Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ELTON John fæddist 25 mars 1947 og var gefið nafnið Reginald Kenn- eth Dwight. Hann hefur lýst erf- iðri æsku sinni í viðtölum; sagst hafa verið mjög háður móður sinni, en óttast föður sinn að sama skapi og síðustu tíu árin sem fað- ir hans lifði hittust þeir feðgar aðeins tvívegis. Elton sýndi snemma tónlistar- gáfu; var farinn að leika á píanó fjögurra ára gamall, en hann hafði ekki minni áhuga á knatt- spyrnu og lengi vel þráði hann að verða atvinnumaður í íþrótt- inni. Hann þótti þó of feitur til að ná árangri í knattspyrnu og tónlistin varð aðaláhugamálið, þó knattspyrnuáhuginn hafí síðar fengið útrás þegar hann keypti knattspyrnuliðið Watford, en þar er hann æviforseti í dag. Ellefu ára gamall fékk Elton John styrk til náms í konunglegu tónlistarakademíunni og sautján ára var hann kominn í hljómsveit- ina Bluesology og lék þar á píanó. Söngvari sveitarinnar var Long John Baldry og eftir valdabaráttu innan hennar var nafninu breytt í The Long John Baldry Show, og Elton hætti, en sviðsnafnið sem hefur fylgt honum síðan tók hann upp eftir skírnarnafni Baldr- ys og saxófónleikarans, Eltons Deans. 1967 svaraði Elton John aug- lýsingu eftir söngvara í hljóm- sveit, fékk ekki starfið, en komst í samband Bernie Taupin, sem átti eftir að verða textasmiður hans upp frá þvi. Framan af sömdu þeir saman lög með aðstoð póstþjónustunnar, því það var ekki fyrr en eftir nokkurra mán- aða samstarf að þeir hittust í fyrsta sinn, og Elton hefur reynd- ar lýst því að þeir hittist sjaldan, þó þeim komi ágætlega saman, og ræði aldrei texta Taupins, og segist hann iðulega ekki hafa hugmynd um hvað hann sé að syngja. Fyrsta breiðskífa Eltons kom út 1969 og vakti litla at- hygli, en önnur skífan, sem hét Elton John, kom honum á kortið svo um munar, því lag af plöt- unni komst ofarlega á bandaríska smáskífulistanum og platan seld- ist prýðilega í kjölfarið, sem og næstu plötur, en alls hefur hann gefið út 40 breiðskífur, sem allar hafa náð gullsölu og margar plat- ínusölu. Sú velgengni hefur gert Elton John að vinsælustu popp- stjörnu sögunnar næst á eftir Elvis Presley. Plötur hans hafa selst í 250 milljónum eintaka um heim allan, hann hefur átt lag á bandaríska smáskífulistanum á hverju ári síðan 1970, 25 lög alls sem slær Elvis Presley við, en fjórtán laganna fóru í efsta sæti, og komið sjö" breiðskífum í röð í efsta sæti breiðskífulistans þar í landi, sem telst met. Fyrir vikið veit Elton John ekki aura sinna tal. Glys og glaumur Elton John var ekki síst þekkt- ur fyrir glys og glaum á sínum mektarárum. Allt tók það sinn toll, því eftir því sem álagið var meira í tónleikahaldi og hama- gangi, leitaði hann sér huggunar í flöskunni, var virkur alkóhólisti um áraraðir og hellti sér svo af krafti út í kókaínneyslu. Saga þessara ára er að mörgu leyti dæmigerð saga fíkils, hann var fullur sjálfseyðingarhvatar, reyndi tvívegis að svipta sig lífi en þá á þann hátt að honum yrði auðveldlega bjargað, og fræg er sagan af því þegar Bernie Taupin kom að honum þar sem hann hafi lagst með höfuðið inn í gas- ofn á heimili sínu með kodda und- ir höfðinu svo ekki færi illa um hann. Önnur saga er af því þegar ELTOH JOHN BRESKI píanóleikarinn og söngvarinn Elton John er einn vinsælasti