Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 17
ERLENT
Bretar og írar sammála um friðartillögur
Yandlega kynnt-
ar á N-írlandi
London, Belfast. Reuter.
BRESKA stjórnin samþykkti í gær Hillsborough-kastala, um 16 km frá
tillögur um friðarsamkomulag á Belfast.
Norður-írlandi sem unnar hafa verið
Reuter
„Sjúkrabíll“
í Hanoi
OKUMAÐUR þriggja hjóla létti-
vagns flytur sjúkling á sjúkrahús
í Hanoi í Víetnam. Slíkir létti-
vagnar eru eitt helsta samgöngu-
tækið í borginni og þeir eru not-
aðir til að flytja fólk, vörur, hús-
gögn og skólabörn.
Framrás nýrrar hreyfingar í Afganistan
Friðaráætlun-
in talin í hættu
FRIÐARÁÆTLUN Sameinuðu
þjóðanna er talin í hættu vegna
framrásar nýrrar hreyfmgar heit-
trúaðra múslima í átt að Kabúl,
höfuðborg Afganistans. Burha-
nuddin Rabbani, forseti landsins,
hefur neitað að láta af embættinu,
eins og gert er ráð fyrir í friðará-
ætluninni, nema hreyfingin sam-
þykki aðild að ráði sem á að taka
við völdunum af forsetanum. Ólík-
legt er að hreyfingin, sem nefnist
Taliban, fallist á aðild að ráðinu.
Mahmood Mestiri, sendimaður
Sameinuðu þjóðanna í Afganistan,
hafði vonast til þess að ráðið tæki
við völdunum á mánudag. Alls
hafa um tíu fylkingar barist um
völdin í Afganistan og gert er ráð
fyrir að hver þeirra tilnefni einn
fulltrúa í ráðið, sem á einnig að
vera skipað nokkrum mönnum sem
ekki tengjast fylkingunum.
„Ég óttast að fylkingarnar séu
ekki tilbúnar til að friðmælast,"
sagði Mestiri í gær. „Ég hygg að
friður komist á, en ekki í náinni
framtíð."
Vilja „góða múslima"
Rabbani forseti setur það sem
skilyrði fyrir því að láta af embætt-
inu að Taliban-hreyfingin fallist á
skipan ráðsins, að sögn AP-frétta-
stofunnar. Leiðtogar Taliban segj-
ast hlynntir friðaráætluninni í öll-
um aðalatriðum en hafa sett ýmis
skilyrði. Þeir vilja mynda íslamska
stjóm og hafna aðild að ráðinu
nema það verði skipað „góðum
múslimum“, en þá kröfu hafa aðr-
ar hreyfíngar oft lagt fram til að
geta haldið áfram að beijast.
Taliban-hreyfíngin er andvíg því
að ráðið verði skipað mönnum sem
tengjast kommúnistastjóminni
fyrrverandi, sem var steypt af stóli
árið 1992. Heimildarmenn AP
segja að hreyfíngin hafí einnig
hafnað mönnum sem ekki em með
skegg, sem er talið til marks um
guðrækni á þessum slóðum, eða
gangi ekki í víðum fötum sem
margir afganskir karlmenn klæð-
ast, en ekki allir.
Vex hratt
Taliban-hreyfíngin var upphaf-
lega skipuð heittrúuðum náms-
mönnum og fyrir fjórum mánuðum
hafði hún aðeins 800 hermönnum
á að skipa. San Francisco Chronicle
segir að hreyfíngin hafi nú safnað
saman um 25.000 manna liði sunn-
an við Kabúl og búi sig undir árás
á borgina. Talið sé að hún hafí náð
um þriðjungi landsins á sitt vald.
Almenningur í Afganistan hefur
fengið sig fullsaddan af valdabar-
áttu fylkinganna og stríðinu eftir
fall kommúnistastjómarinnar, sem
staðið hefur í þijú ár og kostað
a.m.k. 20.000 manns lífið. Margir
Afganir virðast nú líta á Taliban
sem einu hreyfínguna sem geti
komið á friði í landinu.
í samráði við stjóm írlands. Forsæt-
isráðherrar landanna munu kynna
tillögurnar á blaðamannafundi í dag
og heimildarmenn segja að dreift
verði 600.000 eintökum á N-írlandi,
ekkert heimili verði út undan.
Stjórnvöld í London og Dublin
ákváðu í desember 1993 að reyna
að koma af stað viðræðum fulltrúa
mótmælenda og kaþólikka í von um
að endanlegir friðarsamningar næð-
ust. Fyrir hálfu ári tókst síðan að
koma á vopnahléi hópa hermd-
arverkamanna úr röðum beggja
deilúaðila.
