Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SÚNNÚDAGUR 11. JÚNÍ 1995 B 7
raun til að kanna sjálfan sig, hvað
þá að gagnrýna sig.“
Astráður: „Að mínu mati fjallar
lokaatriði verksins ekki um sekt og
sakleysi, því að undir lokin er sagan
í rauninni búin að ijúfa öll slík mörk.
Lokasíður bókarinnar snúast um
ofbeldi og þrá eftir ofbeldi — sem
er meðal annars ýkt þrá eftir því
að ljúka einhveiju. Þar tengjast líka
leikreglur og oftieldi.“
Er ákæruvaldið í sögunni tákn-
rænt fyrir föður Kafka?
Ástráður: „Væntanlega er faðir
Kafka mikilvæg uppspretta hér. Það
sést m.a. á því langa bréfi sem Kafka
skrifaði föður sínum en sýndi honum
aldrei, en komst síðar á prent. En
Kafka er líka að kanna föðurvaldið
í víðara og gagntækara skilningi."
/ Réttarhöldunum beinist athyglin
oft að skeggi manna og hvernig
þeir grípa í það. Er þetta mikilvægt
táknrænt atriði eða fyrst og fremst
myndræn lýsing á útliti og háttalagi
manna?
Ástráður: „Hvað gerist ef við gríp-
um í skegg manna? Hver hefur leyfi
til að snerta skegg manns, annar
en maður sjálfur? En gamanlaust:
Hér er margs að spyija. Er þetta
gyðinglegt einkenni — eða karllegt?
Kannski er það írónískt þroskatákn
eða gríma. Það hlýtur að mega skrifa
skeggfræðilegt rit um Kafka!“
Eysteinn: „Líka mætti beina at-
hyglinni að því hverskonar karekter-
ar eru skeggmenn í sögunni. Þeir
virðast ógeðfelldir, undirförulir,
óáreiðanlegir, óvinveittir en búa
jafnframt yfir óræðu valdi.“
Mörgum finnst erfitt að koma
auga á kímni í verkum Kafka. Hve-
nær beitir hann henni helst í Réttar-
höldunum?
Ástráður: „í Réttarhöldunum má
t.d. nefna þá kitlandi tilfinningu sem
verður til á krossgötum yfirlætis og
vandræðagangs Jósefs K. og þeirrar
væntumþykju sem lesandinn finnur
til er hann fylgir honum í gegnum
hremmingar hans. Sá lesandi sem
fer rólega um hinn óvenjulega til-
finningaskala Kafka skynjar smám
saman hvað þetta er drepfyndið."
Eysteinn: „Til er margskonar
kímni og mat á henni fer eftir smekk
hvers og eins. Handtökuatriðið og
flest viðbrögð Jósefs K. vegna rétt-
arhaldanna eru að mörgu leyti mjög
kímileg. Sömuleiðis margar mann-
lýsingar."
Kafka, einkenni og heimkynni
Hefur Kafka gert söguslóðir sínar
(Prag) að sjálfstæðum og eftirminni-
legum heimi í ritverkum sínum? Og
ef svo er, hvar er hann þá helst að
finna?
Ástráður: „Nánasti veruleiki
Kafka var minnihlutahópur þýsku-
mælandi íbúa — og voru margir
þeirra gyðingar — í Prag, sem á
æskuárum Kafka heyrði undir aust-
urrísk-ungverska keisaradæmið.
Þessi hópur taldi ekki nema nokkra
tugi þúsunda, en lét mjög að sér
kveða jafnt í viðskipta- sem menn-
ingarlífi Prag. Þennan heim þurrk-
uðu nasistar út á stríðsárunum; hann
er horfinn. En stór hluti sviðsins er
eftir; hin gamla miðborg Prag er
býsna vel varðveitt og eins Iifa ýmis
menningarverðmæti sem sköpuð
voru af listamönnum úrþessum hópi;
væntanlega rísa verk Kafka þar
hæst. Ýmsir Pragbúar telja verk
hans vera mjög rótföst þar í borg;
þau beri í sér anda borgarinnar eins
og hún var og er að einhveiju leyti
enn. En það er jafnljóst að aðrir les-
endur út um allan heim hafa ekki
hikað við að flytja sögusvið Kafka
heim til sín; merkingarheimur hans
er fremur opinn fyrir slíkri tilfærslu.
