Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ - LILLÝ Jóhannesdóttir er stofnun í íslendinganýlendunni í Sydn- ey. Þær eru ófáar fjölskyldurnar, sem byijað hafa búskap sinn í Ástralíu í húsvagninum í garðinum hjá henni. Heimili Lillýjar minnir á sígilt ís- lenskt sveitaheimili, þar sem gest- risninni eru engin takmörk sett, ávallt heitt á könnunni og alltaf hægt að bæta við næturgesti. Lillý viðurkennir líka brosandi að manna á milli gengur hún undir nafninu Hótel ísland. Lillý og eiginmaður hennar Lúðvík Sigurðsson búa í litlu einbýlishúsi í úthverfi Sydney. Þau taka á móti mér á hlaðinu og maður finnur um leið fyrir mikilli hlýju. „Velkominn til Vestmannaeyja," hvíslar bílstjóri minn að mér en þau orð skýrast um leið og inn er komið. Innbú stofunn- ar hefði sómt sér vel á hvaða heim- ili sem er í Eyjum fyrir gos og vegg- imir eru þaktir myndum af íslensku landslagi og fólki. Í stofuskáp hefur verið komið fýrir litlu safni íslenskra muna, jafnvel lítilli íslenskri kók- flösku. Einungis hitinn fyrir utan er ástralskur. „Við vorum alltaf með áforrh um að flytja hingað. Eyjamaðurinn Ragnar Jóhannsson strauk til Ástr- alíu með skipi í gamla daga og var að skrifa okkur heim hvað þetta væri æðislegt. Og þá ákvað ég að ég skyldi einhvern tímann á endanum flytjast hingað. Ég varð hins vegar ófrísk og það varð lítið úr Ástralíu- flutningum í bili. Ég var þá sextán ára gömul og átti annað bam átján ára. Það virtist vera orðið fremur ólíklegt að við færum nokkurn tímann. Árið 1966 flutti ég hins vegar til Reykjavíkur og það að fara frá Eyjum var fyrsta skrefið. Árið 1968 tókum við skrefið til fulls. Auðvitað vorum við smeyk í fyrstu, við vissum ekki nema að við værum gera risavaxin mistök með því að flytjst hingað. En veistu hvað,“ segir Lillý og brosir, „okkur iíður alveg óskaplega vel héma. Það er ekki til stress í manni. Maður lít- ur ekki nokkum tímann á klukkuna. Fyrst eftir að Lillý og fjölskylda hennar komu til Sydney bjuggu þau á gistiheimili fyrir innflytjendur. Böm hennar Lúðvíks voru þá tíu, tólf og tveggja ára, auk þess sem Lillý var ófrísk af yngsta barni þeirra. „Ég gat ekki hugsað mér að vera þar lengur en þessa rúma tvo mán- uði. Aðstæður voru mjög slæmar. Þetta gistiheimili samanstóð af her- mannabröggum og loftkæling var engin. Hitinn var 42-45 gráður á þessum tíma og þetta var því eins og að búa í bakaraofni. Krakkamir voru allir veikir og gátu ekki borðað matinn svo við urðum hreinlega að koma okkur burt. Það var ekkert annað hægt að gera. Við fluttum að því búnu sex eða sjö sinnum á milli íbúða á tveimur árum í Sydney og enduðum svo loks hér, þar sem við búum í dag, árið 1971. Við höfum því búið hér á sama stað í ein tutt- ugu og ijögur ár.“ Lillý segir að brösuglega hafi gengið í fyrstu að fá vinnu, ekki síst vegna þess að þau voru nær mállaus á enska tungu. „Við kunnum ekkert. Okkur tókst þó alltaf einhvem veginn að ná í vinnu þó að það hafí verið langt að sækja. Lúðvík fór loks að vinna hjá íslendingum í húsbygging- um og það gekk ágætlega. Hann var í þessum húsbyggingum þar til fyrir einum sautján, átján árum en þá fékk hann vinnu i múrsteinaverk- smiðju, sem hann er í enn í dag. Síðan höfum við hreinlega bara verið héma. Okkur líður vel hér og við viljum ekkert fara. Við eigum mikið af góðum vinum hérna.