Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ gerðust of nærgöngul. Hann hafði til þess tækifærin og við fylgdumst vel með hótunum hans í fréttum. Skipið sem ég var á var hlaðið sprengiefni og það hefði orðið glæsilegt bál. Það má segja að karl- inn hafi gert mistök að senda ekki flugflota sinn eða bara nokkra vél- byssubáta, það hefði ekki þurft meira, á móti skipalestinni úr því hann ætlaði í hart á annað borð. Að hann gerði það ekki bendir þó kannski til að hann hafi ekki trúað því að málið færi úr böndunum með þeim hætti sem raun varð á. En sem kunnugt er réðst fjölþjóðaher- inn á her hans og malaði hann mélinu smærra." Loksins hættur? Hrafn l'ætur því í raun ósvarað er hann er spurður hvort að ekki megi segja að hann sé hættur heimshornflakkinu. Hann verður glettinn og píreygur er hann hugsar aftur. Hann segist ekki sjá eftir neinu, hann hafi látið „kylfu ráða kasti" í lífinu og það hafí hentað sér. „Er við öðru að búast af manni sem á ættir að rekja til Jóns Indía- fara. Ég kaus frelsið og með þessum hætti upplifði ég það," segir Hrafn. En hvað er það sem gefur þetta frelsi? Kærustur í hverri höfn? Fjöl- þjóðaher slarkbræðra og ævintýra- manna sem finna með sér sam- kennd? „Það er mikið drukkið á mörgum skipum og ég hef drukkið með mönnum af fjölmörgum þjóðernum. Stundum eru þetta skemmtilegir félagar og mikið fjör. Þess á milli er algjör viðbjóður um borð. Verst er það ef skipstjórinn er gamall alki sem liggur í því allan túrinn. Þá er eins og aginn fari fyrir bí. Það er líka erfitt að drekka með aröbum, þeir eru svo ólíkir okkur. Það er stutt í hnífinn og ofbeldið, tilefnið þarf ekki að vera mikið. Indjánar eru allt annars'eðlis. Þeir drekka mikið, en mín reynsla af þeim er góð og þeir eru góðir félag- ar. Þetta með kærustur í hverri höfn er kannski heldur ofmælt. En það eru kærustur, heldur betur, kannski ekki í hverri höfn, en margar eru þær," bætir Hrafn við og þykir umræðuefnið gott. Það hefur kveðið æ meira að einu sambandinu. Þegar Hrafn var um borð í sænsku skipi fyrir rúmum þrjátíu árum, kynntist hann norskri stúlku og voru þau saman um tíma. Sambandið stóð stutt, en nógu lengi þó til að þeim fæddist dóttir sem býr nú harðgift í Noregi. Hrafn heimsækir þau reglulega og dóttirin og dótturdæturnar, sem eru tvær, hafa nokkrum sinnum komið til ís- lands og heimsótt Hrafn og fjöl- skyldu hans hér á landi. Hrafn er sestur að í Noregi. Hann hefur komið sér fyrir við fal- legt vatn. Dóttir hans býr ekki langt þar frá. Það er að heyra á ævintýra- manninum að hann ætli að láta fara vel um sig þarna. Þægindi hafa ekki verið snar þáttur í lífi hans. Til dæmis koma vöflur á Hrafn þegar talið berst að því hvar hann hafi átt heima. Því er ekki auðsvarað. Þá hefur maðurinn lent í lífs- háska og starað í glyrnur dauðans oftar en einu sinni. Ungur þurfti hann í uppskurð vegna berkla. Þá var hann hætt kominn. Síðar í lífinu lenti hann í þvílíku bílslysi, í Suður- Afríku, að nánast kraftaverk má telja að hann skyldi lifa af. Eftir- hreytur þessa ber hann til dauða- dags. Þá hefur hann oftar en einu sinni lent í þess háttar sjávarháska að ekkert mátti út af bera. Því er hann hvíldinni feginn nú, þó að hann ítreki það, og ekki í fyrsta skipti, að vel geti verið að hann fari aftur á sjó, „ef það skell- ur aftur á stríð" segir hann glott- andi. í Noregi ætlar hann að rækta í vatninu við bústaðinn. Það var orðið líflítið af völdum súrs regns, en Hrafn ætlar að bera kalk í það og sleppa síðan silungi. Síðan má silungurinn vara sig, því Hrafn ætlar í veiðiskap. Hann ætlar að hafa það náðugt á endasprettinum. „Það eru líka elgir í skóginum," segir hann, „og þeir mega líka vara sig." SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 B 15 • Ljósmynd/Árni Thorsteinssori ÞEIR sem þekktir eru á myndinni: nr. 1 Pétur Mikkel Sigurðsson, nr. 2 Aðalbjörn Bjarnason, nr. 12 Tómas Ólafsson, nr. 15 Jón Jó- hannsson, nr. 19 Sigurður Þorsteinsson, nr. 20 Jón Kristófer Lárusson, nr. 21 Tyrfingur Magnússon. Auk þess útskrifuðust eftirfarandi, ásamt fæðingarstað og degi, og eru þeir settir í sviga sem talið er að séu ekki á myndinni: Ebenezar J. Guðmundsson, Hnífsdal, 23.12. 