Morgunblaðið - 03.09.1995, Page 12

Morgunblaðið - 03.09.1995, Page 12
12 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Samhengió milli sjónvarps og ofbeldis i samfélaginu BANDARÍSKIR sálfræðinffar telja sig geta fullyrt að ofbeldi í sjónvarpi auki hætt- una á ofbeldisfullu atferli bama og að nei- kvæðar fréttir geti valdið kvíða og þunglyndi þeirra sem á horfa. í þessari samantekt kem- ur ennfremur fram gagnrýni á stóm auglýs- ingasjónvörpin í Bandarílqunum sem em sögð hafa bmgðist og sýna að sjónvarpið eigi ekki algjörlega að lúta markaðsöflunum. SÁLFRÆÐINGURINN Ronald Slaby við Harvard-háskóla hefur langa reynslu af rann- sóknum á því hvort ofbeldi í sjónvarpi stuðli að ofbeldi í samfé- laginu og komst að þessari niður- stöðú: „Við höfum rannsakað þetta í áratugi og getum fullyrt að sjón- varpsofbeldi er ein af orsökum of- beldis í samfélaginu - og „orsök“ er ekki orð sem vísindamenn nota í tíma og ótíma.“ Sálfræðingarnir leggja áherslu á að sjónvarpsofbeldi sé ekki eina orsök ofbeldis í samfélaginu, heldur stuðli að því ásamt fleiri þáttum. Sjónvarpsgláp leiði ekki heldur allt- af til ofbeldis, því flest börn, sem horfa á sjónvarp, lenda sem betur fer ekki á glæpabrautinni. Sérfræðingar í sjónvarpsofbeldi halda því ekki heldur fram að ein- hver ein rannsókn hafi sannað end- anlega að sjónvarpsofbeldi leiði til aukins ofbeldis I samfélaginu. Þeir segja samt sem áður að fram hafi komið sterkar vísbendingar um skýra og ótvíræða fylgni milli þess tíma sem böm eyða við sjónvarps- skjáinn og glæpa eftir að þau vaxa úr grasi. Rannsóknimar séu orðnar svo margar að óhætt sé að fullyrða að sjónvarpsofbeldi auki hættuna á ofbeldisfullu atferii ungra áhorf- enda, á sama hátt og fullyrt er að reykingar auki líkurnar á krabba- meini. Gaudenz B. Assenza ritaði grein í norska dagblaðið Aftenposten og skipti áhrifum sjónvarpsofbeldis í fjóra flokka sem hér verður stiklað á: Áhrif á árásarhneigd Assenza vitnar til Leonard Eron, við Illinois-háskóla, sem stóð fyrir einni af þekktustu og viðamestu rannsóknunum á langtímaáhrifum sjónvarpsofbeldis. Rannsóknin var framkvæmd í New York og Chicago í Bandaríkjunum og fjórum öðmm löndum - Astralíu, Israel, Finnlandi og Póllandi. Niðurstaðan var allsstaðar sú sama: Sá tími sem drengur ver við sjónvarpsskjáinn er einn þeirra þátta sem skýra best ofbeldisfullt atferli og glæpi á fullorðinsárum. Rannsóknin sýndi að því lengur sem drengur horfði á sjónvarp fram að átta ára aldri, því alvarlegri glæpi framdi hann fyrir þrítugsald- ur, því árásarhneigðari var hann undir áhrifum áfengis og ofbeldis- fyllri gagnvart eigin börnum. Mörg ofbeldisverk má rekja beint til ofbeldismynda, til dæmis þegar tveir tíu ára piltar börðu tveggja ára gamalt barn til bana í Englandi árið 1993. Drápið þótti minna mjög á atriði í „Child’s Play 3“, hryllingsmynd sem faðir annars piltanna hafði tekið á leigu skömmu áður en voðaverkið var framið. Fómarlambaáhrifin geta verið sérlega skaðleg börnum. Margar rannsóknir hafa sýnt að börn sem horfa of mikið á sjónvarp geta orð- ið tortryggin, hræðslugjöm og fengið tíðar martraðir. Ónœmisáhrifin Rannsóknir hafa í þriðja lagi sýnt að sjónvarpsgláp leiðir smám saman til forherðingar og ónæmis fyrir ofbeldi. Þar sem sjónvarpsof- beldið gerir fólk ónæmt verða fram- leiðendur kvikmynda og sjónvarps- efnis að ganga sífellt lengra í of- beldinu og bjóða upp á meiri hrotta- skap og blóðsúthellingar til að kalla fram tilfinningaleg viðbrögð. Gott dæmi um þessa þróun er „Die Hard“, vinsæl ofbeldismynd frá ár- inu 1988, en í henni vom um 20 dráp. í næstu mynd, „Die Hard 2“, sem kom tveim ámm síðar, var boðið upp á alls 264 dráp. Ónæmisáhrifin geta hugsanlega skýrt mikilvæga glæpaþróun. Þótt ofbeldisverk barna séu varla