Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 B 3
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
skalann. Gallinn er að fólk er ekki vant því
að fá svo mismunandi útsetningar og ég
viðurkenni að það er kannski veikleiki hjá
mér.“
Fáránlegt að syngja á ensku á íslandi
Á tónleikum Bjarkar í Laugardalshöll á
síðasta ári vakti athygli viðstaddra að hún
söng öll lögin á íslensku og lagði sitthvað á
sig til þess, var til að mynda með textana
skrifaða á blað sem límt var á sviðið svo hún
gæti lesið þá ef á þurfti að halda. Hún seg-
ist reyndar hafa samið þá upphaflega á ís-
lensku og snúið síðan á ensku. „Þegar ég
kom svo til íslands var ég búin að vera að
syngja þá á ensku í heilt ár og ég kunni þá
ekki á íslensku. Þess vegna var ég með text-
ana á blaði á sviðinu af því að ég mundi þá
ekki alla. Þannig var það líka á fyrstu fimm
eða sex tónleikunum á ensku.“
En af hverju ekki að syngja þá á ensku?
„Mér fannst bara fáránlegt að syngja á*
ensku; það væri eins og að tala við ömmu
mína á ensku," segir Björk ákveðin. Hún
segir að reyndar komi það fyrir að hún semji
sama textann ýmist á ensku eða íslensku og
reyndar grípur hún víða til íslenskunnar.
„Það er mjög langt síðan ég byrjaði á þessu,
líklega þegar ég var að semja texta á aðra
Sykurmolaplötuna. Þá samdi égtextanajafnt
á ensku og íslensku; fékk kannski hugmynd
á ensku sem passaði við takt og sneri henni
á íslensku og öfugt.“
ísland og kynlíf
í viðtölum sem birst hafa við Björk undan-
farið bérst talið ævinlega að íslandi og hún
segir að þap sé tvennt sem hún sé aðallega
spurð um, ísland og kynlíf.
„Það halda allir að ég sé kynóð og það
er alltaf það fyrsta sem þeir spyrja um og
fá svo áfall þegar ég svara hreinskilnislega.
Ég held ég hafi gengið fram af mörgum,
þegar menn spyrja mig um kynlíf og ég svara
bara eins og mér finnst og sem er eðlilegt
fyrir mér: það kemur til dæmis á marga að
heyra að heima á íslandi er jafn algengt að
kona reyni við mann og maður við konu, en
héma er það bara á eina vegu. Heima er það
líka enginn glæpur þó unglingar séu að draga
sig saman og prófa sig eitthvað áfram, en
hér er það stórmál."
Björk segist hafa lært að gera sér ekki
rellu yfir því þó orð hennar séu afflutt. „Það
er eitthvað sem ég er búin að sætta mig við
fyrir löngu. Blaðamenn munu aldrei sjá sömu
hlið af mér og ég sé og það er ekkert við því
að gera, ég gæti eytt ævinni í að reyna að
leiðrétta þá en ég nenni því bara ekki. Viðtöl-
in við mig hafa verið svona um það bil 90%
það sem ég segi og restin tilbúningur eða
lygi, sem er ekki svo slæmt. Síðan koma
alltaf öðru hvoru viðtöl eins og birtist í Det-
ails fyrir skemmstu, sem er hryllilegasta við-
tal sem ég hef séð, helmingurinn lygi, en við
því er heldur ekkert að gera.
Ég get bara gert mitt eins vel og ég get
og ef menn misskilja mig þá er það þeirra
vandamál. Menn hér eru búnir að ákveða að
mamma mín hafi verið hippi og eiturlyfja-
neytandi og það er afskaplega erfitt fyrir
mig að leiðrétta það og það er sama hvað
ég reyni að lýsa því hvað frelsið í uppeldinu
var mér mikilvægt, menn skilja það ekki.
Þegar ég reyni að lýsa því fyrir þeim að ég
hafi verið lyklabarn á Islandi, því mamma
varð að vinna þá halda bara að ég hafi alið
mig upp sjálf og étið gras.“
Á íslandl þá bara reddar maður sér
Mikið af misskilningnum segir Björk
eflaust stafa af því að breskir blaðamenn
eigi erfitt með að skilja íslenskan hugsunar-
hátt. „Það sem mér finnst ólíkast með íslend-
ingum og Bretum er að á íslandi þá bara
reddar maður sér; ef bíllinn þinn bilar þá
bara gerir þú við hann, eða þú smíðar eigið
hjónarúm, eða þú sérð um garðinn þinn.
Fólk hér skilur það einfaldlega ekki og það
að einhver fari út og veiði í matinn finnst
mönnum bara brandari.