1875, Eyjólfur Jóhannsson, Seltjarnarnesi, 12.2. 1881, Friðrik Björnsson, Lundarreykjadal, 7.6. 1876, Friðrik Ólafsson, Kjalarnesi, 5.1. 1874, Guðmundur Guðmundsson, Dýrafirði, 14.9. 1876, Guðmundur Pétursson, Seltjarnarnesi, 2.3. 1881, Gunnlaugur Grímsson, Reykjavík, 24.5. 1883, Ingimundur Jónsson, Reykjavík, 24.2. 1875, (Jochum Þórðarson, Kjalarnesi, 25.1. 1875), Jóhann Jónsson, írafelli, 21. 12.1876, Jóhannes Einarsson, Rauðasandshr., 1.1. 1876, Jón Theodór Hansson, Reykjavik, 10.1. 1879, Jón H. Sigurðsson, Hörðudalshr., 30.5. 1878, (Kolbeinn Þorsteinsson, Mel, Mýras., 18.11. 1879), Kristján Fr. Meyvant Hansson, Reykja- vík, 16.5. 1880, Ólafur Ólafsson, Rauðasandi, Barðast., 6.10. 1875, Ólafur Ólafsson, Akranesi, 6.8. 1880, Runólfur Stefánsson, Hraunhr., Mýras., 24. 7.1877, Sigurður Guðmundsson,Skagaströnd, 12.8. 1878, Sirurgeir Sigurðsson, Reykjavík, 11.1.1875, Sveinn Jónsson, Önund- arfirði, 13.9. 1877, Valdimar Jóhannesson, Varðgjá, Eyjafj., 23.6. 1882, Veturliði O. Bjarnason, Efra-Vaðli, Barðast., 22.4. 1874, Þor- geir Jónsson, Snæfjöllum, ísafj.sýslu., 18.3. 1876. Prófsveinar úr Stýri- mannaskólanum 1901 eftir Hulldór Halldórsson NÝLEGA kom í ljós í Þjóðminja- safninu mynd af prófsveinum úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík frá 1901. Hún hafði verið skráð af ljósmyndaranum undir nafninu Sjómannaskólinn, en Stýrimanna- skólinn í Reykjavík hefur heitið svo frá stofnun 1891 og aldrei annað. Þetta sjómannaskólanafn er öllum velunnurum skólans til mæðu þó að í hálfa öld hafi verið til reisu- legt hús í Reykjavík með því nafni, enda Vélskóli íslands þar einnig til húsa. Á 100 ára afmæli skólans kom út vegleg bók sem m.a. hefur að geyma allar þær myndir sem til eru af útskriftarnemendum skólans frá upphafi. Fram til 1913 eru þetta hópmyndir en frá 1914 skólaspjöld með sérmynd af hverjum nemanda og nafni hans undir. Með þeirri hópmynd sem hér birtist eru ein- ungis tólf myndir þekktar en níu vantar. Það er nær útilokað að þessar myndir hafi ekki verið tekn- ar þvi ef flett er þeim bókum sem gefnar hafa verið út um Mennta- skólann í Reykjavík og Kvennaskól- ann i Reykjavík kemur í ljós að þar fellur ekki ár úr auk þess sem nær allir eru þekktir sem eru á þeim myndum. Á þessum árum gerði fólk sér vel ljóst hvaða tímamót það voru að útskrifast og því var þess vel gætt að taka myndir. Það er svo önnur saga að prófsveinum varð það á að halda ekki upp á myndirnar en börn þeirra og barna- börn týna þessum myndum ekki. Eins láðist að skrá niður nöfn þeirra sem eru á myndunum og enginn skyldi treysta á minnið eftir að þrítugsaldri er náð. Að undanförnu hefur verið unnið að því að leita að þeim myndum sem vantar og finna út hverjir eru á myndunum. Komið hefur í ljós að þó að það séu meira en 80 ár frá því að þessar myndir voru tekn- ar eiga margir þessara prófsveina börn á lífí í dag. Menn voru ekki að stofna fjölskyldu um leið og þeir voru við nám á þessum árum því á því höfðu menn einfaldlega ekki efni. Eins og fyrr segir eru tólf mynd- irtil af þeim sem útskrifuðust 1893 til 1913. Nokkuð skiptir í tvö horn með hvað margir eru á hverri mynd, þ.e. hvort aðeins eru þeir sem útskrifuðust eða allir þeir sem voru við nám í skólanum en sumir voru þar í allt að þrjú ár. Sú mynd sem hér fylgir er nokkuð sér á parti þar sem á henni eru 22 menn en 1901 útskrifuðust 31. Er því ljóst að nokkrir á meðfylgjandi lista eru ekki á myndinni og jafnvel fleiri því til var að menn lykju ekki prófi en voru samt á mynd auk þess sem ýmsar pestir voru slæmar á þessum árum, t.d. lungnabólgan, og menn dóu áður en þeir luku prófi. Vegna þessa