Morgunblaðið - 03.09.1995, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.09.1995, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KYIKMYNDIR/Sambíóin sýna spennumyndina Crimson Tide með þeim Denzel Washing- ton og Gene Hackman í aðalhlutverkum. Þeir leika yfirmenn um borð í kafbáti, sem takast á um völdin þegar neyðarástand ríkir vegna hugsanlegrar kjamorkuárásar Valdatafl 1 undirdjúpum OGNARÁSTAND ríkir um borð í bandaríska kjarnorkukaf- bátnum USS Alabama eftir að þangað hefur borist skeyti um að' hugsanlega geti verið yfirvofandi kjarnorkuárás frá uppreisnar- mönnum í Rússlandi. Yfirmönnum kafbátsins er skipað að vera í við- bragðsstöðu og skömmu síðar berst ógreinileg dulmálsskipun um stöðu mála, en vegna bilunar um borð í kafbátnum verður hann sambandslaus við umheiminn og því ekki hægt að ráða að fullu merkingu skeytisins. Skipherrann um borð í USS Alabama, kafteinn Ramsey, teiur sig hafa fengið skip- un um að gera kjarnorkuárás á rússnesku uppreisnarmennina, en hægri hönd hans um borð, sjóliðs- foringinn Ron Hunter, er ekki sama sinnis. Þessir tveir yfirmenn mestu drápsvélar mannkynsins takast því á um yfirráðin um borð og vegna sambandsleysis við kaf- bátinn fylgist umheimurinn með án þess að geta nokkuð gert. Leikstjóri Crimson Tide er hinn breski Tony Scott, en framleiðend- ur myndarinnar eru þeir Don Simp- son og Jerry Bruckheimer, og er þetta annar sumarsmellur þeirra þetta árið, en þeir framleiddu einn- ig Bad Boys, sem sýnd er í Sambíó- unum. Fjölmargir breskir leikstjórar, sem hófu feril sinn í auglýsinga- gerð, t.d. Alan Parker og Adrian Lyne, hafa náð verulegum árangri sem kvikmyndaleikstjórar, en fáir þeirra hafa notað sölubrellur aug- lýsinganna í jafnmiklum mæli í myndum sínum og Tony Scott. Hann er fæddur í Newcastle í Englandi 21. júní 1944, en þar var faðir hans hafnarverkamaður, og að Ioknu námi við listaskóla í Le- eds og London, þar sem hann lærði iistmálun og ljósmyndun, gekk hann til liðs við fyrirtækið RSA Productions, sem Ridley bróðir hans hafði þá stofnað. Þetta var árið 1973 og á næstu árum gerði Scott fjölda auglýs- inga, sem margar hverjar unnu til verðlauna, en einnig gerði hann sjónvarpsmyndir og fræðslumynd- ir. Fyrstu kvikmyndina gerði hann svo 1983, en það var The Hunger með þeim David Bowie og Cather- ine Deneuve í aðalhlutverkum. Myndin þótti framúrstefnuleg og hlaut iitla náð fyrir augum áhorf- enda, og sagði Scott síðar að hann hefði augljóslega þurft að leggja meiri áherslu á tilfinningalíf aðal- persónanna í myndinni. í kjölfar myndarinnar stóð hon- um fátt til boða en svo fór að lok- um að framleiðendurnir Don Simp- son og Jerry Bruckheimer, sem voru að leita að hæfum manni til að leikstýra Top Gun, komu auga á Scott og fengu hann til verks- ins. Varð Top Gun aðsóknarmesta myndin 1986 og sömuleiðis varð næsta mynd Tony Scotts, Beverly Hills Cop II, aðsóknarmesta mynd- in 1987. Gagnrýnendur líktu þess- um myndum hans við sjónvarps- auglýsingar og tók hann þau um- mæli sem hrós, en haft var eftir honum i blaðaviðtali að hann liti svo á að 30 sekúndna auglýsing gæti verið jafnmikið listaverk og 100 mínútna löng kvikmynd. En þrátt fyrir þetta viðhorf fór svo að næstu þijár kvikmyndir Scotts ollu vonbrigðum og náðu ekki vinsældum þrátt fyrir að þær væru stjömum skrýddar. Þetta voru myndimar Revenge (1990) með Kevin Costner í aðalhlutverki, Days of Thunder (1990) með Tom Cruise og The Last Boy Scout (1991) með Bruce Willis í aðalhlutverki. Scott rétti þó fljótlega úr kútnum aftur því árið 1993 gerði hann metnaðar- ÁHÖFNIN um borð í USS Alabama fylgist spennt með fregnum af yfirvofandi árás rússneskra uppreisnarmanna á kafbátinn. YFIRMENNIRNIR tveir takast á um völdin um borð þegar þá greinir á um hver viðbrögðin eiga að vera við hugsanlegri árás. fyllstu mynd sína til þessa, en það Tarantino. Síðan varð nokkurt hlé Iiðnum, en myndin hefur hlotið var hin vinsæla True Romance, sem hjá Tony Scott, eða þar til Crimson mjög góða dóma og notið geysimik- gerð var eftir handriti Quentins Tide leit dagsins ljós í maí síðast- illar aðsóknar. AÐ eru sannkallaðar