Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 29

Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 29
28 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 2í STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEFUR EFNA- HAGSBATINN SKILAÐ SÉR TIL ALMENNIN GS? FRIÐRIK Sophusson tjármála- ráðherra skrifar grein í Morg- unblaðið í gær í tilefni af umræðum um landflótta vegna bágra lífs- kjara og þungrar skattabyrði. í megindráttum er málflutningur ijármálaráðherra sá, að efnahags- batinn hafi skilað sér til almenn- ings og því til sönnunar bendir hann á, að kaupmáttur heimilanna hafi aukizt um tæplega eitt pró- sentustig umfram þjóðartekjur og á næsta ári muni þessi aukning skila sér enn betur. Og jafnframt að frá því að hann tók við emb- ætti fjármálaráðherra hafi skattar ekki hækkað og að í ár verði skattatekjur ríkissjóðs lægsta hlut- fall af landsframleiðslu, sem um getur frá árinu 1987. Ekki skai dregið í efa, að fjármálaráðherra fari rétt með þessar tölur. Hitt fer tæpast á milli mála, að almennir Iaunþegar upplifa þetta með.öðrum hætci. Helzta breyt- ingin, sem orðið hefur á launakjör- um meginþorra launþega er 2.700 króna hækkun á mánuði, sem um var samið í kjarasamningum sl. vetur. Ef gengið er út frá því sem vísu, að tölur fjármálaráðherra séu rétt- ar vaknar sú spurning, hvers vegna almennir launþegar kann- ast lítið við, að efnahagsbatinn hafi skilað sér til þeirra. Hugsan- leg skýring er sú, að efnahagsbat- inn hafi skilað sér til annarra en þeirra sem búa við þau almennu launakjör, sem tíðkast í landinu. Það leikur tæpast nokkur vafi á því, að launamunur hefur farið vaxandi á íslandi á undanförnum einum til einum og hálfum áratug. Eru hinir betur settu að fá meira í sinn hlut af efnahagsbatanum en hin svonefnda millistétt? Að vísu áttu kjarasamningar að koma í veg fyrir það og bæta fremur hlut hinna verst settu en það væri þá ekki í fyrsta sinn, sem þau markmið hafa ekki náðst í reynd. Friðrik Sophusson hefur ítrekað haldið því fram, að skattar hafi ekki hækkað í fjármálaráðherratíð hans. Og hann getur rökstutt þá staðhæfingu með því að vísa til heildarskatttekna ríkissjóðs. En jafnframt hefur fjármálaráðherra staðfest, að fyrrverandi ríkisstjórn hafi fært skattbyrðina frá fyrir- tækjum til einstaklinga. Þetta hef- ur verið gert með ýmsum hætti en niðurstaðan er sú, að almennir launþegar borga með einum eða öðrum hætti meiri hluta tekna sinna en áður í margvísleg opinber gjöld. Svo geta menn endalaust deilt um það, hvort líta eigi á þjón- ustugjöld, sem skatta eða eitthvað annað. Það fer hins vegar tæpast á milli mála, að tilfinning launþega almennt um eigin hag er önnur en fjármálaráðherrann heldur fram. Og það er auðvitað spurn- ing, hvort það þjónar nokkrum tilgangi fyrir stjórnmálamenn að loka augunum fyrir því. Fólk gerir meira af því en áður að bera saman laun hér og annars staðar svo og verðlag hér og í öðrum löndum. Almenningur skil- ur ekki, hvers vegna fiskvinnslu- fyrirtæki í Danmörku geta borgað margfalt hærra kaup en fyrirtæki hér. Þessi samanburður og auknir möguleikar á vinnu í nálægum löndum valda því, að fólk, sem hefur vinnu hér leitar í auknum mæli til annarra landa. Þetta er ekki bara vandamál stjórnmála- manna, heldur líka atvinnurek- enda og þjóðarinnar allrar. Við þurfum að leita skýringa á því hvers vegna laun eru lægri hér en annars staðar og lífskjör lak- ari. Við höfum getað skýrt það á undanförnum árum með aflabresti á þorskveiðum og almennum efna- hagssamdrætti. Nú þegar hag- vöxtur fer vaxandi duga þær skýr- ingar