Morgunblaðið - 03.09.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 11
Stöð 2. Bankinn þuifi að koma
miklu fjármagni fyrir í hverjum ein-
asta mánuði og hafi talið þetta álit-
legan kost, ef allt gengi að óskum.
Hann telur ekki að neitt annað vaki
fyrir bankanum. Önnur sjónarmið
hefðu hins vegar getað verið með í
reikningsdæminu ef um hefði verið
að ræða erlenda sjónvarpsstöð, eins
og komið hefði til greina. Bendir
hann á að þó þessi samningur þyki
stór á íslandi sé hann aðeins miðl-
ungssamningur í Bandaríkjunum.
„Það er gott fyrir íslenskt viðskipta-
líf að erlendur banki skuli hafa
áhuga á að fjárfesta hér. Það gæti
hjálpað öðrum fyrirtækjum að fjár-
magna góðar hugmyndir,“ segir
Guðmundur.
Sigurður segir að erlendu banka-
mennirnir hafi greinilega vitað hvað
þeir voru að gera. „Það kom mest
á óvart hvernig þeir nálguðust verk-
efnið. Þeir þekkja ljölmiðla út og inn
og gengu beint til verks, spurðu um
alla þá hluti sem hægt var að láta
sér detta í hug að spurt yrði um
og rúmlega það. Veltu um hveijum
steini í fyrirtækinu og skoðuðu und-
ir,“ segir Sigurður.
Oppenheimer dró sig meira í hlé
þegar búið var að koma á sambandi
milli Chase og íslenska útvarpsfé-
lagsins. Eftir það áttu íslensku
hlutahafarnir bein samskipti við
starfsmenn bankans, einkum Jón
Ólafsson, Siguijón Sighvatsson og
Sigurður G. Guðjónsson. Sigurður
segir að ágætis samband hafí mynd-
ast milli manna. Segir að erlendu
bankamönnunum hafi litist vel á þá
Jón og Sigurjón sem leiddu viðræð-
urnar af hálfu Islendinganna og
þeir hafi til dæmis talið Jón einkar
færan á þessu sviði.
Patrick Cleary var aðalsamningar
Chase Manhattan-bankans og skál-
aði við ráðmenn íslenska útvarpsfé-
lagsins eftir undirskriftina í mynd-
veri Stöðvar 2 að morgni laug-
ardagsins.
Ert þú hræddur?
Guðmundur Franklín hefur það
eftir Oppenheimermönnum að síð-
ustu dagarnir fyrir undirritun samn-
inganna og frágangur þeirra hafi
verið mikil þrautaganga. Þeir hafi
ekki komist í hann krappari í svona
viðskiptum. Hann vill hins vegar
ekki fara nánar út í þá sálma.
Hvorki Guðmundur Franklín né
Beesmayer og Duttenhofer voru hér
þegar skrifað var undir og fylgdust
því meira með úr íjarlægð.
Þegar skrifa átti undir samninga
Útheija og íslenska sjónvarpsfé-
lagsins við Chase á föstudaginn fyr-
ir viku kom í ljós að Chase hafi
ekki náð samningum um breytingar
á skuld íslenska útvarpsfélagsins
við Lyngháls hf. sem fjármagnað
hafði myndlyklaskiptin á Stöð 2.
Tafðist undirskriftin vegna þess.
Sigurður G. Guðjónsson segir að það
mál hafi aldrei teflt málinu í tvísýnu
því fulltrúar bankans hafi lýst því
yfir að þeir myndu einfaldlega
greiða þennan 400 milljóna króna
samning upp ef ekki tækist sam-
komulag við Lyngháls.
Þennan sama dag komu fréttir í
útvarps- og sjónvarpsstöðvunum um
áform nýju sjónvarpsstöðvarinnar,
þar sem fram kom að Árvakur hf.,
útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði
ákveðið að gerast hluthafí. Einn
hluthafí úr minnihlutanum telur að
þessari frétt hafi verið lekið í fjöl-
miðla í þeim tilgangi að reyna að
eyðileggja þau viðskipti sem verið
var að ganga frá milli hluthafa
Stöðvar 2 og við erlenda bankann.
Fréttin hafí haft slæm áhrif á við-
kvæmum tíma. Bendir hann á að
þessi frétt hafí fyrst komið á út-
varpsstöðinni FM sem er í eigu
Árna Samúelssonar í Sambíóunum,
aðal hvatamanns að stofnun nýju
sjónvarpsstöðvarinnar. Þar var fjall-
að um Islenska sjónvarpið hf. og
þátttöku Árvakurs hf. í dægur-
mælaþætti á föstudagsmorguninTi
og aðrar stöðvar tóku málið upp í
framhaldinu og fengu þetta stað-
fest.
Sigurður G. Guðjónsson neitar
því að fréttir af væntanlegri sam-
keppni hafi haft áhrif á samningana
þennan föstudag. „Bankinn vissi
, allt um þetta mál. Líka þátt Morg-
unblaðsins í því.“ Hann staðfestir
þó að þetta hefði verið rætt um
Skálað
SÍMON Á. Gunnarsson endurskoðandi og Sigurjón Sighvatsson skála við
aðalsamningamann Chase Manhattan, Patrick Cleary.
