Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 9

Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 B 9 SKOÐUIM Tafla I: Þróunin í þorskveiðum (í þús. tonna) frá 1987 til 1. sept 1994. TAC er sá heildarafli, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið gerir tillögu um, en Kvóti er heildaraflinn að tillögu sjávarútvegs- ráðuneytisins. Ar 1987 1988 1989 1990 1991 1991/ 1992 1992/ 1993/ 1993 1994 TAC 300 300 300 250 240 250 190 150 Kvóti 330 350 325 300 245 265 205 165 Kvóti til Færeyinga 2 2 2 2 1,5 1 0,7 0,7 Afli islendinga 390 376 354 333 245 273 234 195 Afli útlendinga 2 2 2 2 2 1 0,8 - | Heildarafli 392 378 356 335 247 274 235 - njóta ávaxtanna af þessari baráttu. Kvótakerfið í norskri efnahags- lögsögu í Barentshafi er byggt á veiðihefð og sögulegum rétti frá því áður en hún var sett 1977. Ríki, sem höfðu áunnið sér þennan rétt, hafa fengið kvóta í samræmi við það. Heildarþorskkvótinn í Barentshafí var ákveðinn af norsk-rússneskri nefnd eftir tillögum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins. Tvíhliða samningar um Barentshaf Kvótaskiptingin í Barentshafi fer eftir tvíhliðasamningum, sem feia það í sér, að láti menn eitthvað af hendi, fái þeir annað í staðinn. Af 740.000 tonna þorskkvóta fékk þriðji aðili (Evrópusambandið, Grænland og Færeyjar) 88.000 tonn. Þar af voru 36.000 tonn í norskri lögsögu, 24.000 í rússneskri og 28.000 við Svalbarða. Norðmenn fengu 336.000 tonn og Rússar 316.000 tonn. Inni í heildarkvótan- um eru 40.000 tonn af strandþorski til Norðmanna og 40.000 af Múr- manskþorski til Rússa. Afli íslenskra togara í Smugunni og á verndarsvæðinu við Svalbarða var 35.350 tonn á síðasta ári. Það er næstum helmingur af heildarkvót- anum fyrir þriðja aðila og allt utan kvótakerfisins. Auk þess voru önnur skip með umtalsverðan afla, skip, sem til dæmis eru skráð í Belize, Kýpur, St. Vincents og Panama, mörg með íslenskri og færeyskri áhöfn. Hvað hafa íslendingar að bjóða? íslendingar hafa ekki áunnið sér sögulegan rétt í Barentshafi. Þeir hafa sótt þangað af og til, aðallega á Qórða áratugnum og í nokkur skipti milli 1946 og ’52. Heildarafli íslendinga á þessum tíma var 12.000 tonn eins og fram kemur í gögnum frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu fyrir árin 1932-’88. Þessi litla og óreglulega sókn er ástæða þess, að íslendingar hafa ekki fengið kvóta í Barentshafí. Vissulega má halda því fram, að eðlilegra sé, að Islendingar fái kvóta þar en lönd eins og Spánn og Litáen en þau uppfylla skilyrðin. Kerfið hryndi til grunna ef ekki væri farið eftir einhveijum grundvallarreglum. Það ástand getur líka skapast, að einhveijir „þvingi“ fram sögulegan rétt með því að neyða Norðmenn til að samþykkja kvóta í von um að stjórnlausum veiðum linni. Ég ætla að ljúka þessu með eftir- farandi spurningu: Verði íslendingum úthlutaður þorskkvóti árlega í Barentshafi, hvað geta þeir þá boðið Norðmönn- um í staðinn? Höfundur er upplýsingafulltrúi í norska sjávarútvegsráðuneytinu. talað um hvað lagt verði til grund- vallar við úttekt utanaðkomandi aðila á sjálfsmatsaðferðum skól- anna! Að ofansögðu held ég að ljóst sé að menntamálaráðuneytið hefur í raun enga stefnu varðandi hver gæði skólastarfsins eigi að vera né hvernig eigi að tryggja þau. Það sem í raun vantar í lögin um grunn- skóla og frumvarpið