Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 33

Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 33 óopinberar heimildir meina að fjöldi kristinna manna í Kína sé margfalt meiri en opinberar tölur segja til um. Þess má geta að kaþólska kirkjan í Kína starfar sjálfstætt og án tengsla við Vatikanið í Róm. Þrátt fyrir meint trúfrelsi hafa, samkvæmt upplýsingum frá Am- nesty International, hundruð manna verið hneppt í varðhald vegna trúar- skoðana á undanförnum árum, þar á meðal kristnir menn. Það vakti athygli okkar að biskup- inn sem sendinefnd Alþingis heim- sótti er jafnframt þingmaður og sit- ur í stjórnarnefnd þingsins. Hann hlýtur því að vera nokkuð áhrifamik- ill stjórnmálamaður. Þótti það draga nokkuð úr trúverðugieika hans, hvort sem sú tilfinning var á rökum reist eða ekki. Á fundinum ræddi biskupinn stöðu kristinnar trúar í Kína sem hann taldi að væri nokkuð góð. Kristin trú væri í sókn og kirkju- starf blómstraði. Að loknum fundi gafst sendinefndinni tækifæri til að skoða kirkjuna og hlýða á upphaf messu sem fór fram á ensku. Kirkj- an var ekki stór en hún var full af fólki. Einbeitingin skein úr andlitum messugesta. Þeir leituðu greinilega huggunar í trú sinni og fékk ég það á tilfinninguna að kirkjan væri eina haldreipi margra sem þarna voru samankomnir. Enda hlýtur trúin að veita mönnum dýrmæta von í því vonleysi sem stór hluti kínversks almennings býr við. Áður en við kvöddum færði ég biskupnum íslenska Biblíu að gjöf. Hann bað mig fyrir kveðju til bisk- ups Islands með von um samstarf kristinna manna í Kína og á Islandi í framtíðinni. Biskupinn afhenti mér að gjöf veggteppi af hinni heilugu kvöldmáltíð ásamt myndabók og öðrum fræðsluritum um kaþólsku kirkjuna í Peking. Ég mun afhenda biskupi íslands hr. Olafí Skúlasyni veggteppið þar sem mér finnst við hæfi að það sé í varðveislu biskups- embættisins. Kvennaráðstefnan í Peking Það vakti greinilega athygii fréttamanna að kona gegndi æðsta embætti þjóðþingsins (Alþingis) á Íslandi. Ung sjónvarpsfréttakona tók við mig langt sjónvarpsviðtal í lok heimsóknarinnar. Eftir að hafa leitað álits á viðhorfi mínu til ástandsins í Kína eftir heimsóknina, með tilliti til þjóðmála, efnahagsupp- byggingar, lífskjara í Kína o.s.frv. vildi hún m.a. fræðast um jafnréttis- og fjölskyldumál á íslandi. í lok viðtalsins kom hún inn á fyrirhugaða Kvennaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna og vildi heyra mín við- horf til hennar. Ég sagði henni að ég teldi mikilvægt að konur víðsvegar að úr heiminum gætu hist og borið saman stöðu mála, sem væru afar mismun- andi. í sumum heimshlutum væri staða jafnréttismála góð, bæði lagalega og félagslega. Ann- ars staðar væri jafn- rétti frá lagalegu sjónarhorni en skorti því miður á framkvæmdir, sem félagslegar hömlur og gamlir fordómar koma í veg fyrir. Sums staðar eru konur almennt undirokaðar og kúg- aðar. Kvennaráðstefnan væri mikilvæg- ur vettvangur til að styrkja konur í baráttunni gegn hverskonar misrétti og vekja athygli heimsins á ástand- inu. Frábær gestrisni Ferðin var skipulögð í þaula af gestgjöfum okkar og nutum við frá- bærrar gestrisni allan tímann sem við dvöldum í Kína. Dagskráin var ströng, hún hófst hvern dag klukkan átta að morgni og stóð óslitið til klukkan átta að kvöldi a.m.k. Það er ástæða til að þakka sendi- fulltrúahjónum Kína á íslandi fyrir allan undirbúning og fyrirgreiðslu í sambandi við för okkar, sem þau lögðu sig í líma við að yrði okkur bæði fróðleg og ánægjuleg. Salome Þorkelsdóttir, fyrrv. forseti Alþingis. Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis. GREINARHÖFUNDUR í fylgd forseta kínverska þjóðþingsins, Qiao Shi, og varaforseta, frú Chehmuha. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Eru flutt að Engjateigi 1 , símar 557 3340 og 568 7580. Alflietm náffl<skeid fyrir alla, ungar stúlkur og pilta hefjast sunnudaginn 10. æpt. Skemmtilegt, fjölbreytt og mjög fróðlegt námskeið í framkomuþáttum, hreinlæti, snyrtingu, borðsiðum, umgengisvenjum heima og heiman og allt sem prýða má fallega framkomu og snyrtimennsku. Þetta er almennt námskeið fyrir alla. Við erum flutt í ný húsakynni og tökum vel á móti ykkur. M VISA Innritun og upplýsingar í síma 557 3340. Unnur Arngrímsdottir. Kennslustaðir: Reykjavík, Brautarholti 4. Mosfellsbær, Varmárskóli. Hveragerði, grunnskólinn. Innritun í síma 552 0345 kl. 17-23 daglega til 9. sept. Keflavík, Sandgerði, Garður og Grindavík: Innritun daglega í síma 42 67680 kl. 22—23. og í síma 552 0345 kl. 17—23.- fjffenrmm alla samkvæmisdansa. Þjálfum keppnisdansara og sýningarfólk. s œ s sm. iim ma fm m ^ » w * HANDSAUMUÐ BUTASAUMSRUMTEPPI. KODDAVER FYLGIA MEÐ - EINNIG STÖK KODDAVER SOLUSYNING I DAG MILLI KL. 12.00-18.00. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10.00-18.30 : 1 1 I Tvíbreið. 220 x 260 Queen, kr. 14.900 4 aeroir - 3 stæroir:vh ht m* 220^.9.800 ...1........................... 260 x 270 King kr. 16.700 kynningarafsl. af verði í dag. Einníg raðgreiðslur Silkiteppi, ein stœrð 220x260 Queen, kr. 22.600______________________^ Me oÆ M-V "Min t®' WU ' V uúf '#5? 4!« ■'éak W iWi&sy Heildsala - smásala. 1. hæð, Borgarkringlunni, v/hlið 10/11 verslunarinnar, sími 588-7030. ' «9» asaí » sss » && Póstsednum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.