Morgunblaðið - 03.09.1995, Page 13

Morgunblaðið - 03.09.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 13 fréttirnar þurfi að vera mergjaðar til að halda athygli áhorfenda. Lewis Lapham segir í formála að bókinni „Understanding Media“ að höfundur bókarinnar, Marshall McLuhan, hafi uppgötvað fyrir þrem áratugum að tengslin milli sjónvarpsfrétta og huggunarríkra helgimynda auglýsinganna séu jafn sterk og nauðsynleg og hin fornu tengsl helvítis og himnaríkis. Áhorf- endur fá nasasjón af hneykslismál- um og hörmungum; myndir eru sýndar af líkum í Bosníu, nýjasta harmleik krakkfíkla í New York og morðtilræðum. Slæmu fréttirnar skapa þörf fyrir góðar fréttir og þær koma í auglýsingunum eftir fréttatímann. Auglýsingarnar eru því nokkurs konar sælustaður, eins og Eden í biblíunni. Meginskilaboðin sem áhorfendur fá eru að þótt heimurinn sé ankannalegur, ofbeldisfuliur og ömurlegur, þá geti þeir keypt vör- ur, sem haldi honum frá þeim. Lýóræóió afskræmt Robert Hughes ritar grein í The New York Review þar sem hann gagnrýnir stóru sjónvörpin íjögur í Bandaríkjunum. Að mati hans er megintilgangur þeirra að koma á framfæri auglýs- ingum og þau telja sig ekki lengur gegna neinum skyldum gagnvart menn- ingunni eða lýðræðinu. Hughes telur að aug- lýsingasjónvörpin, CBS, NBC,ABC og Fox-5, gefi ýkta mynd af ókostum sjónvarpsins, til að mynda í samanburði við bókina. Stóru auglýs- ingavörpin sýna að sjón- varpið megi ekki lúta óheftum lög- málum mark- aðsaflanna 90 sekúndum í morgunsárið áður en líkamsræktartröllið tekur við. Lítið sem ekkert er fjallað um aðrar listgreinar, nema þegar einhver auðkýfingurinn kaupir málverk eft- ir snillinga eins van Gogh fyrir metfé. Sjónvörpin gefa einnig átakan- lega útþynnta mynd af umheimin- um. Aðeins er skýrt frá heimsvið- burðum ef um blóðuga bardaga er að ræða eða ef þeir tengjast hags- munum Bandaríkjanna á augljósan hátt. Þannig varð Manuel Noriega, fyrrverandi einræðisherra í Pan- ama, að djöfli í mannsmynd um hríð en gleymdist síðan. Lúfi ekki óheftum markaóslegmálum Hughes segir í greininni að þróun stóru auglýsingavarpanna sýni að sjónvarpið megi ekki lúta óheftum lögmálum markaðsaflanna. Hann telur reyndar hjákátlegt að tala um „frjálsan markað" í þessu sam- bandi, því stofnkostnaðurinn sé svo gríðarlegur og tíðnisviðin svo tak- mörkuð að sjónvarpið sé skólabók- ardæmi um fákeppni. Leiðtogar repúblikana hafa lagt til að ríkið dragi úr framlögum sín- _____ um til sjónvarpsins Public Broadcasting System (PBS), sem er að hluta fjármagnað með styrkjum frá ríkinu. Hughes telur það firru að stuðningurinn sé of mikill og segir að auglýsingasjónvörpin hafi fengið úthlutað tíðnisvið- um án nokkurrar greiðslu og það jafngildi feykileg- um stuðningi. Líta beri á SUDUR-AFRÍKA ENDURHEIMTIR FORYSTUHLUTVERK SITT A Sjónvörpin kenni fólki að einfalda hlutina um of og höfði fram úr hófi til tilfinninga, ekki vitsmuna. Að sögn Hughes eru réttarhöldin yfir O.J. Simpson eitt af mörgum dæmum um þær villigötur sem aug- lýsingasjónvörpin eru á. Verði kveð- inn upp dómur yfir Simpson fyrir árslok hafi réttarhöldin fengið meiri tíma í sjónvörpunum en gjörvöll saga Bandaríkjanna. Sjónvörpin hafa afskræmt stjórn- arfarið í Bandaríkjunum, að mati greinarhöfundar. Hann segir sjón- vörpin ijalla um stjórnmál eins og íþróttir, svo sem skylmingar,'gagn- tekin af því hver sé að tapa og hver að vinna, í stað þess að huga að málefnunum. í öðrum lýðræðisríkjum er stjórn- málaflokkum gefinn kostur á