Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Meira rokk ÓLYMPÍA, hljómsveit Sigurjóns Kjartanssonar, er ekki af baki dottin. Hún sendi frá sér breiðskífu fyrir siðustu jól, og nú, hálfu ári síðar, kemur út með henni önnur skífa. OIGURJÓN segir að sig O hafi langað til að gera stuttplötu vegna þess að hann átti nokkuð af iögum í fórum sínum og svo að hann vildi losna undan því að þurfa að gefa út plötu fyrir jólin, enda finnist honum jólamarkaðurinn afskaplega leiðinlegur. Lögin á plötunni eru flest ný, en eldra efni á milli og eitt lag af síðustu plötu í breyttri útsetningu. „Þetta er áþekk tónlist og ég hef verið að fást við, en heldur meira rokk.“ Siguijón segir að þó rokk- ið sé meira þá sé hann ekki búinn að leggja tölv- unni fyrir róða. „Eg er að vísu hættur að hafa hluta af lögunum á bandi, en ég Morgunblaðið/Golli Rokk Siguijón Kjartansson nota tölvur, en þá meira sem grunn undir rokk.“ Ólympía fór utan fyrir skemmstu og hélt tónleika í Lundúnum við góða að- sókn og undirtektir. Sigur- jón segir að sú ferð hafi verið farin að nokkru til gamans, en hann hafi rættt nokkuð við útgef- anda og eigi eftir að ræða það mál frekar, en þess að nokkuð hafi verið ákveðið. Það kemur þó breiðskífa vestan hafs frá Ólympíu í haust, samsett úr jólaskifunni og þeirri sem kemur nú út, en Sig- urjón vill ekki gera of mikið úr því. USSSóIarmenn hugðust taka lífinu með ró í sumar, en segjast hafa fundið fyrir svo mikilli eftirspurn að þeir hafi ákveðið að fara af stað, auk þess sem sveitin sendir frá sér disk á næstu dögum. Á föstudagskvöld lék SSSól í Ýdölum, en síðan verður tónleikahaldi háttað sem hér segir: Næstkomandi laugardag, 16. júlí leikur SSSóI í Miðgarði, 17. í Reykjavík, 24. í Njálsbúð, 7. júlí í Ýdölum, 14. í Sjall- anum og 15. i Miuðgarði, en verslunarmahnahelginni eyða SSSólarmenn fyrir norðan. Morgunblaðið/Emilía Gaman Unnsteinn og Jónas. Sólstranda gaman SÓLSTRANDAGÆJARN- IR hafa látið nokkuð á sér kræla undanfarið, enda sendu þeir frá sér breiðskífu fyrir skemmstu, samnefnda sveitinni. Reyndar eru „gæ- jarnir" bara tveir, þó þeir hafi bætt við sig mannskap til að fylgja plötunni eftir. Sólstrandargæjarnir eru þeir Unnsteinn Guð- jónsson og Jónas Sigurðs- son. Þeir segjast hafa byijað fyrir tveimur árum að glamra saman á gítara, en þá var Unnsteinn í pönk- sveitinni Niturbösunum og Jónas trymbill í þungarokk- sveitrinni Trössunum. Þeir segjast hafa byijað að spila saman sér til gamans, og snemma tekið til sólstranda- tónlist og sólarreggí. „Það sem við reyndum að gera alvarlegt tókst ekki eins vel, og því hættum við slíku,“ segja þeir, og bæta við að diskurinn, sem þeir gefa sjálfir út, sé eiginlega svar við ótal óskum aðdá- enda um land allt. Eins og áður er getið hafa þeir félaga smalað samn í hljómsveit til að kynna plötuna sem víðast og verða meðal annars til upphitunar fyrir SSSól í sumar. Þeir segja að það sé himnasending að komist inn í slíkt samstarf, en einnig muni þeir spila eins og hægt er á milli balla. 181 BUIÐ 184EFTIR BIRGIR „Curver“ ' Thor- oddsen hóf í ársbyijun út- gáfuröð, þar sem hann gef- ur út eina snældu á mán- uði. Fyrir skemmstu kom út sjötta snældan, Júní, og útgáfuröðin því hálfnuð. Birgir segist hafa fengið hugmyndina 17. júní á síðasta ári og síðan ákveð- ið að slá til eftir að hafa gefið út geisladisk, Haf, fyrir jólin. „Ég byijaði að semja lögin á fyrstu snæld- una eftir að upptökum lauk á Hafi,“ segir Birgir, en lög á hverri snældu eru jafn mörg dögum mánaðarins. Birgir segir að glíman við innblásturinn hafi freistað sín