Morgunblaðið - 22.02.1995, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EFNAHAGSBAT-
INN TIL LÁG-
LAUNAFÓLKS
KJARAJÖFNUN er tvímælalaust helzta einkenni nýju
kjarasamninganna. Er það fagnaðarefni, því efnahags-
samdráttur undanfarinna ára hefur bitnað mest á láglauna-
fólki. Ríkisstjórnin og forusta vinnuveitenda og verkalýðs-
hreyfingar hafa margítrekað þá stefnu, að kjarabætur til
láglaunafólks eigi að hafa forgang. Nú hefur orðið ofan á
að nýta aukinn hagvöxt, sem spáð er á næstu tveimur árum,
til að bæta stöðu þeirra verst settu í þjóðfélaginu. Það er
lofsvert af forustu verkalýðssamtakanna að standa fast á
þessari stefnumörkun, því hagsmunir eru misjafnir innan
hreyfingarinnar og margir orðnir langeygir eftir kjarabótum.
Fyrir láglaunafólk, og reynar landsmenn alla, skiptir
höfuðmáli, að samningarnir eru ekki taldir hleypa verðbólgu
af stað á nýjan leik. Talsmenn vinnuveitenda fullyrða, að
kostnaðarhækkanir atvinnulífsins raski ekki samkeppnis-
hæfni á erlendum mörkuðum. Stöðugleiki sé því tryggður
í efnahagslífinu og ekki sé þörf á breyttu gengi krónunnar.
Kjarajöfnun samninganna má m.a. sjá af því, að laun
undir 60 þúsundum hækka um 11,3% að meðaltali á samn-
ingstímanum, laun á bilinu 60-84 þúsund um 9,2% og meðal-
talshækkun allra launa er metin 6,9%. Láglaunabætur á
laun undir 80 þúsund krónum verða greiddar í maí og desem-
ber hvort ár samningstímans og desemberuppbót hækkar
nokkuð í desember 1996. Þessu til viðbótar eru mikilvæg
ákvæði í aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem koma láglauna-
fólki sérstaklega til góða. Þar skal fyrst nefna breytingar
á lánskjaravísitölunni, sem framvegis miðast við framfærslu-
kostnað. Það á m.a. að tryggja, að vísitölubundin lán hækki
ekki sjálfkrafa í kjölfar samninganna. Þá verður skattlagn-
ing iðgjalda í lífeyrissjóði afnumin í áföngum á tveimur
árum, sem þýðir í raun hækkun skattleysismarka. Ráðstaf-
anir verða og gerðar til að létta greiðslubyrði fólks vegna
húsnæðislána.
í heild er um verulega kjarajöfnun að ræða. Miklu skipt-
ir að þeirri stefnu verði fylgt fast eftir á vettvangi fyrirtækj-
anna sjálfra. Brýn þörf var á að bæta kjör þeirra verst
settu eftir Iangvarandi efnahagssamdrátt, bæði launþega
og bótaþega almannatrygginga, sem ríkisstjórnin hefur
ákveðið að fái sömu hækkanir. Efnahagsbatinn verður ekki
betur nýttur en í þessu skyni.
Davíð Oddsson forsætisráðherra um kjarasamningana
Tryggja stöðugleika
og lága verðbólgu
Fordæmi fyrir samninga opinberra starfsmanna
Forystumenn ríkisstjóm-
arinnar leggja áherslu á
að kjarasamningarnir
bæti kjör þeirra verst
settu og tryggi stöðug-
leika. Forsætisráðherra
segir þá fordæmis-
skapandi og utanríkis-
ráðherra kallar þá tíma-
mót í hagstjóm.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að þótt nýgerðir kjarasamning-
ar á almennum vinnumarkaði séu
dýru verði keyptir fyrir ríkið vegna
aukins halla á ríkissjóði séu þeir vel
þess virði vegna þess að samningam-
ir tryggi stöðugleika og lága verð-
bólgu. Hann segir að þessir kjara-
samningar hljóti að gefa fordæmi
fyrir samninga opinberra starfs-
manna og aðra hópa sem eigi ósamið.
