Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 15
VIÐSKIPTI
ÞINGVISITALA hlutabréfa var 1056,33 á mánudag og hefur aldrei
verið haerri frá því að hún var tekin upp 1. janúar 1993. Hún lækkaði
aftur lítillega í gær og var 1055,88 í lok dagsins. Gengi hlutabréfa í
Hlutabréfasjóðnum hf. og í mörgum fyrirtækjum náðu hámarki i gær
og fyrradag, þar á meðal í Eimskip, Flugleiðum, Hampiðjunni Haraldi
Böðvarssyni og Þormóði ramma. Á bak við hlutabréfahækkunina á
mánudag voru 18 viðskipti að upphæð 11 milljónir króna, en í gær
voru 12 viðskipti að upphæð 4,7 milljónir. Töluverð aukning hefur verið
í hlutabréfaviðskiptum í febrúarmánuði nú miðað við í fyrra, að sögn
Hreiðars Más Sigurðssonar hjá Kaupþingi hf.
Tilboð ríkissjóðs um skiptikjör vegna inn-
lausnar spariskírteina upp á 9,8 milljarða
5,8 milljarðar
endumýjaðir
ALLS voru um 5,8 milljarðar króna
endumýjaðir í skiptikjaratilboði rík-
issjóðs til eigenda verðtryggðra
spariskírteina frá árinu 1990. Tilboð-
ið rann út á mánudag og hafði þá
verið í gildi í tíu daga, eða frá því
að spariskírteini fyrir 9,8 milljarða
komu til innlausnar 10. febrúar sl.
Ríkissjóður bauð eigendum fyrr-
nefndra spariskírteina eftirfarandi
skiptikjör; verðtryggð spariskírteini
til 4, 5, 9 og 10 ára með 5,3% ávöxt-
un, ecu-tengd spariskírteini til 5 ára
með 8,5% ávöxtun og ríkisvíxla til 3
mánaða með 6,6% ávöxtun.
Milljarður í annað
en verðbréf
Bankastofnanir tóku þegar í upphafí
2,5 milljarða af því sem þær áttu í
flokknum til eigin þarfa. Af þeim 7,3
milljörðum sem þá voru eftir til
innlausnar voru um 5,8 milljarðar
endumýjaðir. Salan á móti innlausn
skiptist þannig að verðtryggð
spariskírteini námu 2.750 milljörðum,
ecu-tengd spariskírteini 1.690
milljörðum og ríkisvíxlar 1.326
milljörðum.
„Ég held að þetta sé viðunandi
árangur," segir Pétur Kristinsson,
framkvæmdastjóri hjá Þjónustumið-
stöð ríkisverðbréfa og Lánasýslu rík-
isins, og ennfremur að ástæðan væri
fyrst og fremst sú fjölbreytni sem
boðið var upp á í ríkisverðbréfunum.
Pétur sagði að af því sem ekki
hefði verið endumýjað mætti ætla að
um 1 milljarður, eða um 10% af inn-
lausnarfjárhæðinni, hefði verið varið
til annars en verðbréfakaupa. „Þetta
er tilfinningalegt mat okkar sem
byggir m.a. á þvi að sumir eigendur
þeirra bréfa sem komu til innlausnar
nú hafí keypt þau á eftirmarkaði til
þess að íjárfesta í skamman tíma.
Eins verður að hafa í huga að hér
er um að ræða fímm ára bréf með
engum afborgunum á tímabililnu. Það
er ekkert óeðlilegt að ætla að ein-
hveijir þurfi að eyða þessum pening-
um í annað en verðbréf."
Miðað við'að einum milljarði hafí
verið varið í annað en verðbréfakaup
eru eftir um 500 milljónir sem hafa
farið í kaup á öðrum verðbréfum en
ríkisverðbréfum eða verið lagðar inn
á innlánsreikninga í banka.
G7 fundur um byltingu
ífjarskiptum
Brtissel. Reuter.
TUGIR forystumanna svokallaðrar
upplýsingahraðbrautar sitja ráð-
stefnu með ráðherrum frá Japan,
Norður-Ameríku og Evrópu í Briissel
í vikunni um leiðir til þess að efla
fjarskiptabyltinguna í heiminum og
stjórna henni.
Sjö helztu iðnríki heims (G7) munu
í fyrsta skipti fjalla í sameiningu um
lagalegar, tæknilegar og félagslegar
forsendur hins svokallaða „upplýs-
ingaþjóðfélags" samtímans. Nokkrir
helztu framámenn í fjarskiptum,
tölvutækni og fjölmiðlun í heiminum
verða spurðir ráða á ráðstefnunni
24. til 26. febrúar.
Ólík áhugamál
Bretar munu beita sér fyrir afnámi
hafta á fjarskiptamörkuðum í sam-
ræmi við breytingar sem hafa verið
gerðar í Bretlandi.
Þjóðveijar munu leggja fast að
Bandaríkjamönnum að aflétta höft-
um á eignaraðild á fjarskipta- og
fjölmiðlamarkaði.
Japanar munu leggja áherzlu á
mikilvægi þess að gera öðrum Asíu-
þjóðum og þróunarlöndum kleift að
njóta góðs af hagsbótum upplýsinga-
þjóðfélagsins.
Frakkar og Kanadamenn, sem ótt-
ast menningaryfirráð Bandaríkja-
manna, vilja ræða inntak nýrra upp-
lýsinganeta.
