Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Læmingja- aratta ÆMINGJAR eru dýr þeirrar náttúru, að allt í einu er eins og grípi um sig í hópnum mögnuð streita og þau taka á rás, að því er virðist stefnulaust og ana í hvaða, ófæru sem er, hlaupa fyrir björg, í ár eða vötn og tortímast í hrönnum. Enginn veit af hveiju. Nú ku þetta vera bestu skepnur og ekkert óskyn- samari en aðrar. Þetta er víst bara einhver meðfædd eða áunnin árátta. Gerist þegar hagur batn- ar, ekki meðan verst árar og erf- itt í búi. Ekki veit ég af hveiju þessi hópdýr og atferli þeirra eru alltaf að gára hugann yfir morgunfrétt- unum þessa dagana. Lengi hafa aðalfréttimar mest verið um minnkandi fiskafla og æ smærra skammtaðan samdrátt í landbún- aði, skuldasöfnun þjóðarbúsins, sem á hveiju ári er undirballans og tvöfaldar æ hærri skuldir á hveijum 7 árum. Sem sagt nóg til vorkenna sér og þusa yfir. Kannski er þetta bara orðinn rót- gróinn vani og veldur streitu ef bjarmar fyrir einhveiju betra við sjónarrönd. Þessi mynd af læmingjunum birtist til dæmis þegar langþráð sfldin fór aftur að nálgast, bátarn- ir að koma drekkhlaðnir til haTnar og bjartsýni um að hún mundi nú kannski ganga inn í íslenska landhelgi. Þá tóku bátamir að streyma í land — í verkfall. í þann mund er humarvertíðin var líka loks hafin eftir tafir, svo og er úthafsveiðamar á Reykjanes- hrygg í maí-júní standa sem hæst. Þá héldu bátamir heim og lögð- ust við bryggju, svo þessar vertíð- ir mættu óáreittar fara hjá. Hinar þjóðimar gætu bara veitt stærri skammt og aflað sér stofns til stærri kvóta í framtíðinni þegar samkomulag tekst um sameigin- lega stjómun fiskveiða á þessum miðum, sem allir reikna með að verði innan skamms. Enn tók þessari mynd af eyði- leggingarhvöt læmingjanna að skjóta upp kollinum þegar loks komu alvörufréttir um hugsan- lega stækkun álversins, sem gæti keypt alla þá orku sem við emm búin að virkja og nú fer til einsk- is. Hárrétt tímasetning til að gera þeim skrekk með verkfalli. Svo- leiðis verksmiðjur mega illa við því að stoppa, þar sem kostar hundruð milljóna bara að setja í gang aftur. Um leið vakin á því rækileg athygli að við erum aftur komin í efsta sæti meðal þjóða heims með flestar tapaðar vinnu- stundir á ári vegna verkfalla. Finnar höfðu slefað upp fyrir okk- ur, en við höfum nú aftur náð efsta sætinu. Það ætti að geta hrætt ærlega hvaða stóriðju sem hugsaði til íslands. Ætli sé ekki best fyrir okkur að halda bara áfram notalegum draumómm. Finna eitthvað nýtt á eftir fallega draumnum um handboltamót. Þessum um að ef við bara fengjum að halda slfld, bolta- mót myndu þús- undir útlendinga streyma til landsins, færandi fé í rýrt þjóð- arbú, íslendingar rífast um mið- ana á völlinn og okkar menn sigra alla hina. Nú er fram komið í beinhörðum tölum að í maímánuði vom gistinætur á hótelunum færri en í sama mánuði í fyrra, þegar ekkert mót var — ódýra gistingin var jafn vannýtt og sú dýra — þurfti að dekstra, skora lögeggjan og jafnvel veita íslendingum hlunnindi til að koma á völlinn og okkar menn vom engir „súper- menn“, enda varla hægt að kreij- ast þess af þeim. Þetta var hinn notalegasti draumur, sem entist í nokkur ár. Hvaðan komu þessar tölur ann- ars allar? Enginn veit! Enda ekk- ert við því að segja svo lengi sem þær em ekki notaðar í alvöru, em bara draumur. Rök, raunsæi og útreikningar eyðileggja líka allar skemmtilegar draumsýnir. Kannski emm við þó aðeins farin að læra. Draumráðninga- maður með kunnáttu var fenginn til að fara ofan í túlkun á drauminum um tollfría höfn á íslandi, sem lengi hefur verið einn af stórgróðadraumunum okkar, ræddur fram og aftur með funda- mali og fullyrðingum í fjölmiðlum um hvað við væmm á ofboðslega góðum stað í veröldinni, mitt á milli Evrópu og Ameríku. Bara líta á landakortið. En nú brá svo við að fengnir vom sérfræðingar áður en farið var af stað til að fara ofan í saumana á þessu, sem reyndist vera tómir órar. Ætli okkur vanti ekki bara fleiri klóka draumráðningamenn. Þá