Morgunblaðið - 09.04.1995, Side 12
12 B SUNNUDAGUR9. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Halls-
tröm
leik-
stýrir
Roberts
SÆNSKI leikstjórinn Lasse
Hallström („Mit liv som en
hund“) hefur komið sér vel
fyrir í Hollywood og ieik-
stýrir nú Julia Roberts,
Dennis Quaid, Robert Du-
vall og Gena Rowlands í fjöl-
skyldudrama, sem enn á eft-
ir að fá heiti.
MESTU athygli vekur að
Roberts fær litlar 12
milljónir dollara fyrir leikinn
og er það hæsta íjárhæð
sem nokkur leikkona hefur
fengið í kvikmyndaborginni
til þessa. Handritið gerir
Callie Khouri, sem skrifaði
söguna um Thelmu og Lou-
ise. Roberts leikur dóttur
forríkra hrossaræktenda í
Suðurríkjunum sem þvinga
hana til að fyrirgefa eigin-
MÆLTI með Halls-
tröm; Roberts.
manninum framhjáhald.
Roberts mælti með Halls-
tröm í leikstjórastólinn. En
af hveiju Svía til að segja
þessa suðurríkjasögu? „Þú
þarft aðeins að þekkja hann
í hálfa mínútu — hann skilur
mannfólkið,“ er haft eftir
handritshöfundinum Kho-
uri.
BARKIN
sem Calam-
ity Jane.
HAPPATALA eða hvað?; Morgan Freeman og
Brad Pitt í spennumynd Finchers.
Pitt og Free-
man í Sjöunni
BRAD Pitt og Morgan Free-
man hafa verið áberandi í
bíólífinu hér á landi undan-
farnar vikur, Pitt í Vindum
fortíðar og Freeman í
Shawshank-fangelsinu. Þeir
leika saman í nýrri spennu-
mynd sem nú er í fram-
leiðslu og heitir Sjö eða „Se-
ven“ og David Fincher (Ali-
en 3) leikstýrir.
*
ITRYLLINUM eru þeir
rannsóknarlögreglumenn
á slóð illskeytts íjöldamorð-
ingja sem skilur fórnarlömin
eftir í stellingum er vísa í
dauðasyndimar sjö. Þetta er
önnur mynd leikstjórans,
sem þótti takast bærilega
upp í Alien-myndinni.
Pitt slasaðist við tökur
þegar höndin á honum fór í
gegnum bílrúðu og kvik-
myndagerðarmennirnir,
Arnold Kopelson er framleið-
andi, urðu að bæta því inn
í handritið svo nú er persóna
Pitts með höndina í fatla
einhvern hluta myndarinnar.
'""HVIKMYNDI^'v
■ Gullpálmahafinn Steven
Soderbergh sendir- frá sér
nýja bíómynd í þessum mán-
uði sem heitir „The Und-
erneath" og er með Peter
Gallagher úr Kynlífi, lyg-
um og myndbandi í aðal-
hlutverki. Soderbergh skrif-
ar einnig handritið en mynd-
in segir af manni sem snýr
aftur til fyrrum kærustu
sinnar sem nú er gift mafí-
ósa og sá er ekkert yfir
sig hrifínn.
MÞá verður frumsýnd
vestra í þessum
mánuði nýj-
asta mynd
mexíkóska
leikstjórans
Alfonso
Arau, „A
Walk in the
CIouds“ með
Keanu Reeves og
Aitana Sanchez-
Gijon. Arau gerði
síðast Kryddlegin
hjörtu en þessi
nýja mynd
segir af Ree-
ves þegar hann kemur
heim til sín úr seinni heims-
styijöldinni og lendir í flókn-
um ástamálum.
6000 manns höfðu séð
Corrinu Corrinu
ALLS höfðu um 6.000
manns séð myndina Corr-
ina, Corrina með Whoopi
Goldberg og Ray Liotta í
aðalhlutverkum í Laugar-
ásbíói um síðustu helgi.
ÞÁ höfðu um 4.500
manns séð gaman-
myndina Vasapeninga og
3.500 hrollvekjuna Inn um
ógnardyr eftir John Car-
penter.
Gamanmyndin Heimsk-
ur, heimskari byijaði um
þessa helgi en næstu mynd-
ir Laugarásbíós eru„I.Q“
með Tim Robbins og Meg
Ryan og Dauðinn og stúlk-
an eða „Death and the Ma-
iden“ eftir Roman Polanski
með Ben Kingsley og Sigo-
urney Weaver í aðalhlut-
verkum. Sýningar byrja
seinni partinn í maí.
Aðrar eru „Hunted“ með
Christopher Lambert og
erótíska myndina Delta og
Venus eftir konung fölbláu
myndanna, Salman King.
í sumar sýnir Laugarás-
bíó meðal annars myndirnar
„Don Juan and the Center-
fold“ með Johnny Depp og
Marlon Brando og cyperp-
önk-myndina „Johnny
Mnemonic" með Keanu
Reeves.
SÝND á næstunni; Kingsley og Weaver í Dauðanum
og stúlkunni eftir Polanski.
Hvemig vegnar Finnanum í draumaverksmibjunni?
EKTA sjóræningjamynd; Davis og Modine í
„Cutthroat Island“.
auðvelt að gera bardagaatr-
iði með byssum, þú skýtur
bara fólk. En þegar þú fæst
við sverð og kuta er kóreó-
grafíkin allt önnur og erfið-
ari. Hvað með það,“ segir
Harlin, „ef þetta væri ekki
ómögulegt hvað væri þá
gaman að því?“
Þegar, og ekki fýrir svo
löngu, Renny lærði kvik-
myndagerð í Finnlandi var
honum hafnað af löndum
sínum í stéttinni, að eigin
sögn, vegna þess að kvik-
myndagerðarmenn litu fyrst
og fremst á sig sem lista-
menn. „Allt sem viðkom
sölumennsku var fáránlegt.