ekki öllu lengur. TÓNLIST ER tæðst lista, hefur verið sagt, hvaðsem það merkir. Ljóðskáld hafa að sjálfsögðu jafnmikla ánægju af tónlist og annað fólk, en þau nýta sína eigin músík í ljóðunum og það er hún sem getur oftaren ekki ráðið úrslitum um listrænan árangur. Ljóðskáld fagna því að sjálfsögðu þegar góð tónskáld semja fallega músík við Ijóð þeirra. Ég hef átt slíku láni að fagna og met mikils áhuga tón- skálda á ljóðum mínum. Veit vel þau hafa stundum lyft þeim í hærra veldi. Það getur þá ekkisízt verið eftirminnilegt þegar ljóðskáld eða einhver annar flytur ljóð með tón- list. En þessi tónlistaráhugi merkir þó ekki að ljóðlistin sé að afsala sér þeim túlkunarhætti sem eðlilegast- ur er, það er að ljóðið sé annað hvort lesið í hljóði eða upphátt enda á það sér sjálfstæða tilveru og músíkin í því ætti að nægja lesand- anum ef allt er með felldu. Það er semsagt einnig ástæða til að flytja Ijóð eða lesa upphátt án þess þau séu endilega sungin. En það má víst helzt ekki núorðið, upplestur ljóða er nánast bannvara í sjón- varpi, en þar geta þau komizt að í söng. En þó að sjálfsögðu ekki í stað dægurflugna; tilaðmynda í dagskrárlok; því ömurlegra söngl, því betri dagskrárlok. Auk þess er sjónvarpið sérstakur fulltrúi þeirrar einsmenningarlegu poppmergðar sem öllu ræður í skemmtibransan- um nú um stundir. Ég veit vel að skiptar skoðanir eru um það hvort skáld eða aðrir eigi að lesa upp ljóð fyrir áheyrend- ur því ljóðið sé ætlað einstaklingi en ekki fjölda. Ljóðlist sé einmana- leg grein, ætluð fáum. Þetta sjónar- mið kom meðal annars fram í sam- tölum okkar Stephens Spenders á sínum tíma en hann sagðist ekki vera viss um hvort skáldum væri einhver akkur í almennum vinsæld- um. Ljóðskáld í Bretlandi hugsi til- aðmynda ekki um hvort það sé vin- sælt eða ekki heldur fyrst og síðast hvort öðrum ljóðskáldum líki verkið. Það skipti einna helzt máli. Ljóð- skáld sem geti lesið ljóð sín nógu vel upp geti alltaf fengið nóg af áheyrend- um, en það þurfi ekki endilega að merkja - að ljóðin séu góð. Samt bætti Stephen Spender því við að meðalhófíð væri líklega bezt. Hann kvaðst vilja eiga lesendur fyrir utan þröngan hring skáldanna, sagðist ekki vilja vera eingöngu ljóðskáld fyrir Ijóðskáld. Pound hafi ekki ætlazt til að fleiri en þijátíu mönn- um geðjaðist að ljóðum hans. Ungur sætti ég mig harla vel við þessar upplýsingar. Nú veit ég að Stephen Spender hefur sjálfur haft mikla ánægju af að lesa ljóð sín og þau hafa verið gefin út á stór- góðum hljóðböndum sem unnt er að hafa unun af. Bretar eiga mjög merkilega upplestrarhefð og frá- bærar útgáfur á ljóðaflutningi. Ég held þetta sé arfleifð frá Shake- speare. Engum hefur enn dottið í hug að syngja leikrit Shakespeares, samt eru þau ljóðlist. Og þau halda velli sem slík. Ég get raunar ekki ímyndað mér eftirminnilegri músík en upplestur Dylan Thomas eða Richard Burtons svo dæmi séu tek- in. Spólur með Ijóðalestri þeirra eru gersemi. Og þá eru spólur með upplestri höfuðskáldanna stórmerk- ur fjársjóður. Þau komast vel af, hjálparlaust. En nú þarf helzt að syngja allt hér á landi ef það á að komast til skila. Hvenær ætli komi að því að sjónvarpsfréttirnar verði sungnar; eða allt þetta innantóma samtals- skvaldur; eða framboðsræðurnar. Það yrði gott fyrir vini mína Ólaf G. Einarsson og Árna Johnsen ef sungnar framboðsræður kæmust í tízku því þeir eru góðir í fjárlögun- um. En hvað þá um hina vini mína í Flokknum? I öllum flokkum? Þá sem eru tilaðmynda laglausir? Hitt er svo annað mál að allt er gott í hófi, einnig söngur. Og ég hef