getur eftir skemmtilegar „spekulasjón- ir“ um gull og græna skóga feng- ist raunsæ ráðning. Og við getum snúið okkur að næsta draumi. Nú ef draumar virðast ætla að rætast má alltaf tortíma þeim. Með því að vera bara samtaka um að ana áfram, gefst ekkert tóm til að doka við og gá að. Það er líka svo miklu skemmtilegra að geysast bara áfram. Ekki efast ég um að flestir þurfi kauphækkun, en sú aðferð að drepa gæsina sem verpir eggj- unum, sleppa fískinum fram hjá þegar hann gefst eða hrekja raf- magnskaupendur frá meðan ónýtt orkuverin safna upp og margfalda skuldimar virðist þó dulítið læm- ingjaleg, ekki satt? En aumingja læmingjamir geta ekkert að því gert þó þeir í streitu ani áfram í sjálfseyðinguna. Kannski erum við bara að eðlisfari og þróun draumafólk, sem trúir að álfar og huldukonur birtist og leysi all- an vanda. Þetta kemur títt fram i skáldskap okkar og í nútímanum í kvikmyndum, þar sem huldukon- unni eða draug af öðrum heimi bregður fyrir í nánast hverri ís- lenskri mynd. Þar má eygja von. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur SIÐFRÆÐI/Ei? vit í ab spá í eilíft lífl Lífeftir dauöann KJARNI kristinnar siðfræði er að hægt sé að öðlast eilíft líf: „Þú gafst honum vald yfir öllum mönn- um, að hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú hefur gefið honum.“ (Jóh. 17.2.). Möguleikinn á eilífu lífi hlýtur því að vera ein af ástæð- unum fyrir góðri breytni einstakl- inganna. Eða m.ö.o. að sumir hegði sér vel vegna möguleikans á lífi eftir dauðann. eftir Gunnar Hersvein HÉR verður fyrst glímt við spurninguna „Hveijar eru líkumar á því að það sé líf eftir dauðann?“ Og síðan „Eru það verkin sem skipta sköpum um wT^nwmn—framhaldslífið samkvæmt krist- inni siðfræði eða er það eitthvað annað?“ Markmið vís- inda er að fínna líklegustu og ein- földustu tilgátuna til að skýra fyrir- bærin sem birtast okkur. Þegar engin náttúruleg skýring finnst fellur líklegasta tilgátan undir flokkinn yfirskilvitleg fyrirbæri. í Sálfræðibókina (MM. 1993) hafa Erlendur Haraldsson og Loftur Reimar Gissurason ritað kafla sem nefnist „Er líf eftir dauðann?“ og skilgreint fímm efnisflokka sem yfírskilvitleg dæmi raðast í: 1) Svipsýnir. Það felst í því að sjá greinilega eða vera snertur af vem sem er greinilega ekki af þessum heimi. Sannir svipir kall- ast það ef 2 eða fleiri sjá veruna samtímis, og einnig ef hún birtist fólki sem var í lífshættu eða að deyja. Ströng könnun hefur leitt í ljós að 35% íslendinga hafa upp- lifað þessa reynslu. Algengast var að nýlátið fólk birtist og að sá sem upplifði það vissi ekki um andlát- ið. Þegar svipir miðla upplýsingum sem aðeins hinn látni gat vitað hlýtur líklegasta tilgátan að vera líf eftir dauðann. 2) Hugmiðlar. Það eru miðlar sem veita upplýsingar eða skilaboð sem útilokað er að þeir gætu aflað og enginn veit nema hin- ir látnu. Þegar hægt er að sannreyna boð hugmiðils og engin leið er að rekja upp- runa þeirra í þessum heimi, er líklegast til- gátan að einhver handanheimur sé til. 3) Frásagnir af for- tilveru. Dulsálfræð- ingar hafa glírnt við mörg dæmi um börn, t.d. 3-6 ára sem skýra frá minningum og atburðum sem gerð- ust í fyrra lífi þeirra. Þau nefna nöfn á fólki, segja frá fram- andi stöðum, áhuga- málum og lýsa því hvemig það dó og eru sannfærð um að þau séu fullorðin. Þau segja alltaf sömu sög- una og iðulega að þau hafí látist voveiflega. 4) Milli heims og helju. Það er reynsla á mörkum lífs og dauða eða að missa lífsmarkið um stund. Reynslan felst oft í því að upplifa sig utan líkamans. Gott dæmi er það að fara t.d. í hjartastopp á sjúkrahúsi, svífa yfír líkamanum og geta lýst því í smáatriðum á eftir hvemig læknir og hjúkrunar- fræðingar endurlífguðu líkamann. 