Morgunblaðið - 03.09.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.09.1995, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLADIÐ LISTIR Dreifð og misjöfn SIGURFLJÓÐ Jóna Hilmarsdóttir: Sjálfið. MYNPLIST Iðnó - Djúpið - Ilitt húsið - Ráðhúskaffi - Kaffi Org - Listakot -22 ÓHÁÐ LISTAHÁTÍÐ MÁLVERK, BLÖNDUÐ TÆKNI O.FL. Samsýningar á Óháðri listahátið Opið alla daga til 3. sept. Aðgangur ókeypis ÓHÁÐ listahátíð er nú haldin í Reykjavík í þriðja sinn, og að þessu sinni er dagskráin ekki síður yfir- gripsmikil en fyrr á öllum sviðum lista og menningar. Tónlistin virð- ist vera í öndvegi þetta árið, sé tekið mið af miklum fjölda tónleika af ýmsu tagi, og bókmenntir hafa einnig verið áberandi í formi upp- lestra og leikræns flutnings, sem hefur notið mikilla vinsælda. Hér vegur þungt að nú nýtur Óháð lista- hátíð þess að eiga sér heppilegan miðpunkt og samastað í Iðnó, sem í núverandi búningi þjónar ágæt- lega því hlutverki að vera nokkuð hrá umgjörð um nokkuð hráa en lifandi menningarstarfsemi. Myndlistin er nokkuð til hliðar í ár, og kemur það helst fram í því hversu dreifðar og ólíkar þær sýn- ingar eru, sem tengjast hátíðinni. Alls eru myndlistarsýningamar að þessu sinni á átta stöðum, en þar af er helmingurinn kaffihús, þar sem verk listafólksins njóta sín mis- jafnlega í því umhverfi sem þeim er ætlað; hefðbundnari sýningar- staðir koma mun betur út, sem vænta mátti. Sé fyrst litið til kaffíhúsanna verður að segjast að sýningarnar þar eru í þeirri stöðu að réttara væri að tala aðeins um myndskreyt- ingar við umhverfið fremur en upp- setningar á listaverkum. Litríkir líkamarnir í málverkum Sibbu njóta sín vel á veggjunum á Café Org, og verk Jóhanns Valdimarssonar, einkum „Rifrildi“, draga að sér athyglina á kaffihúsinu 22. Annað er síðra, eða einfaldlega nýtur sín ekki vegna umhverfisins. Hitt húsið er tekið til starfa í nýju (gömlu) húsnæði í Geysishús- inu á horni Aðalstrætis og Vestur- götu, og þar hefur verið sett upp sýning af því tilefni í ágætu rými, sem notað hefur verið undir mynd- list undanfarin misseri. Þarna er fyrst og fremst að fmna myndverk yngsta fólksins, sem í flestum til- vikum á nokkuð eftir í að ná þroska í verk sín; hér má þó benda á verk innan um, sem vísa vel á veg, svo sem verk Birgis Thoroddsens og Elvu Daggar Blumenstein; flest annað tengist enn þreifingum æsk- unnar. Sýningin í Listakoti, litlu galleríi og listmunasölu að Laugavegi 70, er sú sýning sem er lengst frá miðborginni, og tengist Óháðri listahátíð aðeins með lauslegum hætti. Hér sýna níu þroskaðar lis- takonur ýmis smáverk, sem bera vott um vandvirkni og fagmennsku, fremur en þann flýti sem einkennir of mörg verk á öðrum sýningum hátíðarinnar. Er vert að benda hér sérstaklega á klippimyndir Þórdísar Sveinsdóttur, bjartar myndir Sæ- unnar Þorsteinsdóttur og skvettur Árdísar Olgeirsdóttur, sem ættu að koma hveijum sem er í gott skap. Þungamiðja myndlistarsýning- anna er í Iðnó, þar sem verk fylla alla veggi og eru jafnvel úti á gólfi, þó þar sé þrengt að reisulegu reður- tákni á allar hliðar. Hér eru bæði samankomin flest verkin, og jafn- framt er hér að finna mestu breidd- ina - frá áhugaverðum hlutum yfir í daufan enduróm þess sem eitt sinn var frumlegt. Flestir þeir sem hér eiga verk eru ungir að aldri, eru í listnámi eða hafa nýlega lokið því; þeir síð- arnefndu eru í sumum tilvikum enn að sýna sömu verkin og á útskrift- arsýningum, og er það óþarfa end- urtekning. Sé hins vegar litið til þess sem helst dregur að sér athyglina hér er ljóst að ungt listafólk heldur áfram að þreifa fyrir sér um eigin leiðir, og þar má á stundum sjá skemmtilegar lausnir. Sonja Ge- orgsdóttir hvítþvær þannig um- ferðarmenninguna, og gefur henni sín helgitákn úr hinu hversdags- lega; Eysteinn Traustason sýn- ir tilbeiðslu æsk- unnar í flenni- stórum ljós- myndum, sem hljóta bæði að vekja ugg og aðdáun vegna þess ákafa, sem þar má greina í