„Ég tel afskaplega mikilvægt að
það hafi náðst heildarkjarasamningar
í landinu. Þeir eru að mínu mati á
mjög skynsamlegum nótum, leitast
er við að tryggja að stöðugleiki hald-
ist og verðbólga fari ekki úr böndum.
Jafnframt er í fyrsta skipti í langan
tíma gert ráð fyrir að kaupmáttur
vaxi nokkuð og langmest hjá þeim
sem minnst hafa borið úr býtum.
í þessum samningum hefur auk
þess tekist að leysa úr allskonar
deilumálum vinnuveitenda og verka-
lýðsfélaga sem talist hafa til sérkja-
rasamninga en var alltaf ýtt út af
borðinu í svokölluðum þjóðarsátt-
arsamningum. Má því vænta þess að
ríkari sátt sé um þessa samninga en
ella,“ segir Davíð.
Ríkissjóður nýtur góðs af
hagvextinum
Gert er ráð fyrir að boðaðar að-
gerðir ríkisvaldsins til að liðka fyrir
samningum kosti ríkissjóð liðlega 6,5
milljarða kr. alls fram yfir samnings-
tímabilið til ársloka 1997. Forsætis-
ráðherra segir að það sé út af fyrir
sig rétt að samningarnir séu dýru
verði keyptir.
„Ríkið leggur töluvert mikið á sig
til að stuðla að því að lyktir náist í
málinu en ég tel að það sé vel þess
virði því mál stóðu þannig að ella
hefði verið hætta á að þau markmið
sem aðilar vinnumarkaðarins og rík-
isvaldið hafa viljað berjast fyrir, til
dæmis stöðugleiki, lágt verðlag á
nauðsynjum og lækkandi skuldir við
útlönd, hefðu ekki náðst. Þessir
samningar raska ekki þeim forsend-
um og ég tel því vetjanlegt af ríkis-
ins hálfu að koma þetta mikið til
móts við sjónarmið launþega."
Davíð segir að ríkisstjórnin hafi
áskilið sér rétt til að láta niðurskurð
eða spamað mæta hallanum. En áður
en til ákvarðana um slíkt komi þurfi
að sjá hvaða ávinning ríkissjóður
hafi af þeim hagvexti sem þessir
samningar ættu að tryggja en hann
komi að hluta til á móti fyrirgreiðslu
ríkisins. Síðan þyrfti að meta það
hvað miklu ætti að mæta með niður-
skurði, hverju með nýjum tekjum og
hversu mikinn halla menn væru til-
búnir til að sætta sig við tímabundið
á meðan verið væri að ganga í gegn-
um þetta skeið.
Hægt að treysta
framfærsluvísitölunni
Forsætisráðherra segir að umdeil-
anlegt hafi verið að breyta lánskjara-
vísitölunni og taka framfærsluvísitölu
upp sem viðmiðun.
„í þessu felst sú breyting væntan-
lega að vaxtaákvæði svokallaðra Ólaf-
slaga verða afnumin ásamt lánskjara-
vísitölunni í þeirri mynd sem við þekkj-
um hana. En þetta mun jafnframt
hafa í för með sér að ekki verður leng-
ur hægt að breyta grundvelli verðbóta
eða slíkra þátta með reglugerðum.
Og vísitalan sem nú verður notuð er
þekkt um allan hinn vestræna heim.
Lánskjaravísitalan var séríslensk,
til dæmis þurfti jafnan að útskýra
hana fyrir erlendum ljárfestum. Ég
tel því að þó það sé mjög varasamt
að hringla með mál af þessu tagi og
ríkisstjómin hafi verið mjög hugsandi
yfir því, megi færa fyrir því rök að
nú séu mál komin í réttan farveg eft-
ir hringlið sem varð 1989. Vísitalan
sé komin í alþjóðlegra samhengi en
áður og menn megi frekar treysta
þeim grundvelli sem nú er lagður,"
segir Davíð.
Opinberir starfsmenn eru með lausa
samninga. Davíð segir að allt raunsæi
segði að í þessum samningum hefði
verið farið eins langt og þorandi var.
Það sé fremur gagnrýnisvert af at-
vinnurekendum og ríkisvaldi að hafa
teflt á of tæpt vað en ganga of
skammt.
