Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ AUC5L YSINGAR Frá Fræðslustjóra Vesturlands- umdæmis Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður auglýst- ar stöður grunnskólakennara framlengist til 20. júní 1995: Grunnskólann í Ólafsvík: almenn kennsla, handmennt, heimilisfræði. Heiðarskóla Leirársveit: mynd- og handmennt. Laugargerðisskóla Snæfellsnesi: íþróttir, raungreinar. Grunnskólann á Hellissandi: kennsla yngri barna, íþróttir, líffræði, samfélagsfræði. Grunnskólann Grundarfirði: kennsla yngri barna. Grunnskólann i' Stykkishólmi: almenn kennsla. Laugaskóla Dalasýslu: almenn bekkjarkennsla. Umsóknir berist til skólastjóra viðkomandi skóla, sem ásamt fræðslustjóra gefur allar nánari upplýsingar. FræðslustjóriVesturlandsumdæmis. Akureyrarbær Staða jaf nréttis- og f ræðsluf ulltrúa Akureyrarbæjar er laus til umsóknar Starfið er tvíþætt, annars vegar er um að ræða stjórnun, umsjón og skipulagningu fræðslu og endurmenntunar starfsmanna og stjórnenda Akureyrarbæjar og hins vegar að vinna að framgangi Jafnréttisáætlunar Akur- eyrarbæjar og öðrum jafnréttismálum innan bæjarkerfisins og í bæjarfélaginu öllu skv. lög- um um jaf nan rétt og stöðu kvenna og karla. Krafist er háskólamenntunar, reynslu og þekkingar á sviði fræðslu- og jafnréttismála svo og reynslu af stjórnun og skipulagningu. Umsækjendur þurfa einnig að hafa góða hæfni í samskiptum, eiga auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og hafa gott vald á ensku og/eða skandinavísku. Akureyrarbær hefur haft forystu meðal sveitafélaga á sviði jarfnréttismála og hlaut fyrstu viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 1992 fyrir vel unnin störf. Akureyrarbær hóf að starfa samkvæmt sér- stakri jafnréttisáætlun árið 1989 og þar var fyrst ráðinn jafnréttis- og fræðslufulltrúi 1991. Ný jafnréttisáætlun var samþykkt í lok árs 1993 og gildir hún til loka árs 1997. Þar er áhersla lögð á tvíþætt verksvið jafnréttis- fulltrúans sem er að vinna að framgangi áætlunarinnar bæði innan bæjarkerfisins og gagnvart bæjarbúum. Akureyrarbær hefur einnig haft forystu í fræðslumálum og er nú verið að vinna að undirbúningi þriggja ára þróunarverkefnis um nám í starfi hjá Akureyrarbæ. í því verk- efni mun jafnréttis- og fræðslufulltrúi gegna veigamiklu hlutverki. Hjá Akureyrarhæ starfa hátt á annað þúsund konur og karlar við fjölbreytt störf. Það er m.a. hlutverk fræðslufulltrúa að stuðla að því að starfsfólk og stjórnendur geti verið í sífelldri þróun, sífelldu námi í starfi. Ráðningin er tímabundin til fjögurra ára. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akur-> eyrarbæjar og STAK. Umsóknarfrestur er til 23. júní nk. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra, Geislagötu 9, 600 Akureyri, á sérstökum eyðublöðum sem fást þar. Nánari upplýsingar hjá jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa og starfsmannastjóra í síma 462 1000. Bæjarstjórinn á Akureyri. Kennarar - Siglufjörður Um leið og við óskum nýútskrifuðum kennur- um hjartanlega til hamingju með áfangann auglýsum við eftir kennurum að Grunnskóla Siglufjarðar á næsta skólaári. Meðal kennslugreina eru almenn kennsla, samfélagsfræði, náttúrufræði, sérkennsla og heimilisfræði. Við skólann er sérdeild og framhaldsdeild. Á næsta skólaári mun skóla- nefnd hefja aðlögun að væntanlegri yfirtöku bæjarins á öllum rekstri grunnskólans með þátttöku kennara og foreldra. Siglufjarðarkaupstaður greiðir flutnings- kostnað, útvegar húsnæði og greiðir húsa- leigustyrk. Á Siglufirði er öll almenn þjónustustarfsemi og góð tómstunda- og íþróttaaðstaða. Þar eru m.a. nýlegt íþróttahús, eitt þesta skíða- svæði landsins, öflugur tónlistarskóli, nýr leikskóli, gott sjúkrahús, auk mjög fjölbreyti- legs félagslífs. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri í síma 467 1700 og 467 1171 (heima) og skólastjóri í síma 467 1184. Björn Valdimars- son, bæjarstjóri og formaður skólanefndar, verður einnig til viðtals á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, Háaleitis- braut 11, Reykjavík, sími 581 3711, nk. þriðjudag kl. 10-14. Grunnskóli Siglufjarðar. EBS Tækni val Tæknival hf. er 12 ára gamalt framsækid tölvufyrirtæki med u.