að kynna stefnu sína í sjónvarpi án þess að greiða fyrir það. Þetta er talin nauðsynlegur og eðlilegur þáttur í lýðræðislegri umræðu. Auglýsingasjónvörpin í Banda- ríkjunum telja sig ekki hafa slíkar skyldur. Þar greiða frambjóðendur fyrir auglýsingar, sem einkennast oftast af ótrúlegri einfeldni og hróp- legri ósannsögli um andstæðingana. Af þessum sökum getur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings kost- að sem svarar 600 til 1.300 milljón- um króna. Til að standa straum af þessum kostnaði þurfa frambjóð- endur annaðhvort að afla framlaga frá einstaklingum og fyrirtækjum (sem kalla má mútur) eða vera nógu auðugir og fullir aðdáunar á sjálfum sér til að reiða fram allt að 1,3 milljarða til að komast í valdastöðuna. Listwm aýnt tómlæti Áhorfendur virðast einnig geta orðið ónæmir fyrir afþreyingarefn- inu, ekki síður en ofbeldi, og sjón- vörpin verða því sífellt að ganga lengra. Sjónvarpsefnið verður að vera æ „skemmtilegra“ og meira spennandi til að halda athygli áhorf- enda, sem geta ákveðið á örfáum sekúndum að efnið sé leiðinlegt og skipt um rás. Afleiðingin er sú að sjónvörpin ganga enn lengra í lágkúrunni. Sjónvarpsefnið einkennist æ meir af yfirgengilegum áhuga á synda- játningum manna eins og leikarans Hugh Grants, taumlausri forvitni um líf fræga fólksins, falskri tilfinn- ingasemi og uppgerðarmannúð. Sjónvörpin sýna öðrum listgrein- um en kvikmyndum nær algjört tómlæti. Stöku sinnum kemur þó fyrir að rithöfundi tekst að skrifa bók sem veldur deilum og fær tæki- færi til að útskýra efni hennar á tíðnisviðin sem sameiginlega eign þjóðarinnar. PBS er að stærstum hluta fjár- magnað með framlögum fyrirtækja og einstaklinga. 13,5% af tekjunum koma frá ríkinu, eða 250 milljónir dala (rúmir 16 milljarðar króna), sem er einn dalur á hvern Banda- ríkjamann. Hughes telur að auka beri þennan stuðning og skapa öflugt mótvægi við auglýsingasjón- vörpin. Greinarhöfundurinn segir núver- andi ástand óviðunandi. Banda- ríkjamenn þurfi sjónvarp sem komi fram við áhorfendur sem þegna í lýðræðisríki, ekki aðeins neytendur; sem hugsandi mannverur, ekki að- eins áhorfendur. Öflugt sjónvarp, „óháð ríki, kirkju og mammon", veiti auglýsingavörpunum aðhald og samkeppnin frá þeim eigi að koma í veg fyrir að sjónvarpið verði drepleiðinlegt. FNÁM apartheid-stefnunnar í Suður-Afríku, sem leið enddn- lega undir lok með kjöri Nelsons Mandelas til forseta lýðveldisins í fyrra, rauf hina pólitísku og efna- hagslegu einangrun, sem þetta öflugasta ríki sunnan Sahara hafði þurft að búa við um áratuga skeið. Nágrannaríki Suður-Afríku horfa nú til Jóhannesarborgar með blöndnu hugarfari. Síðastliðinn mánudag fór í fyrsta sinn fram í höfuðborg Suður- Afríku fundur Þróunarsambands suðurhiuta Afríku (Southern Africa Development Community, SADC), sem er ríkjabandalag um efnahags- samvinnu, sem Suður-Afríku var fyrst leyft að ganga í fyrir ári. SADC var stofnað fyrir 15 árum með það að markmiði að draga úr því hve háð ríkin í sunnanverðri álf- unni voru Suður-Afríku. En mikil- vægi þessa efnahagslega langsterk- asta ríkis sunnan Sahara fyrir efna- hag þess hluta álfunnar er óbreytt. Efnahagskerfi þess er fjórum sinnum stærra en hinna 10 aðildarríkja SADC til samans. Óhjákvæmilega gegnir því Suður- Afríka forystuhlutverki í þessum heimshluta. Nágrannaríkin horfa til hennar annars vegar með þá von í huga að S-Afríka geti hjálpað þeim til að komast út úr þeim efnahagsörð- ugleikum sem þau eiga sjálf í. Á hinn bóginn óttast