Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Erfónkid svarvib rokkokinu? Tilvern 25. aldarinnar LÍTIÐ HEFUR farið fyrir íslensku fönki undanfarin miss- eri, enda helsti boðberi þeirrartónlistar legið í dái. Fyrir skemmstu bárust þó spumir af því að hljómsveitin geð- þekka Funkstrasse hefði tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið, með nokkuð breyttum mannskap, og hygðist herja á landsmenn með tónleikahaldi og tilheyrandi. FUNKSTRASSE er orð- in nokkuð við aldur, reyndar segja hljómsveit- armenn að sögu sveitarinn- ar megi rekja til þess tíma nmmmmmmmmm að ísland byggðist og kenna dönskum yfirráðum um niður- lægingu fönksins. Glöggir muna þó líklegast eftir því að hljóm- sveitin lét fyrst i sér heyra með fönksmeliinum Komdu með (meira, meira, meira) sumarið 1992. Næst heyrð- ist frá sveitinni sumarið 1993 þegar hún átti tvö lög á Sódómu-plötunni og héft eftir Ámo Motthíosson tvenna tónleika í kjölfarið, aðra á vegum norrænnar kvikmyndahátíðar. Síðan hvarf Funkstrasse í rokk- djúpið að nýju, átti reyndar lag á Núll og nix-disknum á síðasta ári, þar til fyrir skemmstu að spurðist að sveitin hefði hafið æfíngar að nýju, með nokkuð breytt- um mannskap. Nýir með- limir eru bassaleikarinn Herra Sjö, gítarleikarinn Per Gump og trommuleik- arinn Gary Shariff, en fyrir voru Prófessor P-Imp og Fluxus de Luxus. Liðsmenn koma úr ýmsum áttum, eiga sitthvað misjafnt að baki, og Prófessor P-Imp segir að Funkstrasse sé einskon- ar Tilvera, „Tilvera 25. ald- arinnar". Enn eiga einhverj- Morgunblaðið/Ragnar Axelsaon Fönkþörf Funkstrasse bregður á leik fyrir ljósmyndarann. ir eftir að bætast við, meðal annars leitar hljómsveitin að þokkafuUum bakradda- söngkonum. Hljómsveitarmeðlimir segjast hafa tekið upp þráðinn eftir að hafa losað sig við rokkokið og „til að uppfylla þjóðfélagslega fönkþörf, sem veður uppi sem aldrei fyrr“, segja þeir glaðbeittir og diilandi. Æf- ingar hafa verið langar og strangar og mikið af lögum orðið til á marþonnæturæf- ingum, sem hljómsveitar- meðlimir hyggjast taka upp, gefa út og selja í bíl- förmum. Þeir segja lögin danslegri en nokkru sinni og „hæf til að blindir fái sýn og fyrirhafnaðir grín“. Hljómsveitin hefur ekki enn haldið tónleika í núver- andi mynd, hugðist reyndar leika hljómleik í gær, en vegna erlendra forfalla varð ekkert úr að sinni. Sem stendur stefnir Funkstrasse að funklifun 5. og 6. maí næstkomandi, og síðan eins oft og lengi og við verður komið. Funkstrasseliðar segjast ekki óttast að viðtökur verði annað en frábærar, „enda erum við undir vemdar- hendi Partíguðsins sem hvetur sveitina til stuðs“. Endurreisn D’Arbys Á SÍÐUSTU árum hafa fáir tónlistarmenn farið eins hratt upp vinsældalista og síðan eins hratt niður og Terenee Trent D’Arby. Hann sló rækilega í gegn um heim allan með sinni fyrstu breiðskífu, sem seldist í milljónaupplagi, en plata númer tvö seldist nánast ekki neitt, aðeins í nokkr- um tugum þúsunda eintaka. SEGJA má að Terence Trent D’Arby hafi haft allt með sér; útlitið var óað- finnanlegt, söngröddin eins og best var á kosið og flest hljóðfæri léku í höndum hans. Þrátt fyrir það var brotlendingin svo harkaleg að enginn vildi gefa hann út. Hann greip því til eigin ráða, tók upp á eigin kostn- að breiðskífu og gaf út. Sú plata þótti mikið meistara- verk og seldist bráðvel. Fyrir vikið vildu risarnir hann aftur og nú er komin úr fjórða breið- skífa hans, Vibrator. Þar er D’Arby við sama hey- garðshornið í sálarskotnu poppi og rokkbryddu; jafn- vígur á alla taktlega tónlist. Erlendir poppfræðingar hafa tekið Vibrator höndum tveim og ekki ber á öðru en endurreisn D’Arbys sé lokið; sess hans meðal poppgoð- anna sé tryggur. Endurreisn Terence Trent D’Arby kynn- ir nýtt útlit. Þungt