Morgunblaðið - 11.06.1995, Page 16

Morgunblaðið - 11.06.1995, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Páll Þórhallsson Þar sem engin tré festa rætur Norðmenn renna nú nýjum stoðum undir byggðina á Sval- barða. Páll Þór- hallsson dvaldi nokkra daga í Longyearbyen þar sem smám saman er að þróast venju- legt norskt samfélag sem leysir karlasam- félag kolanámu- manna af hólmi. Svalbarða er fyrst getið í íslenskum heimildum. „Svalbarðs fundur," segir í annál frá 14. öld um árið 1194. í Landnámu segir að frá Langanesi á norðanverðu íslandi sé fjögurra dægra haf norður til Svalbarða í hafsbotn. Sumir fræðimenn telja að þarna muni átt við það sem nú heit- ir Jan Mayen eða jafnvel austur- strönd Grænlands. Hvað sem því líð- ur geta íslendingar eignað sér Sval- barðanafnið, sem nú er notað um eyjaklasa þann norður af Noregi, þar sem er einhver nyrsta byggð í heimi. Ekki er vitað með vissu um að menn hafi komið til Svalbarða fyrr en 1596 er leiðangur Hollendingsins Barents kom þangað. Á næstu öldum voru miklar hvalveiðar við Svalbarða. Kolagröftur hófst þar að ráði í upp- hafi 20. aldar og er hann enn aðalat- vinnuvegur þeirra sem byggja Sval- barða þótt hann sé reyndar löngu hættur að bera sig. Staða Svalbarða skv. alþjóðalög- um er mjög sérstök. Hinn svokallaði Svalbarðasamningur var gerður árið 1920, og verður því 75 ára á þessu ári, en samkvæmt honum fara Norð- menn með fullveldi á Svalbarða, en samningsaðilar hafa samt jafnan rétt til að nýta auðlindir landsins og stunda þar atvinnurekstur. íslend- ingar, sem nýverið undirrituðu samn- inginn, gætu því byijað kolanám á Svalbarða eða veitt rækju úti fyrir ströndum landsins. Svalbarði hefur löngum haft mikla hemaðarlega þýðingu vegna legu sinnar milli Norður-Noregs og Grænlands. Svalbarðasamningurinn gerir það að verkum að Rússar hafa getað haldið úti mannafla á Sval- barða til jafns við Norðmenn og gott betur. Rússarnir búa í tveimur þorpum á vesturströndinni, Pyramid- en og Barentsburg. Höfuðstaður Norðmanna á Svalbarða er Longye- arbyen en einnig er Nýja Álasund. norskt þorp þótt þar sé nú aðallega aðsetur vísindamanna á sumrin. Þrír milljarðar á ári Á Svalbarða eru líklega nyrstu þéttbýlisstaðir heims. Þar búa að staðaldri á fjórða þúsund manns í þorpunum fjórum. Ekki er þó um náttúrlega byggð í þeim skilningi að ræða að menn séu fæddir og upp- vaxnir á Svalbarða og fjölskyldur búi þar mann fram af manni. Samfé- lögin þar eru fyrst og fremst samfé- lög kolanámumanna sem koma frá Noregi eða Rússlandi til að vinna á Svalbarða í nokkur ár. En Norðmenn hafa þó unnið að því markvisst und- anfarin ár að renna nýjum stoðum undir mannabyggð í Ijongyearbyen. Veija þeir þremur milljörðum ís- lenskra króna árlega til að halda byggðinni þar úti. I Longyearbyen hefur verið stofnuð háskóladeild. Er um samstarfsverkefni norsku há- skólanna fjögurra að ræða. Kenndar eru jarðfræði, jarðeðlisfræði og líf- fræði heimskautasvæða. Verið er að reisa byggingu undir þessa starf- semi. í Longyearbyen er leikskóli, grunnskóli og menntaskóii, nýtt sjúkrahús og nýtt hótel. Samfélagið hefur verið að breytast úr samfélagi kolanámumanna í venjulegt samfé- lag. Að vísu telja menn ekki loku skotið fyrir það að kolavinnslan eigi eftir að borga sig síðar og bent er á að 40% af orkuþörf Evrópu sé enn fullnægt með kolabrennslu. Heim- sókn