Ég fer á lögfræðifundina og ég hjálpa til
við að hanna umslagið og ég skrifa handritið
með myndbandssmiðnum og ég fer sjálf og
hitti hljóðfæraleikarana og ég stýri sjálf upp-
tökum; mér finnst þetta bara svo sjálfsagt,
en þetta þekkist ekki hér í landi. Það kemur
hvað eftir annað fyrir þegar ég stend við
hliðina á ritaranum mínum að einhver kemur
til hennar og spyr hvort ég geti gert þetta
eða hitt; það er eins og ég sé einhver rokk-
auli á heróíni og hún sé ábyrg fyrir því að
ég mæti í vinnu. Ég lærði það sem íslending-
ur að vinna það sem þarf þar til verkið er
búið, hvort sem það tekur átta tíma eða sex-
tán. Þetta er eitthvað sem ég þarf ekki að
segja þér eða ömmu minni eða afa, en blaða-
mönnum hér finnst þetta voða skrýtið."
Tónleikaferð í burðarllðnum
Eins og getið er er framundan mikil tón-
leikaferð Bjarkar um heiminn til að fylgja
Post eftir. Debúttónleikarnir verða í Aber-
deen í Skotlandi sjötta júlí og síðan heldur
hún til írlands og leikur þar á fernum tónleik-
um. í síðustu tónleikalotu hélt hún aðeins
ferna tónleika í Bandaríkjunum, en hún seg-
ir að að þessu sinni verði tónleikum skipt
bróðurlega milli álfanna beggja vegna Atl-
antshafs.
„Ég vildi ekki halda fleiri tónleika í Banda-
ríkjunum á sínum tíma því ég var ekki ánægð
með hljómsveitina. Ekki það að mér hafi
fundist að Bandaríkin ættu betra skilið, held-
ur er svo erfitt að ferðast um Bandaríkin,
fjarlægðir eru svo miklar og mikið umstang.
Ég vildi líka helst sleppa íslandi, því mér finnst
erfíðast að spila þar, þar þeklqa mann allir
og ég vildi hafa það bestu tónleikana. Þess
vegna hafði ég það síðustu tónleikana því þá
var hljómsveitin orðin eins góð og hún gat
orðið. Núna er þetta allt öðruvísi, nýja hljóm-
sveitin er miklu nær því sem ég vil.
Ég verð mánuð í Bandaríkjunum, þá mánuð
í Evrópu, aftur mánuð vestan hafs og svo
loks mánuð í Evrópu. Þetta fer mjög eftir
skólanum hjá Sindra. í skólafríinu fer hann
með mér og síðan ætlar mamma að líta eftir
honum, en hún verður í Lundúnum í haust.
Svo tek ég tónleikafrí, en hef svo sem nóg
fyrir stafni, og á næsta ári ætla ég að.fara
um eins mikið af Asíu og ég get. Ég tók ást-
fóstri við Asíu sem krakki, ég var alltaf köll-
uð Kínveijinn í skóla,“ segir Björk og hlær.
Elnn fyrir alla og alllr fyrir einn
Björk hefur oft látið þau orð falla að það
sem helst hafi hrifið hana við pönkið á sínum
tíma hafi verið frelsið; það gerðu allir það
sem þeir vildu og báru á því fulla ábyrgð.
Hún hefur og sagt að það hafi sitt að segja
um það að hún vilji hafa alla þræði í hendi sér.
„Maður fattar það ekki fyrr en eftir 975
viðtöl, ókeypis tíu tíma á dag sálfræðiað-
stoð,“ segir Björk og hlær, „hvað ég var
bijálæðislega heppin að vera innan um þetta
fólk og gera allt sjálf; hanna plaköt og hengja
þau upp, skipuleggja tónleika og stilla upp
og fara sjálf í mál við útgefanda sextán ára
og vinna málið.
Þetta vafðist aldrei fyrir neinum, þetta var
bara sjálfsagt og ekki bara það að þú varst
sjálfstæður, heldur voru allir alltaf til í að
hjálpa þér. Ég ætlast til þess að fólk hjálpi
mér til að vera ég sjálf og ég er líka fyrst til
að hjálpa öðrum ef þeir vilja vera þeir sjálf-
ir. Það er líka eitthvað sem maður lærði af
að vera í Kuklinu og Sykurmolunum, einn
fyrir alla og allir fyrir einn.“
Fullt af afætum
Þó Björk vilji standa á eigin fótum og
hafa hönd í bagga með öllu sem henni við-
kemur, hefur hún vissulega þurft að ráða sér
fólk til að veijast, eins og þegar tónlistarmað-
urinn Lovejoy sakaði hana um að hafa stolið
frá sér hugmyndum og krafðist hlutdeildar
í söluhagnaði af Debut. „Það er allt fullt af
afætum og maður verður bara að passa sig
á að taka því ekki persónulega. Mér er sagt
að Debut hafi gengið það vel að ég hefði átt
að fá á mig að minnsta kosti sex manns sem
ég hefði ekki einu sinni hitt sem færu í mál
við mig fyrir að stela frá þeim hugmyndum,
en ég fékk bara einn,“ segir hún og kímir.