„Það er ekki vafí í mínum huga
að þessir samningar, sem ná til lang-
stærsta hluta vinnumarkaðarins, þess
hluta sem lýtur lögmálum þjóðartekn-
anna meira en aðrir, verða algerlega
fordæmisskapandi fyrir aðra samn-
inga.“
Unnið hratt að framkvæmd
Davíð segir að unnið verði eins
hratt og mögulegt er að því að koma
einstökum atriðum í yfirlýsingu rík-
isstjómarinnar til framkvæmda. Unn-
ið sé að ákveðnum málum í þinginu.
Telur hann að málin nái fram að
ganga í góðri sátt. Það hafi verið
venja í þinginu að stjómarandstaðan
á hveijum tíma virti nauðsyn þess að
ljúka málum af þessu tagi innan þess
tímaramma sem menn hefðu ætlað
sér og segist ekki eiga von á öðru en
að það verði einnig nú og málin næðu
fram að ganga strax og verkalýðsfé-
lögin hefðu staðfest samningana.
Hlutfallshækkun mánaðarlauna
á samningstímanum
IÁ' t?>' <?-• <bfo' #' ej*' &' b,T'<b°' <2^' Q1"
Mánaðarlaun fyrir samninga
Jón Baldvín Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins
KENNARAR SEMJI
SAMNINGAR kennara og samninganefndar ríkisins hafa
verið í sjálfheldu undanfarna sólarhringa. Öll rök hníga
að því, að kennarar semji á þeim nótum, sem samningar
hafa tekist um á almenna vinnumarkaðnum. Kennarar eru
komnir í þá óþægilegu stöðu að sitja eftir í verkfalli, á
meðan launþegum á almenna vinnumarkaðnum hefur tekist
að ná kjarasamningum við viðsemjendur sína, til tæplega
tveggja ára, án þess að til verkfalla kæmi.
Auðvitað er Ijóst, að slík staða er fjarri því að vera óska-
staða, þegar um er að ræða stétt manna, sem þegar hefur
hafið verkfall, eins og á við um kennara. Hvað sem því líð-
ur gera samningarnir á hinum almenna vinnumark-aði það
að verkum, að kennarar hljóta að endurmeta stöðu sína frá
grunni og hvert framhaldið verði hjá þeim.
Kennarar verða á næstu dögum að gera upp við sig,
hvort líkur séu á, að þeim takist að sækja meira til viðsemj-
enda sinna, þ.e. samninganefndar ríkisins, en um hefur
verið samið á milli Alþýðusambands íslands annars vegar
og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands
samvinnufélaganna hins vegar. Niðurstaða þeirra hlýtur, í
ljósi yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar, að verða sú, að útilokað
sé að þeir nái fram umfram kjarabótum.
Valkostir kennara í kjaradeilu þeirra eru ekki margir.
Annað hvort ganga þeir nú til samninga, sem taka mið af
því, sem um hefur verið samið á markaði, eða þeir ákveða
að hafna samningum við ríkisvaldið, sem verði hliðstæðir
við þá samninga sem tekist hafa á almenna markaðnum.
Velji kennarar síðari kostinn, eru þeir um leið að velja
langvinnt verkfall. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra,
enda einsýnt að kennarar yrðu afar lengi að vinna upp það
tekjutap sem þeir yrðu fyrir í langvinnu verkfalli, sé þess
á annað borð nokkur kostur, að vinna slíkt tekjutap upp
að fullu.
Efnahagsstefnan hefur skilað sér
í kjarajöfnun og kj arabótum
JÓN Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra og formaður Al-
þýðuflokksins, segist líta á niður-
stöðu kjarasamninganna og útspil
ríkisstjórnarinnar í tengslum við
þá sem tímamót í hagstjórn lands-
ins. Meginatriðið sé að efnahags-
batinn sé í nafni réttlætis nýttur
til lífskjarajöfnunar en raunsætt
mat segi að ekki hafi verið farið
út fyrir þau mörk sem tryggja að
verðbólga fari ekki úr böndum.