Þetta eru asnar," er haft
eftir leikstjórunum, sem
skrifaði ásamt félaga sínum
handrit að hasarmynd og
sendu Chuck Norris vestur
í Hollywood. Chuck beit á
agnið og þótt ekkert yrði
úr myndinni var Renny kom-
inn á skrið, setti sig í sam-
band við framleiðendur
vestra og á nokkrum árum
varð „finnska undrið" að
veruleika. Finnar virðast
eftir frásögnum að dæma
mjög hrifnir af Hollywood-
manninum sínum þótt hann
sé kannski ekki að þeirra
viti neinn sérstakur lista-
maður.
Harlin
íHollywood
Hollywood-maður;
Renny Harlin.
líklega við af Reed). Harlin
segir þetta einu alekta sjó-
ræningjamyndina sem gerð
hefur verið en samt hefur
hann komið fyrir nokkrum
einkabröndurum í henni eins
og Brugghús Harlins og
finnski fáninn (þótt hann
hafi ekki ve'rið til þá) bera
vitni um.
Um 75 prósent myndar-
innar gerast úti á rúmsjó
og þrátt fyrir erfiðleikana
segist Harlin hafa haft
gaman af öllu saman.
„Þetta er erfiðari mynd en
bæði „Die Hard“ og „Cliff-
hanger" vegna þess að hún
gerist í fortíðinni. Það er
FINNSKI leikstjórinn Renny Harlin hefur átt gríðarlegri
velgengni að fagna í Hollywood á undraskjótum tíma og
er án efa þekktasti Norðurlandabúi draumaverksmiðjunnar.
Tvær hasarmyndir settu hann á stall með þeim bestu vestra;
„Die Hard 2“ og „Cliffhanger“. Honum virðast allir vegir
færir en það hefur ekki gengið átakalaust fyrir hann að
gera nýjustu hasarbombu sína, sjóræningjamyndina „Cutt-
hroat Island“ með hinni nýju eiginkonu sinni, Geenu Davis.
VANDRÆÐIN byijuðu
þegar Michael Douglas
skilaði 12 milljón dollurum
og hætti við að leika aðal-
hlutverkið í myndinni. Matt-
hew Mod-
ine tók við
hlutverkinu
en telst
varla neinn
hvalreki
samanborið
við Dougl-
as. Annar
leikari, Oli-
ver Reed, var rekinn eftir
meint fyllerí við upptökur,
Harlin rak að sögn alla þá
deild sem sá um listrænt
útlit og svo varð að skipta
um kvikmyndatökumann
þegar Oliver Wood fótbrotn-
aði. Sauma þurfti fjögur
eftir Amald
Indriðason
spor í hausinn á Modine eft-
ir heilmikið stormatriði og
hjónin Harlin og Davis lágu
rúmföst í flensu. Þá eru ótal-
in öll vandræðin sem fylgt
hafa því að fjármagna
myndina, sem kostar um 70
milljónir dollara, en Harlin
sjálfur hefur þurft að punga
út talsverðum fjárhæðum til
að halda tökunni gangandi.
„Cutthroad Island“ er
tekin við Möltu og því er
spáð að hún verði ein af vin-
sælustu myndum sumarsins.
Hún gerist árið 1650 og
segir af sjóræningjadóttur
sem erfir fjársjóðskort eftir
pabba sinn og leggur í fjár-
sjóðsleit ásamt þræli nokkr-
um en á hælum þeirra er
óþokki myndarinnar, sem
Frank Langella leikur (tók
MEnn brokka vestrarnir á
hvíta tjaldið. Sá nýjasti er
Villti Bill Hickok með Jeff
Bridges og Ellen Barkin,
sem leikur Calamity Jane,
undir leikstjórn Walter
Hills. Hann er fjórði vestr-
inn á stuttum tíma, hinir eru
„Maverick", „Tombstone"
og „Wyatt Earp“. Síðast
gerði Hill indjánamyndina
„Geronimo", sem ekki fékk
dreifingu í Evrópu en kom
út á myndbandi og reyndist
glettilega góð. Spurning
hvort Villti Bill fái sömu
meðferð.
ÍBIÓ
ÚRVALIÐ í kvik-
myndahúsunum hefur
verið dágott undanfarn-
ar vikur og standa
nokkrar nýjar myndir
uppúr.
I Shawshankfangels-
inu fara Tim Robbins
og Morgan Freeman á
kostum í frábærri fang-
elsissögu eftir Steven
King. Linda Fiorentino
er ný uppgötun í nýnoir
tryllinum Táldreginn en
hún leikur þar eitt
mesta glæfrakvendi
allra tíma. Vindar for-
tíðar er skemmtilegur
rómans úr Sögusafni
heimilanna og Matur,
drykkur, maður, kona
er nýr réttur frá Kína-
mönnum.
Sean Connery heldur
uppi spennumyndinni
Banvænn leikur og
Redford er orðinn einn
af bestu leikstjórum
draumaverksmiðjunnar
eftir Gettu betur. Og
ekki má gleyma nýsjá-
lenska meistarastykk-
inu Himneskar verur,
sem setur frumlegan
frásagnarstíl í öndvegi.