þ.b. 100 starfsmenn og veltan á síðasta ári var yfir milljard t'sl. króna. Fyrirtœkið býdur vidskiptavinum sinum heildarlausnir i iónaói, sjávarútvegi og verslunarrekstru Vegna enn aukinna umsvifa óskar Tœknival hf. eftir ad ráða 3 starfsmenn til viðbótar iþjónustudeildfyrirtœkisins. 3 TÆKNIMENN I ÞJÓNUSTUDEILD ENN AUKUM VIÐ UMSVIFIN OG LEITUM ÞVÍ AÐ duglegum og framsýnum einstaklingum sem hafa áhuga á netstýri- kerfúm og eru tilbúnir að leggja sig fram í krófuhörðu og líflegu starfsumhverfi. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með tæknimenntun og/eða haldbæra reynslu af Novell netkerfum. Ahersla er lögð á fagleg og skipulögð vinnubrögð, þægilega framkomu auk dugnaðar og eljusemi í starfi. í BOÐI ERU áhugaverð störf hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki með góðan liðsanda. Gerð er krafa um að starfsmenn ljúki CNE- prófi innan 12 mánaða frá ráðningu. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi ofangreint starf verður eingöngu svarað hjá STRA Starfsráðningum hf. Umsóknum skal skilað fyrir mánaðarmót. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrif- stofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar erufrákl. 10-13. / Starfsrábningar hf Suouríandíbraut 30 ¦ 5. hxd ¦ 108 Reykjavik , Simi: 588 3031 • Fax: S88 3010 RA Cuoný Harðardóttii ST Húsvörður óskast í hlutastarf í fjölbýlishúsi. Afnot af 3ja herbergja íbúð sem greiðsla. Umsóknir, ásamt upplýsingum, sendist af- greiðslu Mbl., merktar: „K - 15812", fyrir 20. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað. »FAL ----•'' Ferðaskrifstofa Bókhald - almenn skrifstofustörf Óskum eftir starfsmanni með starfsreynslu og/eða menntun í færslu og meðferð bók- haldsgagna. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi alla almenna þekkingu til merkingar bók- haldsgagna, færslu þeirra í tölvukerfi og frá- gangs. Einnig þarf viðkomandi að hafa þekk- ingu á útreikningi launa og færslu þeirra ítölvu- keyrðu launabókhaldi ásamt því að geta sinnt öðrum almennum skrifstofustörfum. Umsækjandi þarf að vera stundvís, traustur, skipulagður og geta unnið sjálfsætt. Um er að ræða heilsdags framtíðarstarf og þarf viðkomandi að geta hafið störf í byrjun júlí. Rétt er að taka fram að vinna er mikil yfir sumartímann og því þörf á að taka orlof út yfir vetrartímann. Reyklaus vinnustaður. Skrifleg umsókn óskast send ásamt með- mælum og upplýsingum um fyrri störf/nám fyrir 25. júní 1995 til Ferðamiðstöðvar Aust- urlands - Starfsmannahald, Stangarhyl 3a, P.O. Box 9088, 129 Reykjavík. FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS HF. Stangarhyl 3a, Reykjavík. Eitt ár Bandanlqunum er reynsla sem þij l>ýr^ aö dllcz ævi Síðastliðin 5 ár hafa mörg hundruð íslensk ung- menni farið á okkar vegum til Bandaríkjanna til eins árs dvalar við nám og störf. Og ekki að ástæðulausu, því ,^**Cl W^J/ engin önnur samtök bjóða eins góða, örugga og ódýra þjónustu. • Allar ferðir fríar. N^ • 32.000 krónur í vasapeninga á mánuði. • 5 daga námskeið í Washington D.C. í skyndihjálp og uppeldisfræðum. • 32.500 krónu styrkur til að stunda nám að eigin vali. • Einstök tilboð á ferðum um Bandaríkin t.d. á vegum Trek America. ... ogsíðast enekkisíst "BRING A FRIEND" Þú þarf ekki lengur að kvíða því að vera án vinanna í heilt ár - taktu einn með þér. AuPair Homestay U.S.A. eru einu samtökin sem bjóða vinum að sækja um saman og dvelja hjá fjölskyldum á sama svæði. Erum að bóka íbrottfarir íjúlí, ágúst, september, október og nóvember. AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGATA26 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2362 FAX 562 9662 I SAMSTAfíFI MEÐ VIBURKENNDUM MENNINGARSAMTÖKUM I AUSTURRlKI. BANDARlKJUNUM. BRETLANDI. DANMÖRKU. FINNLANDI. FRAKKLANDI, HOLLANDI, iTALlU, NOREGt, SPÁNI, SVtÞJÓÐ OG ÞÝSKALANDI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.