Fyrstu kjarasamningarnir sem
kjarajöfnun
„Vonir standa til að þessir
kjarasamningar og aðgerðir rík-
isstjórnarinnar í tengslum við þá
tryggi hvorttveggja að efnahags-
batinn sem aðilar vinnumarkað-
arins meta upp á tíu milljarða
króna verði nýttur til kjarabóta
og kjarajöfnunar. Og að þær
kjarajöfnunaraðgerðir sem felast
í samningunum og aðgerðum rík-
isstjórnarinnar tryggi að stöð-
ugleikinn haldi áfram. Það er
grundvöllur nýs framfaraskeiðs.
Ég er þeirrar skoðunar að fyr-
irtækin í landinu, ekki síst í úflutn-
ings- og samkeppnisgreinum, sem
hafa verið að styrkja stöðu sína,
hafi beðið eftir niðurstöðu kjara-
samninga áður en þau færu að
taka ákvarðanir um nýjar fjárfest-
ingar sem munu auka hagvöxtinn
og skapa ný störf á næstu misser-
um,“ segir Jón Baldvin.
Hann segir að þetta séu fyrstu
kjarasamningar sem hann muni
eftir þar sem við samningaborðið
hafi tekist að tryggja kjarajöfnun.
Það gerist með fastri krónutölu
og sérstökum kaupauka á lægstu
laun upp að vissu tekjumarki.
„Þetta er aðalatriði kjarasamn-
inganna og vegna þess að þetta
tókst var ríkisstjórnin reiðubúin
til að styðja þessa kjarajöfnun með
því að afnema lánskjaravísitöluna
i þeirri mynd sem hún hefur verið
og tryggja þannig að raunhæfar
kjarabætur skili sér í raunveruleg-
um kaupmætti. 1 sögu kjarasamn-
inga eru þetta því að mínu mati
tímamótasamningar og út frá
sjónarmiði ríkisstjórnar er þetta
innsiglun á því að árangur af efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar á
örfiðum tímum hefur nú skilað sér
í kjarajöfnun og raunhæfum
kjíirabótum til launafólks án þess
að tefla stöðugleikanum í tví-
sýnu.“
Rímar við ályktanir
Alþýðuflokksins
„Mig langar til að bæta því við,
út frá sjónarmiðum míns flokks,
að þessi niðurstaða rímar, mér
liggur við að segja fullkomlega,
við ályktun aukaflokksþings AI-
þýðuflokksins frá því 4. og 5. febr-
úar. Þar kom fram að við mátum
efnahagsbatann sem væri til skipt-
anna upp á um það bil tíu millj-
arða.
Við mæltum með fastri krónu-
tölu og kaupauka á lægstu laun.
Við lýstum okkur reiðubúna til að
taka jákvætt undir óskir aðila
vinnumarkaðarins um breytingar
á lánskjaravísitölu, ef þessar for-
sendur héldu. Við fluttum enn-
fremur tillögu um opinbera nefnd
til þess að rannsaka sérstaklega
hverra kosta væri völ við að draga
úr tilkostnaði í opinberum rekstri
þar sem um er að ræða einokun
eða fákeppni og lækka þar með
þjónustugjöld sem skilaði sér í
kaupmáttarauka án verðbólgu og
er það inni í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar.
Ríkissljórain lýsti því yfir 10.
desember síðastliðinn að hún væri
reiðubúin til að afléttra meintri
tvísköttun á lífeyrisgreiðslum elli-
lífeyrisþega. Nú er skrefið stigið
til fulls með því að gefa skattafrá-
drátt á iðgjaldagreiðslur launþega
en það er jafnframt aðgerð til að
hækka skattleysismörk í yfir 60
þúsund kr. á mánuði.
Þegar við lítum á málið í heild
er einnig ánægjulegt til þess að
vita að tillaga ríkisstjórnarinnar
um samstarf aðila vinnumarkað-
arins og þingflokkanna um út-
færslu á fyrirliggjandi tillögum
um fjármagnstekjuskatt sem gæti
tekið gildi um næstu áramót hefur
nú í stórum dráttum náð fram
þannig að sú nefnd mun taka til
starfa," segir Jón Baldvin Hannib-
alsson.