og hann hafi vissulega lært mikið af því að semja 181 lag á árinu, og eitt auklag til á Febrúar, og því engin býsn að semja 184 lög til viðbótar. „Snældurnar verða alltaf betri að mínu mati,“ segir Birgir glað- beittur, „og hljómur allur fyllri og vandaðri. Tóneyra mitt verður næmara með hveijum deginum og ólíkir straumar flæða á bandinu." Snældurnar eru seldar í Hljómalind og Plötubúðinni aukinheldur sem Birgir sel- ur þær sjálfur. í takt við útgáfuhugmyndina kostar hver snælda 365 krónur og 1 Birgir segir að það dugi S varla fyrir kostnaði. „Sköp- unargleðin á eftir að ganga af mér dauðum,“ segir hann og hlær. Sköpunargleði Birgir „Curver“ Thoroddsen. Bara hávaði ÚTGÁFUSAGA Stillupp- steypu er um margt sér- kennileg og enn hefur sveitin ekki gefið út hér a landi sem nokkru nemur. Hún hefur þó átt í miklum samskiptum við útgáfur og hljómsveitir ytra og fyrir skemmstu gaf Drunken Fish-útgáfan í Ka- liforníu út sjötommu með tveimur lögum, A Taxi to Tijuana. Stilluppsteypumenn segja að titillagið hafi verið tekið upp fyrir hálfu öðru ári, en hitt síðasta haust, en lögin voru bæði hljóðblönduð hér héima fyrir áramót. Þeir félagar segja að útgefandinn hafi leitað eftir því að fá að gefa út íslenska hljómsveit. „Við sendum honum lög og hann vildi gefa eldra lagið út á sjötommu og bað okkur um að senda annað lag til viðbótar." Þeir félagar segja ekkert á döfinni varðandi útgáfu hér heima; „það fílar enginn okkur á Islandi", segja þeir og hlæja, „þetta er bara hávaði". DÆGURTÓNUST Hvab segir Sálarrannsóknafélagib? SALIN snýr afitur kom út 1991, það er ein- hver blær yfir henni sem minnir á þann tíma.“ Stefán segir að Guð- mundur hafi átt sitthvað á lager þegar þeir félagar fóru að setja saman lög á plötuna, en önnur lög séu samin sérstaklega fyrir hana. „Ég átti líka eitthvað af textahug- myndum, eða frösum,“ segir hann, „en annars samdi ég alla textana við eftir Árna Matthíasson land, sem fram verður haldið út sumarið. Stefán Hilmarsson söngvari sveitarinnar segir að þeir félagar hafi verið fljótir að ná saman aftur sem skýri að nokkru hve breið- skífan, sem kemur eftir rúma viku, hafi verið unnin hratt. „Við vorum líka tíma- bundnir," segir hann, „og það lá á að ljúka við plötuna til að koma henni út á skikkanlegum tíma. Ég hefði sjálfur kosið að fá einhveija daga til viðbót- ar, en ég er ánægður með plötuna. Mér finnst henni svipa einna mest til „rauðu plötunnar“ sem Bókaðir Sálin. lögin eins og ég hef alltaf unnið.“ Eins og fram kemur er Sálin byijuð á tónleika- haldi aftur eftir fríið og Stefán segir að nýju lögin falli vel að tónleikadag- skránni. „Við erum með þijú eða fjögur lög af nýju plötunni á dag- skránni og tínum þau fleiri inn eftir því sem færi gefst. Þeim er vitanlega misjafn- lega tekið, en almennt eru viðtök- urnar góð- ar.“ Stefán segir að Sálarmenn hafí aldrei skipulagt starf sveit- arinnar langt fram í tímann og svo sé einnig að þessu sinni, þeir séu búnir að bóka sig til tón- leikahalds út sumarið og svo verði málin skoðuð. „Það gæti eins farið svo að við myndum taka okkur aft- ur frí eða þá að við héld- um áfram næstu ár,“ segir Stefán að lokum og kímir. Sálin hans Jóns míns var vinsælasta hljómsveit landsins á sinni tíð og plötur sveitarinnar seld- ust í bílförmum. Það þótti því saga til næsta bæjar þegar Sálarmenn tóku upp samstarf að nýju fyr- ir skemmstu eftir tveggja ára hlé. SÁLIN tók upp þráðinn þar sem frá var horfið; tók upp breiðskífu á mettíma og fór síðan á fullt í tónleikahaidi um allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.