Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUB 11. JÚNÍ1995 B 23 AUGLYSINGAR Leikskólakennarar Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir leikskólastjóra í 1 ár, þ.e. frá og með 1. ágúst 1995. Einnig vantar leikskólakennara. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps fyrir 1. júlí 1995. Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 486 6617. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við Sjúkrahúsið á Seyðisfirði frá og með 1. sept. nk. eða eftir nánara samkomulagi. Sjúkrahúsið á Seyðisfirði er 26 rúma sjúkra- hús með 6 stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Sjúkrahúsið er í nýlegu húsnæði, þar sem öll aðstaða til hjúkrunar og umönnunar er mjög góð. Aðalviðfangsefnin eru á sviði öldrunarhjúkr- unar, en einnig er fengist við margskonar medicinsk vandamál, bæði bráð og langvar- andi. Næturvaktir hjúkrunarfræðinga eru í formi bakvakta, heima. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi, hafðu þá samband við Þóru (hjúkrunarforstjóra) í síma 472 1406, sem gefur nánari upplýsingar. Sjúkrahús Seyðisfjarðar. Ferðamálafulltrúi Ferðamálafulltrúi óskast til starfa hjá Mark- aðs- og atvinnumálaskrifstofu Keflavíkur - Njarðvíkur - Hafna. Starfið: * Stefnumótun, ráðgjöf, áætlanagerð. * Uppbygging og skipulagning ferðaþjón- ustu. * Upplýsingaöflun, gagnabankar, styrkum- sóknir. * Samskipti við hagsmunaaðila. Hæfniskröfur: * Háskólamenntun æskileg. * Reynsla og þekking á ferðaþjónustu. * Góð tölvukunnátta æskileg. * Góð málakunnátta nauðsynleg. Leitað er að einstaklingi, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni af alúð og samviskusemi. Búseta á Suðurnesjum verð- ur skilyrði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu - Fitj- um - 260 Njarðvík, fyrir 30. júní nk. BORGARSPÍTALINN Skurðlækningadeild A-4 Hjúkrunarfræðingar! Staða aðstoðardeildarstjóra á skurðlækn- ingadeild A-4 er laus til umsóknar frá 1. ágúst 1995. Deildin er almenn skurðlækn- ingadeild. Aðstoðardeildarstjóri stjórnar og ber ábyrgð á hjúkrun á helmingi deildarinnar undir stjórn deildarstjóra. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1995. Hjúkrunin á deildinni er krefjandi og fjöl- breytt og gerir kröfur til reynslu og færni þeirra hjúkrunarfræðinga sem þar starfa. Deildin er rekin að formi til sem tvær eining- ar, en mikil áhersla er lógð á samstarf og samvinnu milli eininganna. Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum spítalans. Nánari upplýsingar veita Herdís Herberts- dóttir, deildarstjóri í síma 569 6542 og Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 569 6357. „Au pair" óskast Þroskuð stúlka, reyklaus, eldri en 20 ára, óskast til New Jersey, USA, nálægt New York, frá 30. júlí. Sérherbergi. Afnot af bíl. Upplýsingar gefur Jóhanna Sveinbjörnsdóttir í síma 9019083596527. Viðskiptafræðingur Ert þú viðskiptafræðingur af endurskoðunar- og reikningshaldssviði eða einstaklingur með sambærilega menntun? Vilt þú starfa hjá framsæknu fyrirtæki, sem nýtir nútíma tækni og stjórnunarhætti til að ná settum markmiðum? Þú þarft að hafa haldgóða tölvukunnáttu, eiga auðvelt með að tileinka þér nýjungar og eiga gott samstarf. Þú verður að geta hafið störf fljótlega. Starfið er fólgið í: - Innflutningi og erlendum samskiptum hon- um tengdum. - Tollskýrslugerð (EDI-samskipti við tollinn). - Samskiptum við flutningsaðila. - Umsjón með birgðabókhaldi. - Aðstoð við fjárhagsbókhald. - Skýrslugerð í samvinnu við aðalbókara. Ef þú ert áhugasamur kvenmaður eða karl- maður, þá er þetta tækifærið