“ Aðspurð segist Lillý ekki geta út- skýrt hvernig það æxlaðist að hún varð að miðpunkti íslendinga í Sydn- ey. Hlutimir hafí hreinlega þróast þannig. „Það er alltaf pláss hjá okk- ur. Jafnvel þó að fólk verði að sofa á gólfinu, þá er alltaf pláss. Það er alltaf hægt að bæta við einum, sama hversu þröngt er. Það hefur bara einhvem veginn orðið svona með tím- anum. Fólk einfaldlega hringir i mig, skrifar mér eða hefur samband á einhvem annan hátt, þó svo að það hafí aldrei hitt mig. Þeir eru orðnir margir, sem hafa gist héma í gegn- um árin. Heilmargir. Eitt sinn vorum við með 21 ís- lenskan skáta í gistingu í einu, sem voru á alþjóðlegu skátamóti í Sydn- Hótelstýran á Hótel Islandi í Sydney lokum komu allir til mín. Ég veit ekki ástæðuna fyrir því en það end- aði með því að allt var orðið ómögu- legt og skátaforingjamir héldu fund hérna í stofunni hjá mér um það hvað gera ætti við bömin.“ Alltaf samband milli íslendinga Lillý segir að allt frá fyrstu tíð hafí verið samband á milli íslending- anna í Sydney. „Við höfum líklega verið fímm fjölskyldur á gistiheimil- inu á sínum tíma. Það vom mjög margir sem komu á þessum ámm, en það hafa Iíka margir snúið aftur heim. Við hittumst ekki mjög oft en hringjum alltaf í hvort annað og fylgjumst með því hvort allt sé ekki í lagi. Þessar fjölskyldur hafa líka tengst fjölskylduböndum að ein- hvetju leyti. Yngsti sonur minn gift- ist til að mynda inn í íslenska fjöl- skyldu hér í Sydney. Einhvem veginn tengist þetta allt saman." En sakna Lillý og fjölskylda ekki stundum „gamla landsins? „Nei ... aldrei. Það eina sem ég saknaði lengi vel vom pabbi og mamma. Ég var svo lengi hjá þeim, en annað var það nú ekki. Og þó,“ segir hún og verður hugsi. „Það er nú kannski margt sem maður saknar, þrátt fyrir allt. Hreina Lillý og Lúlli heima í stofunni með barnabarninu Tegann Jade ey. Þetta var eins og lítil þjóðhátíð hjá okkur. Tjöld út um allan bakgarð og svakalegt fjör. Það fyndnasta var að upphafiega átti ég bara að fá tvær stelpur úr hópnum í gistingu, því að reynt var að skipta þeim nið- ur á sem flesta. Við enduðum með þrjár stelpur og fómm niður á skáta- mót til að spjalla við íslendingana. Þetta vom hressir krakkar, sem við kynntumst þama, en þau vora ekki öll ánægð með aðbúnað sinn og að ég. En það var að gjósa á stað þar sem ekki hefur gosið í sex þúsund ár, sagði maðurinn. Ég fór bara að hlæja þar sem þessi maður var mik- ,ill húmoristi og spyr hvort hann ætli ekki bara að segja mér næst að það hafi gosið í Vestmannaeyjum. Jú, Lillý, sagði hann, en ég hélt bara áfram að hlæja. Lillý sjáðu, sagði maðurinn og rétti mér blaðið. Þar stóð þetta svart á hvítu. Við höfðum ekki síma á þessum tíma og Lúlli var í vinnunni. Um ieið og hann kom heim sendi ég hann til kunningja minna til að hringja heim. Það er nú kannski til marks um hvað þetta fréttist fljótt hingað út að þeg- ar Lúðvík hringir heim til Reykjavík- ur þá em pabbi og mamma einmitt að koma inn úr dyrunum með son okkar, sem hafði leiðst svo mikið í Ástralíu að við sendum hann heim til Eyja. Okkur var sagt að allt væri í lagi og að enginn hefði látist í gos- inu en þetta var samt agalegt. Það eina sem mér datt í hug var að spyija hvort að þau vildu ekki koma til mín. Mér datt þó ekki í hug að ég fengi jákvætt svar. Pabbi var þá 74 ára gamall og það hvarflaði ekki að mér að þau myndu fallast á þetta. Mamma tók hins vegar vel í boðið og sagði að það væri bara aldrei að vita. Ég hafði mjög góð sambönd í stjómkerfinu og hafði mikið sam- band við aðstoðarmann forsætisráð- loftsins til að mynda, fjallanna, að vera ekki bara með öll þessi tré. Jú, jú, það er heill hellingur sem maður saknar en þó ekki þann- ig að ég myndi vilja skipta. Það er gaman að koma aftur til íslands og ég sé landið með allt öðrum augum en þegar ég bjó þar. Ég fór heim aftur í fyrsta skipti eftir að hafa búið í Ástralíu í sex ár. Eftir gosið í Eyjum komu pabbi og mamma hing- að til okkar og pabbi lést hér í Ástral- íu ári síðar. Þá fómm við heim með öskuna og ég stoppaði heima í átján mánuði. Hann dó upp á dag ári eftir að hann steig á land hér.