Fallist í faðma
JÓN Ólafsson og Patrick Cleary fagna samkomulagi með því að fallast í
faðma og Sigurður G. Guðjónsson fylgist ánægður með.
kvöldið. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins sagðist Patrick Cle-
ary, aðalsamningamaður Chase
Manhattan-bankans, vita um vænt-
anlega samkeppni þegar Jón Ólafs-
son spurði hann um það. Banda-
ríkjamaðurinn hefði þá spurt Jón
hvort hann væri hræddur en Jón
svarað: Nei, en ert þú hræddur? Og
svarið hafi enn verið nei. Þannig
hafi málið verið afgreitt milli þess-
arra tVeggja manna. Sigurður kann-
ast við þessi orðaskipti og fleiri
milli íslensku og erlendu samninga-
mannanna um þetta mál. En það
hefði ekki raskað ró manna og báð-
ir aðilar fagni samkeppninni.
Fleira gekk á um kvöldið og að-
faranótt laugardagsins. I samning-
um um kaup á bréfum minnihlutans
undirgangast seljendur kvaðir um
að þeir taki ekki þátt í samkeppni
næstu fjögur árin. Einn seljandinn
segir að um nóttina hafi Siguijón
Sighvatsson heyrt að einhver úr
minnihlutahópnum ætlaði að vera
með í nýju stöðinni og hafi Siguijón
ítrekað mjög ákveðið við lögfræðing
minnihlutans að staðið yrði við þessi
ákvæði og sagt að því yrði fylgt
eftir. Seljandinn segir að það hafi
verið nefnt við sig og fleiri úr minni-
hlutanum að ganga til liðs við eig-
endur nýju stöðvarinnar en hann
vissi ekki til þess að neinn myndi
gera það, þó ýmsir möguleikar væru
á því að komast fram hjá skilyrðum
samningsins.
Verðlagt eftir sjóðsstreymi
Spurningar hafa vaknað um verð
hlutabréfanna, hvort fjórfalt nafn-
verð sé ekki hátt, miðað við að þeg-
ar valdabaráttan var í fullum gangi
fór verðið hæst upp í þrefalt nafn-
verð. Guðmundur Franklín segir að
það hafi verið töluvert mál að kom-
ast að sanngjörnu markaðverði.
Aðilar hafi að lokum komist að sam-
eiginlegri niðurstöðu. Sigurður Guð-
jónsson segir að seljendurnir hafi
verið með hugmyndir um mun
hærra verð, þó ekki hafi komið fram
ákveðið gengi. Hins vegar hafi
meirihlutanum verið ljóst að þeir
kæmu verði bréfanna ekki niður
fyrir fjórfalt nafnverð.
Miklar deilur voru um stjórn fyr-
irtækisins og fulltrúar minnihlutans
stóðu í harðri baráttu fyrir hags-
munum sínum. Sigurður segir að
þó ljóst hafi verið að ekki væri
hægt að stjórna fyrirtækinu áfram
við þessar aðstæður hafi deilurnar
ekki orðið til að hækka verð bréf-
anna. „Þau voru verðlög á faglegan
hátt, fyrst og fremst út frá sjóðs-
streymi i fyrirtækinu,“ segir hann.
Það kemur fram hjá Guðmundi og
Sigurði að bandaríska verðbréfafyr-
irtækið og bankinn verðleggja Stöð
2 meira út frá rekstrinum sjálfum,
ekki síst fjármunamyndun í fyrir-
tækinu, en líta ekki eins mikið á
eigið fé og skuldir og gert er við
sambærilega vinnu hér á íslandi.
Ný samkeppni getur haft áhrif á
þessa þætti og segir Sigurður að
erlendu bankamennirnir hafí tekið
mið af því hvaða áhrif hún gæti
mest haft á rekstur Stöðvar 2 í sín-
um áætlunum.
Sigurður lætur þess sérstaklega
getið í samtali við blaðamann að
Stöð 2 hafi samninga við alla
stærstu dreifingaraðila sjónvarps-
efnis. Sjónvarpsrétturinn fylgi ekki
sjálfkrafa kvikmyndahúsunum inn í
nýja sjónvai-psstöð. Um hann verði
að semja sérstaklega.
100 milljónir í sölulaun
Gömlu eigendurnir virðast vera
ánægðir með söluverðið. Talið er
að margir hafí keypt hlutabréf sín
á genginu 1,7 og selja því á meira
en tvöfalt hærra verði. Þeir fá því
dálaglegan söluhagnað, eins og
fram hefur komið. Þess ber þó að
geta að við útreikning söluhagnaðar
þarf að draga sölukostnað frá sölu-
verðinu og sölulaun í þessum við-
skipum eru hærri en tíðkast al-
mennt í viðskiptum hér á landi.
Seljendur hlutabréfanna greiða Op-
penheimer 7% sölulaun, auk kostn-
aðar. Er talið að sölukostnaðurinn
nemi um eða yfir 100 milljónum kr.
