Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGURH.JÚNÍ1995 B 17 Ljósmynd/P.M. Jensen NABYLIVIÐ ÍSBJÖRNINN Ferðamaðurinn er rækilega minntur á það er hann kemur til Svalbarða að hætta stafar af ísbirninum. Á flugvellinum í Longyearbyen er uppstoppaður ís- björn í glerbúri og á búrinu er skilti með viðvörun þar sem segir að undanfarið hafi óvenju margir ís- birnir sést á ferli í nágrenni bæjar- ins. Engum er heldur ráðlagt að fara óvopnaður í vélsleðaferð út fyrir bæinn. ísbjörninn var friðaður árið 1973 með alþjóðasamningi en þá var stofninn í sögulegu lágmarki. Sú . ráðstöfun mætti andstöðu í Norður- Noregi þar sem menn höfðu haft nokkrar tekjur af ísbjarnarveiðum. Hefur verið barist fyrir því síðan að veiðamar yrðu leyfðar á ný. Sambýli ísbjarnar og manns á Sval- barða hefur óhjákvæmilega leitt til árekstra. í mars síðasliðnum drap ísbjarnarhúnn unga konu sem var á göngu ásamt vinkonu sinni á fjalli sem gnæfir yfir Longyearbyen. Stúlkan sem lést hafði verið í heim- sókn hjá stúdentum við háskóla- deildina í Longyearbyen. Frá því björninn var friðaður hafa tveir orðið honum að bráð, fjórir hafa særst og 70 birnir verið skotnir í sjálfsvörn eða vegna hættu sem af þeim stafaði. Undanfarin tvö ár hefur það gerst í Longyearbyen að ísbirnir hafa komið inn í bæinn að degi til á meðan börn hafa verið að leik úti við. Þetta hefur skotið fólki skelk í bringu segir Hallvard Holm skólastjóri því áður gerðu menn ráð fyrir að ísbirnir myndu ekki koma til byggða því þeir fældust bæjar- ljósin og hávaðann. En jafnframt eru menn stoltir af hvítabirninum sem er nokkurs konar tákn Svalbarða og einn helsti segullinn á ferðamenn. Það er því ólíklegt að veiðar á birninum verði leyfðar á ný. Vísindamenn benda líka á að það þyrfti að fækka mjög mikið í stofninum til að það hefði einhver teljandi áhrif á líkurnar á því að hann kæmi til byggða. Talið er að í ísbjarnarstofninum á Svalbarða séu um tvö þúsund dýr. Selur er aðalfæða ísbjarnarins. ísbirnir eru ekki taldir árásargjarn- ar skepnur. Þeir eru forvitnir og geta verið varasamir af þeim sök- um. Gamlir soltnir birnir geta einn- ig verið hættulegir eða ungir húnar sem ekki hafa enn náð tökum á selveiðum. En hvernig á að bregðast við mæti maður óvopnaður Isbirni? „Kasta einhverju lauslegu frá sér í þeirri von að hann láti glepjast af því," segir Holm. Einnig er þeim sem hafast við í tjöldum eða skálum ráðlagt að skilja eftir eitthvað mat- arkyns útivið í svosem eins og 100 m fjarlægð til að björninn fari ekki að ráðast til inngöngu. ,--n y-; 30'A Nýjí Alasuud YV. i^am/dwii Barentfourii^ ??'« 'O'A ¦^rænlXiÍi •? Bfarnarey ?A^^S" ^ht-----4 !3£RfiGUR RUSS- LAND GÖNGUGATAN í hjarta Longyearbyen. Við hana eru verslanir, sjúkrahús og „Lompen", hús þar sem kolanámumennirnir fara í sturtu og skipta um föt að lokinni vinnu. m^2 SAMFELAGIÐ í Longyearby- en hefur verið að breytast úr vinnusamfélagi kolanámu- manna í venjulega byggð þar sem börn alast upp og ganga í skóla. ÞAÐ er erfitt að hugsa sér erfiðara starf en kolagröft. Á síðustu árum hefur mikið verið gert til að bæta vinnuskilyrði námumannanna og vinnuslys- um hefur fækkað. STAÐ- REYNDIR UM SVALBARÐA ? Svalbarði er eyjaklasi með fjórum stórum eyjum og mörg- um smærri, samtals 63.000 fer- kílómetrar. Heitir stærsta eyj- an Spitzbergen. ?Á fjórða þúsund manns búa á Svalbarða. Þar eru tvær norskar byggðir, Nýja Álasund og Longyearbyen, og tvö rúss- neskþorp, Pyramiden og Bar- entsburg. ?Samkvæmt Svalbarðasamn- ingnum frá 1920 fara Norð- menn með fullveldi á Svalbarða og í landhelgi eyjanna. Þau ríki sem undirritað hafa Svalbarða- samninginn hafa jafnan rétt á við Norðmenn til atvinnustarf- semi, þ. á m. fiskveiða, á samn- ingssvæðinu. ?Norðmenn hafa helgað sér 200 mílna fiskverndarsvæði umhverfis Svalbarða. Þeir neita þvi að jafnræðisregla Svalbarðasamningsins gildi á svæðinu. ?Golfstraumurinn umlykur Svalbarða. Meðalhiti er -12 gráður á veturna en 4,5 gráður á sumrin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.