Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 1
80 SIÐUR B/C 199. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kvennaráðstefnan Hóta að hætta Huairou, Peking. Reuter. FORRÁÐAMENN óopinberu kvennaráðstefnunnar í Huairou hafa gefið kínverskum stjómvöld- um frest fram að hádegi í dag, sunnudag, til að hætta ströngu eft- irliti með og linnulausri áreitni á þátttakendur ráðstefnunnar. Að öðmm kosti hóta þeir að slíta ráð- stefnunni. Sæta eftirliti Að sögn forráðamannanna hafa fulltrúar mannréttindasamtaka ver- ið undir ströngu eftirliti og fulltrúar róttækra kvenréttindahreyfinga þurft að þola margs konar átroðn- ing og ónæði af hendi yfirvalda. Eftirlit, áreitni, takmörkun ferða- frelsis og ófullnægjandi aðstaða eru nokkur gagnrýniatriði, sem for- ráðamennirnir vildu ræða í gær við kínverska ráðamenn, sem nálægt ráðstefnuhaldinu koma. Nokkrir ráðstefnugesta hafa lent í því að öryggisverðir geri húsleit í herbergjum þeirra um miðja nótt og sumum hefur meira að segja verið hent út úr hótelherbergjum sínum. Irene Santiago, framkvæmda- stjóri ráðstefnunnar, sagði stjórn- völdum í Peking hafa verið gefinn frestur til hádegis í dag til að upp- fylla skilyrði samkomulags, sem skuldbindur þau til að láta af eftir- liti og áreitni. Á fréttamannafundi sem Human Rights Watch hélt á föstudag til að kvarta yfir afskiptum yfirvalda sagði Dorothy Thomas, sem er yfir þeirri deild samtakanna sem sér um kvenréttindi, að „Kína sé gestgjafi ráðstefnu, þar sem mannréttindi kvenna eru aðalumijöllunarefnið, en þrátt fyrir það þurfa þátttakend- ur ráðstefnunnar að þola brot á grundvallarmannréttindum.“ Blaðaútgáfa hindruð í tengslum við óopinberu ráð- stefnuna eru gefin út mörg frétta- blöð og tímarit. Útgáfa eins þeirra, The Earth Times, sem m.a. Hillary Rodham Clinton, eiginkona Banda- ríkjaforseta lagði til efni í, hefur frestast í marga daga vegna af- skipta Kínverja. Áróðursmálayfirvöld stjórnarinn- ar í Peking halda vakandi auga yfir öllum fjölmiðlum og beitta rit- skoðun. Kínverjar eiga mjög erfitt með að sætta sig við að þurfa að leyfa útgáfu erlendra blaða innan landamæra alþýðulýðveldisins. Reuter Átök á fundi FUNDI vinnuhóps útlægra Tíb- et-kvenna var slitið er miklar deilur brutust út. Einungis níu konum, sem eru í útlegð frá Tíbet, tókst að fá vegabréfsárit- un til að sækja óopinberu kvennaráðstefnuna. Á fundin- um var sýnt myndband, þar sem tvær konur, sem flúið höfðu frá Tíbet, lýstu lífi sínu undir stjórn Kínveija. Að sýningu þess loknu tók tíbetskur fulltrúi, skipaður af Kínverjum, til máls og gerði sig líklegan til að halda ræðu. Utlagakonurnar sögðu fulltrúanum að honum væri ein- ungis leyfilegt að bera upp spurningar en ekki halda nein- ar ræður. Mikil hróp og læti upphófust, sem fóru úr böndun- um, svo slíta varð fundinum. Bernard Janvier og Ratko Mladic ræða brottflutning þungavopna NATO í viðbragðsstöðu eftir óljós svör Serba Belgrað, Zagreb. Reuter. Reuter Arafat hittir páfa LITILL árangur varð af þrettán klukkustunda viðræðum Bernards Janviers, yfirmanns herafla Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og SÞ í Bosníu, og Ratkos Mladics, hershöfðingja Bosníu-Serba, sem stóðu fram á laugardagsmorgun. Sólarhrings hlé var gert á loftárás- um Atlantshafsbandalagsins á Bos- níu-Serba á föstudag, sem átti að gefa þeim ráðrúm til að draga þungavopn sín umhverfis Sarajevo til baka. Mladic setti fram gagnkröfur Mladic var ófáanlegur til að gefa skýr svör á fundinum og veitti Janvier engar tryggingar fyrir því hvað herafli Bosníu-Serba myndi gera á næstunni. Mladic, sem er kunnur fyrir að tefla á tæpasta vað í samningaviðræðum lagði fram ýmsar gagnkröfur á fundinum. Eft- ir að viðræðunum var slitið voru orrustuflugvélar NATO settar í við- bragðsstöðu á ný. Farnar hafa verið rúmlega 800 árásarferðir og meira en 1.200 sprengikúlum skotið á Serba frá því að árásirnar hófust á miðviku- dag, en markmið þeirra er að þvinga Serba að samningaborðinu. Árásirnar hafa nú þegar leitt til að Richard Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar, hefur tekizt að koma á friðarvið- ræðum við Bosníu-Serba fyrir milli- göngu Slobodans Milosevics, for- seta Serbíu. Fyrir tilstilli Holbrook- es hafa utanríkisráðherrar Bosníu, Króatíu og „Júgóslavíu", Serbíu og Svartfjallalands, fallizt á að mætast á fundi í Genf í vikunni. Vonir eru bundnar við að viðræðurnar marki lok stríðsátaka og upphaf endan- legra friðarsamninga. Rýr svör Mladics til þessa hafa hins vegar sett yfirstjórn herafla NATO og SÞ í þá óþægilegu stöðu að þurfa að velja á milli þess að halda loftárás- unum áfram, treysta á friðarvið- ræður eða sætta sig við minna en krafizt hefur verið. Stjórnarher múslíma í Bosníu hefur lýst því yfir að hann muni bijóta umsátrið um Sarajevo á bak aftur ef NATO og SÞ standa ekki við gefin loforð. JÓHANNES Páll páfi átti á Iaug- ardagsmorgun fund með Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu, í sumarhöll sinni Ca- stelgandolfo. Arafat er koniinn til Ítalíu til viðræðna við ítalska ráða- menn og Shimon Peres, utanríkis- ráðherra Israels. Sagan endalausa 10 I landi óttaog ófriðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.