“ Gosið í Eyjum Lillý segir að þau hafí frétt af Vestmannaeyjagosinu með mjög dramatískum hætti. „Það vildi þann- ig til að íslendingur var gestur hér hjá okkur og hann þurfti að fara niður í bæ. I lestinni á leiðinni heim sér hann að maður á móti honum er að lesa blað. Á forsíðu blaðsins var lítill rammi þar sem stóð að mik- ið eldgos hefði hafíst á íslandi. Hon- um tókst ekki að lesa þetta almenni- lega þar sem hann kunni ekki við að góna alveg ofan í blað mannsins. Það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig úr lestinni var hins vegar að fara út í bókabúð og kaupa blað og kemur svo hingað. Hann segir við mig: Veistu að það var gos á Islandi. Það er nú ekkert nýtt segi Lillý Jóhannesdóttir og Lúðvík Sigurðsson Sigrún K. Baldvinsdóttir, ræðismaður * Lítum alltaf á okkur sem Islendinga SIGRÚN K. Baldvinsdóttir er ræðismaður íslands í Sydney, en hún hefur búið í Ástralíu frá árinu 1973. Hún segir íslendinga í Sydney reyna að halda hópinn eins og unnt er þó að tækifærin til að hittast mættu vera fleiri. Og þó að fólk taki upp ástralska siði og venjur með tímanum líti það ávallt á sig sem íslendinga inn við beinið. Sigrún kom til Ástralíu í fyrsta skipti um jólin árið 1972 og segir þá heimsókn vera mjög minnis- stæða vegna Vestmannaeyjagoss- ins í janúar 1973. Síðar það ár fluttist hún alfarin til Ástralíu ásamt áströlskum eiginmanni sín- um, en þau höfðu kynnst í Cam- bridge-háskóla í Bretlandi, þar sem þau lögðu bæði stund á fram- haldsnám í lögfræði. „Fyrst um sinn bjó ég í höfuðborginni Can- berra og vann ýmis sérverkefni fyrir utanríkisþjónustu Ástralíu, aðallega á sviði alþjóðalaga. Eftir að hafa búið þar í tvö ár fluttist ég hins vegar til Sydney og hef búið þar síðan,“ segir Sigrún en hún rekur eigið fyrirtæki í dag. íslendingasögurnar lesnar Sigrún segir nokkra Islendinga hafa búið í Canberra á þessum árum og hafi hún verið í sam- bandi við þá, ekki síst konu að nafni Valgerður Gould. Valgerð- ur, sem nú er látin, var gift Breta og segir Sigrún að hún hafi að- stoðað fólk við íslenskunám. „Það var hópur í háskólanum, jafnt nemendur og kennarar, sem kom saman einu sinni í viku, !as íslend- ingasögurnar og þýddi úr þeim kafla. Þetta var ansi mikið starf og skemmtilegt þjá þessum hópi. Ég veit ekki hvort þetta er enn við lýði í Canberra í dag en þetta er hefð sem hófst við Melboume- háskóla árið 1949 og hefur breiðst út til fleiri borga. Enn í dag er hópur kennara og nemenda úr enskudeild Sydney-háskóla, sem kemur reglulega saman til að lesa íslendingasögurnar og reyna að tala íslensku." Sigrún segir að sonur Valgerð- ar, Alan Gould, sé ljóðskáld og hafi hann gefið út ljóðabók, sem sé undir sterkum áhrifum frá ís- landi. Mörg ljóðanna séu annað- hvort ort á íslandi eða skömmu eftir að hann kom þaðan úr heim- sókn. „Ég hef kunnað alveg sæmilega vel við mig í Ástralíu alla tíð. Auðvitað koma alltaf tímabil sem eru erfið og fólk hefur heimþrá. Fyrst eftir að maður flytur finnur maður þó lítið fyrir þessu, það er svo mikið að gerast og maður er að lærá svo margt nýtt, en þegar timinn líður brýst heimþráin fram. Það er ávallt erfitt að flylja til nýs lands og einhvern timann kemur að því að fólk verður að SJÁ BLS. 4. herrans okkar á þessum tíma. Þegar ég falaðist eftir landvistarleyfí fyrir foreldra mína bað hann mig um að útvega sér blöð með myndum af gosinu í Eyjum, enda á þeim forsend- um, sem ég reyndi að fá þau inn í landið. Ég fékk sendan bunka af Mogganum, þar sem var að fínna margar litmyndir af gosinu, og sendi þetta allt niður til Canberra, þar sem stjómin hefur