ÞJÓÐHAGSÁHRIF SAMNIIMGANNA
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 25
Þróun kaupmáttar dagvinnulauna mismunandi tekjuhópa
IU Jan. 1995 = 100
110
/45.000
108 106
104 109 /as^ 60.000 "" 1 75.000 s
100 ' ^— 1 120.000 s 1 í
J FMAMJ J Á S O N D J F M A M J JÁSOND 1995 I 1996
Verðbólguþróun, 3 mán. breyting
Kaupmáttur vex um 3%
á samningstímabilinu
Þjóðhagsstofnun spáir 2,5% verðbólgu í ár og á næsta ári
LAUNABREYTINGAR sam-
kvæmt þessum kjara-
samningum virðast í öllum
aðalatriðum vera í sam-
ræmi við þjóðhagsleg skilyrði og
framhald stöðugleika í þjóðarbú-
skapnum," sagði Þórður Friðjóns-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, í
samtali við Morgunblaðið um ný-
gerða kjarasamninga aðila vinnu-
markaðarins.
„Verði þessir kjarasamningar fyr-
irmynd annarra samninga má búast
við að verðbólga verði um 2,5% á
ári næstu tvö árin. Það er sama
verðbólga og reiknað er með í öðrum
OECD-ríkjum, sem búa við stöðug-
leika,“ segir hann.
Þjóðhagsstofnun telur að kjara-
samningarnir og aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar muni leiða til þess að
kaupmáttur muni aukast um nálægt
1,5% á þessu ári og aftur um sama
hlutfall á næsta ári. Fyrri áætlanir
stofnunarinnar gerðu ráð fyrir
0,5-1% kaupmáttaraukningu.
„Þetta er töluvert meiri kaup-
máttur en í fyrri áætlunum en þó
ekki það mikill að hann stefni af-
gangi á viðskiptajöfnuðinum í um-
talsverða tvísýnu,“ segir Þórður.
Kaupmáttur þeirra
lægstlaunuðu eykst mest
Þar sem kjarasamningurinn felur
í sér að lægstu launin hækka hlut-
fallslega mest eykst kaupmáttur
þeirra sem eru á lægri launum meira
en annarra á samningstímanum. Að
mati hagdeildar ASI verður kaup-
máttur dagvinnulauna þeirra sem
eru með 60 þúsund krónur í tekjur
5% hærri í loks samningstímabilsins
en í upphafi þess og kaupmáttur
45 þúsund króna launa vex um ná-
lægt 9%. Kaupmáttur 90
þúsund króna launa verður
hins vegar 2% hærri í lok
samningstímabilsins en í
upphafi þess. Hagdeildin
spáir að framfærsluvísital-
an muni hækka um 2,8% á
þessu ári og um 2,4% á næsta ári.
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í
tengslum við kjarasamninga er
ákveðið að verðtrygging fjárskuld-
bindinga sem nú miðast við láns-
kjaravísitölu verði framvegis miðuð
við framfærsluvísitölu. Ef lánskjara-
vísitalan gilti áfram myndi hækkun
hennar á samningstímabilinu verða
einu prósentustigi meiri en hækkun
framfærsluvísitölunnar eða 6,2%
samanbonð við 5,2% samkvæmt
mati ASÍ.
Þetta þýðir að einnar milljónar
Þjóðhagsstofnun telur að nýgerðir kjarasamn-
ingar séu í samræmi við þau skilyrði sem ríki
í þjóðarbúskapnum og ef þeir verði fyrirmynd
annarra kjarasamninga séu forsendur til að
stöðugleiki ríki áfram í efnahagsmálum. Kaup-
máttur mun aukast talsvert meira en áður
hafði verið gert ráð fyrir en stofnunin telur
aukinn halla ríkissjóðs veikleika samkomulags
ríkisstjómar og launþegahreyfingar.
Verðbólga á Islandi og í OECD
Aætl.
Spá
Sama verA-
bólga og í
OECD-ríkjum
króna lán sem stæði óhreyft myndi
hækka um 62 þúsund krónur miðað
við lánskjaravísitölu en 52 þúsund
krónur miðað við þróun framfærslu-
vísitölu á samningstím-
anum. Höfuðstóll ijög-
urra milljóna króna láns
sem stæði óhreyft myndi
þannig hafa hækkað í
4.208 þúsund miðað við
framfærsluvísitölu, en í
4.248 þúsund miðað við hækkun
lánskjaravísitölunnar sama tímabil.