nýtt fyrirbæri hefur þeim fjölgað stór- leysa vandamálin og hvetja því unga og ómótaða áhorfendur til ofbeldisverka. Ofbeldið er sýnt þannig að það virðist ekki hafa neinar nei- kvæðar hliðar, virð- ist til marks um hetjulund, í þágu réttlætisins, spennandi, skemmtilegt og valda jafnvel vellíð- an. Mörg börn fá þess vegna þann boðskap að heiðarlegu og góðu mennirnir megi drepa vondu mennina, að rétt- lætanlegt sé að leiða deilur til lykta með NEIKVÆÐAR sjónvarpsfréttir, til að niynda um stríðið í Bosníu, geta valdið auknum kvíða þeirra sem á horfa. Þeir geta einnig miklað fyrir sér eigin vandamál, þótt þau tengist ekki fréttunum. Fórnarlambaáhrifin í öðru lagi hafa nokkrar rann- sóknir sýnt að fólk, sem horfír mik- ið á sjónvarp, hefur tilhneigingu til að óttast meira að verða fórnarlömb ofbeldisverka en fólk sem horfir lít- ið á sjónvarp. George Gerbner, pró- fessor í fjölmiðlun við Pennsylvaníu- háskóla, telur að mest áberandi langtímaáhrif þess að alast upp við sjónvarpsofbeldi sé óttatilfinning og öryggisleysi. Slíkir einstaklingar séu viðkvæmir, ósjálfstæðir og hafí mikla þörf fyrir vernd. lega á Sðustu tíu árum. Hrotta- skapurinn er einnig meiri. Til að skýra þennan aukna hrottaskap meðal bama hafa prófessorarnir Alan Zient og Elison Zenoff skil- greint nýjan flokk ungra afbrota- manna sem þeir kalla „samkennd- arhefta morðingja“ - „böm sem skortir sálræna getu til að setja sig í spor annarra". Uppeldisáhrifin í fjórða lagi eru mörg dæmi um myndir í sjónvarpi sem sýna of- beldi sem árangursríka leið til að drápum, og að sannar hetjur gangi með vopn. Börnin samsama sig oft hrottafengnum „hetjum“ sem beita ofbeldi í þágu réttlætis. í flestum kvikmyndum er reynt að gera þessa samsömun sem mesta, til dæmis í myndum Clint Eastwood, Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stall- one. Assenza dregur þá ályktun að ekkert sé hæft í staðhæfingum um að sjónvarpsáhorfendur geti fengið útrás fyrir árásarhneigð sína með því að horfa á ofbeldismyndir, sem geti þannig komið í veg fyrir vald- beitingu. Hann telur hjákátlegt að fulltrúar sjónvarpsstöðva skuli bera á móti því að sjónvarpið hafi nei- kvæð áhrif á áhorfendur en lofsami aftur á móti mikil áhrif sjónvarps- auglýsinga á innkaupavenjur fólks. „Sé það rétt að sjónvarpið hafí ekki nein áhrif á atferli manna, myndu þá fyrirtæki út um allan heim eyða tugmilljörðum króna í auglýsingar fyrir vörur sínar í sjónvarpi? Svarið er sjálfgefið." Afleióingar neikvœóra f rétta Nýleg rannsókn sálfræðideildar City University í Lundúnum bendir til þess að neikvæðar fréttir í sjón- varpi leiði til aukins kvíða og dapur- leika meðal áhorfenda. Wendy M. Johnston og Graham C.L. Davey segja í skýrslu um rannsóknina að hún hafi ennfremur sýnt að þeir, sem horfa á margar neikvæðar fréttir í einu, hneigist til að mikla fyrir sér eigin vandamál. Eðlilegt er að álykta að fréttir um stríð, hungursneyðir og fátækt knýi fólk til umhugsunar um vanda- mál heimsins en rannsóknin bendir til þess að áhrif neikvæðra sjón- varpsfrétta séu mun víðtækari. Þær magni áhyggjur áhorfenda vegna vandamála sem ekki eru til umfjöll- unar í fréttunum sjálfum. Þessi niðurstaða staðfestir kenn- ingar sálfræðinga um að sjónvarps- efni geti ekki aðeins valdið tilfinn- ingalegum óþægindum, heldur einnig auðveldað hugarferli sem geti haft skaðleg áhrif á sálræna heilsu áhorfenda. Tcngsl frétta og auglýsinga; himnarikis og helvitis Stóru sjónvörpin í Bandaríkjun- um hafa sætt gagnrýni fyrir að sýna óhóflega mikið af neikvæðum fréttum, til að mynda um ofbeldi, stríð, morð og neyð eiturlyfjafíkla. Margir telja að ástæðan fyrir þessu einhliða fréttamati sé samkepphi frétta og annars sjónvarpsefnis,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.