Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fyrír fermingarbarnið... Rúmfótin frá okkur eru hlýleg og nytsörn gjöf Einnig sœngur og koddar Náttfót og náttserkir á fermingarstúlkuna Hátíðarkveðjur Sœngurfataverslunin Njálsgötu 86, sími 20978. Tölvubarð Skápar og skúTfur Lundia gæðahúsgogn -vönduð framleiðsla framúrskarandi ending Hillusamstæður, kojur, hjónarúm, skrifborð o.fl. Tilvalið fyrír ferminmbörnin — í svefnherbergin, stofuna eða sjónvarpsherbergið Sérpöntum Þú raðar grunneiningum upp eftir þínu eigin höfði. fílöguleikarnir eru óþrjótandi. Spyrjid Sölumenn okkar um Lundia HF.QFNASMieJAN Háteigsvegi 7, sími 21220 Umboðsmenn á Sauðárkróki og ísafirði jjjndjá Fer mingargj öf framtíbareign Fyrir sjónvarpið og Fyrir bækurnar ALDUR Öxdal sem ræður hús- um í Ráðhúskaffi útbjó kaffi- borð fyrir okkur og var á boðstólum fermingarterta, hjúpuð marsipani og skreytt blómum frá Blómaverk- stæði Binna, gulrótarkaka, terta með kókósmarengs og jarðarberj- um, eplabaka en ef menn vilja má allt eins nota perur, plómur eða apríkósur, og baka með skinku og lauk. Baldur sagðist hafa lagt áherslu á það þegar hann valdi á ferming- arborðið að meðlætið væri Ijúf- fengt en einfalt að gerð. „Ekkert af þessu ætti að vaxa neinum í augum, þetta er tiltölu- lega fljótgert og umfram allt bragðgott," sagði hann. Baldur er lærður matreiðslumaður og síðar var hann við nám í kökugerð og skreytingum erlendis, fyrst í Bandaríkjunum og síðan Sviss. Eplabaka 200 g hveiti 100 g smjör eða smjörlíki smávegis af salti 1 'Amsk. sykur 1 msk. sýrður rjómi ’/idl mjólk eða vatn Nuddið hveiti og smjöri saman ásamt salti og sykri. Blandið mjólk og sýrðum rjóma varlega saman við í höndunum (alls ekki hnoða deigið). Kælið deigið um stund. Deiginu rúllað út. Hveiti lagt í bökuform og brúnir hafðar tvöfald- ar og botn pikkaður aðeins með gaffli. Fylling 3 dl eplamauk 3-4 epli skorin i bóta 1 msk.brætt smjör 2 msk. sykur Eplamauki smurt í botninn. Eplabátum raðað fallega og nokk- uð þétt ofan á og sykri stráð yfir. Bakið við 180-190 gráða hita í ca. 30-40 mín. Breytingartillögur: Hægt er að nota perur, apríkósur eða plómur í stað epla. Einnig að hafa kanil, sykur, púðursykur, picant-hnetur eða möndlur. Einnig má forbaka botninn og raða ferskum ávöxtum í. Einnig laga t.d. sítrónufyllingu og hella á botninn og kæla. Þeyta marengs og sprauta ofan á og baka síðan við háan hita í stutta stund. Skinku- & laukbaka Samskonar deig og í eplabökuna 100 g rifinn osfur 150 g skinka Einfalt og gómsætt á fermingarborðið 150 g rauðlaukur eða venjulegur ____________loukur_____________ 2 rif hvítlauk 2 msk. olía _____________3 egg_____________ 2 dl mjólk smóvegis af salti smóvegis af svörtum pipar Rifinn ostur lagður á botninn. Skinka, laukur og hvítlaukur steikt á pönriu í slatta af olíu. Kryddað með salti og pipar. Mjólk og egg hrært saman og allt sett í böku- formið. Bakað við 180-190 gráður í ca. 30-40 mínútur. Kókos marengs- terta meó jaróar- berjafyllingu 1 bolli sykur 4 eggjahvítur _________1 bolli kókosmjöl________ 1 dl fínsaxað súkkulaði____ Sykur og eggjahvítur þeytt vel saman. Blandið kókós og súkkulaðibit- um saman við og hrærið með sleif. Smjörpappír lagður á tvær ofnskúffur ásamt kökuhring af springformi og athugið að ekki á að nota botninn. Deigið smurt inn í hringina og bakið við 180 gráðu hita í ca. 15 mín. Fylling Vidós jarðorber _______1 peli rjómi (þeyttur)___ 4 blöð af matarlími 2 msk. sykur Matarlím lagt í kalt vatn og jarð- arber sigtuð og síðan maukuð og sykri blandað saman við. Matarlímsblöð tekin úr vatni og brædd yfir vatnsbaði með smá jarðarberjasafa. Rjóma og jarðarberjum blandað saman og matarlíminu hrært út í. Botnar lagðir saman með fyil- ingunni og hringur af spring-formi hafður utan um. Skreytt með ferskum jarðarberj- um. Svissnesk gulrótarterla 2 bollar malaðar möndlur %bolli hveiti 1 Vi bolli rifnar gulrætur 1 Vi bolli sykur Wtesk.salt börkur of einni sítrónu ____________6 egg__________ Smyrjið spring-form, leggið smjörpappír á botninn. Blandið möndlum, hveiti og gul- rótum saman. Hrærið eggjarauður, sykur, salt og sítrónubörk saman þangað til það er Ijóst og létt í sér. Hrærið eggjahvítur sér, blandið saman við eggjarauðurnar. Þegar öllu hefur verið blandað saman, bakið þá við 170-180 gráðu hita í ca. 40 mín. Krem 150 g rjómaostur lOOgflórsykur 1 msk. appelsínusafi börkur af einni rifinni appelsínu Rjómaostur og flórsykur hrært saman ásamt safanum. Kremið er síðan smurt yfir kökuna. Skreytt með rifnum appelsínuberki. Fermingarterta Tertan er einföld í tilbúningi og ættu allir að geta gert hana. ____________6 egg ____________ __________180 g sykur_______ 130 g hveiti 30 g maizenamjöl eða kartöflumjöl 'Adl döðlur, brytjaðar fínt 1 dl kókósmjöl 3 msk. matarolía Egg og sykur þeytt saman. Hveiti og kartöflumjöl sigtað. Kókósmjöli, döðlum og olíu bætt út í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.