Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 8

Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 8
8 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvennalistinn auglýsir eftir efnahagsbatanum og talar um: Uss, þú ert með bandvitlaus gleraugu, Stína mín. Maður þarf að vera með réttu græjurn- ar til að geta fílað efnahagsbatann, góða.... Arctic Air Tours 1 samstarf við breska fyrirtækið IAG FORSVARSMENN flugfélagsins Arctic Air Tours og breska flug- rekstrarfyrirtækisins IAG skrifuðu undir samstarfssamning í aðalstöðv- um IAG í Bretlandi síðastliðinn föstu- dag. Að sögn Gísla Amar Lárussonar, framkvæmdastjóra Arctic Air Tours, felst meðal annars í samningnum að IAG sjái um reglulegt flug fyrir Arctic Air á milli Lundúna og Kefla- víkur, frá og með 1. október næst- komandi. Akveðið sé að fargjald fram og til baka kosti 19.880 auk flugvallarskatts, óháð því hvenær farið sé bókað. „Samningurinn stað- festir einnig vilja forráðamanna IAG um að koma inn sem hluthafar í Arctic Air Tours. Nánar verður geng- ið frá því auk annarra tæknilegra atriða samningsins á næstu dögum. Þá er fyrirhugað að hluthafahópur- inn verði stærri þegar fram í sækir.“ Fyrirtækið LAG er sérhæft í rekstri ferðaskrifstofa og flugreksturs. Það á þijár Boeing 737-200 flugvélar en leigir auk þess og rekur fleiri vélar. „Einnig rekur fyrirtækið ferðaskrif- stofur víða í Bretlandi og hefur einkaleyfi á að selja ákveðinn fjölda sæta fyrir flugfélög á borð við Amer- ican Airlines og Lufthansa. Flug- rekstrarfyrirtækið IAG býður þau sæti til um tólf hundruð ferðaskrif- stofa. Arctic Air kemur til með að hafa aðgang að því kerfi og hefur þar með möguleika á að bjóða far- þegum sínum sérfargjöld á flugi frá Lundúnum". Hann segir að búið sé að sækja um ferðaskrifstofuleyfi hér á landi fyrir Arctic Air- Tours. Þang- að til slíkt leyfi verði veitt munu aðrar ferðaskrifstofur sjá um útgáfu á farmiðum fyrir félagið. „Á næstu dögum mun félagið einnig sækja fonnlega um flugrekstrarleyfi.“ í dag eru tveir hluthafar í Arctic Air Tours, annars vegar Gísli Öm Lárusson og hins vegar fyrirtækið Allrahanda í eigu Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Jónssonar. • Suöuramerískir dansar • Standard dansar • Barnadansar • Gömlu dansarnir Nýtt: • ROKK • ROKK • ROKK, kennari Óli Geir. Einkatímar í boði. Systkina-, fjölskyldu- og staögreiösluafsláttur. Innritun og upplýsingar september kl. 10 - 22 1. - 10. i-22^ í sima 564 1111. Opið hús öll laugardagskvöld. Kennarar og aöstoöarfólk ; vetur: Sigurður, Óli Geir, Þröstur, Hildur Yr, Edgar og Ragnheiður, auk erlendra gestakennara. Dansskóli Siguröar Auðbrekku 17, Kópavogi. Iðnó - Menningarhús við Tjörnina Framtíð Iðnó er í stórhættu Inga Bjarnason TILLÖGUR hafa verið lagðar fram af nefnd á vegum Bandalags íslenskra lista- manna um nýtingu Iðnós sem menningarhúss. í nefndinni áttu sæti Inga Bjarnason leikstjóri, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og Guðrún Al- freðsdóttir leikari. í tillög- um nefndarinnar er gert ráð fyrir að starfsemi verði í húsinu allan ársins hring. Starfsemin myndi og ná til flestra listgreina. Þar myndu fara fram leik- sýningar af öllu tagi, bæði atvinnuhópa og ann- arra. Það sama ætti við um tónlist, í húsinu væri hægt að standa fyrir tón- leikum starfandi tón- listarfélaga sem og „fijálsra“ tónlistar- og sönghópa; jafnvel mætti setja upp smærri óperu- verkefni í húsinu. Standa mætti fyrir smærri dans- og myndlist- arsýningum og halda bókmenn- takvöld og -hátíðir. Húsið hent- ar og vel til funda- og ráðstefnu- halda, dansleikja, sumarsýninga fyrir erlenda ferðamenn o.s.frv. í tillögunum er gert ráð