Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER ákaflega auðvelt að rata um Havanaborg. Hún minnir á New-York hvað snertir skipulag gatna, en götur liggja homrétt á breiðstrætin. Fyrsta breiðstrætið liggur meðfram ströndinni og hin samhliða með jöfnu millibili. íbúa- tala þessarar gömlu höfuðborgar er nú rúmar tvær milljónir en á Kúbu búa um ellefu milljónir manna. Næststærsta borgin er Santiago de Cuba. Þar búa fjögur hundruð þúsund manns og þangað ætlum við ferðalangar seinna. Kúbanskir kunningjar okkar bentu okkur á að Santiago væri alls ekki næststærsta kúbanska borgarsam- félagið, því að í Miami á Flórída í hundrað og fímmtíu kílómetra fjar- lægð búa sjö hundruð þúsund Kúb- anir. Þessum Kúbönum í Miami, sem flestir eru flóttamenn hefur vegnað ákaflega vel í Bandaríkjun- um. Þeim var einstaklega vel tekið þegar þeir flúðu yfir sundið, fengu strax vinnu, peninga og ríkisborg- ararétt öfugt við aðra flóttamenn úr fátækum löndum Rómönsku Ameríku. Þessir Kúbanir voru líka menntaðir og er það ólíkt því sem er um flóttamenn og innflytjendur frá fátækum löndum í Mið- og Suður-Ameríku. í heimsókn Við ferðalangar eigum heimboð þennan annan dag okkar í Ha- vana, það eru kunningjahjón okkar sem vinna í leikhúsi og við háskól- ann. Þau höfðu frétt um komu okkar og sent orðsendingu á Comodoro-hótelið þar sem við búum. Heimilisfang þeirra er vel merkt, fyrst heiti götunnar og númer húss, en síðan eins og venj- an er númer breiðstrætanna sem afmarka götuna á næstu gatna- mótum. Símanúmer höfðu þau ekki gefið upp svo ekki var um annað að velja en arka af stað og fínna húsið þeirra. Seinna kom í ljós að þau hafa ekki síma og símaskrá hefur ekki verið gefin út í þrjú ár. Eftir gönguna um götur borgarinn- ar deginum áður erum við bæði stirð og hálflúin svo við gefumst upp á miðri leið og þiggjum boð þeirra mörgu bílstjóra sem bjóða okkur far. Ferðin kostaði 6 doll- ara, okkur fannst það ódýrt. Á svörtum markaði reiknað eru 10 dollarar mánaðarkaup prófessors- ins okkar sem var að bjóða okkur í mat. Við aðkomuna að bústað hjónanna urðum við hissa. Fyrst héldum við að þetta hlyti að vera yfirgefið hús því það var ekkert gler í gluggunum og eins og neglt fyrir þá með fjölum. En þetta var rétta húsið og fjalahlerarnir eru til að loka úti sólina en hleypa inn golunni frá hafinu. Við vorum stödd í hitabeltinu en ekki í Breið- holtinu. Eftir að hafa klofað yfir gróður sem hefur laumað sér upp- úr brotinni gangstéttinni göngum við inn á neðri hæðina og okkur er ljóst að við erum komin inn á menningarheimili. Bækur og myndverk þekja veggi en þar sem sér í vegg blasir við ber múrinn þar sem málningin hefur flagnað af. Hjónin sýna okkur skellur þar sem hrunið hefur úr múmum og segja okkur að fyrir þremur árum hafí gengið mikil flóðbylgja á land og húsið fyllst af vatni. Þeim hafði auðnast að bjarga bókum og hlut- um uppá efri hæð. Það tók þau marga daga að hreinsa neðri hæð- ina þegar flóðinu linnti og fýlan af gruggugu vatni og klóaki og öðrum skít sem flóðaldan bar með sér var lengi að hverfa. Þeim hafði ekki enn tekist að fá málningu til að festast við múrveggina sem voru rakir enn. „Vatnið var nokkra daga í axlarhæð á neðri hæðinni og dóttir okkar hún Laura litla var sótt á báti og flutt á öruggari stað en við dvöldumst í húsinu áfram til að gæta eigna'okkar." En hjónin vilja sem minnst um þetta tala og umræðan snýst nú um leikhús og kvikmyndir. Þau ætla með okkur á leiksýningu seinna um kvöldið í leikhúsið þar Kúba, sem er litlu stærri eyja en ísland, er 23 gráður frá miðbaug, en ísland er 23 gráður frá Norðurpól. ATLANTSHAF ÞETTA er bara skemmtilegt brim á strandgötunni í Havanaborg. En flóðaldan sem gekk á land fyrir nokkrum árum og sagt er frá í greininni náði langt inní borgina. Leiklistarmennimir Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason vom á nokkra vikna ferðalagi um Kúbu fyrir stuttu. Hér kemur önnur grein Brynju frá Havana en fyrsta grein birtist í síðasta Sunnudagsblaði. sem Ingibjörg Haraldsdóttir skáld vann sem aðstoðarleikstjóri og þýðandi. Hún bjó hér í 6 ár, en lærði kvikmyndaleikstjórn í Moskvu. Við segjum fréttir af Ingi- björgu, hún hafi notið slíks traust íslenskra rithöfunda að hún hafi verið valin formaður Rithöfunda- sambands íslands næstu fjögur árin. Þau minnast þess að hér