Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Réttarhöldin er ein umtalaðasta skáldsaga aldar- innar og er nú að koma út hérlendis í endurskoðaðri útgáfu. Agústína Jónsdóttir hitti þýðenduma að máli og lagði fyrir þá nokkrar spum- ingar í tilefni nýju útgáfunnar. Morgunblaðið/Ágústína Jónsdóttir Réttarhöldm og veröld Kaf ka EYSTEINN Þorvaldsson og Ástráður Eysteins- son eru feðgar — báðir prófessorar í bókmennt- um, Eysteinn í Kenn- araháskóla íslands og Ástráður í Háskóla íslands. Þeir hafa lengi starfað saman að þýðing- um á erlendum bókmenntum, eink- um þýskumælandi rithöfunda og skálda. Má þar nefna fjölmargar smásögur og skáldsöguna Homo faber eftir einn fremsta rithöfund Svisslendinga, Max Friseh. Einnig hafa þeir þýtt frægustu skáldsögu Franz Kafka, Réttarhöldin, og fjöl- margar smásögur hans. Að auki hafa þeir unnið saman nokkur rit- verk varðandi íslenska bókmennta- sögu og samið, hvor fyrir sig, bækur og greinar um bókmenntir. Réttarhöldin er ein umtalaðasta skáldsaga aldarinnar og er nú að koma út í endurskoðaðri útgáfu. Mál og menning gefur bókina út í heimsbókmenntaklúbbi forlagsins og innan skamms kemur hún á al- mennan markað. Réttarhöldin Það hefur sýnt sig að sögur Kafka höfða sterkt til nútímafólks og þar af leiðandi mætti spyija hvað það sé sem geri höfundinn að þeim samtíma- manni sem hann hefur ætíð verið. Eysteinn: „Lesandi skynjar að Kafka er á sérstæðan hátt að fjalla um áleitin vandamál nútímans. í verkum hans býr tilfinning eða grun- ur um varasamt vald eða kerfisbákn sem ógnar tilveru og sálarheill ein- staklingsins. Nútímafólki finnst það kannast við slíkt. Þetta er ekki ein- ungis veraldlegt eða félagslegt ógn- arkerfi heldur einnig hugarfarslegt og veldur tilfinningu sektar og ang- istar eða kvíða.“ Ástráður bætir því við að Kafka yddi margar spurningar sem iúta að valdi, sektarkennd, kynferði, ein- semd. „Hann spyr miskunnarlaust um eðli guðdóms, birtingarmyndir refsingar, möguleika frelsisins, en þessar spumingar eru ekki klæddar í íburðarmikið skart; stundum felast þær í hversdagslegri frásögn — stundum fær lesa/idinn b'ka eld- snöggt högg í slappan belginn." Hafa birst nýir fletir á verkum Kafka sem veita innsýn íþessa sögu? Eru fræðimenn orðnir sáttir við Réttarhöldin eða komast þeir aldrei að niðurstöðu um söguna? Ástráður: „Kafka-fræði hafa stöð- ugt verið í deiglunni síðustu fjörutíu árin, allt síðan existensíalisminn eða tilvistarstefnan átti mikinn þátt í að hefja Kafka til vegs sem einn af lykilhöfundum nútímans. Löngum hefur verið á sveimi mynd Kafka sem höfundar hins vonlausa tilvist- argráma — og snilld hans þá gjarn- an verið talin sú að lýsa betur en aðrir hversu merkingarsnautt lífíð sé í kjama sínum. Þessi mynd er nú á fallanda fæti og meira er nú t.d. tekið eftir hinu einkennilega og oft stórmerkilega líkamsmyndmáli sem einkennir verk hans og ekki síður þeirri kímni sem leynist með ýmsu móti í texta hans.