Hún segir að málið eigi að fara fyrir rétt eft-
ir tvær vikur, en Lovejoy hafí alla tíð treyst
á að hún myndi borga honum fyrir að láta sig
í friði og hafi sagt það sjálfur. „Hann átti að
skila skýrslum, rökstuðningi og fleiri gögnum
fyrir löngu, en hann hefur engu skilað og
getur ekki því þetta er bara bull. Hann ætl-
aði sér að fá mig til að borga til að þetta
færi ekki í blöðin, en mér er nákvæmlega
sarha hvað fer í blöðin og sagði honum að fara
í rass og rófu.“
, Björk segir að hluti vandans sé að atvinnu-
og telqulausir fái málskostnað sinn greiddan
af ríkinu og sú regla sé mjög misnotuð. Lög-
um sem kveða á um þetta eigi að breyta á
næstunni, enda þýði þetta málavafstur að hún
þurfi að greiða margar milljónir í málskostn-
að, en Lovejoy hafí engu að tapa; þegar kröf-
unni verði vísað frá beri breska ríkið brúsann
af hans málskostnaði.
„Þessi ellefu lög voru það eina sem ég átti
í þessu landi og ég lít á þau sem bömin mín
svo þegar einhver annar reynir að stela þeim
getur hann farið til fjandans. Það er alsiða
að borga til að losna við þetta vesen, en ég
vil ganga svona langt til að vinna málið, þó
það kosti mig milljónir eða milljónatugi, til
að geta sýnt öðrum sem reyna þetta að ég
er tilbúin til að fara alla leið.“
Ég á öll lögin mín
Samkvæmt umslagi Post á bahameyskt
fyrirtæki, Björk Overseas, útgáfuréttinn á
plötunni, en það fyrirtæki á Björk ein líkt og
Bapsi Records, sem átti lögin á Debut. Hún
leigir síðan öðnirn fyrirtækjum útgáfuréttinn;
Smekkleysu á Islandi, Electra í Norður-Amer-
íku og Mother Records í öðmm löndum, en
þessi tilhögun tryggir að enginn getur sagt
henni fyrir verkum. „Ég á öll lögin mín og allt
í kringum þau og það er annað sem fólk hér
skilur ekki. Það nennir ekki að standa í þessu,
það vill bara spila sitt lag og fara svo heim
að sofa. Mér finnst að það sé eins og að eign-
ast bam og labba svo í burtu og segja ég sé
þig eftir tuttugu ár. Maður verður að mennta
þau og fæða, tryggja þeim heilbrigðisþjónustu
og kynna þau fyrir mannlegu eðli, sem er það
erfiðasta, og ég sleppi ekki hendinni af lögun-
um fyrr en þau em komin út í búð.“
Tandurhreln samvlska
Lánið er hverfult í tónlistarheiminum og
Björk gengur ekki að því gruflandi að gæfan
geti óforvarandis snúist henni í óhag.
„Ef þetta er búið á morgun og ég fer heim
að vinna í fiski, eða stofna tónlistarskóla á
Sauðárkróki hef ég tandurhreina samvisku.
Ég er bara í heimsókn í Bretlandi og ég veit
ekki hvað þetta endist lengi, en ég vil geta
labbað burt frá þessu þegar ég fer heim til
íslands og sagt: ég gerði eins vel og ég gat;
ég var ekki einhver hugleysingi sem boraði í
nefið og var bara á fylleríi og lét aðra vinna
fyrir sig.“ .
BEINT
LEIGUFLUG
TIL BILLUND
DANMÖRK
Kr30.900*
FLOGIÐ ALLA MIÐVIKUDAGA í
SUMAR.
Barnaafsláttur kr. 9.000
*Verð pr. mann, flug og
flugvallaskattar.
Flug og farfugla-
heimili í BILLUND
Ódýrt og þægilegt.
Kr 30.640*
*Verð á mann miðað við
2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11
ára. Innifalið flug, gisting á
farfuglaheimili í Billund í eina
viku og öll flugvallagjöld.
SUMARHÚS í DANMÖRKU
RIBE
Sumarleyfisparadís með ótal
möguleika.
Kr.
44.925*
'Staðgreiðsluverð á mann miðað við 2 fullorðna
og 2 börn, 2ja-11 ára, í 2 vlkur í júlí—12. ágúst.
Innitalið tlug til Billund, íbúð A1, ferð til og frá
tlugvelli erlendis og öll flugvallagjöld.
KOLDING
Glæsiíbúðir í miðjum bæ.
46.370
Kr.
Staðgreiðsluverð miðað við 4 í íbúð A4, 2 fullorðna
og 2 börn 2ja—11 ára 12 vikur i |úlí.
Innifalíð flug tll Billund, íbúð, ferð til og Irá tlugvelli
og öll llugvallagjöld.