Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þau eiga að fermast braðum AU eru fjarska ólík hvað varðar skoðanir, áhugamál og útlit, þekkjast aðeins en eiga það ann- ars sameiginlegt að innan fárra vikna ganga þau upp að altarinu til að láta ferma sig. - Bara vegna gjafanna? Ég held ekki eingöngu, þó þær skipi stóran sess í hugum þeirra núna. Þeim finnst þetta eiga að vera svona. Það að fermast og ganga til prestanna í Neskirkju er fyrir þeim jafn eðlilegt og að mæta á morgnana í Hagaskóla. Þau segja að undirbúningurinn í vetur hafi fært þau nær kirkjunni sinni og prestunum hvort sem það kemur til með að sjást síðar í messusókn eða ekki. Kennt að skilja betur þeð sem við vissum Einn laugardagsmorguninn þeg- ar þau voru í fermingarundirbún- ingi fékk ég þau í spjall. Þau heita Dagur Bergsson, Sigurður Svav- arsson, Brynjar Reynisson, Þor- móður Logi Björnsson og Silvia Santana Briem. Þau búa í vestur- bænum. „Aðaláherslan í vetur hefur ver- ið lögð á að fræða okkur um Jes- úm, eiginlega höfum við verið að læra að skilja betur það sem við vissum fyrir," segir Dagur. Þau segjast öll hafa ákveðið sjálf að láta ferma sig, ekki af því foreldr- amir þrýstu á þau heldur af því þeim finnst það sjálfsagt. Það er kominn skjálfti í suma fyrir fermingardaginn, Sigurður segist vera smeykur um að klúðra því sem hann á að segja í sjálfri fermingunni en Brynjar kann ráð við því. Hann trúir okkur fyrír því að það sé best að bæra bara var- irnar. Þessu er Dagur ekki sam- mála, hann finnur ekki fyrir kvíða nema kannski hann hafi áhyggjur af því að fá ekki fyrir tölvunni í fermingargjöf. Verst aö lá mörg pennasett - Eru gjafirnar aðalmálið? „Nei, segja þau en draga seim- inn og geta ekki neitað að það væri virkilega gaman að fá fyrir tölvunni eða græjunum, mynd- bandstækinu eða fjallahjólinu. Þor- móður og Silvía sverja það samt af sér að hafa nokkrar áhyggjur af gjöfunum og Þormóður gengur svo langt að segjast hafa íhugað um tíma að afþakka gjafir. Hann virðist meina það. Hann bætir þó við fljótlega að hann hafi horfið frá þessari hug- mynd og bætir við sögu af ferm- ingu síðan í fyrra þegar einhver kunningi hans fékk sex Parker- pennasett. Hann kvíðir því auðsjá- anlega að eins fari fyrir sér og hin- ir virðast ekki hrifnir. „Það er miklu líklegra að strákar fái svona mörg pennasett" segir einn þeirra ang- istarfullur. „Stelpur geta fengið svo margt annað, hárþurrkur, hringa, hálsmen og svoleiðis," heldur hann áfram. Brynjar talar um að einn sem hann þekki hafi fengið sængurverasett í fermingargjöf. Ég spyr hvort það sé ekki á óska- listanum. „Nei.“ Málið þarf ekki að ræða frekar. Mamma sér um veisluna - En veislan, skiptir hún máli? „Mamma sér um hana,“ heyrist frá einum stráknum og allir taka undir það. Auðséð að þegar kemur að veislunni hafa mæðurnar öll völdin. Sumir vita ekki einu sinni hvar hún verður haldin og hvort á að borða mat eða kökur. Brynjar upplýsir þó að mamma hans sé farin að baka í frystikistuna. - En fötin? Silvía valdi sér efni og snið og síðan verður kjóll saumaður á hana. Þegar ég spyr hana í hverju stelpurnar ætli yfirleitt að vera segir hún það misjafnt, það velti bara á smekk hverrar og einnar. Strákarnir virðast ekki hafa miklar áhyggjur af fötunum, þeir eru að spá í jakka og buxur heyrist mér. Eiu betta stilltustu krakkarnir? - Halda þau að fermingin komi til með að skipta þau einhverju máli fyrir utan gjafirnar? Það verður fátt um svör en Þor- móður segist viss um að sér komi til með að líða betur því þá verði SILVÍA, Dagur, Brynjar, Sigurður og Þormóður Morgunblaðið/Arni Sæberg hann orðinn fullgildur aðili í söfn- uði Guðs. Sumir ranghvolfa í sér augunum við þessi orð en segja annars fátt. Ég velti því fyrir mér hvort þessir krakkar séu þver- skurður af unglingunum í vestur- bænum, hvort flestir fermingar- krakkarnir séu svona skemmtilegir og þroskaðir, eða ég hafi bara lent á þeim allra kurteisustu. Ég ákveð að spyrja þau ekki béint um reyk- ingar og drykkju enda myndu þau aldrei fara að upplýsa blaða- mann Morgun- blaðsins um hvort þau væru farin að fikta við svoleiðis. „Það eru margir krakkar farnir að reykja og drekka," segja þau. „Krakkarnir eru að reyna að falla inn í hópinn. Við komum úr fjórum skólum í Hagaskóla, úr Melaskóla, Grandaskóla, Vesturbæjarskóla og Landakoti og þekkjumst því Afleitf væri að fá mörg penna- eða sængurverasett ekki öll. Sumir halda að með því að reykja og drekka falli þeir betur í nýjan hóp.“ á ég að lána bér ritgerð um tölvur? - En hvað gera þau í frítíma sín- um? Brynjar spilar golf, Dagur er i fótbolta á sumrin en hann er upp- tekinn af tölvum líka. Hann reynir mikið að fræða mig um leiki og tölvur og býðst af góðmennsku sinni í lokin til að lána mér rit- gerð um tölvur sem hann gerði í skólanum. Hann verður eiginlega mjög hissa þegar hann heyrir að ég hafi ekki hundsvit á Doom-leikn- um eða megabætum. Silvía er í ballet, en Sigurður segist vera fyrir skák og fótbolta og Þormóður er gjarnan að spita körfu og golf. Þau fara sum í Kola- portið um helgar. Auðsjáanlega hinir rólegustu krakkar. Ætla öll í framhaldsflám - Eru þau eitthvað farin að spá í framtíðina? „Já,“ segja þau. Silvía segist ákveðin í því að verða Ijósmóðir, það sé ákvörðun sem hún tók sem lítil stúlka. Þau eru reyndar öll ákveðin í að halda áfram námi eftir Hagaskóla. Brynjar ætlaði að verða læknir en sagði það taka alltof mörg ár í skóla. Hann stefnir á iðnskólann núna. Sigurður seg- ist bara vera ákveðinn í að halda áfram og Þormóður stefnir á læknisfræði eða jafnvel stjörnu- fræði og talar um að fara í nám til Svíþjóðar. Ég sé að krakkarnir eru farnir að líta á klukkuna og iða í sætun- um. Ég hefði alveg getað hugsað mér að sitja lengur. Þau vilja út. Ég kvaddi. grg MONG n gira bnimano Aievio Verð kr. 39.900,- Tilboðsverð kr. 31.919,- gira bhimano Exage Verð kr. 69,899 Tilboðsverð kr. 48,930 zi gira bmmano Acera-X Verð kr. 35.448,- Tilboðsverð kr. 28.359,- Gefðu góda gjöf. Geföu alvöru fjallahjól! FJflLWHJÓUBróW CAP G.Á. PÉTURSSON HF Faxafen 14 • Sími 5685580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.