Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 B 5 Morgunblaðið/RAX v_/\ /' IFERÐASÖGUNNI segir Pico Iyer frá tveimur heimsóknum til íslands, sú fyrri er um sumarið 1987 og sú seinni um vetur fjórum árum seinna. Það sem situr í hon- um meira en nokkuð annað varð- andi fyrri heimsóknina er birtan. Minningarnar eru umvafðar fölri birtu sumarnóttanna eins og draumur um ferðalag til annars heims. Honum finnst ísland ekki líkt neinu, landslagið svipaðra tunglinu en jörðinni, enda æfinga- staður fyrir geimfara. Engir hund- ar í höfuðborginni, hestarnir öðru- vísi en allstaðar annars staðar, enginn bjór, ekkert sjónvarp á fimmtudögum og bóka- og blaða- útgáfa ótrúleg miðað við höfða- tölu. Stór hluti barnanna óskilget- inn og mæðurnar flestar einstæð- ar. Hann talar um að þessi fram- andleiki liggi líka dýpra. Eitthvað sem rís úr þögninni og sé stundum hægt að finna í magnaðri nærveru fólksins og í augum þess. Það sé eitthvað óraunverulegt við þetta land sem var innblástur fyrir Nifl- ungahring Wagners, Hobbitland Tolkiens; inngangurinn að miðju jarðar Jules Vernes og óskaland nazista. Seinni heimsókn Iyers til fs- lands ekki alls fyrir löngu var um vetur. Hann tók eftir því að nú er bjórinn orðinn löglegur og sjón- varp á tveimur stöðvum á fimmtu- Aó detta út úr kortinu heitir ferðabók Indverj- ans Pico lyer sem finnst sérlega gaman að ferðast til staða sem „flest okkar mundu forð- ast" eins og segir á bókarkápunni. Eða „ein- mana staða" eins og lyer segir sjálfur. Lönd sem eru einangruð, annaðhvort vegna land- fræðilegrar legu eða pólitísks ástands. Island lendir þarna í hópi með Víetnam, Norður- Kóreu, Argentínu, Kúbu, Bhutan, Paraguay og Ástralíu. Maria Ellingsen kynnti sér efni bókarinnar, en yfirskrift kaflans um Island er „Reykjavík - Rock'n roll draugabær". dögum. En honum varð mest um að sjá ísland umvafið myrkri og þögn. „Myrkur vekur upp eitthvað fornt og ástríðufullt í landinu, ein- hvern falinn mátt," segir hann. Hann talar um auðnina, aðdráttar- afl hennar, og kuldann, sem hann segir að íslendingar vilji ekki kannast við þegar þeir tala við útlendinga. Hann segir að þjóðar- sérkennin, sem hafa haldist ósnortin hingað til, séu í síaukinni hættu eftir því sem heimurinn minnkar og áhrif fjölmiðlanna verða meiri. Klettur í Vestmanna- eyjum sem áður var kallaður Kle- ópatra sé nú kallaður Marge Simp- son. Reykjavík sé talin hættuleg núorðið og fólk noti orðið kassetta í staðinn fyrir hljóðsnælda. Þjóðin sé líka að verða blandaðri og fólk með dökkan húðlit eins og hann sjálfur veki ekki sömu athygli og áður. „Á íslandi er að finna ákveðinn ærandi stofn af rock'n roll sem er rödd krakka sem berja hnefan- um í veggi menningar sinnar." „Rock'n roll er eins og frumstæð byltingaryfirlýsing, frelsisandi, leið hinna ungu til að tjá óþolin- mæði sína gagnvart gömlum hefð- um og hungur eftir nýjum. Bíl- skúrshljómsveitir eru í fullum gangi og blöðin full af innfæddum hetjum eins og Deep Jimi and the Zep Creams." Hann lendir á rúntinum á báð- um heimsóknum sínum og líkir því við grænlenska útgáfu af American Graffity. Hann varar viðkvæmar sálir_við að fara á ís- lenska dansstaði og vitnar í Bréf frá íslandi eftir Auden, þar sem segir: „Kynlíf? Óheft." „Og það var fyrir fimmtíu og fimm árum!" En aftur og aftur beinir Pico Iyer máli sínu að sérkennileika og yfírnáttúrulegu yfirbragði íslands, þögninni, víðáttunni og sterkri nærveru hins dularfulla. „Og í grafarþögn og yfírnátt- úrulegri kyrrð íslands fær trúartil- hneiging pláss til að teygja úr sér, öðlast vængi og finna ljós." „Eitthvað við Island vekur hinar ástríðufyllstu tillfinningar í mér, hrífur mig með sér og sleppir mér ekki. Á fyrsta ferðalagi mínu til eyjarinnar, ruglaður af endalausri birtunni, vakti ég næturlangt á hóteli mínu og skrifaði ljóð aldrei þessu vant. Og í seinna skiptið, í tóminu og myrkrinu, gat ég heldur ekki sofið. Lá einn um nætur full- ur af tilfinningum sem ég gat ekki hent reiður á, vindurinn svo ofsalegur fyrir utan gluggann minn og hann hljómaði eins og hafið. Stundum er eins og það fjörutíu mílna skyggni sem fólk hefur hér í tæru lofti nái líka innávið. Eins og þér sé í þessu áleitna tómi kastað lengra og lengra niður ein- hvern innri brunn. Stundum er líkt og landið sjálft bjóði þér að sjá, í síbreytileika sínum, endurspeglun af þínum eigin og í breytingu árs- tíðanna djúp innri umskipti frá ljósi til myrkurs."; Lokaorðin hefur Iyer eftir Ólafi bifvélavirkja, þar sem þeir sitja og spjalla eitt kvöldið: „A veturna brjótast margar ólíkar tilfinningar um í fólki hérna. í myrkrinu hefur það tíma til að hugsa um guð og annað þess háttar." Falling off the map: Somc lonely places of the world. eftir Pico Iyer er gefin út af Alfrecl A. Knopf, Inc, í Ncw York 1993. Dreift af Random House Inc. Höfundur er leikari. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.