Átta meginreglur
Gert er ráð fyrir að G7-ríkin sam-
þykki átta meginreglur, sem eigi að
móta þróun alþjóðlegra tölvu- og
fjarskiptaneta.
Þær munu meðal annars kveða á
um að ýtt verði undir fjárfestingar
einkaaðila, stuðlað að heiðarlegri
samkeppni, sveigjanlegár eftirlits-
reglur verði ákveðnar, tryggt verði
að allir borgarar hafi aðgang að þjón-
ustu og stuðlað verði að menningar-
legri og málfarslegri fjölbreytni.
Hampiðjan með tvöfalt
betri afkomu en 1993
HAGNAÐUR af reglulegri starf-
semi Hampiðjunnar hf. nam 107,2
milljónum króna á árinu 1994.
Árið er besta ár Hampiðjunnar í
áratugi hvað afkomu snertir, að
því að segir í frétt frá fyrirtæk-
inu. Þennan árangur þakkar fyrir-
tækið meðal annars aukinni sölu
á risaflottrollum bæði á heima-
markaði og til útflutnings.
Hreinn hagnaður Hampiðjunnar
eftir skatta árið 1994 var 90,3
milljónir eða 9% af veltu. Árið
1993 var hagnaðurinn 41,8 millj-
ónir, þannig^að hann hefur rúm-
lega tvöfaldast á milli ára. í þess-
um tölum er um að ræða samlagð-
an hagnað Hampiðjunnar og dótt-
urfélags í Portúgal, Balmar Ldta.
Rekstrartekjur Hampiðjunnar
námu 1.015 milljónum króna og
jukust um 20% frá 1993, en þetta
er þriðja árið í röð sem tekjur
Hampiðjunnar aukast. Útflutning-
ur nam 224 milljónum og var
22,5% af sölunni. Eigið fé félags-
ins var 768 milljónir, sem var 12%
aukning frá 1993.
Nýir markaðir
Flottroll hafa tekið við af troll-
netum sem helsta útflutningsvara
Hamþiðjunnar og salan dreifist
yfir fleiri svæði en áður. Af mikil-
vægum mörkuðum nú má nefna
Noreg, Þýskaland, Suður-Ameriku
og fyrrum Sovétríkin auk gömlu
markaðina Færeyjar og Dan-
mörku. Hampiðjan hefur ásamt
þremur öðrum fyrirtækjum sett á
stofn söluskrifstofu í Chile og
samningur hefur verið gerður við
fyrirtæki í Seattle í Bandaríkjun-
um um sölu á afurðum Hampiðj-
unnar á því svæði.
Dótturfyrirtækið gengur vel
Rekstur dótturfyrirtækisins
Balmar í Portúgal, sem Hampiðjan
á 90% í, gekk vel á síðasta ári,
segir í fréttinni frá Hampiðjunni.
Þar voru unnin um 58 ársverk í
fyrra, en 112 á íslandi.
Áætlanir fyrir 1995 gera ráð
fyrir nokkrum sölusamdrætti en
minni samdrætti í framleiðslu
vegna birgðaminnkunar í fyrra.
Gert er ráð fyrir að hagnaður af
reglulegri starfsemi verði um 75
milljónir í stað 107 milljóna í fyrra.
PolyGram jók hagnað um 20%
London. Reuter.
HOLLENZKA tónlistar- og kvik-
myndafyrirtækið PolyGram jók
hagnað sinn um 20% í fyrra vegna
aukinnar sölu á poppmúsík og
grósku í gerð kvikmynda og sjón-
varpsefnis.
„Við gerum ráð fyrir áfram-
haldandi grósku 1995,“ sagði
Alain Levy forstjóri í tilkynningu.
Nettótekjur námu 738 milljón-
um gyllina (447 milljónum doll-
ara) miðað við 614 milljónir gyl-
lina (372 milljónir dollara 1993.
Afkoman var mun betri en búizt
hafði verið við og PolyGram
kveðst á góðri leið með að verða
einn af „risunum í skemmtana-
heiminum á komandi árum.“
Nettósala jókst um 16% í 8.6
milljarða gyllina og lítið vantaði
á að afkoma kvikmyndadeildar-
innar PolyGram Filmed Enterta-
inment (PFE) yrði jákvæð. PFE
varð fræg fyrir Fjögvr brúðkaup
og jarðarför, en rekstrarhalli
deildarinnar nam 42 milljónum
gyllina 1984.
Sala á poppmúsík jókst um 14%
í 5.8 milljarða gyllina. Söluhæsta
albúmið var safnplata með Bon
Jovi og í ár koma út albúm með
Bryan Adams, Björk, Bon Jovi,
Sting og Stevie Wonder.
BNSTAKT TÆKIFÆRI!
Vorum að taka heim ný stórglæsileg fyrsta flokks
sófaseft alklædd leðri.
Sófasett 3+1+1 aðeins stgr. kr. 155.000
Sérstakt kynningarverð með bmnniiTíi afslætti.
Litir: Svart, brúnt,
Hornsóffasett 2+horn+2
grænt, rautt, A|klætt leðrj
vínrautt, bleikt og Ijósbrúnt.
Ath. Takmarkað magn.
Greiðslukjör viö allra hæfi.
kr.146.
uZSLl M u n a I á n
’iTiTlstar.
Valhúsgögn
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375