reynslu fyrir því að það getur verið yndælt að lesa Ijóð með tónlist. Það þarf ekki að koma'í veg fyrir að menn lesi kvæði í hljóði. Semsagt, allt er gott í hófí - einnig upplestur á ljóðum. Þrátt fyrir þá staðreynd að Ijóð hafa svona nokkurn veginn haldið velli, eiga þau ekki upp á pallborðið hjá Ijósvakamiðlunum. Þar er allt sungið eins og ég sagði. Og ef það er ekki sungið, þá er það helzt ekki flutt. Landsýn Steins Steinars hefur aldrei verið flutt í sjónvarpi svo mér sé kunnugt. En nú er farið að syngja það - og þá má flytja það! Menn gera kröfur til þess að allt sé dúllað nú um stundir. Við lifum í raun og veru á velmektardögum Gvends dúllara. Það kemur aðvísu fyrir áð ljóð- skáldum er boðið að lesa í gömlu Gufunni. Það er nokkuð rausnarlegt eins og tímarnir eru. Það sem verð- ur ekki sungið verður helzt ekki flutt, segir bókmenntaþjóðin ein- stæða. Tónskáldin (og hinir útvöldu, þ.e. dagskrárgerðarmennimir) hafa það nokkurn veginn í hendi sér hvaða Ijóð eru flutt á ljósvökunum. Það má kannski vel sætta sig við það þegar þau lyfta skáldskapnum í hærra veldi. En það er allur gang- ur á því. Stundum eru lögin svo góð að kvæðið týnist! Hver flytur Nú andar suðrið sæla — eða stað- næmist við innihald þess? Ingi T. Lárusson var snillingur. Og hann var yndislegur maður, það þekkti ég af eigin raun. En ljóð Jónasar er hætt að vera ljóð. Nú er það söngljóð. Og má vera það fari vel á því. Jónas sóttist sjálfur eftir góðum lögum. Njörður P. Njarðvík á heiður skilið fyrir það frumkvæði á sínum tíma að láta flytja Ijóð fyrir hádegis- fréttir. En hann var auðvitað kaf- færður um leið og hann hætti að vera formaður útvarpsráðs. Nú er allt sungið fyrir hádegisfréttir, eins og í réttunum. En í réttunum er þó enn farið með eina og eina stöku samkvæmt þeirri formúlu að það sem er gott fyrir sauðkindina er gott fyrir fólkið í landinu. Segir í Innansveitarkroniku. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Áhrif vopnasölu- banns ÍMAMÓT urðu í átökun- um í Bosníu-Herse- góvínu á miðvikudag þegar herþotur og stórskotalið Atlantshafsbanda- lagsins hófu stórfelldar árásir á herbúnað og stöðvar Bosníu-Serba. Allt frá því átökin hófust í Bosníu árið 1992 höfðu hernaðar- leg afskipti Vesturlanda af deilunni verið í lágmarki. Allar tilraunir Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins til að stilla til friðar hafa reynst gagnslitlar og í einhveijum tilvikum jafnvel magnað þær deilur, sem fyrir voru. Við upphaf átakanna í Bosníu var reynt að fá deiluaðila til að fallast á skiptingu landsins í mjög sjálfstæðar kantónur, ekki ósvipað því kerfi sem til staðar er í Sviss, en sú hugmynd var upphaflega komin frá Martti Athisaari, sem síðar varð forseti Finnlands. Eftir að þeirri hugmynd hafði verið varpað fyrir róða var lengi vel stuðst við tillögu þeirra Cyrus Vances og Davids Owens, að skiptingu ríkisins, en þar var í fyrsta skipti gert ráð fyrir að landsvæði Bosníu yrði deilt niður á múslima, Króata og Serba. Hún fékk lítinn hljómgrunn meðal deiluaðila og varð, ef eitthvað er, til að flýta því kapphlaupi, er þegar var hafið, milli þessara þjóða, til að tryggja sér sem stærst landsvæði með valdi. Ein umdeildasta ákvörðun Vestur- landa hefur verið vopnasölubann Sameinuðu þjóð- anna á lýðveldi fyrrverandi Júgóslavíu. í Bosníu bitnaði það harðast á múslimum, sem ekki höfðu aðgang að vopnabúrum júgóslavneska sambandshersins fyrrverandi. Hart hefur verið deilt um réttmæti vopnasölubarmsins og fyrr í sumar samþykkti Bandaríkjaþing að aflétta því. