Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR ll.JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ +' Norðmenn renna nú nýjum stoðum undir byggðina á Sval- barða. Páll Þór- hallsson dvaldi nokkra daga í Longyearbyen þar sem smám saman er að þróast venju- legt norskt samfélag sem leysir karlasam- félag kolanámu- manna af hólmi. Þar sem engin tré festa raetur Svalbarða er fyrst getið í íslenskum heimildum. „Svalbarðs fundur," segir í annál frá 14. öld um árið 1194. í Landnámu segir að frá Langanesi á norðanverðu íslandi sé fjögurra dægra haf norður til Svalbarða í hafsbotn. Sumir fræðimenn telja að þarna muni átt við það sem riú heit- ir Jan Mayen eða jafnvel austur- strönd Grænlands. Hvað sem því líð- ur geta íslendingar eignað sér Sval- barðanafnið, sem nú er notað um eyjaklasa þann norður af Noregi, þar sem er einhver nyrsta byggð í heimi. Ekki er vitað með vissu um að menn hafí komið til Svalbarða fyrr en 1596 er leiðangur Hollendingsins Barents kom þangað. Á næstu öldum voru miklar hvalveiðar við Svalbarða. Kolagröftur hófst þar að ráði í upp- hafi 20. aldar og er hann enn aðalat- vinnuvegur þeirra sem byggja Sval- barða þótt hann sé reyndar löngu hættur að bera sig. Staða Svalbarða skv. alþjóðalög- um er mjög sérstök. Hinn svokallaði Svalbarðasamningur var gerður árið 1920, og verður því 75 ára á þessu ári, en samkvæmt honum fara Norð- menn með fullveldi á Svalbarða, en samningsaðilar hafa samt jafnan rétt til að nýta auðlindir landsins og stunda þar atvinnurekstur. íslend- ingar, sem nýverið undirrituðu samn- inginn, gætu því byrjað kolanám á Svalbarða eða veitt rækju úti fyrir ströndum landsins. Svalbarði hefur löngum haft mikla hernaðarlega þýðingu vegna legu sinnar milli Norður-Noregs og Grænlands. Svalbarðasamningurinn gerir það að verkum að Rússar hafa getað haldið úti mannafla á Sval- barða til jafns við Norðmenn og gott betur. Rússarnir búa í tveimur þorpum á vesturströndinni, Pyramid- en og Barentsburg. Höfuðstaður Norðmanna á Svalbarða er Longye- arbyen en einnig er Nýja Álasund. norskt þorp þótt þar sé nú aðallega aðsetur vísindamanna á sumrin. Þrír mill jarð;i r á ári Á Svalbarða eru líklega nyrstu þéttbýlisstaðir heims. Þar búa að staðaldri á fjórða þúsund manns í þorpunum fjórum. Ekki er þó um náttúrlega byggð í þeim skilningi að ræða að menn séu fæddir og upp- vaxnir á Svalbarða og fjölskyldur búi þar mann fram af manni. Samfé- lögin þar eru fyrst og fremst samfé- lög kolanámumanna sem koma frá Noregi eða Rússlandi til að vinna á Svalbarða í nokkur ár. En Norðmenn hafa þó unnið að því markvisst und- anfarin ár að renna nýjum stoðum undir mannabyggð í Longyearbyen. Verja þeir þremur milljörðum ís- lenskra króna árlega til að halda byggðinni þar úti. I Longyearbyen hefur verið stofnuð háskóladeild. Er um samstarfsverkefni norsku há- skólanna fjögurra að ræða. Kenndar eru jarðfræði, jarðeðlisfræði og líf- fræði heimskautasvæða. Verið er að reisa byggingu undir þessa starf- semi. í Longyearbyen er leikskóli, grunnskóli og menntaskóli, nýtt sjúkrahús og nýtt hótel. Samfélagið hefur verið að breytast úr samfélagi kolanámumanna í venjulegt samfé- lag. Að vísu telja menn ekki loku skotið fyrir það að kolavinnslan eigi eftir að borga sig síðar og bent er á að 40% af orkuþörf Evrópu sé enn fullnægt með kolabrennslu. Heim- sókn Gro Harlem Brundtland forsæt- isráðherra Noregs til Svalbarða í maílok var túlkuð þannig í norskum fjölmiðlum að hún væri vísbending til eyjarskeggja um að þeir myndu áfram njóta fulls stuðnings norskra stjórnvalda í harðbýlinu. Flugvöllur var lagður við Long- yearbyen árið 1975. Hallvard Holm skólastjóri segir að þá hafi aðstaða manna gerbreyst. „Frá 15. nóvember þegar síðasti báturinn fór og fram á sumar var Svalbarði einangraður. Það var óþægileg tilfinning að kom- ast með engu móti héðan stóran hluta ársins." Hallvard hefur búið á Svalbarða í 21 ár. Honum verður tíðrætt um heimskautaveturinn þar sem ekki gætir dagsbirtu í tvo mán- uði. „Auðvitað er eitthvað um að fólk fyllist þunglyndi eins og þekkt er í skammdeginu hvarvetna á norð- lægum slóðum," segir hann. „En bærinn er vel upplýstur og það er fjölbreytt tómstundaiðja í boði." Sérstaða Svalbarða veldur því að íbúarnir þar hafa ekki notið fullra lýðréttinda. I Longyearbyen er til Morgunblaðið/Páll Þórhallsson dæmis ekkert sveitarfélag og íbúarn- ir hafa litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á stjórn sinna mála þar. Skýrist það meðal annars af því að samfélagið hefur verið líkt og á olíuborpalli þar sem menn eru fyrst og fremst í vinnu en eiga lögheimili og fjölskyldu í landi. Store Norske Spitsbergen Kulkompagniet hefur verið vinnuveitandi flestra sem þar búa og átt mestallt húsnæði. Á norska stórþinginu hafa nú verið fluttar tillögur um aukin réttindi ibú- anna á Svalbarða í samræmi við breytta tíma. Vélsleðar helsta samgöngutækið Töluverð ferðaþjónusta er á Sval- barða. SAS og Braathens SAFE fljúga þangað fimm sinnum í viku á veturna og 6-7 sinnum á viku á sumrin. Afar sjaldgæft er að flug falli niður vegna veðurs enda erveð- urfar furðu milt á Svalbarða miðað við hnattstöðu. Samgöngur á Sval- barða eru hins vegar örðugar, vegir eru til dæmis ekki milli þorpanna fjögurra. Vélsleðar eru eitt helsta samgöngutækið en þó verða menn að gæta þess að fara allra sinna ferða vopnaðir vegna hvítabjarnar- ins. Um tvö þúsund manns koma árlega til Svalbarða til göngu- eða skíðaferða. Algengt er líka að skemmtiferðaskip leggi leið sína til Svalbarða. Allar vörur eru skatt- frjálsar á Svalbarða vegna ákvæðis í Svalbarðasáttmálanum. Þó er ekki hægt að segja að þar sé nein verslun- arparadís vegna þess hve úrvalið er lítið. Auk þess geta útlendingar verslað skattfrjálst hvort eð er í Noregi eins og anna'rs staðar í Evr- ópu. Sumir Norðmenn taka það til bragðs ef þeir eiga erindi til Sval- barða að láta senda sér vöru þangað og fá þeir hana þá keypta skatt- frjálst. Frost fer aldrei úr jörðu á Sval- barða. Þar eru fjórar villtar spendýra- tegundir: ísbjörn, heimskautarefur, svalbarðahreindýr og hagamús. Nokkur gróður er á vesturströndinni, grös, blómjurtir og mosi, en tré og runnar fyrirfinnast þar ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.