tónlistarmaður sög- unnar og hefur reyndar slegið öllum nema Elvis Presley við. Arni Matthíasson segir hér af lífí Eltons sem ekki hefur alltaf verið dans á rósum og ekki er langt síðan gjálífíð virtist ætla ganga af honum dauðum. EFTIR því sem ví- man varð meiri varð hárgreiðslan veglegri. Elton pá 1987. OF feitur fyrir fótboltann. Tíu ára undrabarn, árið 1957. hann át of stóran skammt af ró- andi lyfjum og stakk sér svo til sunds í von um að drukkna, en í lauginni voru þá móðir hans og amma. Elton hefur lýst því opin- skátt hvernig kókaínneyslan hel- tók hann ofan í alkóhólismann; hvernig hann tróð í sig kókaíni sem mest hann mátti og drakk síðan brennivín eins og hann ætti lífið að leysa ofan í allt saman. Þegar fíkniefnin náðu ekki að gera hann glaðan keypti hann sér nýtt hús til að byrja nýtt líf, eða fluttist úr landi, eða keypti sér bíl og frægt var gleraugnasafn hans og innkaupaæðið. Smá- munasemin og söfnunaráráttan, sem magnaðist á þessum árum, hefur þó fylgt honum alla tíð og þannig var hver einasta plata í plötusafninu vandlega merkt Reg. Dwight og númeri. _______ Safnið, sem fyllti heila vöruskemmu, hafði hann ekki litið augum í nokkur ár þegar hann seldi það á endanum fyrir tveimur árum. —~— Plöturnar voru honum og kærar og sagan hermir að þegar hann og sambýlismaður hans skráðu sig í meðferðina áttu þeir að lýsa því versta í fari hvor annars. Sam- býlismaðurinn skrifaði að Elton væri áfengis- og kókaínfíkill, iðu- lega rynni á hann æði, hann væri heltekinn af lotugræðgi og kæmi illa fram við alla í kringum sig. Það eina sem Elton sá neikvætt við sambýlismanninn var að hann gekk aldrei frá geisladiskunum eftir sig. Önnur saga af smámunasem- inni er af því er hann var eitt sinn á förum til útlanda frá Heathrow. í farangrinum voru 42 ferðatösk- ur; allar vandlega merktar: Brúnn skófatnaður, svartur skófatnaður, hvítar skyrtur o.s.frv. Út úr skápnum 1976 sagði Elton John í viðtali við Rolling Stone að hann væri tvíkynhneigður og að hluti af erf- iðleikunum í lífi hans væri sprott- inn af því. Síðar sagðist hann hafa verið haldinn mikilli homma- fælni og því átt erfitt með að við- urkenna að hann væri hommi, þó hann hafi enga löngun haft til kvenna. Þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu kvæntist hann á áttunda áratugnum, en það hjónaband var frekar leið fíkilsins til að reyna að breyta til í lífi sínu; hann sagði í viðtali fyrir stuttu að hann hefði talið að þar með væru öll sín vandamál úr sögunni. Það var þó öðru nær. Hjónabandið kom ekki í veg fyrir kókaínneysluna, en hann neytti á þessum árum um átta gramma af kókaíni á dag; bætti á sig á fjögurra mínútna fresti. Upp úr hjónabandinu slitnaði líka fljótlega og vandamálin héldu áfram að vaxa honum yfir höfuð. Ofan á fíkniefnaneysluna bættist lotugræði, sem spratt ______ ekki síst af kókaínneysl- unni; Elton segist hafa verið í samfelldri kóka- ínvímu án þess að borða í þrjá til fjóra daga í einu, en þá belgt sig út ^"""""¦ af hjartaskel og fleskjusamlokum. Að lokum hefði hann síðan etið lítra af vanilluís, meðal annars til að auðvelda sér að æla öllu saman svo hann gæti byrjað á nýjum skammti. Geðsveiflurnar voru eðlilega miklar á þessum tíma og margoft var hegðun hann ósmekkleg og ósæmileg, en dag- inn eftir mundi hann