Gro Harlem Brundtland forsæt- isráðherra Noregs til Svalbarða í maílok var túlkuð þannig í norskum fjölmiðlum að hún væri vísbending til eyjarskeggja um að þeir myndu áfram njóta fulls stuðnings norskra stjórnvalda í harðbýlinu. Flugvöllur var lagður við Long- yearbyen árið 1975. Hallvard Holm skólastjóri segir að þá hafi aðstaða manna gerbreyst. „Frá 15. nóvember þegar síðasti báturinn fór og fram á sumar var Svalbarði einangraður. Það var óþægileg tilfinning að kom- ast með engu móti héðan stóran hluta ársins.“ Hallvard hefur búið á Svalbarða í 21 ár. Honum verður tíðrætt um heimskautaveturinn þar sem ekki gætir dagsbirtu í tvo mán- uði. „Auðvitað er eitthvað um að fólk fyllist þunglyndi eins og þekkt er í skammdeginu hvarvetna á norð- lægum slóðum,“ segir hann. „En bærinn er vel upplýstur og það er fjölbreytt tómstundaiðja í boði.“ Sérstaða Svalbarða veldur því að íbúarnir þar hafa ekki notið fullra lýðréttinda. I Longyearbyen er til dæmis ekkert sveitarfélag og íbúarn- ir hafa litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á stjórn sinna mála þar. Skýrist það meðal annars af því að samfélagið hefur verið líkt og á olíuborpalli þar sem menn eru fyrst og fremst í vinnu en eiga lögheimili og fjölskyldu í landi. Store Norske Spitsbergen Kulkompagniet hefur verið vinnuveitandi flestra sem þar búa og átt mestallt húsnæði. Á norska stórþinginu hafa nú verið fluttar tillögur um aukin réttindi íbú- anna á Svalbarða í samræmi við breytta tíma. Vélsleðar helsta samgöngutækið Töluverð ferðaþjónusta er á Sval- barða. SAS og Braathens SAFE fljúga þangað fimm sinnum í viku á veturna og 6-7 sinnum á viku á sumrin. Afar sjaldgæft er að flug falli niður vegna veðurs enda er veð- urfar furðu milt á Svalbarða miðað við hnattstöðu. Samgöngur á Sval- barða eru hins vegar örðugar, vegir eru til dæmis ekki milli þorpanna fjögurra. Vélsleðar eru eitt helsta samgöngutækið en þó verða menn að gæta þess að fara allra sinna ferða vopnaðir vegna hvítabjarnar- ins. Um tvö þúsund manns koma árlega til Svalbarða til göngu- eða skíðaferða. Algengt er Ifka að skemmtiferðaskip leggi leið sína til Svalbarða. Allar vörur eru skatt- fijálsar á Svalbarða vegna ákvæðis í Svalbarðasáttmálanum. Þó er ekki hægt að segja að þar sé nein verslun- arparadís vegna þess hve úrvalið er lítið. Auk þess geta útlendingar verslað skattfijálst hvort eð er í Noregi eins og anna'rs staðar í Evr- ópu. Sumir Norðmenn taka það til bragðs ef þeir eiga erindi til Sval- barða að láta senda sér vöru þangað og fá þeir hana þá keypta skatt- fijálst. Frost fer aldrei úr jörðu á Sval- barða. Þar eru fjórar villtar spendýra- tegundir: ísbjöm, heimskautarefur, svalbarðahreindýr og hagamús. Nokkur gróður er á vesturströndinni, grös, blómjurtir og mosi, en tré og runnar fyrirfinnast þar ekki. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 B 17 Ljósmynd/P.M. Jensen NÁBÝLIVIÐ ÍSBJÖRNINN Ferðamaðurinn er rækilega minntur á það er hann kemur til Svalbarða að hætta stafar af ísbirninum. Á flugvellinum í Longyearbyen er uppstoppaður ís- björn í glerbúri og á búrinu er skilti með viðvörun þar sem segir að undanfarið hafi óvenju margir ís- birnir sést á ferli í nágrenni bæjar- ins. Engum er heldur ráðlagt að fara óvopnaður í vélsleðaferð út fyrir bæinn. ísbjörninn var friðaður árið 1973 með