5) Sýnir á dánarbeði. Það er að sjá svipi framliðinna ættingja og vina á dánarstundinni. Dr. Er- ÞfÓÐLÍFSÞANKAR /Erum vib ab verba ódaublegf Mansjúríusveppurinn NÚ ER ég búin að fá Mansjúríu- sveppinn sem svo mjög hefur ver- ið til umræðu manna á meðal að undanförnu. Mér er sagt að áhugafólk um yoga hafí komið með hann fyrst til landsins og nú er hann á góðri leið með að leggja undir sig landið. SVEPPINUM mínum fylgdu þijú ljósrituð blöð með áróðri fyrir hann og leiðbeiningum um meðferð hans. Þetta las ég samviskusamlega og fór að mestu eftir í hvívetna. Eg tók stóran pott, hellti í hann fjórum lítmm af vatni og lét þetta sjóða. Síðan setti ég út í einn bolla af sykri og litlu seinna fimm te- pokagrisjur. Meðan ég setti lok á tebruggið, sem n eftir Guárúnu Guðlougsdóttur átti að kólna til morguns, velti ég fyrir mér hugsanlegum möguleik- um á að sveppir þessir komist ein- hvers staðar í tevökva úti í móður náttúm. Vægast sagt virðist það Ijarlægur möguleiki. Hveijum ætli hafí dottið í hug að setja svepp ofan í te og til hvers? Það væri fróðlegt að vita. Meðan á þessu öllu stóð beið ,sveppurinn í rauðri skál, sléttur og felldur að ofan en svolítið æða- ber að neðan. Það var nokkuð þröngt um hann í skálinni svo hann varð að bretta dálítið upp á barma sína til þess að koma sér þar sæmilega fyrir. Þolinmæði sveppsins hlaut sín laun. Morgun- inn eftir var það mitt fyrsta verk þegar ég steig fram úr rúminu að athuga hvemig honum liði. Sækja því næst plastfötu og rífa af henni málm handfang, því sveppurinn þolir alls ekki snertingu við málm. Því næst þvoði ég fötuna, hellti tebmgginu í hana og setti svo sveppinn ofan í. Hann sökk strax til botns og lagðist þar á sinn æðabera neðri hluta. Hið slétta yfirborð huldist sjónum mínum í dökkum tevökvanum. (Því miður gleymdi ég tegrisjunum of lengi ofan í, en ég vona að það komi ekki að sök.) Nú er sveppurinn uppi í hillu með bleiu breidda yfir sig og býst til að fjölga sér senn. Eftir tíu daga á bann að hafa myndað ofan á sér nýjan svepp. Þá verður vökv- anum af móður og barni hellt í flösku og þau síðan aðskilin. Barn- ið ætla ég að gefa einhveijum sem mér er mjög vel við, því það er víst meinhollt að drekka teseyðið. Móðursveppinn ætla að ég eiga sjálf og brugga meira seyði með honum. Vinkona mín sem gaf mér sveppinn hefur þegar dmkkið tals- vert magn af slíku seyði og telur að það hafí fært henni heilmikla heilsubót. Á meðfylgjandi ljósriti stóð að slavarnir sem drekka þetta seyði í heimkynnum sínum að staðaldri verði allt að 130 ára gamlir. Meðan ég var að sýsla með sveppinn minn reikaði hugurinn víða. Meðal annars fór ég að hugsa um allt það sem borist hefur hing- að til lands af heilsusamlegum hlutum, efnum og vökvum. Þótt ég sleppi hinum fræga Kínalífs- elexír sem þótti allra meina bót um síðustu aldamót, að mig minnir, þá er af nógu að taka. I mínu minni hefur einna mest kveð- ið að Kákasusgerlinum sem næst- um allir áttu heima hjá sér um tíma og létu sýra mjólk. Sú afurð átti að gera alla eldgamla og stál- hrausta. Svo má nefna armböndin sem áttu að lækna öll mein og síðast en ekki síst óteljandi bæti- efni sem eiga að hægja á hrörnun og láta fólk lifa lengi og vel. Mér var sagt frá manni sem drukkið hefur sveppaseyðið frá því í september, hár hans hefur dökknað og sitthvað fleira í hans fari hefur breyst í þeim mæli að hann ku vera orðinn óþekkjanleg- ur. Konu með skallabletti er tekið klæja í blettinn sem veit líklega á að eitthvað sé að bijótast þar fram. Fólk með gigt er sem óðast að losna við hana og svo mætti lengi telja. Þeir einu sem líklega táka áhættu við að drekka seyðið eru óvirkir alkohólistar, sveppaseyðið inniheldur víst 6 prósent alkohól. Nú er staðan sem sagt sú að hin íslenska þjóð virðist búa sig undir að verða því sem næst ódauðleg. Hún drekkur seyði af langlífissveppi, rífur í sig öll þau bætiefni sem sögur fara af og stundar h'eilsurækt af miklu of- forsi. Ég skil ekki í öðru en Elli kerling sé í það minnsta alveg komin upp að vegg. Eina sem ork- ar tvímælis í þessari annars ágætu framtíðarsýn er þetta með at- vinnuleysið, ég er hrædd um að við verðum að herða okkar að fínna ný atvinnutækifæri ef svo heldur fram sem horfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.