Morgunblaðið - 09.04.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 B 23
ATVINNUA UGL YSINGAR
íf
Matvælaverkfræðingur/-
efnaverkfræðingur
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar að
ráða matvælaverkfræðing eða efnaverkfræðing
til starfa hjá stofnuninni.
Launakjör eru skv. launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknum skal skila á skrifstofu stofnunarinn-
ar á Skúlagötu 4, Reykjavík, fyrir 18. apríl nk.
Lögreglumenn
Embætti sýslumannsins á Seyðisfirði auglýsir
laus til umsóknar störf við sumarafleysingar
hjá lögreglunni á Egilsstöðum, Seyðisfirði
og Vopnafirði.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi
frá Lögregluskóla ríkisins. Miðað er við að
ráðið verði í störfin frá 1. júní til 1. septem-
ber nk., að undanskildri afleysingu á Egils-
stöðum, þar sem ráðið verður frá 1. maí til
30. september 1995.
Umsóknir, ertilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist til undirritaðs á Bjólfsgötu 7,
Seyðisfirði, fyrir 26. maí nk.
Seyðisfirði, 6. apríl 1995.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði.
Meðferðarheimili
bama að Geldingalæk
Félagsmálaráðuneyti og Barnaheill auglýsa
eftir hjónum til að veita meðferðarheimili
Barnaheilla að Geldingalæk á Rangárvöllum
forstöðu.
Um er að ræða fjölskylduheimili, en þar
dvelja nú 6 börn á grunnskólaaldri sem þurfa
á sérhæfðri meðferð og umönnun að halda.
Væntanlegir umsækjendur skulu hafa
háskólamenntun á sviði uppeldis- og/eða
sálarfræði. Undirstöðugóð þekking og
reynsla af vinnu með börnum er skilyrði.
Nánari upplýsingar fást í félagsmálaráðu-
neyti í síma 609100 og hjá Ingva Hagalíns-
syni í síma 98-75164.
Umóknum, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skal skilað til félagsmálaráðu-
neytisins eigi síðar en 1. maí 1995.
Kirkjuvörður
Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju auglýsir
laust til umsóknar starf kirkjuvarðar í
Seltjarnarneskirkju.
Kirkjuvörður hefur umsjón með húsnæði og
munum kirkjunnar. Hann aðstoðar sóknar-
prest og aðra starfsmenn safnaðarins við
störf þeirra. Kirkjuvörður annast skjalasafn
kirkjunnar og sóknarnefndar og sér um kaup
á rekstrarvörum.
Leitað er að traustum einstaklingi sem hefur
áhuga á kristilegu starfi og á auðvelt með
að starfa með öðrum.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.
Umsóknir berist til Sóknarnefndar Seltjarnar-
neskirkju, Seltjarnarneskirkju, Kirkjubraut 2,
170 Seltjarnarnesi.
Nánari upplýsingar veita sóknarprestur í
síma 611550 og formaður sóknarnefndar í
síma 619267.
Fasteignasala - rítari
Stór fasteignasla óskar að ráða ritara.
Starfssvið er umsjón með auglýsingum og
innheimtu, sölumennska, skjalagerð og öll
almenn skrifstofustörf.
Umsóknir óskast sendar afgreiðslu Mbl.
merktar: „Ritari - 15791“ fyrir 20. apríl.
Gæðastjórnun
íslensk gæðastjórnun auglýsir eftir starfs-
krafti með menntun á sviði gæðastjórnunar.
Við leitum að aðila, sem getur unnið sjálf-
stætt að ráðgjöf o.fl.
Meðeign í fyrirtækinu kemur til greina.
Umsóknir, sem tilgreina menntun og fyrri
störf, sendist til íslenskrar gæðastjórnunar,
pósthólf 3005,123 Reykjavík, fyrir 30. apríl nk.
BORGARSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar
Slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans vantar
áhugasama hjúkrunarfræðinga í
sumarafleysingar.