rokk og hrátt Liðsmenn Forgarðs Helvítis. Sinfónísk Lifun Forgarður Helvítis á snældu EKKIER of mikið gefið út af þungu rokki um þessar mundir. Þar telst því feng- ur fyrir rokkþyrsta að hljómsveitin Forgarður Helvítis sendi frá sér snældu fyrir skemmstu. FORGARÐUR Helvítis er runnin af Suðurlandi. Sveitarmenn hafa ekki setið auðum höndum síðan og brugðu sér í hljóðverið Gný um daginn til að taka upp snælduna sem fékk heitið Brennið kirkjur. Að sögn sveitarmanna er leikurinn til þess gerður að ná eyrum tónlistarskríbenta og -út- gefenda úti í heimi, en ekki segjast þeir heija á stórfyr- irtækin; stefni á smáfyr- irtæki og neðanjarðarblöð. Til viðbótar við þessa út- gáfu, sem liðsmenn For- garðs Helvítis segjast ætla að dreifa til þeirra sem vilja kaupa hér á landi, verður líklega gefin út hálf sjö- tomma með sveitinni á næst- unni, en hinn helmingurinn er ætlaður Saktmóðugi. ÞAÐ HEFUR gengið mis- jafnlega að kynna fyrir ung- mennum sígilda tónlist. Sitt- hvað hefur Sinfóníuhljóm- sveitin þó lagt á sig til að breikka hlustendahóp sinn og liður í því var þegar Sin- fónían setti upp rokksvítuna Lifun eftir Suðumesjasveit- ina Trúbrot. LIFUN hefur lifað nær- fellt aldarfjórðung, þykir eitt merkasta verk íslenskra rokksveitar og má kalla sí- gilt verk í þeim skilningi. Þórir Baldursson útsetti verkið upp á nýtt fyrir sin- fóníuhljómsveit, rokksveit og söngvara sem lið í M-hátíð á Suðurnesjum fyrir tveimur árum, en Þorsteinn Eggerts- son snéri því á íslensku. Að- sókn var góð á þá þrenna tónleika sem haldnir vora, einu sinni í íþróttahúsi Kefla- víkur og síðan tvívegis í Háskólabíói fyrir fullu húsi. í kjölfarið var ákveðið að taka verkið upp og ákveðið að gera það í hljóðveri til að tryggja sém besta upptöku. Verkinu lauk seint á síðasta ári og platan kom út fyrir skemmstu og verður seld til styrktar tónlistarhúsi. Fjölmargir koma við sögu á Lifun sinfóníunnar, Ed Welch stýrir Sinfóníuhljóm- sveitinni, en rokksveitina skipa Gunnlaugur Briem, Eiður Arn- arson, Jón Ólafs- son, Eyþór Gunn- arsson, Tryggvi Húbner og Vil- hjálmur Guðjóns- son. Söngvarar era Sigríður Beinteins- dóttir, Stefán Hilm- arsson, Daníel Ág- úst Haraldsson, Eyjólfur Kristjáns- son og Björgvin Halldórsson. Safn plötu flód SAFNPLÖTUÚTGÁFA blómstrar sem aldrei fyrr. Þegar era tvær danssafn- plötur komnar út á árinu og á morgun kemur út ein til viðbótar. Poppþyrstir fá einnig nokkuð fyrir sinn snúð, því tvær poppsafn- plötur koma út í vikunni. SKÍFAN sendir frá sér á morgun plötu í Trans- dansröðinni, Transdans 4, sem á era meðal annars lög með Rednex, Scatman John, M-People, Mory Kante, Mark’ OH, Bucketheads og Reel 2 Reel. Skífan sendir einnig frá sér Heyrðu sex, en þar má meðal annars finna lög ís- lenskra flytjenda; Heiðrún Anna Björnsdóttir syngur upp á nýtt gamla lummu, For What it’s Worth, og Vin- ir vors og blóma hita upp fyrir væntanleg breiðskífu með Losti. Erlendir flytjend- ur eru meðal annars Radio- head, Blur, Morrissey, Sheryl Crow, Terrorvision og Dusty Springfield. Frá Spori kemur safnplat- an Popp(f)árið 95, sem er fyrst í nýrri útgáfuröð. Is- lensk lög á þeirri plötu eru Rosalegt með Tweety, Take Me Away með Gigabyte, I You We með Jet Black Joe og Tribute með In Bloom. Erlendir flytjendur eru með- al annars Oasis sem á lagið Whatever, Yaki-Da með I Saw You Dancing, Suede með The Wild Ones, Lig- htning Seeds með Lucky You og Mike Oldfield með Hi- bernaculum. UROKKSVEITIN Ólympía, hugarfóstur Sigurjóns Kjartanssonar, leggur í langferð á þriðjudag, því hún heldur í stutta tónleikaferð til Lundúna. Þar heldur Ólympía nokkra tónleika og snýr síðan aftur heim til að ljúka við stuttskífu sem kem- ur út á næstu mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.