andlitum; Sig- rún Hrólfsdóttir bregður upp smámyndum af þvi verndaða umhverfi, sem við gætum kennt við góðan heim, og Fjölnir Bragason sýnir okkur nýjar hliðar á guðsímynd- inni, þegar hann setur upp eins konar dauðagrímur undir heitinu Guð. Formmótun eru áberandi þáttur hjá nokkrum hér, og reðurtákn Daníels Sigmundssonar, sem þegar er nefnt, er sterk ímynd úr reka- viði, sem minnir um sumt á hina frægu hausa á Páskaeyju. Helgi Ásmundsson hefur með einföldum hætti skapað tignarlega ímynd fyr- ir hinn sanna hljóm, sem á vel við í þessu rými, þar sem fjöldi tónleika fer fram þessa dagana; og loks má nefna hið innra sjálf, sem Sig- urfljóð Jóna Hilmarsdóttir setur í myndrænt form í verki sínu. Hlutverk listahátíðar sem þess- arar hlýtur að vera fyrst og fremst fólgið í þeim opna möguleika, sem hún veitir ungu listafólki, án of mikillar yfirstjómar eða úrvals; slíkt kemur nógu snemma á öðrum stöð- um. Að lokinni yfirferð á alla sýn- ingarstaðina er niðurstaðan sú að hið besta í myndlistinni á sýningum Óháðrar listahátíðar er vel þess virði að listunnendur beiji það augum; hitt mun gleymast fljótt hvort sem er. Eiríkur Þorláksson Dagskrá RúRek 1995 OPNUNARHÁTÍÐ RúRek 95 verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, kl. 17. á sunnudag. Jesper Thilo/Bent Jædig- kvintettinn og Stórsveit Reykjavíkur ríður á vaðið und- ir stjórn Sæbjarnar Jónssonar, söngvarar Ragnar Bjarnason og Egill Ólafsson. í Leikhúskjallaranum kl. 21.30 leikur Jesper Thilo/Bent Jædig-kvintettinn. Á Fógetan- um kl. 22 hljómsveit Kristjáns Guðmundssonar. Tríó Ólafs Stolzenwald og félagar verða síðan á Kringlukránni kl. 22 Mánudagur 4. september Tuggugu ára afmæli Jazz- vakningar er í Ömmu Lú kl. 21.30, Boone/Jædig-kvintett- inn, Sextett Guðmundar Stein- grímssonar og Papa Djass djamm. Kl. 22 spilar Kvartett Ómars Axelssonar ásamt Ragnari Bjamasyni á Fógetanum, Kvartett Jóels Pálssonar á Jazzbarnum, Kvartett Ómars Einarssonar á Kringlukránni og Hljómsveit Eddu Borg í Leikhúskjallaranum. Margrét Pálmadóttir endurráðin SJÖTTA starfsár Barnakórs Grensáskirkju hefst næstkom- andi þriðjudag kl. 17. Þá mæta allir núverandi kórfélagar í skráningu, nýir félagar mæta kl. 18 og þreyta inntökupróf, æskilegur aldur frá 6-13 ára. Æfingadagar verða sem fyrr laujfardagsmorgnar og þriðju- dagseftirmiðdagar. Margrét J. Pálmadóttir, stofnandi kórsins, hef- ur verið endurráðin og undirleik- arar verða í vetur David Knowles Ját- varðsson og Árni Arin- bjarnarson. Kórinn starfar í tveimur deild- um auk byrjendafræðslu og tekur þátt í guðsþjónustum auk þess að halda reglulega tónleika á aðventu og á vorin. Námskeið í myndþerapíu SKRÁNING á myndþerapíun- ámskeið hjá Sigríði Björnsdótt- ur, Brekkustíg 8, stendur nú yfir. Námskeiðið er verklegt, þar sem myndin er notuð til tjáningar og samskipta og er námskeiðið aðallega ætlað kennurum, þroskaþjálfum, hjúkrunarfræðingum, sálfræð- ingum og öllu öðru fagfólki í uppeldis-, félags- og heilbrigð- isþjónustu. Markmiðið með námskeið- inu er að kynna starfsgreinina í gegnum eigin reynslu og upp- lifun þar sem þátttakendum gefst kostur á að æfa sig í ýmsum þáttum myndþerap- íunnar, s.s. sjálfstjáningu í gegnum eigið myndferli og gagnkvæm samskipti í hópum- ræðum, sjálfsprottinni mynd- sköpun, hugmyndaflugi og skapandi hugsun, innsæi, hóp- efli og sjálfstyrkingu. Kennari er Sigríður Björns- dóttir, löggiltur félagi í „The British Association of Art Therapists" (BAAT). Jazzleikskoli bamanna Börnin eiga það be+ita <tkiluf Skemmtilegur dans, þjálfun í líkamsburði, jafnvægisæfingar, léttar fimleikaæfingar, hreyfiþroski, hollar teygjur og nauðsynleg liðkun líkamans. 14 vikna byrjenda- og framhaldsnámskeið. 2- 3 ára 3- 4 ára 5-6 ára 7-9 ára 10-11 ára C^V jjPI ■ náöa ftrwfi'm hesta/ DANSSTÚPÍÓ SÖLVEIGAR Kennsla hefst 11. september. Innritun t síma 553-0786 frá kl. 14-18 alla daga Margrét Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.