Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995
MORGUNBLAÐIÐ
DÓMARI og böðull; Sly í nýjustu hasarmyndinni.
Stallone er
dómarinn Dredd
ekktasta hasarblaða-
andhetja Breta er
Dredd dómari og hefur lengi
verið í undirbúningi að gera
kvikmynd um hana. Eitt sinn
var Arnold Schwarzenegger
reiðubúinn að leika kappann
en ekkert varð úr því frekar
en svo mörgu sem hann er
kenndur við (sjá Fólk) en á
síðasta ári samþykkti Syl-
vester Stallone að fara með
aðalhlutverkið í bíómynd
byggðri á hasarblöðunum og
myndavélarnar tóku brátt
að suða undir stjóm Bretans
Danny Cannon („The Young
Americans").
Ekki færri en sex hand-
ritshöfunda þurfti til að
koma sögunni á hreint en
hún segir frá því hvemig
óþokkinn Rico, sem Armand
Assante leikur, ætlar að ná
völdum í höfuðstaðnum
Mega-City One og klínir
morði á Dredd, löggæslu-
mann og böðul á vegum hins
opinbera.
Eitt af einkennum hasar-
blaðanna um Dredd er að
andlit hans er hulið lesend-
um en í myndinni fær hann
andlit Stallones. „Ég held
að aðdáendur hasarblaðanna
verði bara að þroskast," seg-
ir Danny um þetta umdeilda
atriði.
I BIO
TÖLUR Hagstofunnar
um aðsókn á síðasta
ári sýna að ekki hafa færri
myndir frá Bandaríkjunum
verið hér í kvikmyndahús-
unum í heilan áratug og
jafnvel lengur eða 148 tals-
ins. Það þýðir að myndaúr-
valið var fjölbreyttara en oft
áður. Mesta aukningin hefur
verið í frönskum myndum,
sem vom 19 á síðasta ári
samkvæmt Hagstofunni.
Hollywoodmyndir em
auðvitað enn allsráðandi á
markaðnum. Þijár af hveij-
um fjómm myndum koma
úr draumaverksmiðjunni og
er engin furða þar sem engir
em betri í gerð skemmtiefnis
á filmu en Bandaríkjamenn.
En fjölgun evrópskra mynda
er ánægjuleg því margoft
hefur verið bent á að úrvalið
þyrfti að vera skrautlegra í
íslenskum kvikmyndahúsum.
■Stuttmyndadagar í
Reykjavík verða haldnir á
Hótel Borg dagana 2.-4.
maí. Um fjörtíu myndir hafa
borist á hátíðina.
■Arnold Schwarzenegger
er eins og alheimur veit eft-
irsóttasta kvikmyndastjama
samtímans . en mun eiga í
einhveijum erfiðleikum með
að ákveða hvaða mynd hann
á að leika í næst enda
streyma tilboðin til hans. Á
tímabili leit út fyrir að hann
mundi taka að sér Errol
Flynn hlutverkið í endur-
gerð frægustu myndar
Flynns, „Captain Blood“.
Hann hætti við og stuttu
síðar hætti hann við að leika
í nýrri hasarmynd Richard
Donners. Hún heitir „Ass-
assins“ og fjallar um leigu-
morðingja sem annar og
eldri leigumorðingi ætlar að
myrða.
MEitt mun þó Ijóst.
Schwarzenegger er ráðinn í
að uppáhaldsverkefni hans,
Krossferðin eða „Crusade",
komist í gang á þessu ári.
Hann keypti kvikmyndarétt-
inn eftir að Carolco tókst
ekki að útvega nægilegt fjár-
magn í myndina, sem vinur
hans, Paul Verhoeven, ætl-
ar að filma og allar líkur eru
á að hún verði að veruleika.
í millitíðinni hyggst
Schwarzenegger leika í eins
og einni bíómynd og stóðu
tvær til boða: „The Iron
Horseman" fyrir Warner
Bros. kvikmyndaverið og
svo endurgerð Olivers Sto-
nes á framtíðartryllinum
Apaplánetunni. Af síðustu
fréttum að dæma mun Apa-
plánetan hafa vinninginn.
Það er þó óvíst.
■Þess má að lokum geta að
„Captain Blood“ mun að lík-
indum verða framleidd undir
leikstjórn Chuck Russell,
sem gerði Grímuna, og Meí
Gibson gæti hafnað í aðal-
hlutverkinu.
"KVIKMYNDIR"
Hvernig var adsóknin ífyrra?
Stendur
ístoð
Bíóaðsókn í Reykjavík 1986-1994
1,4 milljónir bíógesta
1.242:009
1,0 I
Hver íslendingur fór um fimm
sinnum í bíó í Reykjavík 1994
i i
i
m
86 '87 ; '88 : '89 '90 '91 : '92 ; '93 1994
Frumsýndar kvikmyndir. 1986-94
205 206 203 203
200"
’87 ’88 '89 '90 '91 '92 '93 1994
Aðsóknin í kvikmynda-
hús í Reykjavík
stendur í stað á milli ár-
anna 1993 og ’94 sam-
kvæmt tölum Hagstofu ís-
lands. Alls voru seldir
1.242.009 miðar á síðasta
ári en á árinu þar á undan
seldust 1.235.819 svo
munurinn er sáralítill.
Metsöluár síðasta ára-
tugar var 1985 þegar
1.418.000 miðar seldust.
Eftir það dalaði aðsóknin
mjög á árunum 1986 og
1987 þar til hún náði botn-
inum árið
1988 þeg-
ar aðeins
seldust
1.094.00-
0. Eftir
það jókst
aðsóknin
nokkuð
þar til
hún náði
aftur hámarki árið 1991
þegar seldust 1.337.792
miðar. Síðan hefur hún
farið minnkandi; 1992
seldust 1.304.587 miðar og
árið 1993 alls 1.235.819
miðar. Uppsveifla uppá sjö
þúsund miða er á milli ár-
anna '93 og ’94.