En maður veit samt af Prag þarna
— og við vorum ekki í rónni fyrr en
við komumst í könnunarleiðangur
þangað — en það var raunar ekki
fyrr en vorið 1990, löngu eftir að
við hófum að þýða verk hans.“
Eysteinn: „Kafka var mjög bund-
inn þessari borg, hann áformaði að
slíta sig frá henni og flytjast burt,
en það tókst ekki. Hann segist hata
þessa borg og sjálfur vera „hálfþýsk-
ur“, framandi og í minnihluta, en
Prag sleppti honum ekki; þetta var
borgin sem hann unni og óttaðist í
senn.“
/ öllum verkum Kafka ber á sér-
kennilegri setningarbyggingu og
óvenjulegri stöðu orða. Hvers vegna
hefur hann lagt metnað sinn í að
lýsa látbragði og hreyfingum per-
sóna sinna á jafn furðulegan hátt
og hann gerir?
Eysteinn: „Stíll Kafka sýnir dá-
læti hans á tungumálinu og löngun
til að beita því á ferskan hátt. Lýs-
ingar á látbragði, stellingu eða af-
stöðu líkamans, hreyfingum og svip-
brigðum eru mikilvægt listbragð hjá
Kafka. Þannig gefur hann til kynna
á knappan hátt hugarástand og
skapgerðareinkenni og þetta verða
gjarnan leikræn lykilatriði í atburða-
rásinni. Persónur eru sífellt í ein-
hvers konar baráttu við annað fólk;
þær eru oft leiksoppar eða fórn-
arlömb og niðurstaðan í þessari bar-
áttu getur ráðist af látbrögðum,
Franz Kafka.
svipbrigðum, stellingum og líkam-
legri afstöðu gagnvart viðfangs-
manninum."
Er einhver lykill eða lyklar að
táknheimi Kafka, sem opna lesend-
um greiða leið inn í dulmál hans?
Hvernig er best að lesa og túlka
verk Kafka þannig að maður nái
tökum á inntakinu?
Eysteinn; „Nei, í verkum hans eru
ekki til skipulögð táknkerfi. Best er
að lesa sögur hans opnum huga.
Lesandinn ætti ekki að knýja fram
röklegan skilning eða skýringar á
furðum sagnanna þegar í stað, held-
ur gefa þeim svigrúm til að aðlagast
skilningi sínum."
Var afstaða Kafka til fólks og
allra hluta fyrst og fremst hikandi?
Eysteinn: „Já, hik er nátengt
kvíða og þetta má sjá í skáldverkum
Kafka og einnig í dagbókum hans
og bréfum. Afstaða Kafka til fólks
og sámskipti hans við það var mót-
sagnakennd og svipað má segja um
Kaf ka tóksf að
umbreyta hikinu og
angistinni í mögnuð
augnablik. Hann er
frömuöur
hamskiptanna eins
og sjó má í
samnefndu verki.
afstöðu hans til samfélagsins. í hon-
um bjó ótti við útskúfun úr samfé-
lagi manna en jafnframt leitaði hann
einangrunar vegna þrúgunar samfé-
lagsins. Innra með honum var tog-
streita milli löngunar til að helga sig
ritstörfum og að gefa sig borgara-
legri hamingju á vald. Þetta fannst
honum ósættanlegt og hann ól með
sér óljósa sektarkennd eins og Jósef
K. í Réttarhöldunum. Hann þráði
mannleg samskipti en þoldi ekki lík-
amlega nálægð fólks. Ást hans til
Felice Bauer blómstraði í bréfa-
skriftum þegar hún bjó í Berlín og
hann í Prag. En tilhugsunin ein um
að hitta hana og snerta virðist óbæri-
leg og trúlofunin slitnar eftir óumf-
lýjanlegan samfund. Mannlegar af-
stæður í sögum hans eru oft þessu
marki brenndar."