er því nauðsynlegt að láta vita ef menn eru ekki á myndinni sem eru taldir upp á meðfylgjandi lista. Rétt er að taka fram að það er oft sjóndapurt fólk sem telur sig þekkja einhvern á myndinni og er því mjög nauðsynlegt að fá leiðrétt- ingar ef þeir sem telja sig vita betur finna villur, af þeirri einföldu ástæðu að hætta er á að þær villur sem hér f ara af stað verði varanleg- ar. Þekktir útskriftarsveinar Þær myndir sem vantar eru frá 1893, 1894, 1899, 1902, 1903, 1905, 1908,1910 og 1911. í fyrsta árgangi skólans voru 6 menn og er vel þekkt mynd af þeim þegar þeir komu saman í kringum 30 ára útskriftarafmæli sitt en ekki 50 ára eins og sumstaðar hefur sést. Þess- ir sex menn voru: Árni Kristinn Magnússon, Einar Ketilsson, Jón G. Þórðarson, Pétur Ingjaldsson skipstjóri, m.a. á Laxfossi, Þor- steinn Þorsteinsson í^Þórshamri og Þorvaldur Jónsson. Árið 1894 út- skrifuðust fjórir: Bergur Jónsson Hafnarfirði, Björn Sveinsson, Ólaf- ur Einarsson og Stefán Snorrason en þrír afkomendur hans í beinan karllegg hafa útskrifast úr skólan- um. Alls útskrifuðust 26 árið 1899. Meðal þeirra var Hjalti Jónsson (Eldeyjar.Hjalti), Indriði Gott- sveinsson á Coot, Jón Ólafsson síð- ar bankastjóri, Kolbeinn Þorsteins- son sem tók síðan farmannapróf 1901 og Sigurður Pétursson á Gullfossi. Árið 1902 útskrifuðust 25. Þar má nefna Jón E. Bergsveinssqn hjá Slysavarnarfélaginu, Jón G. Ólafs- son iengi skipstjóri hjá Ríkisskipum og Jörundur Bjarnason á Bíldudal. Einnig útskrifuðust 26 árið 1903. Meðal þeirra var Björn Jónsson í Ánanaustum, Guðmundur Guð- mundsson síðar bóndi á Móum á Kjalarnesi og Guðmundur Guðna- son togaraskipstjóri en síðast fisk- verkandi fram yfir áttrætt. Árið 1905 útskrifuðust 27. Bald- vin Þorsteinsson hákarlaformaður á Akureyri var einn þeirra og einn- ig Einar Stefánsson skipstjóri hjá Eimskip og Jón Erlendsson lengi verkstjóri hjá Eimskip. Líka Jón Magnússon sem rak seglaverk- stæði í Reykjavík síðari hluta ævinnar. Árið 1908 útskrifuðust 16. Þar á meðal var Gísli J. Eyland sem var einn af fyrstu skipstjórum hjá skipadeild SÍS og Ólafur Þórð- arson hafnargjaldkeri í Hafnarfirði og formaður skipstjóra og stýri- mannafélagsins Kára. Ekki útskrifuðust nema fimm árið 1910. Einn þeirra var Guðjón Ágúst Guðmundsson Waage sem strax fór til Englands og var síðast þekktur togaraskipstjóri þar. Arín- ar var Þorgrímur Sveinsson síðar matsmaður í Hafnarfirði. Að endingu er svo 1911 en þá útskrifuðust 14, fjórir af þeim sem farmenn. Þá útskrifaðist Guðbjart-; ur Ólafsson hafnsögumaður og for- seti Slysavarnarfélagsins og þeir bræður Guðmundur og Jón Otti Jónssynir báðir landsþekktir tog- araskipstjórar. Tekið skal fram að búið er að hafa samband við suma afkomend- ur ofantaldra manna en þeir kann- ast ekki við að hafa séð þær mynd- ir sem hér er auglýst eftir. Rétt er að ítreka að taka fjölda út-. skriftarnema nákvæmlega því. nokkuð er breytilegt hvort allir sem, voru við nám í skólanum eru á myndunum eða aðeins þeir sem luku prófi. Það sem áhugi er fyrir er að þeir sem telja sig hafa undir hönd- um myndir af nemendum sem ef til vill eru þær myndir sem vantar að þeir hafi samband við Stýri-i mannaskóiahn. Ekkert liggur á að gera það strax en skrifstofa skól- ans verður lokuð frá 1. júlí til 15. ágúst í sumar. Að sjálfsögðu er; alveg sama hvar á landinu menn búa og er landsbyggðarfólk hvatt til að láta ekki sitt eftir liggja. í 100 ára afmælisbókinni eru' myndir af þeim sem útskrifuðust m.a. 1904 og 1906. Ekki voru allir þekktir á þeim myndum en nú er búið að bera kennsl á flesta. Það væri samt vel þegið ef þeir sem; kannast við þá sem eru á myndun-^ um hefðu samband og gæfu upplýs-.' ingar. Rétt er að geta þess að Ljós-; myndasafn Reykjavíkur í Borgar- túni hefur filmur af þessum mynd- \ um og getur hver sem er fengið; þær keyptar þar. Höfundur er útvegsfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.