Morgunblaðið - 09.04.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.04.1995, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 - - ISLAND árið 1911 og þar eftir var annað heldur en í dag. Breytingar hafa verið miklar á nánast öllum sviðum mannlíf- isns, uppbyggingar og tækni. Ulfar hefur upplifað þessar breyting- ar og reiðir því reynsluna í þverpok- um. Þegar í æsku var hann miirið í íþrottum. Hann minnist fyrst á sund- ið. „Ég var einn af stofnendum Sund- félagsins Ægis. Það var nú frekar óvænt. Þetta var snemma árs 1927 og ég aðeins 15 ára. Ég var mikið að busla gömlu sundlaugunum í frí- stundum og hafði mikla ánægju af. Þarna voru fleiri, en ég var með þeim yngstu. Þá kom til mín Jón Pálsson sundkennari og spurði hvort ég vildi ekki vera með í að stofna nýtt sundfélag. Sundið væri í svo mikilli lægð í landinu að ekki væri vanþörf á að taka á málinu," segir Úlfar. Varst þú e.t.v. mikið sundmanns- efni? „Ég vissi ekki að ég væri það! Eins og ég segi, þá var ég mikið að busla þarna, en faglega tilsögn hafði ég aldrei fengið. Ég hugsaði með mér að þetta gæti varla skaðað neinn og ákvað því að vera með. Þá breytt- ist mikið. Þá var farið að æfa skipu- lega og ég fór að skrá árangur og æfingar í sérstaka þartil gerða bók. Þessu fylgdi fljótlega heimikið starf við að afla nýrra félaga og seinna var ég kosinn í stjórn. Mér er sagt að ég hafi meira að segja verið þjálf- ari um tíma, en ég man nú ekkert eftir því. Það man ég aftur á móti að faðir minn var ekki hrifinn af þessu, taldi sundið taka of mikinn tíma frá náminu er ég var farinn að nema læknisfræði.“ Var það tilfellið? „Ég hugsa að það hafi verið alveg rétt hjá honum, a.m.k. þurfti hann einu sinni að fara um allt leitandi að mér þegar ég átti að vera í efna- fræðiprófi. Hann fann mig loks á sundmóti á Álafossi. Keppnin átti þá svona huga minn að ég gleymdi prófínu. Það fer ekki mörgum sögum af þessu prófí öðrum en að ég stóðst það þrátt fyrir þessa uppákomu." Varstu snjall í sundi? Settirðu ein- hver met? „Það fer heldur ekki mörgum sög- um af því, einhver drengjamet og svo átti ég þátt í einhveijum boð- sundsmetum. Besta árið mitt í sund- inu bar síðan upp á árið sem að ég var settur staðgengill héraðslæknis- ins á Sauðárkróki. Þá beið öll keppni þar til að Sundhöllin var reist nokkr- um árum síðar, en þess má geta að sundrhót fóru fram í sjónum fram að því. Að lækna eöa fljúga Úlfar segir frá áhuga sínum á flugi þegar í æsku og hann segir það næstum með ólíkindum að hann hafí farið út í læknisfræði, því hugur hans stóð lengst af til flugmennsku. „Ég lærði að fljúga í Reading í Eng- landi og ætlaði að verða flugmaður. Læknisfræðin var þó alltaf ofarlega í vitundinni. Og svo var það dag einn í vestanslagveðri að mér hætti að lítast vel á framvindu flugmála í landinu . Þá voru tvær flotvélar sem skipuðu allan íslenska flugflotann og þær flutu að öllu jöfnu í Viðeyjar- sundi. Þær sukku báðar í óveðrinu. Ég horfði á það. Eiginlega missti ég þá nokkuð trúna á framtíð flugsins við að horfa upp á þetta. „Samt missti ég alls ekki áhugann á flugi og eftir stríðið var ég þátttak- andi í kaupum á fyrstu flugvélinni sem kom hingað til lands. Við keypt- um hana saman við Baldvin Jónsson hæstaréttarlögmaður, Bjöm Brynj- ólfsson tannlæknir og Lárus Óskars- son kaupmaður. Þetta var tveggja mánna