Ástráður: „Kafka tókst að um-
breyta hikinu og angistinni í mögnuð
augnablik. Hann er frömuður ham-
skiptanna eins og sjá má í sam-
nefndu verki.“
Er það rétt sem haldið hefur ver-
ið fram að Kafka hafi verið angist-
arfullur einmani sem aðeins trúði á
endurtekningu sömu hluta?
Eysteinn: „Það má segja að hann
hafi verið angistarfuliur einmani;
það er Jósef K. líka og það er hinn
margumtalaði „nútímamaður" einn-
ig. En þetta er ekki spurning um
að „trúa á“ eitt eða annað heldur
einhvers konar tilvistarlegt lífsvið-
horf eða lífsnauð."
Hvað fínnst ykkur um þá fullyrð-
ingu að Kafka hafi verið einsýnn
smáborgari, fjötraður í eigin sálar-
stríði, t.d. minnimáttarkennd, ótta
gagnvart föður og Ödipusarduld eða
jafnvel haldinn sálsýki?
Eysteinn: „Rangt er að hann hafi
verið „einsýnn". Það er einnig mis-
vísandi að segja hann haldinn
„minnimáttarkennd", réttara er að
sjálfsmyndin hafí verið ótraust allt
frá bernsku."
Ástráður: „Einsýnn smáborgari
var hann áreiðanlega ekki. Annað í
fullyrðingunni má til sanns vegar
færa. — En enginn hefur háð tignar-
legra sálarstíð."
Þýðingar - þýðendur
Er þýðandi sá sem skapar og sem-
ur sjálfstætt verk, túlkar eða endur-
segir höfundarverk annarra (e.k.
verkfæri rithöfundar) eða er hann
skáld og rithöfundur vegna þýðing-
arstarfsins?
Ástráður: „Þýðandi er í að
minnsta kosti tvöföldu hlutverki og
þau eru bæði skapandi. Þýðandi les,
túlkar og leggur skilning i frumverk-
ið, en hann er jafnframt höfundur
eigin texta á nýju máli. Sálarstríð
hans er kannski ekki ólíkt því sem
einkennir Kafka; þýðandinn skapar
í fjötrum; í því felst þjáning hans
jafnt sem unaður."
Eysteinn: „Þýðandinn yfirfærir
verkið á nýtt mál og í því er að sjálf-
sögðu fólgin endursköpun en hún á
að vera skuldbundin trúnaði við stíl
og efnismeðferð höfundarins."
Hverjar eru helstu breytingar sem
orðið hafa með tilliti til málfars og
stíls á þessari nýju útgáfu Réttar-
haldanna og hinni sem út kom fyrir
12 árum?
Ástráður: „Verkið hefur verið
endurskoðað með hliðsjón af hinni
nýju fræðilegu útgáfu frumtextans
sem út kom 1990. Jafnframt hefur
verið farið vandlega yfir allan text-
ann og eitt og annað fært til betri
vegar. Nokkuð er um að málfar
hafi verið liðkað svolítið, en slíkt þó
gert með stöðugu tilliti til frumtext-
ans. Við lögðum áherslu á að varð-
veita ýmis tjáningarleg sérkenni
Kafka; þá þarf oft að standast freist-
ingar til að færa málið í „eðlilegt"
íslenskt horf þar sem einkennilegt
eða sérstætt svipmót er á þýskum
texta Kafka.
Einnig ber þess að geta í þessari
útgáfu birtast sex ófullgerðir kaflar
sögunnar í fyrsta sinn á íslensku.“
Samstarf og verklag
Hvenær- hófuð þið samstarfið í
þýðingum?