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti beitti neitunarvaldi gegn þeirri ákvörð- un. Vissulega hafði vopnasölubannið mikil áhrif á framvindu deilunnar. Hermenn múslima voru illa vopnaðir og skipulagðir þegar hún braust út en tókst þrátt fyrir það að veita Serbum harða andstöðu. í mörgum þorpum vörðust þeir þar til skot- færin voru á þrotum en héldu þá til fjalla. Þar voru múslimar háðir hjálparsendingum er varpað var úr flugvélum á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Loks fór svo að sent var léttvopnað frið- argæslulið til Bosníu sem hafði þó ekki það hlutverk að veija óbreytta borgara fyrir árásum. Oftar en ekki reyndist það hlutskipti friðargæsluliða að fylgjast van- mátta með átökum og ofbeldisverkum. Þeim var einungis heimilt að beita skot- vopnum ef á þá sjálfa var ráðist. Helstu borgir múslima voru gerðar að „griðasvæðum“ undir vernd Sameinuðu þjóðanna sem til skamms tíma reyndist ekkert annað en orðin tóm. Árásir Serba héldu áfram óáreittar. Deilan hefur stig- magnast og loks var svo komið að Vestur- lönd stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun að hætta afskiptum af henni eða láta til sín taka með afgerandi hætti. Síðari kosturinn hefur verið valinn en enn á eftir að koma í ljós hveijar afleiðing- arnar verða. Fram til þessa hafa afskipti SÞ, NATO og Evrópusambandsins verið fálmkennd og grafíð undan trausti þessara stofnana. Það verður efiaust bið á því að Sameinuðu þjóðimar taki að sér umfangs- mikil friðargæsluverkefni á ný og fáir trúa því lengur að Evrópusambandinu muni í raun takast að móta sameiginlega stefnu í utanríkis- og varnarmálum í náinni fram- tíð. Breski sagn- fræðingurinn og blaðamaðurinn Noel Malcolm, sem um árabil hefur sér- hæft sig í málefn- um Balkanskaga, ritaði á síðasta ári bók Varhuga- vert þekk- ingarleysi sem hann nefnir Stutt saga Bosníu (Bosnia. A short history). Þar rekur hann sögu þess svæðis, sem í dag er Bosníu- ríki, allt frá miðöldum til nútímans. í bók- inni færir hann sterk rök fyrir því að skort- ur á þekkingu og skilningsleysi hafi ein- kennt alla umræðu á Vesturlöndum um Bosníu-Hersegóvínu pg torveldað lausn á Bosníudeilunni. Malcolm segir að á Vesturlöndum hafí gætt tilhneigingar til að skýra Bosníudeil- una í ljósi upplausnar Sovétríkjanna. Þeg- ar sá „agi“ sem fylgdi miðstýringunni frá Kreml var ekki lengur til staðar hafí gaml- ar deilur og hatur leysts úr læðingi og þróast út í þau átök, sem við höfum orðið vitni að á síðustu árum. Þetta er að mati Malcolm kolröng söguskýring. Aginn sem Sovétríkin kynnu hugsanlega að hafa haft á Júgóslavíu hafí horfið þegar leiðir Stal- íns og Titos skyldu árið 1948. Þá sé það að auki rangt að halda því fram að kommúnisminn hafí stuðlað að því að draga úr þjóðernishyggju í Austur- Evrópu. Annaðhvort hafí kommúnistar virkjað þjóðernishyggjuna í eigin þágu (líkt og til dæmis Slobodan Milosevic í Serbíu og Nicolae Ceausescu í Rúmeníu) eða þá kynt undir hana með því að stuðla að pólitískri vanmáttarkennd og fírringu með- al fólks. Oft hafí hvoru tveggja verið raunin og sé það hvað greinilegast í þeim ríkjum Austur-Evrópu, þar sem svokallaðir „hægri öfgaflokkar" ná miklu fylgi meðal almennra kjósenda, með því að nota áþekk söguleg og trúarleg tákn og gert var á kommúnistatímanum og með forystu- mönnum, sem flestir eiga rætur að rekja til fyrrverandi kommúnistaflokka eða ör- yggislögreglu. Það segir Malcolm meðal annars hafa gerst í Serbíu. Rótgróið hatur? I Malcolm segir annan útbreiddan misskilning á Vest- urlöndum vera að þau átök sem hóf- ust í Bosníu vorið 1992 megi rekja til „rót- gróins þjóðernishaturs" sem blossað hafí upp af sjálfu sér. Vissulega hafi ávallt mátt greina hatur og togstreitu milli þjóða Bosníu í gegnum söguna. Deilurnar hafí hins vegar ekki verið stöðugar og þaðan af síður hafi átökin ávallt verið af sama toga. Malcolm segir ekki rétt að upp- spretta deilna milli þjóða Bosníu hafi verið trúarlegs eða þjóðemislegs eðlis öðru frem- ur. Miklu frekar hafí ástæðurnar verið efnahagslegar. Stétt bænda hafi að mestu leyti samanstaðið af kristnum mönnum og hafði hún illan bifur á landeigendum, sem flestir voru múslimar. Þær efnahagslegu ástæður sem ollu deilum í Bosníu hurfu smám saman á síð- ari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirr- ar tuttugustu með efnahagsframförum og umbótum. Einnig dró úr trúarbragðadeil- um á þessari öld þar sem vægi trúar- bragða í daglegu lífi fólks varð sífellt minna. Til blóðugra átaka kom milli ólíkra trúarsamfélaga í kringum heimsstyijald- irnar báðar en þau átök segir Malcolm verá undantekningu frá þróuninni að öðru leyti og hafi orsakir þeirra verið að fínna utan landamæra Bosníu en ekki innan. Auðvitað, segir Malcolm, er hægt að fara í gegnum sögu ríkis á borð við Bosníu og finna þar tímabil sem einkenndust af trúarátökum, ofbeldi og stjórnleysi. Póli- tísk saga Bosníu á þessari öld ráðist hins vegar ekki af atburðum á fjórtándu eða nítjándu öld. Ef beita ætti rökum af þessu tagi gætu þau átt við mörg vönnur ríki og nefnir Malcolm sögu Frakklands sem dæmi, trú- arstríð 17. aldar, tíðar svæðisbundnar upp- reisnir, ofsóknir á hendur húgenottum árið ÍB85, ofbeldi og fjöldamorð í tengslum við frönsku byltinguna, pólitísk upplausn og óstöðugleiki á tuttugustu öldinni og sam- starf Frakka við nasista í síðari heimsstyij- öldinni. Hann telur þó ólíklegt að ef hópur hermanna og stjórnmálamanna myndi hefja stórskotaliðsárás á París að slíkt J= RE YKJAVÍK URBRÉF Laugardagur 2. september VIÐ SÆBRAUT. Höggmyndin „Partnership-Samstarf" eftir Pétur Bjarnason (1991). Morgunbiaðið/Rax yrði skýrt með tilvísun til „rótgróins hat- urs meðal frönsku þjóðarinnar“. Einn helsti munurinn er kannski sá að saga Frakklands hefur verið gaumgæfi- lega rannsökuð á meðan þekking á Bosníu er afar takmörkuð. Nefnir Malcolm að margir hafi haldið því fram á síðustu árum að Bosnía hafi aldrei verið til sem ríki og að landamæri milli lýðvelda Júgóslavíu hafi verið uppfínning Titos. í raun hafi Tito einungis endurreist söguleg landa- mæri Bosníu frá síðari hluta ottoman-tíma- bilsins og tíma austurrísk-ungverska keis- aradæmisins. Þá gætir ruglings varðandi uppruna bosnískra múslima, sem megi ekki síst skýra með því að króatískir sagn- fræðingar hafa í heila öld reynt að sann- færa umheiminn um að múslimar í Bosníu væru í raun Króatar og serbneskir sagn- fræðingar hafí haldið því fram að þeir væru í raun Serbar. Það var í apríl- mánuði 1992 sem Evrópusambandið eftir 529 ár viðurkenndi Bosníu-Hersegó- vínu sem sjálfstætt ríki. Skömmu síðar fékk Bosnía aðild að Sameinuðu þjóðunum. Hafði ríkið ekki verið sjálfstætt frá árinu 1463 ef frá eru skilin nokkur styttri tíma- bil á undanförnum tveimur öldum. „Fréttaskýrendur voru fljótir að benda á að Bosnía hafði á þeim 529 árum sem á milli voru verið hluti af tveimur keisara- veldum, einu konungsveldi og kommúnísku sambandsríki. Bosnía gat að þeirra mati ekki orðið að ríki þar sem þijár þjóðir byggðu lýðveldið. Bosnía yrði að vera hluti af stærri heild,“ segir Malcolm og bætir við að ef beita ætti þeim rökum að einung- Sjálfstæði is þjóðríki ættu möguleika sem sjálfstæð ríki væri