þitt. Gríptu tækifærið og skilaðu inn umsókn til afgreiðslu Mbl., merkta: „M - 1705", eigi síðar en mánudaginn 19. júní. Atvinnumálaráðgjafi Atvinnumálaráðgjafi óskast til starfa hjá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Kefla- víkur-Njarðvíkur-Hafna. Starfið * Stefnumótun, áætlanir, markaðsrann- sóknir. * Uppbygging og nýsköpun íatvinnumálum. * Upplýsingaöflun, gagnabankar, styrkum- sóknir. * Samskipti við viðskiptaaðila. Hæfniskröfur * Háskólamenntun æskileg. * Reynsla ög þekking á atvinnumálum. * Góð tölvukunnátta æskileg. * Góð málakunnátta nauðsynleg. Leitað er að einstaklingi, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni af alúð og samviskusemi. Búseta á Suðurnesjum verð- ur skilyrði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu - Fitj- um - 260 Njarðvík, fyrir 20. júní nk. Framkvæmdastjóri Óskum eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá Flutningamiðstöð Suðurlands á Selfossi. Starfssvið: Skipulagning og uppbygging fyrir- tækisins. Dagleg stjórnun með áherslu á mark- aðssetningu og öflun viðskiptasambanda. Við leitum að drífandi og framsæknum manni. Reynsla af stjómunarstörfum, markaðsmálum, fjármálum og bókhaldi. Menntun á sviði við- skipta, tækni eða verkfræði æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framkvæmdastjóri 230" fyrir 17. júní nk. Hagvangur hf Starfsmaður á lager Ásbjörn Ólafsson hf. óskar eftir að ráða starfsmann á lager. Viðkomandi þarf að vera á aldrinum 30-45 ára. Framtíðarstarf. Vin- samlegast sendið inn umsóknir með upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf til Mbl. merkt: „M-11160". Athugið, ekki er tekið á móti umsóknum í síma. FJORDUNGSSJUKRAHUSIÐ AISAFIRÐI Ljósmóðir Sumarafleysingar FSÍ óskar að ráða nú þegar Ijósmóður til sumarafleysinga. Bakvaktaskylda. Föst staða Ijósmóður Einnig leitar FSÍ að Ijósmóður í fasta stöðu frá 1. júlí nk. Bakvaktaskylda skiptist milli þriggja Ijósmæðra. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 456 4500 á dagvinnutíma eða heimasíma 456 4228. FSI er nýtt, vel búið sjúkrahús sem þjónar norðanverðum Vestfjörð- um. Við veitum skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu á sviði skurð- og lyflækninga, öldrunarlækninga, fæðingarhjálpar, slysa- og áfallahjálpar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í stöðugri sókn á undanförnum árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnað- arfullu starfsfólki, nýjum og góðum tækjabúnaði, fyrirmyndar vinnu- aðstöðu og ánægðum viðskiptavinum. Starfsmenn FSt eru rúmlega 90 talsins. Fæðingar eru um 100 á ári. Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í leikskólann Klettaborg v/Dyrhamra, s. 567-5970. Þá vantar matartækni í leikskólann Sæborg v/Starhaga, s. 562-3664. Einnig vantar matartækni, leikskólakennara og leikskólakennara með táknmálskunnáttu í leikskólann Sólborg v/Vesturhlíð, s. 551-5380. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. Við Hæstarétt íslands eru tvær stöður lausartil umsókna: 1. Staða löglærðs aðstoðarmanns dómara Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- prófi í lögfræði með 1. einkunn og hafa reynslu af dómstörfum. Staðan er veitt til tveggja ára. 2. Staða f ulltrúa (ritara) Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í íslensku og ritvinnslu. Ráðið er í þessar stöður frá 1. september nk. Umsóknir sendist skrifstofu Hæstaréttar fyrir 1. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir hæstaréttarritari, Erla Jónsdóttir, í síma 551 3936.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.