að
ákveða með hvað hætti tekna
skuli aflað til að fjármagna þær
skuldbindingar sem- ríkissjóður er
að taka á sig. Reyndar er sagt
að annaðhvort verði þessu tekj-
utapi mætt með auknum álögum
— og þá spyr maður sig á hvem
— eða með auknum niðurskurði.
Mín persónulega skoðun er, að
við breytingar á iðgjöldum í lífeyr-
issjóð hefði átt að stefna að því
að bæta kjör lífeyrisþega. Sú leið
sem farin er gagnast augljóslega
best þeim sem hafa hæstu tekj-
urnar. Þeir fá mest í sinn hlut.
Þetta tal um stórkostlega kjara-
jöfnun á öllum sviðum gengur
ekki upp að öllu leyti.“
Ögmundur sagði að ýmislegt í
yfirlýsingu ríkisstjómarinnar væri
jákvætt eins og breytingin á láns-
kjaravísitölu. Hann sagðist ekki
geta svarað því hvaða áhrif samn-
ingarnir myndu hafa á samninga-
viðræður opinberra starfsmanna
og ríkisins. Samningsumboðið
væri hjá einstökum félögum. Fé-
lögin hefðu hins vegar vísað
ákveðnum atriðum til BSRB.
BSRB hefði ítrekað óskað eftir
viðræðum við stjómvöld um þessi
atriði, en af þeim hefði ekki orðið
enn.
Reynt að þrengja
okkar stöðu
Páll Halldórsson, formaður
Bandalags háskólamanna-BHMR,
segir ekki tímabært að leggja mat
á hvað felist í samningum lands-
og svæðasambanda ASI og vinnu-
veitenda þar sem ekki lægju fyrir
upplýsingar um einn þeirra
þriggja þátta sem samningarnir
byggi á, þ.e.a.s. hvað sérkjara-
samningar fælu í sér.
Páll sagðist fagna þeirri breyt-
ingu sem yfirlýsing ríkisstjómar-
innar boðaði varðandi verðtrygg-
ingu en önnur atriði, t.d. skatt-
frelsi lífeyrisiðgjalda, kæmu seint
fram og að miklu leyti væri yfír-
lýsingin almennt orðuð.
Þá væri varhugavert að við-
haldið væri því einkenni þjóðar-
sáttarsamninganna að í samn-
ingnum fælist sú hótun að um
markmið samningsins verði að
nást víðtæk samstaða. „Þarna
setjast þessir aðilar niður og segja
að aðrir verði að fallast á þetta.
Með því er í raun verið að reyna
að skerða samningsrétt annarra,"
sagði Páll.
Samningar einstakra BHMR-
félaga við ríkið eru lausir. Einstök
félög hafa kynnt kröfugerð og
eitt aðildarfélag, HÍK, á nú í verk-
fallsbaráttu, en eiginlegar samn-
ingaviðræður við önnur félög em
ekki hafnar, að sögn Páls.
„Það verður sjálfsagt reynt að
nota þennan samning til að
þrengja okkar stöðu. Fjármála-
ráðherra hefur lýst því yfír að
ekki verði fallist á aðrar hækkan-
ir en samið verði um á almennum
markaði og í annan stað vofir
yfir sú hótun um að aðrir verði
að fallast á forsendur þessa samn-
ings ASÍ,“ sagði Páll.
Hann kvaðst telja að mikið
vanti upp á að BHMR geti fellt
sig við ASÍ-samninginn sem nið-
urstöðu í eigin viðræðum, sérstak-
lega þar sem menn hafí ýtt á
undan sér því vandamáli að raun-
verulegt launakerfí í landinu og
taxtakerfí verkalýðshreyfíngar-
innar hafi verið að þróast hvort
frá öðm.
* Víkingalottó»Tvöfaldur«Víkingalottó*Tvöfaldur*Víkingalottó*Tvöfaldur*Víkingalottó*Tvöfaldur*Víkingalottó*Tvöfaldur* Víkingalottó*Tvöfaldur*Víkingalottó*Tvöfaldur*Víkingalottó»Tvöfaldur»Víkingalottó*Tvöfaldur«Vikingalottó«
Síðast var fyrsti vinningurinn í Víkingalottóinu rúmlega
mffljónir kr.
w Vertu með
í fyrirkl 17:00
/ aagl
í tvöföldum potti.
Tvöfaldur pottur! Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér!
• Vikingalottó»Tvöfaldur*Vikingalottó»Tvöfaldur»Vi'kingalottó*Tvöfaldur*Vikingalottó«Tvöfaldur»Vikingalottó«Tvöfaldur* Víkingalottó»Tvöfaldur»Vikingalottó»Tvöfaldur»Víkingalottó»Tvöfaldur»Víkingalottó»Tvöfaldur»Víkingalottó»
Víkingalottó*Tvöfaldur»Víkingalottó*Tvöfaldur>Víkingalottó*Tvöfaldur