framtíð flestra aðildarríkja Sam- einuðu þjóðina ekki ýkja björt. Sú söguskýring að Bosnía verði að vera hluti af stærri heild til að hún tortími ekki sjálfri sér gangi ekki heldur upp. Hið gagnstæða sé raunin; helsta ógnun Bosníu í gegnum söguna hafí verið utanaðkom- andi öfl og afskipti en ekki innri togstreita. Samkeppni Króata og Serba allt frá síð- ustu öld hefur til dæmis valdið spennu meðal þjóða Bosníu. Margir kaþólskir Bosníumenn hófu að líta á sig sem Króata og rétttrúaðir sem Serba til aðgreiningar frá öðrum. Sambúð múslima, Króata og Serba segir Malcolm vissulega hafa verið flókna og ekki án erfíðleika en á heildina litið hafí hún þó gengið tiltölulega snurðu- laust fyrir sig. Það hafí verið ljóst er Júgó- slavía leystist upp að erfítt yrði að halda saman Bosníu sökum þess ‘hve margar þjóðir byggðu landið. Sambúð múslima, Króata og Serba í Bosníu hafí hins vegar einnig verið mikilvægasta röksemdin fyrir að halda ríkinu sameinuðu. Þjóðirnar væru það samtvinnaðar að fómarkostnaðurinn yrði gífurlegur ef skilja ætti þær að. Meiri- hluti þjóðarinnar hafi viljað leggja það á sig að viðhalda Bosníu en minnihluti, und- ir áhrifum nágrannaríkis, hafi beitt sér gegn því. Minnihluti þessi hafi haft vopn en það höfðu aðrir ekki. Hér er að mörgu leyti að fínna kjarna málsins. Þeir sem vildu viðhalda hinu margbreytilega og að mörgu leyti umburð- arlynda samfélagi Bosníu máttu sín lítils gegn þeirri skipulögðu atlögu sem gerð var fyrir tilstilli serbneskra þjóðernissinna. Malcolm rekur hvernig Milosevic Serbíu- forseti og stjórn hans ýttu undir deilur milli þjóða Bosníu á skipulagðan hátt þar til í brýnu skarst að lokum. „Grundvallarmistök vestrænna stjórn- málamanna voru að líta á einkenni stríðs- ins einvörðungu en ekki ástæður þess. Svo virðist sem þeir hafí ekki viljað skilja hvers eðlis áform Milosevics voru. Þeir vildu ein- ungis líta á stríðið sem hernaðarlegt vandamál en ekki pólitískt. Mat á ábyrgð og sekt einskorðaðist við að líta til hveijir hleyptu af byssum — og þar sem báðar fylkingar hleyptu af byssum var sökinni skellt á báðar,“ segir Malcolm. í stað þess að ráðast að rótum vandans hafi Vestur- lönd bitið í sig að koma á vopnahléi. Rúm- lega hundrað vopnahléssamkomulög voru gerð og rofín á árinu 1992 og sé það skýr- asta tákn þess pólitíska skilningsleysis sem einkenndi afstöðu Vesturlanda. Er hann þeirrar skoðunar að ef Bosníu- stjóm hefði verið heimilað að verða sér úti um vopn á sínum tíma hefði það getað orðið til að útkljá deiluna á innan við hálfu ári. Að öllum Iíkindum hefði stjórnarhern- um ekki tekist að vinna sigur á Serbum en aftur á móti getað veitt þeim það harða mótstöðu að þeir hefðu gefíst upp á að reyna að sölsa undir sig land með valdi. Það hafi hins vegar ekki verið leyft með þeim rökum að slíkt myndi „draga átökin á langinn“. Breski sagnfræðingurinn segir Vestur- lönd bera ábyrgð á því að evrópsku ríki hafi verið tortímt. Helsti vankanturinn á röksemdafærslu hans er sá, að hvernig sem á málið er litið nær sjálfstæði Bosníu á síðari öldum ekki lengra aftur en til ársins 1992. Saga Bosníu tengist sögu Balkan- skaga í gegnum aldirnar óijúfanlegum böndum. Sú saga er á köflum blóði drifín og myrk öfl hafa sett mark sitt á hana. Harmleikurinn í Bosníu er um margt harm- leikur Balkanskaga. „Þeir sem vildu viðhaida hinu margbreytilega og að mörgu leyti umburðarlynda samfélagi Bosníu máttu sín lítils gegn þeirri skipu- lögðu atlögu sem gerð var fyrir til- stilli serbneskra þjóðernissinna.“ <e

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.