I tillögunum mun m.a. vera gert
ráð fyrir viðræðum fulltrúa allra
flokka í héraðinu um framtíð þess,
tengslin við Bretland og samskiptin
við Irland. John Major, forsætisráð-
herra Bretlands, og starfsbróðir
hans á írlandi, John Bruton, hugð-
ust ræða saman yfír kvöldverði í
Kaffi á yfir
3.000 dali
London. Reuter.
KAFFI seldist á hæsta verði það sem
af er árinu í London í gær, rúmlega
3,000 Bandaríkjadali tonnið, sem er
6% hækkun á einni viku.
Hækkunin er rakin til uggs vegna
rýmandi birgða í London og minna
framböðs frá Rómönsku Ameríku.
Langvinnir þurrkar hafa geisað í
Kólombíu og framleiðendur í Mið-
Ameríku hafa dregið úr útflutningi.
Kaffí hefur hækkað úr 2,500 doll-
urum tonnið í desember.
Wigestrand
látinn
NORÐMAÐURINN Harald Wige-
strand, sem var varakonsúll á Seyð-
isfírði um tíma á síldarárunum, lést
í Noregi i síðasta mánuði, áttræður
að aldri.
Harald Wigestrand var vara-
konsúll á Seyðisfírði 1. júní til 28.
september árið 1964 og 15. júní
til 15. september 1966. Hann var
fulltrúi norskra yfirvalda gagnvart
norska síldveiðiflotanum á íslands-
miðum á þessum tíma.
Wigestrand var einnig í sigling-
um milli Englands og íslands í
heimsstyijöldinni síðari. Hann var
í mörg ár formaður félags norskra
stríðsfarmanna og í stjórn samtaka
sem aðstoðuðu Norðmenn sem
særðust í stríðinu.
Wigestrand var forkur duglegur.
Að sögn Ostlandets Blad varð hann
landsþekktur í Noregi árið 1962
fyrir baráttu sína fyrir því að fé-
lagsheimili yrði reist í heimabæ
hans, Kolbotn. Eftir þrotlaust starf
í 5-6 ár við að safna fé til fram-
kvæmdanna neitaði norska hús-
næðisstofnunin að veita leyfi fyrir
byggingunni. Wigestrand svaraði
með þrásetu í biðstofu stofnunar-
innar, með nesti og hitabrúsa, og
neitaði að fara. Hann fékk sínu
framgengt.
Ný kenning sett fram um verkið „Hreinn umfram allt(<
Leikrit Wilde háðs-
ádeila á íhaldsmenn?
London. The Daily Telegraph.
KOMIÐ hefur fram sú kenning
að meistaraverk Oscars Wilde,
„The Importance of being Ear-
nest“ (Hreinn umfram allt) sem
lengi hefur verið talið fjalla öðr-
um þræði um samkynhneigð
höfundarins, sé í raun háðs-
ádeila á íhaldsmenn og eina af
valdamestu fjölskyldum Bret-
lands á Viktoríutímanum.
Það er Frances Banks, sem
rannsakað hefur bókmenntir
Viktoríutímans, sem lagt hefur
fram þessa kenningu. Hún telur
að Wilde byggi stóran hluta
verksins á fjölskyldu Roberts
Cecils, þriðja markgreifans af
Salisbury, sem var forsætisráð-
herra í þrígang og utanríkisráð-
herra. Einkunnarorð fjölskyld-
unnar eru: Sero Sed Serio (Seint
en einlæglega).
Verk Wilde var frumsýnt 14.
febrúar 1895 og fjórum mánuð-
um síðar var hann dæmdur sek-
ur um ósiðsemi með körlum sem
stunduðu vændi. Flestir bók-
menntafræðingar sem fjallað
hafa um verk Wilde, telja téð
leikrit fjalla um það tvöfalda líf
sem hann lifði vegna samkyn-
hneigðar sinnar. I titlinum felst
orðaleikur með mannsnafnið og
Iýsingarorðið Earnest (einlæg-
ur) en það var einnig slangur-
yrði yfir samkynhneigða á Vikt-
oríutímanum.
Árás sósíalistans
Banks telur m.a. að nöfn ungu
kvennanna í leikritinu tengi það
Cecil-fjölskyldunni. Þær heita
Gwendolyn og Cecily, sem
Banks segir sama nafn og Gwen-
dolyn Cecil, dóttur Roberts Cec-
ils, en Banks vinnur að gerð
ævisögu hennar.
Þá telur Banks að lýsingin á
„Manor House, Woolton" í leik-
ritinu sé sláandi lík Hatfield
House, aðsetri Cecil-fjölskyld-
unnar, sem Wilde heimsótti árið
1894. Banks segir Wilde hafa
verið sósíalista og að hann hafi
OSCAR Wilde um það Ieyti
er réttarhöldin hófust.
valið Cecil-fjölskylduna sem
fulltrúa íhaldsins, sem honum
var svo i nöp við.
nn í framtíðina með Novell NetWare 4.1
Mest selda netstýrikerfið
í heiminum í dag.
NetWare frá Novell.
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664