alþjóðasamningi en þá var stofninn í sögulegu lágmarki. Sú ráðstöfun mætti andstöðu í Norður- Noregi þar sem menn höfðu haft nokkrar tekjur af ísbjarnarveiðum. Hefur verið barist fyrir því síðan að veiðamar yrðu leyfðar á ný. Sambýli ísbjamar og manns á Sval- barða hefur óhjákvæmilega leitt til árekstra. í mars síðasliðnum drap ísbjarnarhúnn unga konu sem var á göngu ásamt vinkonu sinni á íjalli sem gnæfir yfir Longyearbyen. Stúlkan sem lést hafði verið í heim- sókn hjá stúdentum við háskóla- deildina í Longyearbyen. Frá því bjöminn var friðaður hafa tveir orðið honum að bráð, fjórir hafa særst og 70 birnir verið skotnir í sjálfsvörn eða vegna hættu sem af þeim stafaði. Undanfarin tvö ár hefur það gerst í Longyearbyen að ísbirnir hafa komið inn í bæinn að degi til á meðan börn hafa verið að leik úti við. Þetta hefur skotið fólki skelk í bringu segir Hallvard Holm skólastjóri því áður gerðu menn ráð fyrir að ísbirnir myndu ekki koma til byggða því þeir fældust bæjar- ljósin og hávaðann. En jafnframt eru menn stoltir af hvítabirninum sem er nokkurs konar tákn Svalbarða og einn helsti seguliinn á ferðamenn. Það er því ólíklegt að veiðar á birninum verði leyfðar á ný. Vísindamenn benda líka á að það þyrfti að fækka mjög mikið í stofninum til að það hefði einhver teljandi áhrif á líkurnar á því að hann kæmi til byggða. Talið er að í ísbjarnarstofninum á Svalbarða séu um tvö þúsund dýr. Selur er aðalfæða ísbjarnarins. ísbimir eru ekki taldir árásargjarn- ar skepnur. Þeir eru forvitnir og geta verið varasamir af þeim sök- um. Gamlir soltnir birnir geta einn- ig verið hættulegir eða ungir húnar sem ekki hafa enn náð tökum á selveiðum. En hvernig á að bregðast við mæti maður óvopnaður ísbirni? „Kasta einhverju lauslegu frá sér í þeirri von að hann láti glepjast af því,“ segir Holm. Einnig er þeim sem hafast við í tjöldum eða skálum ráðlagt að skilja eftir eitthvað mat- arkyns útivið í svosem eins og 100 m fjarlægð til að björninn fari ekki að ráðast til inngöngu. GÖNGUGATAN í hjarta Longyearbyen. Við hana eru verslanir, sjúkrahús og „Lompen' kolanámumennirnir fara í sturtu og skipta um föt að lokinni vinnu. hús þar sem SAMFÉLAGIÐ í Longyearby- en hefur verið að breytast úr vinnusamfélagi kolanámu- manna í venjulega byggð þar sem börn alast upp og ganga i skóla. ÞAÐ er erfitt að hugsa sér erfiðara starf en kolagröft. Á síðustu árum hefur mikið verið gert til að bæta vinnuskilyrði námumannanna og vinnuslys- um hefur fækkað. STAÐ- REYNDIR UM SVALBARÐA ►Svalbarði er eyjaklasi með fjórum stórum eyjum og mörg- um smærri, samtals 63.000 fer- kílómetrar. Heitir stærsta eyj- an Spitzbergen. ►Á fjórða þúsund manns búa á Svalbarða. Þar eru tvær norskar byggðir, Nýja Álasund og Longyearbyen, og tvö rúss- nesk þorp, Pyramiden og Bar- entsburg. ►Samkvæmt Svalbarðasamn- ingnum frá 1920 fara Norð- menn með fullveldi á Svalbarða og í landhelgi eyjanna. Þau ríkí sem undirritað hafa Svalbarða- samninginn hafa jafnan rétt á við Norðmenn til atvinnustarf- semi, þ. á m. fiskveiða, á samn- ingssvæðinu. ►Norðmenn hafa helgað sér 200 mílna fiskverndarsvæði umhverfis Svalbarða. Þeir neitaþví að jafnræðisregla Svalbarðasamningsins gildi á svæðinu. ►Golfstraumurinn umlykur Svalbarða. Meðalhiti er -12 gráður á veturna en 4,5 gráður á sumrin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.