Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGURll.JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ WkNýjasta mynd Clint Eastwoods, Brýrnar í Madisonsýslu, byrjaði í Bandaríkjunum um síðustu helgi og tók inn tæpar 11 milljónir dollara. Drauga- myndin Casper byrjaði helgina þar á undan og tók inn tæpar 22 milljónir doll- ara en var komin í 40 millj- ónir eftir síðustu helgi. „Die Hard 3" var komin í 62 milljónir, „Crimson Tide" í 63 og „Bravehe- art" Mel Gibsons í 25 millj- ónir. ¦Linda Fiorentino og leikstjórinn John Dahl eru byrjuð á nýrri mynd saman en síðasta samstarfsverk- efni þeirra var hinn frábæri ný-noir tryllir Táldreginn eða „The Last Seduction". Nýja myndin þeirra heitir „Unforgettable" og er Ray Liotta mótleikari Lindu. Myndin segir af nýrri uppgötun sem gerir mönnum kleift að upplifa minningar annarra. Næsta mynd sem við sjáum von- andi með Lindu er hins veg- ar spennumyndin „Jade". MÍrski leikstjórinn Neil Jordan byrjar brátt tökur á nýrri mynd sem fjallar um írska þjóðernissinnann Michael Collins. Julia Ro- berts fer með hlutverk í myndinni ásamt Liam Nee- son og Stephen Rea. Ro- berts leikur einnig innan skamms í nýrri gaman- mynd frá Disney-fyrirtæk- inu sem heitir Sex dagar, sjö nætur og segir af konu sem leigir flugvél til að flýja kolómögulegan kærasta sinn en verður strandaglóp- ur á eyðieyju með flug- manninum. OÐRUVISI BOINID? BOND V.| ég heiti Brosnan, Pierce Brosnan. TÖKUR eru nú í fullum gangi á 17. Bond- myndinni í þetta sinn með Pierce Brosnan í aðalhlut- verki en myndin er tekin m.a. í gamalli Rolls-Royce verksmiðju við Leavesden- flugvöll í grennd við Wat- ford. Hún heitir Gullauga eins og kunnugt er og telja menn að hún muni marka afturhvarf til Bondmynda Sean Connerys þar sem léttleiki og húmor réðu ríkj- um en ekki hið alvárlega andrúmsloft síðustu tveggja Bond-mynda með Timothy Dalton. Brosnan þykir ekki mikið mál að feta í fótspor Connerys og Rogers Moore. „Margir hafa spurt mig," segir hann, „hvort minn Bond verði eitthvað öðru- vísi. Þetta er minn Bond og almenningur og gagnrýn- endur munu ákveða hvernig hann er." Og seinna: „Það hefur verið frábærlega gaman að leika í Gullauga og um það snýst þessi mynd.". Leikstjóri er Martin Campbell („No Escape") og mótleikararnir Sean Bean, Robby Coltrane og Judi Dench. Myndin verður sýnd í Sambíóunum um jólin. Disney-ævintýrið ætlar eng- an endi að taka. í sumar verður frumsýnd enn ný teiknimynd fyrírtækisins, „Pocahontas", og henni er spáð engu minni vinsældum en metsölumynd Disney-fyr- irtækisins síðasta sumar, Konungi ljónanna, sem náði að verða vinsælli en teikni- myndin þar á undan, Aladd- ín, sem var vinsælli en Fríða og dýrið og Litla hafmeyjan, sem markaði uppKafið að öllum ósköpunum, nýrri gullöld Disney-teiknimynda. DISNEY-kvikmyndaverið hefur tríi á að „Poca- hontas" slái öll met. Myndin var frumsýnd í Miðgarði í New York í gær, þann 10. ^^^^^^^^ júní, og var búist við að hún vekti ekki minni viðbrögð en tónleik- ar með Simon og Gaifunkel. Myndin kemur hingað til íslands um jólin og verður sýnd með ís- lensku tali í Sambíóunum eins og Aladdín og Konung- ur ljónanna. Talsetningin er unnin undir leikstjórn Arnar Árnasonar og munu Hilmir Snær Guðnason og Valgerð- ur Guðnadóttir fara með KVIKMYNDIR HeldurDisney-cevintýrib áframf POCAHÖNTAS INDIANASAGA; atriði úr „Pocahontas". eftir Arnald Indriðason aðalhlutverkin tvö og syngur Valgerður aðallagið, sem þegar er búið að hljóðrita. „Pocahontas" er byggð á indíánasögu og segir af sam- nefndri indíánastelpu og kynnum hennar af enska landnemanum John Smith á sautjándu öldinni. Mel Gib- son leikur Smith og syngur sjálfur lög hans í myndinni en stúlkuna leikur ókunn leikkona að nafni Irene Bed- ard. Foringi