vél af tegundinni Miles-Mag- ister og var kennsluvél breska flot- ans. Þetta var eins og þegar ungir menn i dag eru að kaupa jeppa. Við vorum á undan tímanum og þetta uppátæki vakti talsverða athygli. „Það gekk síðan á ýmsu með þessa vél, en hún stóð sig ágætlega. Hún flaug einhvem tíman utan í hænsna- kofa fyrir austan fjall og skemmdist svo endanlega í brotlendingu á Korp- úlfsstaðatúni. En það slasaðist aldrei neinn sem flaug henni. Eftir daga þessarar vélar keyptum við fleiri, einu sinni þijár í einu og seldum þá tvær. Við vorum með algera dellu." ÚLFAR, 15 ára, býst til að stinga sér til sunds í Hólmsá við rauðhóla. ég gæti og ljúka embættisprófiprófi í læknisfræði á meðan.“ Það hefur þá ekki farið fram hjá þér uppgangur nasismans í Þýska- landi og aðdragandi stríðsins? „Uppgangur nasismans fór auðvit- að ekki fram hjá mér, þjóðfélagið þarna var undirlagt. Hins vegar kom það mér mjög á óvart þegar stríðið skall á 1939 . Ég held að allir nor- rænir menn hafí verið undrandi á þeirri heimsku manna að vera að drepa hver annan,“ segir Úlfar og segir.síðan að sitthvað sérkennilegt og undarlegt hafí drifíð á daganna mánuðina í Þýskalandi. Hann segir: „Ég leigði hjá gamalli gyðinga- konu, Frau Lessing, en húsið hennar var rétt hjá aðalbænahúsi gyðinga í Berlín. Farið var að líta gyðinga homauga, þannig var lögreglan allt- af að skipta sér af mér. Það var allt- af með sama hætti, lögreglustjórinn í hverfinu tók mig tali og benti mér á að húsnæðið sem ég byggi í væri mér ekki samboðið og ég skyldi flytja. Ég hafði nú aldrei í hyggju að gera það, en friðaði karlinn með því að svara honum auðmjúklega, titla hann yfirvarðmeistara, og lofa því að athuga málið. Ég var eini leigj- andinn hjá Frau Lessing og hún hágrét þegar ég flutti aftur heim til íslands. Eg veit ekkert um hennar afdrif.“ Úlfar gleymir sér um hríð er minn- ingamar streyma fram. Allt í einu glottir hann og segir: „Það var ómengaða og glæsilega sem kenndur hefur verið við Norður Evrópu og nasistar margir álitu að væri hrein- astur á íslandi. „Það var nú þannig meðan ég var í Königsberg að það tíðkaðist hjá Þjóðveijunum að gera mikið fyrir erlendu námsmennina, enda voru þeir mjög fáir. Einu sinni var farið með okkur til Varsjá og Danzig. Til- gangurinn var að sannfæra okkur um að Danzig væri alls ekki pólsk heldur þýsk. Þeir lögðu mikla áherslu á það. í mínum hópi var frönsk stúlka, Lucy Claude. Hún var með mjög tígullegt gallískt nef, svona eins og De Gaulle gerði frægt. Það átti eftir að vera umræðuefni. „í Danzig var okkur boðið í glæsi- legan málsverð og meðal annara við borðið var ungur maður í nasistabún- ingi. Hann sat andspænis mér og gaf sig á tal við mig. Hann hafði fengið veður af því að ég væri js- lenskur og lýsti aðdáun sinni á ís- lendingum og þeirra hreinræktaða stofni. Hann kynnti fyrir fólki að skoðanir hans og foringjans í þessum efnum færu saman. „Aftur á móti þessi", sagði hann og benti á nánast á nefíð á Lucy, „þessi er af allt öðru sauðahúsi. En þér eruð aftur á móti ímynd aríans". Hann hélt auðvitað að stúlkan væri með gýðinganef. Það fauk nú í mig við þetta og ég sagði „þér skjátlast herra, amma mín var eskimói!