aðsetur. Þeir voru heillaðir af þessum blöðum. Aðstoð- armaðurinn sagði að vísu við mig: Ég vona að þú segir engum frá því en það eyðilagðist heill fundur hjá okkur því að það fóm allir að skoða blöðin frá íslandi." Til að fylgjast með fréttum frá íslandi segist Lillý hafa gerst áskrif- andi að blaðinu Fréttir, sem gefið er út í Vestmannaeyjum. „Mér fínnst það koma manni nær íslandi, maður veit um hvað fólk er að tala. Þá hefur bróðir Lúðvíks verið duglegur við að senda honum Fiskifréttir og það kemur fyrir að fólk fái mynd- bönd send að heiman og ganga þau þá manna á milli. Nú nýlega fengum við til að mynda senda þættina Sigla himinfley bæði frá ættingjum á Is- landi og í Svíþjóð. Mikið rosalega er þetta æðisleg mynd, það var allt í lagi að fá tvö eintök. Ég gaf bara íslendingafélaginu annað. En ekki koma allar myndir í pósti. Hún segir kunningja sinn hafa farið út á myndbandaleigu fyrir nokkru og í rekka með gömlum myndum sá hann allt í einu mynd sem kom kunn- uglega fyrir sjónir. Reyndist það vera eintak af mynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hrafninn flýgur. Endaði málið með því að íslendingafélagið keypti spóluna af myndbandaleig- unni. „Við höldum í okkar íslensku hefð- ir,“ segja þau Lillý og Lúðvík. „Við höldum íslensk jól, borðum jólamat- inn á aðfangadagskvöld og berum fram möndlugraut með öllu tilheyr- andi. Fjölskyldan hér kallar þetta stóm jólin hjá ömmu og afa og litlu jólin em haldin heima hjá þeim sjálf- um á jóladag. Það em allir héma á aðfangadagskvöld, böm og barna- böm. En það er geysilega misjafnt hvemig íslendingar hér taka á þess- um málum almennt. Sumir vinna mjög mikið og slappa því af á að- fangadag og halda upp á jólin á jóla- dag. Ég sjálf er svo gömul í hett- unni að ég verð að hafa þetta hefð- bundið og verð mér því úti um hangi- kjöt og annað.“ Svið segir hún vera erfiðara að komast yfír í Ástralíu og svíður því Lúðvík lambahausa sjálfur úti í garði. Heldur hann því stoltur fram að þeir séu miklu betri en þeir íslensku. „Það er bíó hjá nágrönnunum þegar Lúlli fer út í garð að svíða. Hann er kominn út að brenna, veina allir í hverfinu. Þetta minnir helst á grín- mynd, það loka allir gluggunum til að losna við lyktina. Og svo hlæja þeir. Ég held að hann hafí sviðið 75 hausa síðast. Ég mátti ekki sjá svið í mörg ár á eftir," segir Lillý „Nei, mér fínnst íslendingar hér hafa það gott upp til hópa. Það líður öllum vel og enginn vill flytja til ís- lands. Það er frekar að fólk vilji koma hingað út heldur en hitt. Ég held að veðrið hafí mjög mikið að segja í þeim efnum. Það er mjög mikill munur að vera í þessu lofts- lagi. Lífsgæði em líka betri hér. Þú getur veitt þér miklu meira heldur en heima á íslandi.“ Til skamms tíma var Lillý ekki skrifandi á ensku en bætti úr því fyrir skömmu með því að fara á námskeið. Nú notar hún frístundir sínar í að semja barnasögur á tölvu sem keypt var í þeim tilgangi. „Þetta em ævintýrasögur, og í þeim em fjöll, konungar, drottningar, lítil börn, álfar og huldufólk. Eg byggi mikið á íslensku þjóðsögunum. Flest- ar þeirra byija á íslandi og einnig skrifaði ég eina víkingasögu. Ég byijaði mér til gamans að setja niður á blað það sem mér datt í hug en nú hefur það þróast út í þetta." Sögurnar segir hún bamabörnum sínum og það er aldrei að vita nema þær verði einhvem tímann gefnar út. Þegar komið er að því að kveðja vindur Lillý sér að mér og segir: „Ef þér dettur einhvem tímann í hug að flytja hingað með fjölskylduna þá veistu að þið emð velkomin hingað. Þið getið búið úti í húsvagni fyrstu vikumar eða mánuðina á meðan þið eruð að koma ykkur fyrir.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.