Disney-teiknar- anna, Glen Keane, byggði sköpunarverkið á gömlum teikningum af Pocahontas auk þess sem hann myndaði sér skoðun á stúlkunni eftir að hafa hitt að máli tvo af- komendur hennar í Virginíu. Enn er það Alan Menken sem semur tónlistina en hún leikur ekki svo lítið hlutverk PENINGA- PRENTUN; Stallone nýt- ur ríkidæmis- Stallone fær miiljarð á mynd SLY Stallone er orðinn dýrasti leikari sögunnar en fyrir næstu þrjár myndir sínar mun hann fá í laun rúmlega þrjá miIU- arða íslenskra króna. Universai kvikmyndaverið borgaði honum 17,5 miHjónir dollarafyrir nýjahasarmynd, „Daylight", aðeins nokkrum dogum eftir að hann hafnaði samskonar upphæð frá Warner Bros. verinu (Schwarzenegger er metinn á 15 milljónir á mynd). Þágerði Sly 20 milljón dollara samning við Savoy kvik- myndafyrirtækið og hann fær 15 milljónir fyrir að leika í spennu- myndinni „Assassins" undir leiksljórn Richard Donners en mótleik- ari hans verður Antonio Banderas. Allt er þetta hið furðulegasta mál því tvær síðustu myndir Stallones, „Demolition Man" og Sér- fræðingurinn, gengu aðeins sæmiiega. En leikaralaunin í Holly- wood eru greinilega á uppleið því varla situr Schwarzenegger ólegur undir þessum tíöihdum, Willis, Gibson og allir hinir. SÝNDíseptember; Costner og Hopper í Vatnsveröld. bíós eru franski spennutryll- irinn „La Machine", ástralska myndin „Mauriel's Wedd- ing," og um miðjan næsta mánuð frumsýnir bíóið spennumyndina Kongó, sem byggir á sögu eftir Michael Crichton. Aðrar myndir sem vænt- anlegar eru í Háskólabíó eru gamanmyndin„Lucky Bre- ak", „Innocent Lies" méð Stephen Dorff, „Jack and Sara" og „French Kiss" með Kevin Kline og Meg Ryan. Vatnsveröld Kevins Costn- er verður sýnd í september. Alls höfðu um 7.000 manns séð skosku bar- dagamyndina Rob Roy í Há- skólabíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 5.000 manns séð „Star Trek: Kynslóðir", 11.000 Nell og tæp 10.000 talsettu teiknimyndina Skóg- ardýrið Húgó. Næstu myndir Háskóla- 7.000 áRob Roy í vinsældum Disney-teikni- myndanna. Aðallag mynd- arinnar heitir „Colors of the Wind" og er sungið af Wa- nessu Williams eftir að Janet Jackson og Whitney Hous- ton féllu ekki í kramið. „Pocahontas" er fyrsta teiknimynd Disney-fyrir- tækisins sem kemur fyrir sjónir almennings eftir að Jeffrey Katzeriberg hætti hjá fyrirtækinu en hann er arkítekt hinnar nýju gullald- ar teiknimyndanna. Hann á þó mikið í myndinni því hún var komin vel á veg þegar forstjórinn, Michael Eisner, lét hann gossa. Mun Eisner leggja mikið upp úr því að myndin slái í gegn til að sýna að brotthvarf Katzen- bergs hafi engin áhrif á þá gullnámu sem teiknimynd- irnar eru fyrirtækinu. Sjálf- ur er Katzenberg í samvinnu við Steven Spielberg að und- irbúa teiknimynd sem byggir á Biblíusögunum og heitir Boðorðin tíu. „Pocahontas" er 33. Di- sney-teiknimyndin í fullri lengd og sú fyrsta sem byggð er á sögufrægri per- sónu. Vinnan við næstu Di- sney-teiknimynd er komin vel á veg en áætlað er að frumsýna hana næsta sumar °g byggir hún á Hringjar- anum frá Notre Dame eftir Victor Hugo. IBIO AAKUREYRI er álitleg- ur bíómarkaður. Al- gengt er orðið að kvik- myndir séu frumsýndar samtímis í Borgarbíói og kvikmyndahúsunum í Reykjavík og hefur það gefið mjög góða raun fyrir norðan, sem lýsir sér best í mikilli bíósókn. Sambíóin hafa gert samning við Borgarbíó um frumsýningu á helstu sum- armyndum Sambíóanna á sama tíma og þær verða frumsýndar hér í Reykja- vík. Þetta eru myndirnar „Die Hard 3", sem byrjar 23. júni, „While You Were Sleeping" með Söndru Bullock, „Batman Forever", sem kemur í 'júlímánuði, „Bad Boys", „Crimson Tide" og jafnvel drauga- myndin „Casper", sem nýt- ur mjög mikilla vinsæída vestanhafs um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.