Flestar frumsýningar á
síðasta áratug voru 1985
þegar 234 nýjar myndir
komu í bíóin í Reykjavík.
Myndunum fór fækkandi
til ársins 1989 þegar þær
voru fæstar, aðeins 157,
en síðan hefur íjöldi þeirra
aukist, fór yfir 200 árið
1992 og hafa tvö undanf-
arin ár verið 203. Eins og
endranær voru flestar
myndanna frá Bandaríkj-
unum eða 148 talsins, en
það óvænta gerist að
bandarískum myndum
fækkar hlutfallslega á milli
ára á almennum sýningum.
Árið 1993 voru þær 164
og 81% af framboðinu en
í fyrra voru þær 148 eða
73%. Það þýðir að úrvalið
var nokkuð fjölbreyttara í
fýrra en oft áður þótt
bandarískar myndir séu og
verði til frambúðar ráðandi
á markaðnum.
Mesta fjölgunin utan
Bandaríkjanna í fyrra var
í frönskum myndum en
alls komu 19 frá Frakk-
landi. Næstflestar komu
frá Bretlandi eða níu, átta
komu frá Danmörku, þijár
frá Ítalíu og Ástralíu, tvær
frá írlandi, Spáni og Kína
og ein frá Mexíkó, Nýja-
Sjálandi, Hong Kong, Hol-
landi og Noregi. Tvær ís-
lenskar myndir, Bíódagar
og Skýjahöllin, voru frum-
sýndar í fýrra. Þær sáu
samtals 32.466 manns í
Reykjavík einni.
Alls voru 695 sýningar
í viku að meðaltali í fyrra
sem er svipaður fjöldi og á
árinu á undan, salirnir voru
24 og sætaframboðið
5.988.
Alls voru sýndar 33
myndir á sérsýningum eða
kvikmyndahátíðum í fyrra.
Sýningar voru alls 93 og
þær sóttu 2.864.
Hver íslendingur fór að
meðaltali um fimm sinnum
í bíó á síðasta ári en ef við
miðum okkur t.d. við Dani
fara þeir að meðaltali rúm-
lega tvisvar sinnum hver.
Ef fjöldi sýningargesta í
Reykjavíkurbíóunum er
margfaldaður með verði
bíómiðans, 550 krónur (þá
eru engin sérverð tekin
með), kemur í ljós að miða-
salan á almennar sýningar
nam rúmum 683 milljónum
króna.
Tölur Hagstofunnar
sýna að aðsókn í kvik-
myndahús í Reykjavík hef-
ur nánast staðið í stað,
hækkað mjög lítillega, á
síðasta ári en hefur farið
minnkandi frá metárinu
1991 og rokkar yfirleitt á
bilinu tólf til þrettán hundr-
uð þúsund gestir á ári.
Eftir Arnald
Indriðason
Hræðilega
mikid ævintýri
SÝND á næstunni; „Bullets Over Broadway".
6.000 höfðu
séð Shawshank
Ohætt er að segja að
vinsælasti kvikmynda-
leikari Bretaveldis um þess-
ar mundir sé Hugh Grant
eftir ótrúlegt gengi gaman-
myndarinnar Fjögur brúð-
kaup og jarðarför. Grant
og leikstjóri „Brúðkaup-
anna“, Mike Newell, hafa
lokið við nýja mynd saman
sem heitir því undarlega
nafni Hræðilega mikið æv-
intýri eða „An Awfully Big
Adventure“.
Með aðalhlutverkin
ásamt Grant fara Georgina
Cates og Alan Rickman,
sem er eftirminnilegur sem
óþokkinn í „Die Hard“ og
Hróa hetti: Prinsi þjóf-
anna.„„Ævintýrið“ flokk-
ast undir svarta kómedíu
og byggist á skáldsögu eft-
ir Beryl Bainbridge, sem
segir frá ungri stúlku er
lendir í slagtogi með undar-
legum leikarahópi á leik-
ferðalagi. Sagt er að Grant
muni tryggja myndinni
góða aðsókn og það er sjálf-
sagt ekki fjarri lagi.
Alls höfðu um 6.000
manns séð fanga-
myndina Ritu Hayworth og
Shawshankfangelsið eftir
síðustu helgi í Regnbogan-
um.
Þá höfðu um 30.000
manns séð Reyfara, 2.000
sáu Parísartískuna fyrstu
sýningarhelgina, 3.000 Him-
neskar verur og 5.000 I
beinni.
Næstu myndir Regnbog-
ans eru gamanmyndin „Road
to Wellville" eftir Alan Par-
ker, gamanvestrinn „Wagon
East“, sem er siðasta mynd
John Candys, „Little Big
Leauge“, „Án Áwfully Big
Adventure" með Hugh
Grant, sem sýnd verður um
miðjan maí, „Princess Cara-
ban“, „Bullets Over Broad-
way“ eftir Woody Allen, „Be-
fore Sunrise“ og nýsjálenska
myndin„Once Were Warri-
ors“.
Miklar endurbætur verða
unnar á kvikmyndahúsinu í
lok maí. Skipt verður um
stóla í öllum sölum og nýju
hljóðkerfi komið fyrir og
verða tveir minni salir sam-
einaðir í einn svo í stað fimm
áður verða fjórir salir í bíóinu
í framtíðinni ásamt einum
20 sæta sem ætlaður er und-
ir einkasýningar. Áætlað er
að opna endurbætt bíóið
þann 1. júní.