Aukin þjóðarútgjöld
Þórður Friðjónsson sagði að meiri
launabreytingar en samið var um
hefðu getað valdið óróleika sem
hefði óhjákvæmilega leitt til kjara-
skerðingar. „Nægir að benda á
ýmis önnur lönd í því sambandi sem
hafa búið við efnahagslega erfið-
leika af einhveiju tagi, svo sem
Svíþjóð, Ítalíu og Mexíkó, þar sem
óróleiki í efnahagslífi þessara landa
leitt til kjaraskerðinga fyrir
almenna launþega," sagði
hefur
hinn
hann.
Þórður sagði að kjarasamning-
amir, ásamt aðgerðum ríkisstjórnar-
innar, hefðu í för með sér -------------------
að þjóðarútgjöld ykjust Breyting á
ívið meira en áður var lánskjaravísi
reiknað með og að heldur tölu til bóta
minni afgangur yrði af ___________
viðskiptajöfnuðinum við
útlönd. Þar væri þó ekki um það
gjöldum og minni tekjum með að-
gerðum til að koma hallanum aftur
niður á það stig sem menn höfðu
reiknað með á næstu árum. Veik-
leikinn í þessu er sá að hallinn á
ríkissjóði er meiri en viðunandi er
þegar til lengri tíma er litið,“ sagði
Þórður.
Hann sagði ennfremur að breyt-
ingin á lánskjaravísitölunni væri til
bóta og skynsamlegasti kosturinn
fyrir alla aðila að miða framvegis
við vísitölu framfærslukostnaðar en
þessi breyting kæmi hins vegar ekki
til með að hafa mikil áhrif í þjóð-
arbúskapnum.
„En það er rétt að viðurkenna
að breytingin á vísitölunni sem gerð
var 1989 var í öllum atriðum óskyn-
samleg," sagði Þórður og kvaðst
jafnframt vera þeirrar skoðunar að
vinna ætti að því að losa allar
skammtíma skuldbindingar sem
væru til skemmri tíma en t.d. fimm
ára við vísitölubindingar.
Kostnaður ríkissjóðs
um 3 milljarðar
Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs
vegna aðgerða í tengslum við kjara-
samninga á almenna vinnumark-
aðinum verði samtals um þrír millj-
arðar kr. miðað við heilt ár þegar
allur kostnaðurinn er kominn fram.
Þar munar mest um að 4% lífeyris-
sjóðsframlag launþega verður að
fullu frádráttarbært í áföngum eða
á fjórum árum. Kostnaðurinn dreif-
ist þannig að 1,8 milljarðar falla til
á þessu ári, um 500 milljónir hvort
árið 1996 og 1997 og lokst 250
millj. árið 1998.
Kostnaður ríkissjóðs vegna frá-
dráttar lífeyrissjóðsframlaga er
áætlaður um 800 millj. kr. á þessu
ári og samtals 2,2 milljarðar á öllu
tímabilinu, skv. Upplýsing-
um fjármálaráðuneytisins.
Annar kostnaður ríkis-
sjóðs stafar m.a. af hækk-
un eingreiðslna og trygg-
ingabóta og af skuldbreyt-
stórar tölur að ræða að það raskaði
heildarmyndinni.
Aukinn halli ríkissjóðs
veikleiki samkomulagsins
„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela
í sér um það bil þriggja milljarða
króna útgjöld sem dreifast á næstu
fjögur ár, mest á yfirstandandi ár
og næsta ár. Halli ríkissjóðs af þess-
um völdum er áhyggjuefni og fram-
haldið byggist nokkuð á því hvernig
tekst að mæta þessum auknu út-
ingum í húsnæðislánakerfinu.
Hagdeild Alþýðusambandsins tel-
ur að heimild launþega til að draga
2% af lífeyrissjóðsframlagi frá tekj-
um við álagningu skatta 1. apríl
muni auka kaupmátt um 0,8%. Frá
og með 1. júlí 1996 verður heimilt
að draga frá 3% sem mun leiða til
0,4% kaupmáttaraukningar og um
sama hlutfall frá 1. júlí 1997. Sam-
tals gerir ASí ráð fyrir að frádráttur
á framlagi launþega í lífeyrissjóði
frá skatti muni þýða 1,7% kaup-»
máttaraukningu að meðaltali.