þau að nú muni S-Afríka eignast markaðinn á öllu svæðinu. „Allir líta til S-Afríku sem efna- hagslegs aflvaka álfunnar,‘^var haft eftir vestrænum sendiherra í höfuð- borg Zambíu, Lusaka. „Hún verður að vera Þýzkaland álfunnar sunnan Sahara. Hverjum öðrum er til að dreifa?" sagði hann. „En á sama tíma er beizkja í garð S-Afríku mjög greinilega fyrir hendi. Menn eru hræddir um að risar taki en gefi ekkert." Lokaó hagkerfi Stjórn Suður-Afríku á enn eftir að átta sig á hinum breyttu aðstæð- um og marka sér stefnu í samskipt- unum við nágrannaríkin. Alfred Nzo, utanríkisráðherra S-Afríku, sagði þegar á fundi SADC í Botswana í NAGRANNARIKI SUÐUR AFRIKU Mannfj. 1993 millj. [~ 0,0 J Þjóbarframl. 1993, milljarbar dollara Heimild: The Economist i ágúst í fyrra, að nágrannaríkin ættu ekki að búast við of miklu af S-Afr- íku. Hin áralanga einangrun mótaði efnahagslíf S-Afríku. Til varð mjög lokað hagkerfi, sem á erfitt með að opna sig eftir hið nýfengna frelsi. Þetta hefur sín áhrif á þróun við- skipta við grannríkin. Sum þeirra kvarta yfír of mikilli einstefnu; vöru- skiptajöfnuðurinn er í öllum tilfellum S-Áfríku í hag. Til dæmis á vefnaðar- vöruiðnaður Zimbabwe nú undir högg að sækja eftir að suður-afrísk- ar vörur eru teknar að flæða inn á markaðinn, á meðan S-Afríka kaupir mjög lítið af vörum frá Zimbabwe. Sérstaklega á Zambía erfitt upp- dráttar í viðskiptum við S-Afríku. Þar er einstefnan í milliríkjaviðskipt- unum nær algjör. Stjórnmálaskýrendur segja það þó engum vafa undirorpið, að framtíð þessa heimshluta reiði sig á að S-Afr- íka láti meira til sín taka. Nú, þegar S-Afríka er friðsamlegri en nokkru sinni á sl. 30 árum, finnst vestrænum ráðamönnum tími til kominn að beita því trausti sem Mandela forseti nýtur til að styðja undir lýðræðisþróun í grannríkjunum, sem átt hefur erfitt uppdráttar. Fyrir sex árum voru aðeins þijú ríki í Afríku þar sem fjölflokka-lýð- * Mi6a$> vib innflutning til Subur-Afríku § I tollasambandi vii> Subur-Afríku ræðiskerfi var að finna, en 30 eins- flokks-, hernaðar- og einræðisríki. Síðan þá hefur þetta hlutfall snúizt við, en víða stendur lýðræðið veikum fótum, þótt naldnar hafí verið eða til standi að halda lýðræðislegar kosningar. Stefnumörkunar beóió En þær vonir sem grannríkin binda við hina „nýju“ S-Afríku er að hún beiti efnahagsstyrk sínum til að fjárfesta hjá þeim og kaupa af þeim vörur í auknum mæli, þ.e.a.s. að efnahagsstyrkur S-Afríku verði þeim lyftistöng. Helztu fyrirtæki S- Afríku hafa reyndar þegar hafið fjár- festingar víða um álfuna, en eins lengi og innra skipulag efnahag- skerfisins í landinu er eins lokað og það er mun þróun viðskiptatengsla efnahagsrisa svæðisins við nágranna sína áfram verða hæg. Á meðan heldur straumur farand- verkafólks ólöglega yfir landamærin til S-Afríku í leit að vinnu. Allt þetta þrýstir á S-Afríkustjórn að móta skýra stefnu sem er í samræmi við breytta stöðu forysturíkis suðurhluta Afríku. Og sú stefna verður að snú- ast um markvissa opnun efnahag- skerfisins. Heimildir: The Daily Telegraph, The Economist. VIÐ QAv&Airns saman Danssmiðjan og Dansskóli Hermanns Ragnars sameinast ífrábæru húsnæði að Engjateig 1. Innritun stendur yfir á haustnámskeiðin. Bamadansar, samkvæmisdansar, Jassleikskólinn, kántrýdansar, stepp, rokk... Kennslustaðir: Engjateigur 1, Frostaskjól, Gerðuberg, Fjörgyn Grafarvogi og Stjömuheimilið Garðabæ. ...þú kemur - við kennum. Dajissm Enyjate anns Ragna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.