Eysteinn: „Það hófst 1981 með
þýðingu Réttarhaldanna en fyrri
útgáfa sögunnar kom út tveimur
árum síðar.“
Hvernig er verkaskiptingin í þýð-
endavinnu ykkar? Hvernig var hún
t.d. í sambandi við Réttarhöldin?
Eysteinn: „Verktilhögun okkar við
þýðingar hefur verið í meginatriðum
hin sama frá upphafi samstarfsins.
Hún byggist á náinni samvinnu,
jafnri vinnu í öllum þáttum og sam-
ræðum um vandamál textans og
þýðingarinnar.“
Hvernig fara vísinda- og kennslu-
störfin saman við þýðendastörfin?
Eysteinn: „Ekki er auðvelt að
hafa nein aukastörf með kennslu og
þýðingar eru tímafrek iðja. Við höf-
um helst notað kennsluhlé til þýð-
inga og einnig hefur það verið hluti
af rannsóknarstörfum okkar að
grúska í verkum Kafka og ritum um
hann.“
Ástráður: „Samvinna okkar hefur
verið mjög sérstæður þáttur í starfs-
ferlinum. Kennslan er oft gefandi
en drekkur líka úr manni orku; rann-
sóknastörfin byggjast oftar en ekki
á einveru; þýðingavinnan hefur fært.
okkur ótal skemmtilegar samveru-
og samræðustundir og þótt við-
fangsefnin hafi iðulega verið fjand-
anum erfiðari, þá hefur maður oft
fundið þarna nýja orku.“
Höfundur er kennari og skáld og
hefur skrifað greinarog viðtöl
fyrir Morgunblaðið.
Nýr brjóstahaldari
frá ABECITA
Hrein bómull
Hentar vel konum með barn á brjósti
og á meðgöngutíma.
Stærðir: 75-100 B C D E skálar.
Verð kr. 2.850 (spangarlaus)
kr. 2.950 (með spöng)
Mini-bangsi í kaupbæti.
Póstsendum
Laugavegi 4 - Sími 551-4473
Heitgalvaniseraöar þakslirútur
Bgum tyrirliggjandi mikið úrval at heit- og
rafgalvaniseruðum skrútum, ryðtríum
skrútum og álskrúfum í öllum stærðum.
Bnnig sjálfborandi skrútur og plasthettur
í mörgum lltum.
Þetta eru viðurkenndar þýskar
og transkar þakskrútur.
Algrelðum sérpantanir með
stuttum tyrirvara.
Ep leka-
vandamál?
Bgum tyrlrliggjandi allar
gerðir al söðulskinnum
tyrir báru og trapisu í öHum
lltum. Stöðvar leka og batir
lestu pakelnisins
Hótún 6a 105 Reykjavík
P.O.Box 1026 121 Reykjavík
Sfmi 561 0606 Fax 561 0600
Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna (KER) og Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins halda námskeið í gerð viðskiptaáætlana, sem miða
að nýtingu niðurstaðna úr rannsókna- og nýsköpunarverkefnum.
Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 16.
júní, kl. 9.00—17.00.
Leiðbeinendur eru Jonathan Duff og dr. Bill Hardy frá IAL Consultants
í London. Námskeiðið er opið öllum þeim, sem vinna að rannsóknum
eða nýsköpun sem leiða eiga til markaðsafurða, en fjöldi þátttakenda er
þó takmarkaður.
Skráning fer fram á skrifstofu Rannsóknarráðs íslands í síma 562-1320.
Skráningargjald er kr. 3.500 og eru námskeiðsgögn og veitingar inni-
faldar.
Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna.
Hluthafafundur
Olís 1995
Hluthafafundur Olíuverzlunar Islands hf.
verður haldinn í A-sal Hótels Sögu,
þriðjudaginn 2 O.júní nk. kl. 16:00.
Dagskrá:
1. Kynning á samstarfi um olíudreifingu.
2. Kosning í stjórn.
Stjórn Olíuverzlunar íslands hf.