Morgunblaðið - 22.02.1995, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
Smáfólk
Hundurínn þinn er Af hverju skyldi einhver koma að aðal-
hræðilegur rithöf- dyrum einhvers, til að segja honum, að
undurt hundurinn hans sé hræðilegur rithöf-
undur?
Þetta hverfi er á niðurleið.
BRÉF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Kjamafóður bý-
flugnadrottn-
ingarinnar
Frá Ragnari Þjóðólfssyni:
HEIMUR hunangsflugunnar hefur
verið vísindamönnum ráðgáta um
aldir. Einkum hefur ftjósemi og
langur aldur drottningarinnar verið
þeim umhugsunarefni. Hún lifir í
4-5 ár meðan vinnukonurnar lifa í
rétt rúman mánuð. Drottningin er
auk þess tvöfalt stærri en þegnarnir
og verpir 2.000-2.400 eggjum dag-
lega. Samanlagt yfir tvær milljónir
á æviskeiði sínu en það er 1.700
föld þyngd hennar sjálfrar í eggjum.
Það var þó ekki fyrr en á þessari
öld að menn uppgötvuðu að bý-
flugnadrottningin er búin til, fram-
leidd í búinu. Hún fæðist úr venju-
legu eggi en hunangið sem hún
nærist á er mun magnaðra en fæði
vinnukonunnar.
Drottningarhunang verður til
þegar vinnukonurnar tyggja blóma-
fijókom og blanda þau sérstöku efni
sem þær framleiða í kirtli efst í höfð-
inu. Allar lirfur búsins fá þessa
kóngafæðu fyrst til að byija með
en eftir tvo daga fá vinnukonurnar
aðeins venjulegt hunang meðan
drottningin nærist áfram á þessari
ótrúlega næringarríku fæðu.
Þú ert það sem þú borðar
Vísindamenn hafa haft orðtakið
„þú ert það sem þú borðar“ í huga
og rannsakað mikið eiginleika þessa
nýuppgötvaða hunangs. í ljós komu
ótúleg áhrif. Dýr sem fóðruð voru á
drottningarhunangi stækkuðu, fijó-
semi þeirra jókst og æviskeiðið
lengdist.
Menn hófu neyslu þess og urðu
ekki síður varir við aukna vellíðan.
Það dró úr ellihrömun meðal fólks
sem bjó í sambýli eldra fólks í Banda-
ríkjunum. Allir sögðu minnið hafa
stórbatnað og einn maður sem hafði
lengi þjáðst af afleiðingum heilablóð-
falls tók geysimiklum framförum.
Rannsóknir frönsku vísindamann-
anna dr. Chauvin og dr. Betoume
hafa svo staðfest að þetta er rétt.
Dr. Chauvin segir er hann greinir
frá niðurstöðum sínum:
„... prófanir mínar sýna að
drottningarhunang hefur mjög já-
kvæð áhrif á þau tilfelli er þjást af
ellihrörnun og þrekleysi. Bætt liðan
kemur í ljós strax eftir nokkrar
sprautur og virðist varanleg."
íþróttamenn fá aukið úthald og
snerpu og styttri viðbragðstíma við
erfiðar aðstæður við neyslu drottn-
ingarhunangs. Kaupsýslumenn og
fólk sem vinnur undir miklu álagi
telur að hunangið auki þol þess og
vinnugetu en drægi jafnframt úr
streitu.
Læknar líkama og sál
Margar nýjar rannsóknir alls stað-
ar að úr heiminum, bæði á dýrum
og mönnum, benda eindregið til að
drottningarhunangið dragi úr mörg-
um sjúkdómum. Fólk sem tekur inn
drottningarhunang fær sjaldan kvef
og flestar umgangspestir fara fram
hjá því. Einnig virðist hunangið
hjálpa þeim sem eru að ná sér eftir
erfiðar aðgerðir og sjúkdómslegur,
það flýtir 'mjög batanum.
Vegna hins ríka næringargildis
drottningarhunangsins hafa læknar
í Bandaríkjunum gjaman sprautað
anorexíu-sjúklinga með því til að
hjálpa líkama þeirra að jafna sig eft-
ir langvarandi svelti. Sumir þeirra
hafa látið í ljós þá skoðun að hunang-
ið hjálpi ekki bara líkamanum heldur
hafi sjúklingamir sem fengu hunang-
ið verið fljótari að ná sér andlega en
hinir. Koma þessar niðurstöður heim
og saman við álit flestra er neyta
drottningarhunangs því þeir hafa
árum saman lýst jákvæðum áhrifum
þess á andlega líðan sína. Grikkir
töluðu um heilbrigða sál í hraustum
líkama og nútímamenn em að átta
sig á sannindum þessa orðtaks. Það
er erfitt að vera ánægður ef menn
hijá stöðug líkamleg vanlíðan.
RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON,
Amartanga 17, Mosfellsbæ.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.