Samsvarar það 10% af þeim millj-
arði sem skipti um eigendur. Auk
þessa þurfa seljendur væntanlega
að greiða lögfræðikostnað hér
heima og ýmsan annan kostnað.
Chase Manhattan-bankinn greið-
ir Oppenheimer fyrir að hafa komið
á sambandi um lánssamninginn en
þar er um mun lægri fjárhæðir að
ræða, hugsanlega 1% af 1,2 millj-
arði kr. eða 12 milljónir kr.
Til samanburðar má geta þess
að einkavæðingarnefnd síðustu rík-
isstjórnar greiddi Verðbréfamarkaði
íslandsbanka rúmar 11,4 milljónir
fyrir verðmat og sölu á SR-mjöli
hf. Samsvarar það tæpu 1,6% af
söluverðinu sem var 725 milljónir
kr. Var sala ríkisfyrirtækjanna að
jafnaði boðin út til verðbréfafyr-
irtækja, svo og kostnaður við undir-
búning. Annað dæmi er Lyfjaversl-
un íslands hf. sem seld var fyrir
um 400 milljónir kr. Var það talin
flóknari sala vegna þess að hluta-
bréfin voru seld til margra aðila og
sölulaunin því hærri. Landsbréf tóku
2,15% sölulaun en kostnaður við
verðmat var tiltölulega mikill, 2
milljónir kr., vegna þess að meta
þurfti fyrirtækið tvisvar. Sölukostn-
aðurinn var alls 10,6 milljónir eða
sem svarar 2,65% af söluverði.
Sá mikli sölukostnaður sem selj-
endur hlutabréfanna í Stöð 2
greiddu lækkar að sjálfsögðu raun-
vérulegt gengi bréfanna, eða úr 4
í um 3,6. Þrátt fyrir það hefur raun-
verð stórs hluta hinna seldu hluta-
bréfa tvöfaldast í höndum eigend-
anna á tiltölulega stuttum tíma. Og
þeir fá bréfin staðgreidd. Þeir hljóta
því að geta vel við unað, sérstaklega
í ljósi þess að þeir höfðu ekki mikla
trú á verðgildi þessarra pappíra eft-
ir að nýir aðilár náðu yfirráðum í
fyrirtækinu.
Einn úr minnihlutahópnum segist
ekki vilja vera í þeim sporum að
vera kaupandi að hlutabréfunum í
íslenska útvarpsfélaginu á þessu
verði. Hann kunni ekki þær reikn-
ingskúnstir sem dugi til að réttlæta
þetta verð fyrir svona skuldum vaf-
ið fyrirtæki. Búið sé að ráðstafa
hagnaði fyrirtækisins mörg ár fram
í tímann. Hann gagnrýnir stjórnun
fyrirtækisins og segir að margir séu
óánægðir með dagskrá Stöðvar 2.
Ekki þurfí mjög margir áskrifendur
að segja upp áskrift sinni þegar ný
sjónvarpsstöð tekur til starfa til að
hagnaðurinn hverfí.
Vonast eftir samstarfi við
erlenda sjónvarpsstöð
Eigendur félagsins líta þetta öðr-
um augum, samkvæmt upplýsingum
blaðsins. Nauðsynlegt hafí verið að
losna út úr deilum við minnihlutann
en fleira hafí komið til. Þeir hafa
allt þetta ár verið í þreifingum við
erlendar stjónvarpsstöðvar um þátt-
töku í fyrirtækinu og í þeirra röðum
eru vonir bundnar við að hægt verði
að selja hluta af bréfunum innan
árs. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru þeir ekki að hugsa um
fjörfalt nafnverð, heldur tvöfalda
þá fjárhæð. Því til viðbótar kæmi
yfírburðastaða í efniskaupum fyrir
íslenska markaðinn. i frétt Morgun-
blaðsins í lok apríl kom fram hjá
Sigurði G. Guðjónssyni að það væri
til í dæminu að ieita til erlendra
aðila sem hefðu áhuga á að eignast
hlut í félaginu og reka það í sam-
vinnu við núverandi eigendur. Er-
lendir aðilar hafi löngum sýnt félag-
inu áhuga. Væntanlega er verið að
vísa til þess sama nú.
Á þessum tima var nefnd sú skýr-
ing á áhuga bandarískra fjölmiðla-
fyrirtækja á að eignast hlut í ís-
lenska útvarpsfélaginu, að evrópsk-
ar sjónvarpsstöðvar væru nú skuld-
bundnar til að hafa stóran hluta
efnis síns evrópska framleiðslu.
Vegna þessa sæu bandarísku stöðv-
arnar fram á að erfíðara verði að
selja allt það efni, sem þar er fram-
leitt, á evrópskum markaði. Eigi
bandarískir aðilar hins vegar hlut
að evrópskri sjónvarpsstöð teijist
framleiðsla hans evrópsk og þannig
komist hann bakdyramegin inn á
þennan stóra markað.
Flest bendir til þess að búast
megi við framhaldi af sögunni enda-
lausu á Stöð 2.