Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 2i AÐSEIMDAR GREINAR Læknamistök og óhappatilvik II Ólafur Ólafsson Siðaráð landlæknis stofnað 1987 Ráðið er landlækni til ráðgjafar, sér í lagi um mál er þurfa sið- fræðilega umfjöllun. í ráðinu starfa tveir full- trúar Háskóla íslands, ASÍ, Samtökum heilbr- iðisstétta, félagi hjúkr- unarfræðinga og full- trúa landlæknis. Fleiri tugir mála eru afgreidd á ári hverju. Skriflegt samþykki sjúklinga. Allmargar kvartanir berast vegna þess að sjúklingar telja lækni ekki hafa skýrt nægilega frá hugsanlegum fylgikvillum fyrir að- gerð. Hér standa oft orð gegn orði. Af því tilefni hefur Landlæknisemb- ættið í mörg ár lagt áherslu á að tekin yrði upp sk. skriflegt sam- þykki sjúklinga (Fréttabréf lækna 1988 og 1989). Vissulega er ekkert í lögum sem hindrar sjúkling í því að krefjast þess og hvet ég sjúklinga eins og áður til þess að gera slíkt. Nú hefur þessi siður verið tekinn upp á kvensjúkdómadeild Landspít- aíans og Landlæknisembættið vinn- ur ásamt fulltrúum sérgreinasjúkra- húsa að frekari útfærslu þessa máls. Vonandi breytast þá mál til hins betra. Ófyrirsjáanleg óhappatilvik. Öllum aðgerðum fylgir viss áhætta enda getur enginn læknir lofað full- um bata fyrir meðferð. Þetta eiga margir sjúklingar erfitt með að skilja. Mál hafa risið t.d. vegna lang- vinnra sýkinga eftir aðgerðir. Á síð- ustu árum hefur eftirlit með sýking- um mjög verið hert. Á sjúkrahúsum starfa sérstakar nefndir sem skrá og fylgjast náið með þeim sjúkling- um er verða fyrir sýkingum. Sýk- ingatíðni á íslenskum sérgreina- sjúkrahúsum er svipuð og gerist á bestu sjúkrahúsum erlendis, t.d. á Mayo-sjúkrahúsinu í Bandaríkjun- um. Meðal annars skal þess getið að há sýkingatíðni eftir hjartaað- gerðir erlendis varð til þess að flýta fyrir því að hjartaaðgerðir voru flutt- ar alfarið til Islands. Því miður koma þessar sýkingar fyrir í 3-4% tilfella þrátt fyrir mikla smitgát. í allflest- um tilfellum koma þessar sýkingar fyrir vegna sýkla er lifa í umhverf- inu. Lýtaaðgerðir. Verulegar kvart- anir bárust fyrir 10-12 árum vegna þessara aðgerða. Landlæknir átti fundi með lýtalæknum og meðal annars var haldinn norrænn fundur um málið að frumkvæði embættis- ins. Menn komu sér saman um ákveðnar reglur er læknar skyldu temja sér. Eftir það fækkaði mjög kvörtunum. Nú hefur kvörtunum Qölgað aftur og verður það tilefni til samráðs við lýtalækna um nánari reglur. Fjölgun kvartana kom að nokkru leyti í kjölfar þess að Trygg- ingastofnun ríkisins greiðir ekki lengur fegrunaraðgerðir og þess vegna eru þær nú í vaxandi mæli framkvæmdar á einkastofum gegn fullri greiðslu sjúklinga. Má vera að þessi tilhögun hafi haft áhrif á fjölg- un mála. Undir þessar aðgerðir falla t.d. flestar bijóstaaðgerðir og sk. svuntuaðgerðir á kvið. 6. Sjúklingatryggingasjóður Árið 1983 lagði Landlæknisemb- ættið til að slíkur sjóður væri stofn- aður. Ef málið hefði gengið fram hefðum við orðið fyrstir í Evrópu til þess að taka upp þau lög. Nefnd Landlæknisembættisins ítrekaði þessar óskir 1986. Fyrir atbeina Karvels Pálmasonar var árið 1989 komið á greiðslum á vegum Trygg- ingastofununar ríkisins er falla und- ir þennan flokk. Galli var á gjöf Njarðar því að Alþingi, Trygginga- stofnun ríkisins ásamt heilbrigðisráðuneytinu settu í lögin margskon- ar fyrirvara, meðal ann- ars að lögin væru ekki afturvirk, að 75% ör- yrkjar ættu ekki rétt á slíkri greiðslu (!) og reglurnar næðu ekki til einkastofa lækna. Þess- ar tillögur ganga þvert á óskir embættisins. Seinna var þessu að nokkru leyti breytt en enn skortir þar á. Þessi Stjórnkerfi veldur vanda, segir Olafur Olafsson, ef það heldur að sér höndum í sjálf- sögðum réttindamálum sjúklinga. ákvæði og jafnframt að mjög litlar fjárhæðir eru ætlaðar til greiðslu hafa á margan hátt valdið mikilli óánægju sem í mörgum tilfellum beinast að Landlæknisembættinu! 7. Kvartanir vegna óska sjúklinga um að skoða eigin sjúkraskrár Allt frá 1973 hefur landlæknir leyft sjúklingum að skoða eigin sjúk- raskrár eftir samráð við þeirra lækna, sem nær undantekningar- laust hefur gengið eftir. Nú hefur fallið hæstaréttardómur sem sýnir að þetta var réttmæt ákvörðun. Að því er best er vitað voru slíkar regl- ur ekki í gildi á þeim tíma annars staðar á Norðurlöndunum. Því miður voru ekki settar reglur um slíka heimild fyrr en 1989 og þá jafnframt að lögin væru ekki afturvirk gegn vilja embættis og ráðuneytis! Á Norðurlöndum eru ákvæði um sjúkl- ingatryggingar og lög um heimiid fyrir sjúklinga til að fá upplýsingar úr eigin sjúkraskrá, afturvirk. Því miður verður því að segja, að varðandi mörg sjálfsögð réttindamál sjúklinga hafa pólitíkusar og ráðu- neytið haldið um of að sér höndum og þar af leiðandi valdið vanda. Ýmsa þá annmarka á framangreind- um lögum þarf að lagfæra og heiti ég á þingmenn í því efni. Að lokum Félaginu Lífsvog óska ég alls góðs og mun veita félaginu alla þá aðstoð sem unnt er og þá ekki síst í fyrsta baráttumáli þeirra sem er að hækka bætur meðal annars úr sjúklingatryggingasjóði og rýmka lög og reglur. Höfundur er tandlæknir. ÁRGERÐ1995 Volvo440/460 en keppinauturinn hækkar um VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST Árið 1994 seldust 131 Volvo 440/460 en 162 Toyota Carina E.* Þetta setur Volvo 440/460 í annað sæti yfir mest seldu bíla á íslandi í þessum stærðarflokki. * Heimild Bifreiöaskoöun íslands Á þessu ári verður verður einn stór munur á þessum tveimur tegundum: Volvo 440/460 verður á sama verði og í fyrra en Toyota Carina E hækkar í verði um 130.000 kr. Eitt núll fyrir Volvo! Mynd: Volvo 460, álfelgur og sóllúga ekkl innifalið í verðl. Fjölbreyttir Itinatnöguleikar - lún til allt að 5 ára Framhjóladrifinn 1/1/10 000 Volvo 440/460 kostar fró I /ttO.UUU kr. [3 Le'MIM eb TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA RADGREIDSLUR Tll allt að 24 mánaða SPARiaTOÐIRNIR BRIMBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 91- 685870

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.