Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Öllum, sem glöddu mig sjötugan meÖ nœrveru
sinni, blómum, skeytum og gjöfum sendi ég
alúöarkveðjur og þakkir.
Guðni Guðmundsson.
Hjartans þakkir fyrir gjafir, blóm og sýndan
hlýhug vegna 75 ára afmœlis mins 31.janúar.
Guö blessi ykkur öll.
Asta Steingrímsdóttir,
Háaleitisbraut 117,
Reykjavík.
Vitundarvígsla manns og sólar
Dulfraeði íyrir þá sem leita.
Bókin fæst í Bókahúsinu, Skeifunni S
Erlendar bækur um heimspeki og skyld efni.
' /a\ Námskeið og leshringar.
/a^\) Áhxigamenn nm þró'u.na.Theimspeki
Box 4124, 124 Rvk., Fax 587 9777 Sími 557 9763
Ókeypis lögfræðiþjónusta
íkvöld millikl. 19.30 og 22.00
í síma 55 11012.
Orator, félag laganema.
SÍÐASTA
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐIÐ!
ca Viltu marefalda lestrarhraðann oe afköst í starfi?
m Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi?
Ef svar þitt er jákvætt við annarri ofangreindra spum-
inga skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestramámskeið
vetrarins sem hefst fímmtudaginn 9. mars n.k.
Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091
HRAJÐLJESnrFJAF^KOLITSIN
Samhjálp kvenna j?
OPIÐ HÚS
Samhjálp kvenna, stuðningshópur kvenna, sem farið hafa í aðgerð
og/eða meðferð vegna brjóstakrabbameins, hefur opið hús í
Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsíns, fimmtudaginn 23. febrúar
nk. kl. 20.30. Guðmundur Björnsson, læknir, flytur erindi um
„Starfsemi Heilsustofnunar N.L.F.Í. i Hveragerði og endurhæfingu
krabbameinssjúklinga."
Við víljum minna á leikfimina. Ennþá geta nokkrar konur komist að.
Upplýsingar eru veittar i símum 658577 og 72875.
^ Allir velkomnlr SuTtlhjíllp kveHTld_______________Kaffiveltingar ^
Skóverslunin Eidistorgi
Verslunin hættir um mánaðarmótin
Rýmingasala á öllum vörum.
50-70% afsláttur.
Skóverslunin
Eiðistorgi 13,
sími 611944.
I DAG
SKÁK
Umsjón Margcir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp á
helgarskákmóti Taflfélags
Reyiqavíkur sem fram fór
um síðustu helgi. Jón
Garðar Viðarsson (2.345)
var með hvítt og átti leik,
en Amar E. Gunnarsson
(2.095) hafði svart. Amar
var með skiptamun yfir og
vænlega stöðu en var alltof
bráður á sér og lék síðast
33. - bxc3?
34. Rxh6+! - Kh8 (Eftir
34. - gxh6, 35. Dg6+ blas-
ir mátið við, en nú tapar
svartur drottningunni) 35.
Bxg7+ - Bxg7, 36. Dxc4
- Bxh6, 37. Dxc3 og svart-
ur gafst upp nokkrum leikj-
um síðar. Sævar Bjamason,
alþjóðlegur meistari, sigr-
aði á helgarskákmótinu
með 6V2 v. af 7 mögulegum,
en næstir með 'áVi v. komu
þeir Eiríkur Bjömsson,
Tómas Bjömsson, Jón
Garðar Viðarsson og Jón
Viktor Gunnarsson.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Minni
hjúkrunar-
heimili
VEGNA umræðu um
byggingu hjúkranarheim-
ila vil ég leggja til að
byggð séu minni og
heimilislegri hjúkmnar-
heimili, en ekki risastór
eins og gert hefur verið
og má þar nefna hjúkrun-
arheimilið Eir. Minna hinir
miklu salir heimilisins
einna helst á ráðstefnusali
en ekki heimili.
Guðný Jóhannsdóttir
Tapað /fundið
Hanskar töpuðust
SVARTIR leðurhanskar
töpuðust í anddyri Dans-
hússins í Glæsibæ eða þar
fyrir utan föstudagin 17.
febrúar. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma
5530611.
Húfa tapaðist
GULBRÚN húfa með
svörtu merki fyrir miðju
tapaðist í fatahengi í
Foldaskóla að morgni 13.
febrúar sl. Drengurinn
sem á húfuna vill gjarna
fá hana til baka. Húfunni
má gjarna skila í Folda-
skóla eða hringja í síma
675116.
Hanski tapaðist
GRÁR fóðraður leður-
hanski tapaðist nálægt
Perlunni eða í kirkjugarð-
inum í Fossovogi sl.
sunnudag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
21393.
Gleraugu töpuðust
TVÍSKIPT gleraugu töp-
uðust í eða við Hafnar-
borg, Hafnarfirði, sunnu-
daginn 12. febrúar sl.
Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma
651620.
Gæludýr
Hvolpur
FJÖGURRA mánaða gull-
fallegur hvolpur af labra-
dorkyni óskar eftir heimili
þar sem vel er hugsað um
hann. Upplýsingar í síma
14428 eftir kl. 17.
Týndur köttur
ÞESSI ljósbrúnbröndótti
köttur fannst á Laugaveg-
inum í síðustu viku. Hann
bíður í Kattholti eftir eig-
anda sínum.
Síamskettlingur
tapaðist
SJÖ mánaða síamsfress,
sealpoint, tapaðist frá
heimilinu sínu, Víðilundi í
Garðabæ, sl. sunnudag.
Hafi einhver orðið ferða
hans var er hann vinsam-
lega beðinn að hringja í
síma 656897 eða vinnu-
síma 626299. Lilja.
