Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 44
44 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Músikleikfimin
hefst mánudaginn 18. september.
Góð alhliða þjálfun fyrir konur sem vilja
bæta þol, styrk og liðleika á markvissan
og skemmtilegan hátt.
Byrjenda- og framhaldstímar.
Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla.
Upplýsingar og innritun í síma 551 3022.
Gígja Hermannsdóttir, íþróttakennari.
Yogastöðin Heilsubót
Síðumúli 15 •Sími 588 5711
uariar athugjðL
KonurjHUiBl^BL---------
Vetrardagskráin byrjar 4. september.
Við bjóðum mjög góðar alhliða æfingar sem byggðar eru á
HATHA - YOGA, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi.
Morgun-, dag- og kvöldtímar.
Sértími fyrir Yogastöðin Heiioubót
barnshafandi konur. síðumúiiis •sími 588 5711
Hættum
að reykja
Námskeið Heilsuvemdar-
stöðvarinnar gégn reykingum
. Takmarkaður fjöldi.
Innritun stendur yfir á okt. '95 námskeið.
Sími: 552-2400 kl. 9-16.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur v/Barónsstíg.
Lungna- og berklavarnadeild.
IDAG
BRIDS
Umsjón Guöm. Páll
Arnnrson
„ÞAKKA þér fyrir, makker,“
sagði G.G. undurþýðri röddu
þegar félagi hans lagði upp
blindan. Sjálfstraustið geisl-
aði af Geltinum grimma,
hinni ófyrirleitnu söguper-
sónu Victors Mollo, en slíkt
er ótvírætt merki þess að
samningurinn sé viðkvæm-
ur. í þetta sinn er „viðkvæm-
ur“ kannski ekki nógu fast
að orðið kveðið. „Vonlaus",
væri nær lagi:
Vestur gefur; allir á
hættu. „ .
Norour
♦ G108
V 32
♦ ÁK2
4 Á6543
Vestur Austur
♦ 976 4 543
4 DG9 lllll * 87654
♦ DGIO 1 11111 ♦ 93
4 KDG10 4 987
Suður
♦ ÁKD2
V ÁKIO
♦ 87654
♦ 2
Eftir opnun vesturs á laufi
varð Gölturinn i suður sagn-
hafi í sjö spöðum. Vestur
doblaði lokasögnina og spil-
aði út laufkóng.
En ekkert er vonlaust í
augum G.G. Hann drap á
laufás og trompaði lauf með
ás. Fór síðan tvívegis inn í
borð á ÁK í tígli til að stinga
tvö lauf til viðbótar með
kóng og drottningu. Fimmta
laufið var þá frítt og Göltur-
inn spilaði næst spaðatvisti
og svínaði áttunni. Staðan
var þá þessi:
Norður
4 GIO
4 32
♦ 2
♦ 3
Vestur Austur
4 97 ♦ 54
4 DG9 ♦ D ||||||. 4 8765
4 - 4 -
Suður
♦ -
4 ÁKIO
♦ 876
♦ -
G.G. tók GIO í spaða og
spilaði síðan laufþristi. Vest-
ur varð að henda hjartaníu,
svo Gölturinn fékk síðasta
slaginn á hjartatíu.
„Ég átti 12 punkta og
tvær tíur!“ hrópaði vestur.
„Gleymdu ekki mínum,“
svaraði austur, dapur í
bragði.
HÖGNIHREKKVÍSI
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Þriðja flokks
veiðimennska
SVERRIR Seheving
Thorsteinsson hringdi til
að kvarta yfír myndbirt-
ingu Morgunblaðsins á
baksíðu sl. fimmtudag
af veiðimanni með tvö
fallin hreindýr.
Hann sagði að hann
væri, eins og allir góðir
veiðimenn, sárhneyksl-
aður. Sér byði við því að
dýr sé skotið í haus eða
háls, það sé ekki viður-
kennd aðferð.
Tapað/fundið
Hjól tapaðist
DÖKKBLÁTT stórt karl-
mannshjól af gerðinni
Kilimanjaro hvarf frá
Barmahlíð fyrir mánuði.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hringi í síma
551-8619.
