Morgunblaðið - 09.04.1995, Qupperneq 32
32 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
EKKI eru það ýkjur að víða
fer íslenskt tónlistarfólk.
Kristínu Mjöll Jakobs-
dóttur fagottleikara var
á árinu 1991 boðin ársstaða við
Hong Kong Philharmonic Orc-
hestra, eftir að hafa lokið meist-
araprófi í Yale-háskóla og fram-
haldsnámi í Amsterdam og Cinc-
innati. Hefur hún síðan verið bú-
sett í Hong Kong. Þar býr hún
með manni sínum, bandaríska fag-
gotleikaranum Gerald Anthony
Alivas, sem nú er fastráðinn hjá
Hong Kong Philharmonic Orch-
estra, og með 19 mánaða gamla
dóttur, Halldóru Kristínu. Hún
sagði í símtali að mjög gott væri
að búa í Hong Kong. Þar er nú
vetur, sem hún segir að sé eins
og íslenskt sumarveður.
Píanóleikarann David Knowles
Játvarðsson þekkja íslendingar frá
því hann starfaði um árabil við
píanókennslu á Egilsstöðum og í
Reykjavík, og kom mikið fram í
útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur
starfað með tónlistarmönnum víða
í Evrópu, t.d. á Norðurlöndum. Á
síðari árum hefur David numið hjá
hinum þekktu píanóleikurum Dal-
ton Baldwin og Geoffrey Parsons,
en er nú tímabundið búsettur í
Hong Kong.
Jósef Fung bjó langdvölum er-
lendis við nám og störf áður en
hann sneri aftur til fæðingarborg-
ar sinnar Hong Kong. Starfaði
m.a. að námi í Bretlandi loknu á
íslandi við gítarkennslu, uns Hug-
urinn leitaði til tónsmíða og hann
hélt til frekara náms í Amsterdam
og í Vínarborg. Jósef hefur oft-
sinnis tekið þátt í flutningi norr-
ænnar nútímatónlistar. Hann var
m.a. meðlimur í Nordic Ensemble,
fyrsta vestræna kammermúsík-
hópnum á sviði nútímatónlistar
sem boðið var til Kína af kínversk-
um stjórnvöldum 1987.
Nú hafa semsagt þessir þrír ís-
lensku ríkisborgarar sett sig niður
í Hong Kong og hugur í þeim að
að kynna norræna og íslenska tón-
list á þessum slóðum i Asíu.
Stofnuðu kammermúsíkklúbb
„Við höfum nýverið stofnað
kammermúsíkhóp sem nefnist
Rímur,“ sagði Kristín þegar leitað
var frétta af því sem Islendingarn-
ir í Hong Kong eru að gera. „Við
þrjú munum skipuleggja tónleika
og ráða efnisskrá. Svo fáum við
til liðs við okkur þá tónlistarmenn
sem til þarf hveiju sinni.
Okkur þótti þó ráðlegt að hafa
á bak við okkur ákveðinn grunn-
hóp góðra hljóðfæraleikara og
höfum valið blandaðan hóp hljóð-
færa til að stuðla að fjölbreytileika
í verkefnavali. Það verður að
mestu bundið við þessa öld, sem
leiðir af sjálfu sér þegar um ís-
lenska tónlist er að ræða. Við
munum þó að öllum líkindum ekki
eingöngu binda okkur við íslenska
og norræna tórilist í framtíðinni,
þó flutningur hennar sé aðal-
markmiðið."
Nú eru í undirbúningi tónleikar
hópsins í Hong Kong Cultural
Centre þann 4. júní næstkomandi
og ætlunin að flytja þar íslensk
og norræn kammerverk og segir
Kristín að efnisskráin verði í frek-
ar hefðbundnara lagi til að geðjast
óhörðnuðum eyrum áheyrenda
þeirra og stuðningsmanna. „Hér
er vöntun á öflugri tónlistarstarf-
semi, sérstaklega hvað varðar
kammertónlist og nýsköpun í tón-
list. Það er ætlun okkar í Rímum
að fylla þetta rými að einhveiju
leyti og veita þar með gott for-
dæmi.“
Nú kosta slíkir tónleikar eitt-
hvað? Kristín viðurkennir að út-
lagður kostnaður sé verulegur. Þau
hafí þegar fengið stuðning og vel-
vilja nokkurra aðila þar ytra. Kjör-
ræðismaður íslands, mr. Anthony
RÍMUR
í HONG KONG
í Hong Kong hafa þrír
íslenskir ríkisborgarar
stofnað kammermúsík-
hópinn Rímur. Þau
Kristín M. Jakobsdóttir,
David Knowles Ját-
varðsson og Jósef Fung
eru nú m.a. að undirbúa
tónleika í Hong Kong
Cultural Centre í júní.
Og þau munu flytja ís-
lenska og norræna tón-
list víðar í Asíu, m.a. í
Kína, að því er Kristín
tjáði Elínu Pálmadótt-
___ur í símtali._
Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari í Hong Kong.
Kristín og maður hennar, Gerald Anthony Aliva, eru bæði fagott-
leikarar. Þau leika í Hong Kong Philharmonic Orchestra.
Gítarleikarinn Jósef Fung bjó
langdvölum erlendis, m.a. á
Islandi, og er íslenskur ríkis-
borgari, en starfar nú aftur í
heimalandinu, Hong Kong.
David Knowles Játvarðsson píanóleikari og hjónin Gerald Anthony Aliva og Kristín M. Jakobsdóttir
með Halldóru Kristínu dóttur sína.