um framhalds- skóla er gæðastefna (þ.e. hver gæðamarkmiðin séu og hvemig á að ná þeim) og að tekið hafí verið með markvissum hætti á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á gæði skólastarfsins með bætt gæði að leiðarljósi. Þetta á bæði við um þátt menntamálaráðuneyt- isins (t.d. aðalnámskrárgerð) og skólanna sjálfra. Samræmd próf ein og sér í 4., 7. og 10. bekk grunn- skóla og samræmd lokapróf í- til- teknum greinum í framhaldsskóla eru einungis einn þáttur í því að tryggja gæðin eins og ljóst má vera af umfjöllun minni um gæð- atöpin hér að framan. Með þeim er einungis verið að flokka nemend- ur í ákveðna gæðafiokka eftir ár- angri þegar áherslan í gæðastarf- inu ætti að vera sú að tryggja, með markvissu umbótastarfi, að allir nái tilskyldum lágmarksárangri. Hliðstætt dæmi úr atvinnulífinu væri framleiðslufyrirtæki sem flokkaði vörur sínar í gallaðar og gallalausar eftir að þær hafa verið framleiddar í stað þess að uppræta þau vandamál sem orsaka gallana og framleiða bara gallalausar vör- ur! Allsherjaráætlun Að mínu mati þarf gæðastjórnun í skólum í upphafi að fela í sér tvennt: Mælingu gæðanna og því að þau verði bætt. Að mæla gæðin: í skólum eru það nemendur, foreldrar, viðtöku- skólar, atvinnurekendur og kennar- ar sem meta gæði kennslunnar, námsins eða annarrar þjónustu skólans. Til þess að nálgast gæða- mat þessara aðila þarf reglulega að gera kannanir meðal þeirra. Til viðbótar þarf að mæla hvort nem- endur eru að ná markmiðum náms- ins í einstökum áföngum til að hægt sé að bregðast við í tíma. Vönduð könnunarpróf þarf því að leggja fyrir reglulega. Að bæta gæðin: Niðurstöðu gæðakannananna þarf að nýta til þess að bæta gæðin. Skilgreina þarf vandamálin, leita orsaka og finna lausnir. Ef nemandi fær t.d. lága einkunn í könnunarprófi í ákveðinni námsgrein þurfa hann og viðkomandi kennari að leita or- saka og finna lausn þannig að námsárangurinn í viðkomandi grein batni. Nýr menntamálaráðherra þarf að gera það að einu af sínum fyrstu verkum að skipa nefnd eða mynda starfshóp sem hafi það verkefni að gera allsheijaráætlun um innleið- ingu gæðastjórnunar í grunn- og framhaldsskólum og velja til þess aðila sem hafa reynslu af innleið- ingu gæðastjórnunar. Það verður ekki fyrr en gæðastjórnun hefur verið innleidd í grunn- og fram- haldsskólum jafnt og öðrum hlutum menntakerfisins sem hætt verður að eyða milljörðum króna á ári í „menntun" sem ekki skilar neinum neinu! Höfundur er lcktor og gæðastjóri TÍ. I" smáskór sérverslun I með barnaskó I resr. 07 I Brúnir st. 20-27 I Bláir st. 20-24 Verð kr. 2.990 resr. os Brúnir og i bláir St. 18-27 Verð kr. 2.790 Teg. 09 Hvítir og bláir St. 20-27 Verð kr. 2.990 smáskór ! Suðurlandsbraut 52 í bláu húsi jdðFákafems^6839J9. Fyrlrtæki okkar er lokað vegna sumarfría til 18. apríl. Edda hf. tango t/D lo KENNARAR * KRAMHUSSIIUS salsa tai-chi SAMSTARFIÐ kripaluióga IVETURI! Vornámskeiðin hefjast 18. apríl. Innritun í síma 551 5103. KRftm Húste Páskasprell íFlash Mánudag, briðiudag og miðvikudag Laugavegi 54, Sími: 25201 Peysur " ' áður 4.990,- N s nú 2.990,- \ Hvítar skyrtur \ áður 3.990,- \ nú 2.490,- \ Reiöbuxnaleggings \ áður 2.990,- t nú 1.990,- \ { Rósóttir kjólar Áður 4.p90,- nú 2f.99Q,- / < / Þröngir bolir áður 1.990,- nú 990,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.