Megin viðfángsefni deildarinnar er greining,
forgangsröðun og meðhöndlun bráðveikra
og slasaðra sjúklinga, en bráðahjúkrun hefur
snertifleti við öll svið hjúkrunar.
Þeim hjúkrunarfræðingum, sem hafa áhuga
á að kynnast bráðahjúkrun, er bent á að
hafa samband við Pálínu Ásgeirsdóttur deild-
arstjóra, í síma 5696650 eða Ernu Einars-
dóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra starfs-
mannaþjónustu, í síma 5696356 hið fyrsta.
Ifl
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Leikskólastjórar
Stöður leikskólastjóra við leikskólana Fálka-
borg við Fálkabakka og Efrihlíð við Stiga-
hlíð eru lausar til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 18. apríl nk.
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Nánari upplýsingar gefur Bergur Felixson,
framkvæmdastjóri, í síma 552-7277.
Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir
vinnustaðir.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277.
Verkefnisstjóri
- Þýskaland
Þýskt byggingaverktakafyrirtæki í eigu ís-
lenskra aðila óskar að ráða verkefnisstjóra
til starfa fljótlega.
Leitað er að nákvæmum og framtakssömum
tækni- eða verkfræðingi, helst með reynslu
af verklegum framkvæmdum.
Mjög góð þýskukunnátta er skilyrði.
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu
okkar.
Umsóknir, er tilgreini aldur, fjölskylduhagi,
menntun og starfsreynslu, sendist skrifstofu
okkar fyrir 20. apríl.
Guðnt Tónsson
RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Frá leikskólum Hafnarfjarðar
Aðstoðar-
leikskólastjóri
Staða aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann
Hvamm er laus til umsóknar.
Allar nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 565-0499.
Umsóknir skulu berast skólaskrifstofu Hafn-
arfjarðar eigi síðar en 22. apríl nk.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Innheimta/
tölvuvinna
Opinber stofnun miðsvæðis í Reykjavík leitar
að starfsmanni til að sinna innheimtu. Einnig
þarf viðkomandi að geta aðstoðað og leið-
beint við ýmislegt tengt tölvumálum skrif-
stofunnar.
Hæfniskröfur: Einhver reynsla eða þekking
af innheimtu og bókhaldi. Góð tölvukunnátta
og þekking á netkerfi skilyrði. Reynsla af
Fjölni bókhaldskerfi æskileg.
Vinnutími frá kl. 8-16. Ráðning verður sem
fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.
Umsóknarfrestur er til og með 19. aprfl nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofunni sem opin erfrá kl. 9-14.
Skólavördustig 1 a - 101 Reykjavik - Simi 621355
Yfirverkstjóri
Járnsmiðju- og vélaverkstæði
Vegagerðin auglýsir eftir góðum og traust-
um manni til starfa sem fyrst í starf yfirverk-
stjóra járnsmiðju- og vélaverkstæðis Vega-
gerðarinnar v/Stórhöfða í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 21. aprfl nk.
Umsóknareyðublöð fást hjá Vegagerðinni,
Borgartúni 5, 105 Reykjavík.
Skriflegar umsóknir, merktar: „Yfirverkstjóri"
sendist til:
Vegagerðin,
b.t. Ásgeir M. Kristinsson,
Borgartúniö, 105 Reykjavík.
Frá Háskóla íslands
Laus er til umsóknar dósentsstaða í lög-
fræði við lagadeild Háskóla íslands.
Umsækjendur um stöðuna skulu láta fylgja
umsóknum sínum rækilega skýrslu um vís-
indastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar
og rannsóknir, svo og námsferil og störf.
Með umsóknunum skulu send eintök af vís-
indalegum ritum og ritgerðum umsækjenda,
prentuðum og óprentuðum.
Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 16. maí 1995 og skal
umsóknum skilað til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suður-
götu, 101 Reykjavík.