J. Hardy, hafí af örlæti boðið þeim
að taka þátt í leigu tónleikasalar
og norræn sendiráð hafí einnig tek-
ið framtaki þeirra vel. Sendiráðin
hafí stungið upp á því að þau leit-
uðu til norrænna fyrirtækja í Hong
Kong um frekari stuðning, sem þau
eru að gera. Einnig hafa þau skrif-
að íslenska menntamálaráðuneyt-
inu, í von um að það sýni framtak-
inu nokkurn áhuga og stuðning í
einhverri mynd.
Blönduð kínversk og
vestræn tónlist
Ef vel tekst til með tónleika
Rímna í júní í Hong Kong segir
Kristín að ætlunin sé að halda
tónlistarflutningi áfram og kynna
norræna og íslenska tónlist víðar
í Asíu. Nærtækast sé að halda
tónleika í Kína, ekki síst vegna
væntanlegra stjórnarskipta í Hong
Kong. ,jÞað á vel við nú, ekki síst
þegar Island hefur styrkt stöðu
sína í Kína með nýskipuðum sendi-
herra. Þess má geta að Hjálmar
Hannesson sendiherra og kona
hans hafa í hyggju að heiðra okk-
ur með nærveru sinni á tónleikun-
um í júní,“ segir Kristín.
Fleira er í deiglunni hjá þre-
menningunum. För Jóseps Fungs
til Kína með Nordic Ensemble á
sínum tíma leiddi til stofnunar
kammerhópsins The Chinese
Virtuosi, hóps sem á engan sinn
líkan í flutningi nýrrar kínverskrar
tónlistar á aldagömul kínversk
hljóðfæri, að sögn Kristínar. Hún
segir að Hilmar Örn Hilmarsson
hafí sýnt áhuga á að skrifa tónlist
fyrir Rímur og The Chinese Virtu-
osi til samans, þ.e. að blanda sam-
an hefðbundnum kínverskum
hljóðfærum og vestrænum í eina
„kosmíska heild“. Þau séu mjög
spennt fyrir þessu.
Nægt svigrúm
í svipuðu formi og Rímur starf-
ar kammerhópurinn „I fiatti
dolci“, sem Kristín hefur verið með
frá fyrstu tónleikum í maí í fyrra.
„I fiatti dolci“, sem útleggst Ljúf-
ir vindar, er hópur tréblásara sem
langar að skapa sér starfsvettvang
með flutningi kammertónlistar,
tónverka sem hafa verið skrifuð
sérstaklega fyrir tréblásara, þ.e.
flautu, óbó, klarinett og fagott. Á
tónleikunum í fyrra voru flutt tríó
fyrir flautu, óbó og fagott.
Ekki lætur Kristín þar staðar
numið, því á tónleikum 9. mars
sem hún bar allan veg og vanda
af, voru leikin verk fyrir óbó, klari-
nett, fagott og píanó. Léku þau
David þar á fagott og píanó, óbó-
istinn var bandarísk kona,
Rhondda May, og klarinettleikar-
inn Karen Ellis Chong flaug alla
leið frá Jakarta í Indónesíu, þar
sem hún er búsett, til að vera með
þeim. Voru leikin verk eftir Saint-
Saéns, Francis Poulenc, Ben-Haim
og þá Jacques Ibert og Rudolf
Maros. Tókust tónleikarnir með
miklum ágætum. Kjörræðismaður
íslands, Anthony J. Hardy, og
Anna Birgisdóttir, sendiherrafrú í
Beijing, voru viðstödd tónleikana.
Vegna tónleikanna voru hljóð-
færaleikararnir boðaðir í viðtöl hjá
tveimur aðal útvarpsstöðvunum, í
annað skiptið í beina útsendingu.
Einnig var skrifað um þau og tón-
leikana í eitt dagblaðanna. Kristín
segir að Fringe-klúbburinn sé vett-
vangur ungra listamanna á upp-
leið og tækifæri fyrir þá sem ekki
hafa annars færi á að koma sér á
framfæri. Fringe sé opinn fyrir
öllum nýjungum og starfsemin
frumlegri en gengur og gerist í
Hong Kong.
Kristín kveðst vera ánægð.
Hong Kong sé stórborg. Næga
atvinnu að hafa. Þau hjónin kenna
bæði. Líka séu nægar stöður til
að leika og launin góð. Tónlistar-
flutning skapi maður sér mikið
sjálfur. Þarna sé ekki mikil kam-
mertónlist og hún sé svolítið ein-
hæf. Megi segja að vanti frum-
leika, sköpunargleði og framtaks-
semi, sem sé þó að glæðast. Ekki
sé eins mikið um tónleika og,heima
á íslandi og þeir séu lítið auglýst-
ir. Tónlistarlífið hefur breyst mikið
á undanförnum 20 árum. Einmitt
þessvegna sé svo spennandi að
auka kammermúsíkflutning í
Hong Kong. Það sé spennandi að
rækta jarðveginn, og reyna að
koma með eitthvað nýtt, segir hún.
Kristín segir að þeim líði mjög
vel i Hong Kong og hugsi sér að
búa þar áfram í að minnsta kosti
2 ár. Hún kvaðst samt alltaf í og
með sakna vinanna og fjölskyld-
unnar heima. Faðir hennar er Jak-
ob Kristinsson lyfjafræðingur og
móðir hennar Kristín Gísladóttir
sem starfar hjá Bóksölu stúdenta.
Hún sagðist ætla að koma heim í
frí í sumar, en einhver bið yrði
samt á tónleikum frá hennar hendi
á íslandi.