Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 D 29 Fermingin í ýmsum löndum AÐALVIÐBURÐURINN er þegar börn ganga til altaris, 8-9 ára gömul. Spána SPÁNN er kaþólskt land og þar af leiðandi eru trúarsiðir og venjur svolítið frábrugðnar okkar. Til dæmis er engin sérstök áhersla lögð á ferminguna sem er um 13 ára aldurinn eins og hér. Aðalviðburðurinn í trúarlífi barna er hinsvegar er þau ganga fyrst til altaris, 8-9 ára gömul. Þau skrifta þá líka í fyrsta sinn og verða með þessu tvennu full- gildir safnaðarmeðlimir, eins og hinir fullorðnu. Það kallast á spænsku primera comunion. Mikill viðbúnaður og undirbún- ingur er fyrir þessa athöfn, bæði af kirkjunnar hálfu og foreldra. Börnin ganga í gegnum tveggja ára fræðslunámskeið hjá kirkj- unni, einu sinni í viku fyrir utan venjulegan skólatíma. Hátíðis- dagurinn rennur síðan upp að vori, í apríl eða maí, en ekki á páskum eða einhverjum sérstök- um helgidögum. Þessi dagur er mjög merkilegur í augum barn- anna, þau hlakka til og ekkert er til sparað til þess að gera hann sem eftirminnilegastan og ánægjulegastan. Allt í kringum þennan viðburð er mjög hefðbundið. Fatnaður barnanna er svipaður ár frá ári, þannig erfa yngri systkini búning- ana af þeim eldri. Drengirnir eru oftast f matrósarfötum en stúlk- urnar klæðast hvítum, síðum blúndukjólum og þær safna gjarn- an hári fyrir tilefnið t.þ.a. geta krullað það. Þær eru eins og litlar brúðir. Reyndar minnir umstangið um margt á brúðkaup. Kirkjan er alltaf fagurlega skreytt blómum, allt er vel æft, börnin syngja og lesa jafnvel eitthvað upphátt og ganga síðan til altaris. Eftir at- höfnina er venjulega farið til Ijós- myndara, oft eru myndirnar tekn- ar úti í góða veðrinu. Síðan safn- ast fjölskyldan saman við heljar- innar borðhald í leigðum sal úti í bæ og ríkir mikill glaumur og gleði eins og í stóru barnaafmæli. Barnið fær gjafir, en kaup- mennskan í kringum það er í engri líkingu við íslenskt gjafaflóð og -stærðir. Dæmigerðar gjafir eru úr eða gullhringur ásamt silfur- hnífapörum með upphafsstöfun- um. Einnig eru gefnir peningar, en gjafir á borð við hljómflutnings- tæki, eru með öllu óþekktar! Veislugestir fá að venju í lokin einhvern minjagrip um daginn, áletraðan nafni barnsins og dag- setningu. Foreldrar þurfa vissulega að takast á við veruleg aukaútgjöld vegna þessa, en flestir reyna nú að sníða sér stakk eftir vexti og leggja ekki .út í frekari kostnað en þann sem þeir ráða við. Á Spáni er engin hefð fyrir því að fleyta sér á VÍSA-greiðslukortinu! Guðbjörg Hreinsdóttir. FERMINGARFÖT - ÓTRÚLEGT VERÐ ÖC -O s G o Jakkalöt Skyrtur Vesti D.M. skór kr. 8.990 kr. 2.290 kr. 3.790 kr. 5.990 h. t.m S5SSS8 vou Laugavegi 51, sími 5518840 o ■7% l VIRKA zfni í fermingarfötir 7 Snið frá Burda, New Look og Kwick Sew, auk sníðablaða frá Burda, Knip o.fl. Allt til sauma. Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní kl. 10-14. f VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477 (við Suðurlandsbraut). ,— o •/» o» 5 FERMINGARGJOFIN SEM VERMIR Peysurnar frá úbmmuk eru komnar í miklu úrvali RAMMA íslensk framleiðsla Verð frá kr 6 450' uGfERÐIÍí Hafnarstræti 19. Sími 551 1122 Sendum í póstkröfu JL KENWOOD fvi*ii* fermingarveisluna Matvinnsluvél kr. 9.600 Handþeytari kr.3.100 Handþeytari með skál Mixar - hnoðar - hrærir kr. 4.700 Sölustaðir: Innkaupadeild Raftækja Heklu, Hagkaup, Húsasmiðjan, kaupfélögin og helstu raftækjaverslanir um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.