“. Þetta með ömmu var reyndar lygi, en með þessu enduðu OWIS ÚLFAR lærði flug í Reading í Englandi. Hér stígur hann upp í kennsluvélina, SKÓLAFÉLAGAR Úlfars í Þýskalandi. Úlfar er lengst t.h., en með kústinn er Lucv Claude sem kemur við sögu í viðtalinu. En flugið vék fyrír læknisfræð- inni? „Já, það var niðurstaðan, en leiðir þessara tveggja áhugamála áttu þó eftir að fara saman síðar. En ég fór til Þýskalands í augnlæknanám, fékk styrk frá þeirri frægu Alexander von Humboldtstofnun í Bonn og komst að í mjöggóðum skóla í Berlín. Stofn- un þessi var stofnuð af bræðrunum Alexander og Vilhelm von Humboldt og veitir eingöngu styrki til útlend- inga, efnilegra vísindamanna, og veltir jafn miklu og íslenska ríkið. Námið stundaði ég á bilinu frá októ- ber 1936 fram í mars 1937, en fór þá heim aftur. Faðir minn var þá orðinn alvarlega veikur og það var kært með okkur. Ég ákvað því að fara heim og hjálpa honum sem best skemmtilegt atvik sem henti þarna. Þannig var, að ég gekk alltaf fram hjá ákveðnum húsagarði rétt hjá húsi Frau Lessing, er ég fór á spítal- ann. Þannig var, að alla daga utan sunnudaga fór ég þama í myrkri, fór snemma á morgnanna og kom aftur á kvöldin. En á sunnudögum fór ég þarna um í björtu og í fyrsta skipti sem ég gerði það, æpti einhver „heil Hitler" á mig ofan af 3 eða 4 hæð. Ég leit upp, en sá engann og var raunar ekki viss um úr hvaða glugga kveðjan kom. Eftir þetta fékk ég þessa kveðju í hvert sinn sem ég gekk þarna um í björtu. Seinna fann ég út hver, eða öllu heldur hvað þarna var á ferðinni. í einum glugga- num var páfagaukur í búri. Hann sá út í húsaportið. Hann heilsaði öll sem fram hjá gengu, hásum rómi, með „heil Hitler", sennilega sam- kvæmt ströngum flokkslegum fyrir- mælum! Aríar og aóalsmcnn Nasisminn var heldur ógnvekjandi og sýndi á sér ýmsar hliðar, segir Ulfar, Hitlersæskan var áberandi og ekki var óalgengt að börn klöguðu foreldra sína fyrir að fara einhveijum niðrandi orðum um foringjann eða stefnumál hans. „Það var kannski ekki dauðasök, en fólk var hiklaust sent í þrælkunarbúðir," segir Úlfar. Og hann fór ekki varhluta af hug- myndum nasista .um kynstofninn allar umræður um yfírburði norræna kynstofnsins. Nasistarnir eirðu fáum sem ekki stóðu með þeim. I landinu bjó, eins og víðar í Evrópu, fólk af aðalsættum og ég kynntist slíku fólki fyrir tilvilj- un. „Þannig var, að ég hafði stundum litla peninga umleikis og var á stund- um smeykur um að verða vannærð- ur. Eitt sinn var ég orðinn talsvert næpulegur og þá var mér tilkynnt á skrifstofu skólans að aðalsmaður einn úti á landsbyggðinni hefði boðið mér að dvelja hjá sér um hríð. Ég skyldi drífa mig, hvíla mig vel og hressa mig. Umræddur aðalsmaður hét Von Spaeth greifí og bjó fjöl- skyldan í risastórri höll 250 kíló- metra frá Königsberg. Ég varð þess fljótt áskynja að ég var alls ekkert sérstaklega velkominn og hafði verið lagt að greifanum að bjóða mér heim. „Mér var gefíð að borða þarna, en annars umgekkst ég fjölskylduna sáralítið. Svo gerðist það eitt kvöld- ið, rétt fyrir kvöldmat, að greifínn kallaði mig til sín. Hann sýndi mér myndir frá íslandi í einhveiju tíma- riti og var hrifinn. Spurði hann margs um landið og ég svaraði eftir bestu getu. Þá sá ég þarna í fyrsta sinn tvo syni greifahjónanna og var annar þeirra, 7 til 8 ára gámall, áberandi rangeygður. Ég hafði á orði að þau ættu að láta laga þetta hjá drengn- um, tækni hefði fleygt fram svo að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.