hafí Ingibjörg m.a. þýtt verk Bertholds Brechts uppá nýtt og leikhúsið fengið orð á sig fyrir framsækni og nýstárleika þau ár sem hún vann við það. Um leikhúsið Leikhúsið heitir Teatro Estudio og var stofnað ári fyrir byltingu eða árið 1958. Það tekur um 400 manns í sæti en leikhús af þessari stærð eru 12 í Havana, stóru leik- húsin sem taka 1.500-2.000 manns í sæti eru 5 talsins. í flest- um borgum er leikhús og bamale- ikhús. En Kúba er land danslistar- innar, þaðan er rúmban upprunnin. Dansinn er fólkinu í blóð borinn og renna þar saman afrískur og spánskur rytmi. Balletthefð Kú- bana er eldri en byltingin og Þjóð- arballettinn er á sífelldum ferða- lögum um heiminn og nýtur mikill- ar hylli. Primaballerína frá upphafí var Alicia Alonso, faðir hennar einn af auðkýfíngum Kúbu gaf henni ballet kornungri og eftir byltingu studdi nýja stjórnin við ballett hennar. Leiðbeinendur komu frá Leningrad og Moskvu en seinni árin þótti flestum Alicia vera orðin heldur fullorðin fyrir hlutverk ungu stúlknanna en þá var hún búin að dansa í 40 ár. Laura litla heimasætan sem er 6 ára gömul hefur stundað strangt ballettnám frá fjögurra ára aldri. Meðan á heimsókn okkar stóð gat hún sjaldnast setið kyrr, hún dans- aði léttfætt um stofuna, ballet, rúmba og flamenco blönduðust saman í hreyfingum hennar. „Allir vilja Kúbu átt hafa“ Eftir fjörugar umræður og létt hjal vildum við reyna að afla okkur raunverulegra upplýsinga um hvernig hún lýsir sér þessi kreppa sem er í landinu? Hjónin segja erfiðleikana mikla, kenna um Bandaríkjunum og falli Sovétríkj- anna, það er að segja efnahags- þvingunum þess fyrrnefnda og hruni markaðar hins síðarnefnda. „Þetta er millibilsástand sem hlýtur að linna. En Clinton hefur nú um sinn um annað að hugsa en Kúbu. Hann virðist einungis vera að bíða eftir að sjúklingurinn lognist útaf. Áróðurinn frá Banda- ríkjunum hefur skaðað okkur segja þau, 1000 klukkutímum frá 17 útvarpsstöðvum er útvarpað hing- að vikulega og margir trúa því að ekkert sé fyrir lífinu haft og dollar- arnir vaxi á tijánum í Bandaríkjun- um.“ Þetta urðum við svo sannar- lega vör við á ferð okkar seinna þegar við tókum almenning tali. Fólk rak upp stór augu þegar við sögðum að líf í okkar landi væri vissulega ekki áhyggjulaus velsæld . .. auk þess bættum við því við að næsta fátt væri um tré í okkar landi fyrir þessa dollara að vaxa á. „Við skiljum ekki þessa útreikn- inga, 10 dollarar á mánuði í kaup fyrir þá hæstlaunuðu. Þetta getur ekki staðist. Það væru allir dauðir.“ „Við björgum okkur, til eru út- vegir," útskýrði húsmóðirin sem kennir við háskólann. „Við erum hvort okkar með tæpa 400 pesosa á mánuði sem eru há laun og reiknast um 10 Bandaríkjadollarar á svörtum markaði. Matarkostnaður á mann miðað við þetta hlutfall yrði þá 5 sent á dag. Menntun er ókeypis, heilbrigðisþjónusta ókeypis, hús- næði og strætisvagnar sömuleiðis og við borgum enga skatta. Hér hefur öll áhersla og fjármunir ver- ið lögð í skóla- og menntakerfi, en við súpum nú seyðið af að hafa verið hálfgerðar afætur á aust- antjaldslöndunum, fengum olíu undir markaðsverði og seldum þeim sykur á okurverði miðað við það verð sem við fáum núna. Við vorum leppríki Bandaríkj- anna fyrir byltingu og afætur á Sovétríkjunum langa tíð eftir byltingu. Kannske er lag núna. Við ætlum að þrauka. Ferða- mannastraumurinn frá Evrópu gefur okkur góða von um efnahagsbata. Viðskipti við Kanada og Mexíkó eru mikil og stutt á milli landa. Hugsið ykkur ástandið á íslandi ef skorið væri á öll viðskipti ykkar við Evrópulöndin og þið mættuð bara versla við Færeyjar, Noreg og fátæku austantjaldslöndin,“ sagði húsbóndinn sem var menntaður í Evrópu og hafði heimsótt ísland. Hjónin báru okkur matinn og frúin afsakaði kolsvarta sótuga pottana, sagðist stundum þurfa að elda á hlóðum úti í garði vegna þess að gas og rafmagn væri svo oft tekið af þessu hverfi til sparnaðar. „Ég kaupi mér nýja potta þegar þetta lagast,“ sagði hún brosandi. Áðal- uppistaða matar var hrísgijón og svört baunasúpa útá, hún afsakaði kjötskammtinn, sem okkur þótti óþarfi. Þarna smökkuðum við yuga-rótarávöxt og annað ljúf- fengt grænmeti sem við höfðum ekki kynnst áður enda uppalin við fábreytta neyslu grænmetis. Eftir máltíðina leggjum við á stað fót- Grænland,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.