ekkert. Kókaínneyslunni fylgdu einnig krampaflog og til að vinna á þeim var hann samfellt á lyfjum. Svo langt gengu hörmungarnar að móðir hans flúði til Spánar til að losna frá syninum. Farinn að leika á píanó fjögurra ára gamall. Bætti á sig kókaíni á f jögurra mín útna f resti. Virkt og fjölbreytt kynlíf Elton John lýsti því í viðtölum fyrir skemmstu að hann hafi meðal annars nýtt sér fíkniefnin til að tryggja sér ástmenn og á áttunda áratugnum lifði hann mjög virku og fjölbreyttu kynlífi. Hann segist lofa guð fyrir að hafa komist hjá alnæmissmiti og skrifar það á einskæra heppni en ekki aðgát. Baráttan gegn alnæmi hefur reyndar verið eitt helsta hugðar- efni Eltons Johns undanfarin ár og þannig renna öll höfundargjöld af smáskífum hans til alnæmis- stofnunar sem hann kom á fót og hefur sem helsta markmið að aðstoða þá sem haldnir eru sjúk- dómnum og gera þeim síðustu ______ ævidagana sem auðveld- asta. Meðal annars seldi hann gríðarlegt plötu- safn sitt á uppboði, al- ræmt gleraugnasafn og skrautlegir fataleppar hafa farið sömu leið og allt fé runnið til líknarmála, en alls hefur hann lagt stofnuninni til á fjórða hundrað milljóna króna. Áhugann á að styðja alnæm- issjúklinga segist Elton hafa frá ungum manni sem hann kynntist og lést úr alnæmi. Reyndar segir hann að þau kynni hafi bjargað lífi sínu, því eftir að hafa komist í svo nána snertingu við dauðann hafi hann horfst í augu við sjálfan sig og ekki líkað það sem hann sá. Sigrast á smádjöflunum Þannig segist Elton hafa losað sig við sitthvað út fortíðinni sem hann hefur helst viljað gleyma og eftir hremmingar Iiðinna ára hefur hann sigrast á smádjöflun- um sem ofsóttu hann og snúið aftur úr því víti sem hann bjó sjálfum sér. Alla tíð hefur hann haldið vinsældum sínum, þó hann væri svo útúr heiminum á tónleik- um að hann vissi ekki í hvaða landi hann var og jafnvel festist í lögum og endurtók sömu erindin aftur og aftur. Lög hans hafa líka alla tíð átt greiða leið að hjörtum fólks og þegar þessi orð eru lesin er ör- uggt að verið er að leika eitt- hvert laga hans einhvers staðar í heiminum. Til marks um vin- sældir Eltons og tryggð áheyr- enda, að minnsta kosti í Bret- landi, má geta þess, að þegar breska dagblaðið The Sun, sem ekki er vant að virðingu sinni, birti rætnar lygar um hann sögðu 200.000 áskrifendur blaðinu upp. Hann brást og hart við, fór í mál við blaðið og fékk um 100 milljón- ir króna í miskabætur. Eftir meðferðina hefur Elton John sótt verulega í sig veðrið að nýju, enda segir hann að sér líði eins og hann sé að byrja upp á nýtt, upp fullur af orku og ----------- starfsgleði, og með mikill velgengni tónlist- arinnar úr teiknimynd- inni Lion King, sem hann hlaut meðal ann- ars Grammy-verðlaun og óskarsverðlaun fyrir, hefur hann náð til nýs hóps ungra áheyrenda, en platan hefur selst í á níundu milljón eintaka. Fyrir skemmstu kom svo út ný breið- skífa Eltons, Made in England, sem á eflaust eftir að seljast í bílförmum. Þrátt fyrir ólifnaðinn hefur El- ton John ekki síst haldið vinsæld- um slnum vegna þess að hann er skemmtikraftur fram í fingur- góma; hann sagði reyndar ein- hverju sinni að hann myndi leika á píanó fyrir fólk á meðan hann hefði fingur til þess, þó það væri ekki nema einn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.