stór- stjörnur sem fara með aðalhlutverkin í Crimson Tide, en báðir hafa þeir Denzel Was- hington og gamla kempan Gene Hackman unnið til óskarsverð- launa fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu. Denzel Washington, sem leik- ur hinn hugaða sjóliðsforingja Ron Hunter, er fæddur 28. des- ember 1954 í Mt. Vernon í New York-fylki og innritaðist hann í læknisfræðinám við Fordham University. Hann sneri þó fljót- lega við blaðinu eftir að hann varð gripinn miklum leiklistar- áhuga þegar hann fór með hlut- verk I skólasýningu, og að loknu háskólanámi fékk hann inn- ..göngu í American Conservatory Theatre í San Francisco þar sem hann var við nám í tvö ár. Leiklistarferil sinn hóf Wash- ington þegar hann lék með leik- félaginu Shakespeare in the Park í New York, og í kjölfarið fylgdu fjölmörg hlutverk í upp- setningum off-Broadway. Eftir nokkur hlutverk í sjónvarps- myndum Iék hann í kvikmynd- inni Carbon Copy 1981, en fyrsta aðalhlutverk hans var í mynd- inni A Soldier’s Story, sem frum- sýnd var 1984. Washington hef- ur síðan leikið í fjölda kvik- mynda, og var hann tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlut- verk sitt í Malcolm X, en fyrir það hlaut hann meðal annars verðlaun á kvikmyndahátíðinni Þunga- vigtar- menn Gene Hackman i Berlín sem besti leikari og verðlaun gagnrýnenda í New York. Meðal annarra kvikmynda sem Washington hefur leikið í eru Philadelphia, The Pelican Brief, Much Ado About Nothing, Mississippi Masala, Mo’Better Blues, Glory, en fyrir hlutverk sitt i henni hlaut hann óskars- verðlaun sem besti leikari i aukahlutverki, Cry Freedom, sem hann hlaut óskarstilnefn- ingu fyrir, Ricochet, Heart Condition, The Mighty Quinn, For Queen and Country og Pow- er. Washington hefur nýlokið við að leika i myndinni Virtuosity, og einnig leikur hann i myndinni Devil in a Blue Dress, sem frum- sýnd verður í haust. Gene Hackman, sem leikur hinn harðneskjulega kaftein Ramsey, á að baki langan feril í kvikmyndum, en hann hefur nú leikið í hátt í 70 myndum. Hackman er fæddur í Riverside í Kaliforníu 30. janúar 1930, en hann ólst upp i Danville í Illino- is þar sem faðir hans var prent- ari hjá dagblaði. Hackman gekk í Iandgöngulið bandaríska flot- ans þegar hann var aðeins 16 ára gamall og laug hann til um aldur til að komast í herinn. Að hermennskunni lokinni lagði hann stund á nám í málaralist og ferðaðist síðan um Bandarík- in og tók að sér ýmis störf hjá sjónvarpsstöðvum víðsvegar um landið. Hann sneri að lokum heim til Kaliforníu á nýjan leik og gekk þar til liðs við Pasadena leikfélagið þar sem hann kom i fyrsta sinn fram á leiksviði, og upp frá því lék hann í ýmsum leikritum jafnframt því sem hann sá fjölskyldu sinni farborða með hinum og þessum störfum á daginn. Leið Hackmans lá svo til New York í leiklistarnám hjá Lee Strasberg Actors Studio, og brátt fór svo að hann fékk smá- hlutverk í stórborginni bæði á sviði og í sjónvarpi. Fyrsta myndin sem hann lék í var Mad Dog Coll, sem gerð var 1961, en þar fór hann með smáhlutverk, og árið 1964 lék hann á móti Warren Beatty og Jean Seberg í Lilith. Hackman hefur tvívegis hlotið óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína, en hann hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki í mynd- inni The French Connecti- on og fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni The Unforgiven. Áð auki hefur hann hiotið þrjár til- nefningar en það var fyrir myndirnar Mississippi Burn- ing, I Never Sang for My Father og Bonnie and Clyde. Meðal annarra mynda sem þessi vinsæli og virti leikari hefur leik- ið í eru Wyatt Earp, The Firm, Class Action, No Way Out, Hoosi- ers, The Convers- ation, The Posei- don Adventure, Downhill Raeer og Scarecrow. Fyrr á þessu ári lék hann svo á móti Sharon Stone í The Qu- ick and the Dead, sem Stjörnubíó er að hefja sýning- ar á, og á næstunni verða frum- sýndar myndirnar Get Shorty, þar sem Hackman leikur á móti John Travolta og Danny DeVito, og Birds of a Feat- her, þar sem hann leikur á móti Robin Williams. Denzel Washington

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.