“ Eysteinn: „Þessi saga geymir ekki atburðarás eða lýsingar á þeim reynsluheimi sem „venjulegt fólk“ þekkir beinlínis úr eigin Iífi. Persónu- sköpunin og hegðun persónanna er líka með þeim hætti að kallar sifellt á nýjar túlkanir og áreiðanlega verða fræðimenn aldrei á einu máli um túlkun sögunnar. Hvernig fer það saman að réttar- höldin yfir aðalpersónunni, Jósef K, séu staðfesting á guðlausri veröld hans og því að í bókinni koma fram dæmi um tengsl við kristindóm og kirkju, s.s. að hann borðar epli að morgni þess dags sem hann er hand- tekinn og drekkur síðan vín? Ástráður: „Eg er ekkert viss um að Réttarhöldin séu staðfesting á guðlausri veröld Jósefs K. Kannski er Guð þarna, en bara sem áhorf- andi — og áhorfandinn er ekki hlut- laus. Það er raunar spennandi að velta fyrir sér áhorfandahlutverkinu í Réttarhöldunum og öðrum verkum. Það rennur svo oft upp fyrir manni að það að horfa er að taka þátt, og þó ... Varðandi kristindóminn er það vissulega athyglisvert hvernig þessi höfundur af gyðinglegu ætterni nýt- ir sér kristilegt myndmál — og sögu- hetjan K., jafnt í Réttarhöldunum sem í skáldsögunni Höllinni, hefur verið túlkaður sem kristgervingur. Á hinn bóginn tel ég vonlítið að lesa einhlítan trúarlegan boðskap út úr verkum Kafka, en að ýmsu leyti eru þau þó trúarleg, og má þar m.a. nefna dæmisögur Kafka, en hann vann á nútímalegan hátt úr þeirri fornu trúarlegu frásagnargrein. Samt tel ég líka villandi eða of ein- falt að lesa t.d. Réttarhöldin öðru fremur sem dæmisögulega útlistun á gyðingnum gangandi, eins og bor- ið hefur við.“ Eysteinn: „Það má benda á að Guð er hvergi nefndur í sögunni. Engu að síður hafa sumir fræðingar sett fram trúarbragðalega túlkun á henni og þá t.d. jafnað saman dóm- stólnum og Guði. Slíkar túlkanir eru líttsannfærandi." Áttu þessi réttarhöld sér stað innra með Kafka? Ástráður: „Þetta er væntanlega spurning um afstöðu höfundarins sjálfs sem einstaklings til verksins. Vissulega hafa menn túlkað þetta sem innri réttarhöld hans yfir sér, einkum vegna sambands hans og sambandsslita við Felice Bauer, heit- konu hans. Kannski er heilmikið til í því, en verkið tapar engu af krafti sínum þótt lesandi hafí ekki minnstu upplýsingar um það samband.“ Því hefur verið slegið fram að í Réttarhöldunum hugsi Jósef K. bara um réttarhöldin. Felst í því einhver þröng heimspekileg eða súrrealísk afstaða höfundarins til óskynsemi tilverunnar? Ástráður: „Réttarhöldin breiða úr sér. Það sem kemur Jósef K. á óvart — ekki síður en hin upphaflega fræga handtaka — er að réttarhöld- in eiga sér engin skýr mörk. Líklega þekkja ýmsir þetta, úr sakamálum, ástamálum, valdabaráttu; átökin læsa sig um allt lífíð. Þess vegna er eðlilegt að Jósef K. hugsi stöðugt um réttarhöld sín. Vissulega má sjá hér ákveðin súrrealísk einkenni, en Kafka er líka mjög raunsær höfund- ur.“ Eysteinn: „Jósef K. hugsar ekki eingöngu um réttarhöldin. Hann hugsar t.d. mjög mikið um starfs- frama sinn. í verkum Kafka má á nokkrum stöðum fínna skyldleika við súrrealisma en í heild er grund- vallarmunur á þeim og súrrealisma.“ Ef maður gefur sér að Jósef K. sé bæði saklaus og sekur hefði þá verið óeðlilegt að hann ynni sitt endatafl? Eysteinn: „Já, það væri óeðlilegt að Jósef K. hrósaði sigri vegna þess hvernig „réttarhöldin" þróast. Þau sýna þróun sektarkenndar sem leiðir til dauða. Jósef K. er sjálfhverfur, sjálfbirgingslegur og vill fá hjálp annarra til að snúa réttarhöldunum sér í hag. En hann gerir enga til-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.