Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VETUR KVADDUR Veórasamt á Vindhæli Páll Magnússon, bóndi á Vindhæli utan við Skagaströnd, hefur þurft aó gefa hrossum sínum óhemju mikió hey í vetur því jaróbönn hafa verió frá því um jól. „Það er búið aó vera vitlaust veður aó heita í allan vetur. Nú er hió versta veóur og hríð," sagði Páll þegar talaó var vió hann í lióinni viku. Honum þótti veturinn orðinn langur og snjórinn mikill. Snjó hefur lítið tekið upp og djúpt til jaróar. Páll sagði lítið hafa verið far- ió að frjósa þegar fór að snjóa og því óttast hann ekki að mikill kla.ki sé í jöró. „Það gerði óþverra hér I byrjun nóvember og þá varð jarðlaust í nokkra daga. Svo tók það upp, en var leið- indatíð fyrir því. Um jólin versnaði aftur og búið að vera alveg vitlaust frá því um miðjan janúar." Að sögn Páls er lítið skjól fyrir veðr- um á Vindhæli og veðrasamt. Hann býr þar ásamt bróður sínum Guðmundi og þriðji bróðirinn, Guðmann, er á sjúkrahúsi. Auk hrossanna búa þeir með kindur og fáeinar kýr. En fer ekki að vora? „Það veit ég ekki," sagði Páll. „Eg hefði viljað láta fara að vora fyrr, það erekkert birtuhljóð í honum ennþá. Það er óskandi að það fari að vora." Hræóilegur vetur Sigurður Hjartarson skipstjóri á Húna IS frá Bolungarvík var að rækjuveiðum þegar hann var inntur eftir því hvernig veturinn hefur verió fyrir sjómenn við Djúp. „Þetta er búinn að vera alveg hræði- legur vetur," svaraði Sigurður. „Sá al- versti fyrir rækjuveiðarnar. Það hefur ekki gefið á sjó heilu vikurnar. Menn hafa verið að skjótast út á milli bræla og fengið á sig brælur. Þetta hefur verið með eindæmum slæmt." Sigurður segir veðrið I vetur hafa verið óvenjulegt að því leyti að vind- styrkur hafi verið meiri en vanalega og ótíóin staóió lengur. Hann er búinn aó stunda sjó í næstum þrjátíu ár og segist varla muna svona fíó. „Það voru slæm veóur í kringum það þegpr Heiðrúnin og togarinn fórust 1 968. Ég man mjög vel eftir því." Sigurður segir aó munurinn nú og þá sé að I vetur hafi ekki verið míklár frosthörkur með tilheyrandi ísingu, alla vega ekki nær landi. En veðrið hefur verið með ólíkindum. Sigurður segir að sjómenn séu varir um sig í svona tlðarfari og taki enga áhættu. „Veturinn hefur sett sitt mark á menn út af öllu því sem búið er að ske. Það kemur doói I menn." Hann segir rækjuveiðarnar hafa gengið brösug- lega. Rækjan er smá og mikió um að veóar séu stöóvaðar með reglugerð- um. Stór svæði eru lokuð fyrir veiðum. Aflinn hefur verið lélegur, yarla helming- ur af því sem þykir þokkalegt I meóalár- ferði. Sigurður sagði að hjá línubátunum hefói verið gæftaleysi með eindæmum, enda sækja þeir út á opið haf meðan rækjubátarnir fara „inn I sveit". „Það hefur verið hálfgerð martröð að stunda sjóinn I vetur. Heimavió höf- um við varla getað skrióið á milli húsa vegna snjóalaga, þær stundir sem menn hafa verið I landi I brælum. Menn hafa þurft að hanga inni 1 rafmagnsleysi, myrkri og kulda. Það er fyrst nú I vor sem hafa komið svona bjartsýniskaflar I þetta, með sól og birtu. Það er kom- inn vorhugur I menn," sagði Siguróur. Illvióri i fimm mánuói „Ég hugsa aó þetta sé illviðrasam- asti vetur sem ég hef upplifaó," sagði Guðmundur G. Jónsson, hreppstjóri I Munaðarnesi I Arneshreppi á Ströndum. „Það var að segja má stanslaus storm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.