LEIÐRÉTT
Ekki fyrsta húsið
Smámiskilningur varð í
myndatexta í sunnudag-
sviðtali við Hörð Ágústsson.
Tvær setningar vom misvís-
andi. í texta stendur: Fyrsta
húsið í funkisstíl var hús
Ólafs Thors í Garðarstræti
1929. Það er rétt, en það
hús er númer 41. Myndin
Pennavinir
FIMMTÁN ára bandarísk
stúlka með mikinn ís-
landsáhuga:
Jennifer Shearer,
11561 Via Montana,
Yuma,
Az. 85367,
U.S.A.
TUTTUGU og eins árs
Ghanapiltur með áhuga á
listum, myntsöfnun o.fl.:
Anthony Arthur,
Church of Christ,
P.O. Box 474,
Agona Swedru,
Ghana.
sem birtist af húsi i funk-
isstíl er Garðarstræti 37
eftir arkitektinn Gunnlaug
Halldórsson. Það er því ekki
rétt í myndatexta að það
sé fyrsta húsið í funkisstíl.
Krókurinn en ekki
Kanada
í andlátsfrétt um Bjöm
Jónsson á blaðsíðu 11 í
Morgunblaðinu í gær er sagt
að í fyrri bók sinni hafi Bjöm
lýst uppvaxtarárum sínum
og uppátækum í Kanada, en
átti að vera á Króknum,
Sauðárkróki. Beðizt er vel-
virðingar á þessu.
Rangt föðurnafn
í FRÉTT um íslandsmót
í fijálsum dönsum í gær var
greint frá því að hópurinn
Fókus frá Selfossi hefði bor-
ið sigur úr býtum. Rangt
var farið með nafn eins
keppandans en það var Sig-
ríður Rós Sigurðardóttir
ekki Jónsdóttir. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
Farsi
»\/á, i/erða,þeircLttiOif suora, huit/r?!'•
VAlS&LACS/cóöLTUhfLT
5-3
01»4 Farcus Cartoona/DMtxMd by Univarui Pr««« Syrxtal*
Víkveiji skrifar...
AÐ er eins og því fylgi einhver
léttir, þegar þorraþræll er all-
ur og góan tekin við. Sólin farin
að hækka verulega á lofti og sú
tilfinning farin að læðast að manni,
kannski í óraunsærri bjartsýni, að
verstu vetrarhörkur séu að baki,
a.m.k. þennan veturinn. Að vísu var
upphaf góunnar nú á sunnudag,
ekki með þeim hætti að hægt sé
að réttlæta slíkar hugrenningar og
rökstyðja. Vitlaust veður víða um
land. Tveir létust, annar í snjóflóði
í Bláfjöllum og hinn í jökulsprungu
á Mýrdalsjökli, auk þess sem hrein-
asta mildi hlýtur að teljast, að ekki
fór illa fyrir unga göngumanninum
á Fimmvörðuhálsi, sem varð við-
skila við félaga sína í blindbyl og
þurfti að grafa sig í fönn. Atburðir
sem þessir, minna okkur rækilega
á, að ísland í vetrarham er ekkert
lamb að leika sér við, síður en svo.
xxx
UNDANFARNA daga hefur
Víkverji orðið áþreifanlega var
við aukinn fjölmiðla- og fréttaáhuga
eigin barna, sem eru á grunnskóla-
aldri. Nú þarf ekki að brýna fyrir
ungviðinu, að hafa hljótt um sig,
þegar fréttatímar í útvarpi og sjón-
varpi eru annars vegar. Börnin fara
sjálf að tækjunum, hækka og bíða
spennt eftir fregnum af kennara-
verkfallinu. Svo dæsa þau af létti,
þegar upplýst er að lítið hafi þok-
ast í samkomulagsátt, eða þegar
greint er frá því, að horfur séu á
því að verkfall kennara verði ekki
leyst, fyrr en samningar á almenna
vinnumarkaðnum hafi verið af-
greiddir í verkalýðsfélögunum.
Lærðir fyrirlestrar Víkveija um
gildi skólagöngu, þýðingu mennt-
unar og um þá staðreynd, að það
verði aukið vinnuálag á nemendur
í kjölfar verkfalls, eru fluttir fyrir
algjörlega daufum eyrum, hverra
eigendur líta á verkfall kennara sem
kærkomið aukafrí!
xxx
ANNARS ætti Víkveiji alls ekki
að hafa þetta háalvarlega mál
í flimtingum, því honum er fullljóst
að mörgþúsund heimili í landinu
eiga nú í miklum erfiðleikum, vegna
þess að foreldrar ýmist treysta sér
ekki til þess að skilja börn sín eftir
ein heima, kannski daglangt, á
meðan þeir stunda vinnu sína, eða
þeir í neyð taka börn sín með á
vinnustað sinn, hversu heppilegt
sem það svo aftur er. Víkveiji þekk-
ir til margra foreldrar eru með nag-
andi samviskubit yfír því einu að
vera í vinnunni. Þetta gengur auð-
vitað ekki! Verst kemur þetta niður
á yngstu nemendunum og það eru
síður en svo allir sem búa við þá
aðstöðu að geta leitað til annarra,
eins og afa eða ömmu, frænda eða
frænku, vinar eða nágranna, til
þess að líta til með krílunum, á
meðan að vinnan er sótt. Auðvitað
er þetta óþolandi, bæði fyrir foreldr-
ana og börnin. Það getur enginn
til langframa sinnt barnauppeldi og
gæslu, með símasambandi af vinnu-
stað, auk þess sem slík neyðarúr-
ræði koma þá niður á vinnufram-
lagi manna og þar af leiðandi vinnu-
veitendum.