fyrir að Iðnó yrði í eigu Reykjavíkur- borgar en að hlutafélög utanað- komandi aðila stæðu að rekstri hússins. Yfirumsjón hefði 3-5 manna hússtjórn skipuð fulltrú- um eigenda, rekstraraðila og fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna. Framkvæmdastjóri yrði í fullu starfi og sæi um daglegan rekstur, bókanir og kynningar á starfsemi hússins. Húsvarðar- og skrifstofustarf yrði hvort um sig hálft starf. Inga Bjarnason segir að Iðnó eigi að vera vettvangur fyrir hvers konar menningarstarf- semi. „Það þarf að virkja allan þennan sköpunarkraft sem býr í listamönnum hér. Við erum t.d. að gera tilraun til að sýna fram á hvernig hægt er að nota húsið með því að setja þar upp Trójudætur eftir Evrípídes. Við ætlum að vera með málverka- sýningu meðfram uppfærslunni en sýningin er byggð upp á samstarfi margra listgreina; þátt taka dansarar, leikarar, óperusöngvarar og hljóðfæra- leikarar. Við sem stöndum að þessari uppfærslu eigum enga peninga en ætlum ekki að láta það hindra okkur því -okkur þykir við bera skyldu til að leika harmleikina grísku.“ - Hefur þú áhyggjur af framtíð Iðnós? „Ég hef lengi haft áhyggjur af Iðnó og ég er dauð- hrædd um að það verði eitt kaffihúsið í bænum í viðbót. Hús- ið er í raun í stór- hættu. Þetta er eitt sögufrægasta hús á landinu hvað varðar menningu, þarna voru t.d Galdra-Loftur og Fjalla-Eyvindur frumsýndir og þarna voru haldnir dansleikir og tónleikar á sínum tíma. Við viljum að svo verði áfram. Mér sýnist að það sé nóg af stofnun- um sem hýsa menningarstarf- semi en það vantar óháð fjöl- nota hús sem allar listgreinar eiga aðgang að og meira er lagt upp úr innihaldi en umbúðum. Ég held því að það væri nokkuð ►Inga Bjarnason er fædd í Reykjavík árið 1951. Hún nam leiklist á Bretlandi og starfaði þar sem leikari í 7 ár. Hún hefur fengist við leikstjórn og kennslu á Bretlandi og fs- landi. Hér hefur hún aðallega starfað fyrir Alþýðuleikhúsið en nú er hún leikstjóri Hvunn- dagsleikhússins. Eftir áramót mun hún setja upp Kvásar- valsinn eftir Jónas Árnason í Borgarleikhúsinu. klókt af stjómvöldum að gefa okkur listamönnum tækifæri til að reka í húsinu menningar- starfsemi í hálft ár án íhlutunar eins eða neins. Við gætum svo séð til hvað kemur út úr því. Við höfum séð þetta gert nú nýlega af forsvarsmönnum Óháðu listahátíðarinnar og mér sýnist sem það hafi gengið vel.“ - Myndi ríkið ekki alltaf þurfa að bera kostnaðinn af starfseminni að einhveiju leyti? „Á íslandi er varið minna fé til lista en í öllum öðrum sið- menntuðum löndum þannig að þessi margumtalaða jata okkar er afskaplega mögur. Ríkið þarf einungis að gera okkur kleift að vera sjáifstætt fólk og þá held ég að það sé nægur mark- aður fyrir iist á íslandi. Lista- menn þurfa heldur ekki að hafa eins mikið af drasli í kringum sig og fólk heldur. Það er ekki eins mikið fyrirtæki og fólk heldur að reka svona menning- arhús. Því til áréttingar get ég bent á að ég legg u.þ.b. 60.000 krónur í uppfærslu mína á Trójudætrum. - Hvað finnst þér um gler- viðbygginguna á Iðnó? „Ég verð að segja að mér finnst þetta mun fallegra en sá skúr sem var þarna fyrir. Það virtist reyndar enginn hafa neina skoðun á þeirri byggingu. Mér finnst það svo mikil sóun að rífa glerskálann; það væri hægt að nota þær tvær milljón- ir sem niðurrifið kostar í lagfær- ingar innandyra. Auk þess nýt- ist skálinn húsinu ágætlega. Ég held að fólk hljóti að venjast þessu eins og öðru. Þar að auki þykir mér innihaldið mikilvæg- ara en útlitið og það 'er það sem ég er að reyna að segja með uppfærslu minni á Trójudætr- um. Nægur mark- aður fyrir list á íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.