Gleraugu
fundust
GLERAUGU í dökkbláu
hulstri með grænum klút
inni í fundust bak við
Hafnarbúðir við
Tryggvagötu í Reykja-
vík. Gleraugun eru tví-
skipt í brún-sanseraðri
umgerð. Á öðrum armin-
um er límmiði sem á
stendur RK. Eigandi get-
ur haft samband í síma
562 1817.
Nisti tapaðist
HELGI skrifaði Velvak-
anda eftirfarandi bréf:
„Sumarfríi mínu, frá
miðjum júní, til miðs júlí,
eyddi ég austur á Þórs-
höfn á Langanesi.
Skömmu áður en ég hélt
á leið suður, tapaði ég
Þessi mynd er skóla-
bókardæmi um 3. flokks
veiðimennsku. Maðurinn
gerir beinlínis það sem
enginn veiðimaður má
gera, þ.e. skjóta á dýr,
sé annað dýr nálægt í
hættu. Um villimennsku
er að ræða, ekki sport-
veiði.
Reglan er að skjóta
svo stórt dýr í bóginn,
sem næst hjartastað, en
ekki í hálsinn.
gullnisti, mér mjög kæru,
þar sem það var gjöf frá
dóttur minni. Nistið er
sérkennilegt í lögun.
Lengd þess er ca. 4 cm
og breidd ca. 1 cm. Það
sem einkennir það er að
nafn mitt, Helgi, er mót-
að í flöt þess, með svo-
kölluðu „hieroglyphic"
stafrófi eða forn-egypsku
myndletri. Ég tel líkurnar
vera meiri á því að ég
hafi tapað því á Þórshöfn
en get ekki fullyrt neitt
um það. Hafi einhver
fundið nistið eða einhver
finni það, þó sex vikur
séu liðnar frá því það
tapaðist, bið ég þann vin-
samlegast að hafa sam-
band við mig.
Helgi Thorvaldsson,
Sólheimum 26,
Reykjavík,
sími 553 4932.
Gæludýr
Köttur óskast
KASSAVANUR köttur,
helst persneskur eða
skógarköttur óskast á
gott heimili. Vinsamleg-
ast hringið í síma
568-0069.
Víkveiji skrifar...
STJÓRNMÁL á íslandi hafa liðið
fyrir það, að mati Víkveija
dagsins, að flokkar hafa verið of
margir og of smáir. Sterkar eins
flokks ríkisstjórnir, með skýr mark-
mið og óskipta stjórnunarábygð,
hafa ekki litið dagsins ljós. Kjósend-
ur eiga heldur ekkert val, hvað rík-
isstjórn eða stjómarstefnu varðar,
þegar þeir ganga að kjörborði. Um
allt slíkt er samið á bak þeirra, eft-
ir kosningar. Jafnvel flokkar, sem
fólk hefur hafnað í raun í kosning-
um, geta samið sig inn í ríkisstjórn-
ir — deilt og drottnað.
Þetta kom upp í huga Víkveija
við lestur viðtals Alþýðublaðsins við
Magnús Torfa Ólafsson, fyrrver-
andi þingmann og ráðherra, í vik-
unni. Þar segir sá spaki maður:
„Þá er það svo, að því rækilegar
sem hlutfallskosningakerfið er út-
fært, er líklegra að flokkar verði
margir og smáir. Mér þykir trúlegt
að flokkum fækkaði skjótt ef hér
yrðu tekin upp einmenningskjör-
dæmi. “
Slík kjördæmi yrðu og, að mati
Víkveija, mun skemmtilegri, tengsl
þingmanns og kjósenda nánari,
kostir við kjörborðin skýrari.
xxx
VIÐ EIGUM einn sæmilega stór-
an og sterkan stjórnmála-
flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Fram-
sóknarflokkurinn stendur og vel út
úr hnefa. En það verður naumast
sagt í dag um Alþýðuflokk, Alþýðu-
bandalag, Samtök um kvennalista
eða Þjóðvaka.
Kosningakerfið og kjördæma-
skipunin hafa ýtt undir smáflokka.
Þeir sem muna og þekkja söguna
dulítið aftur í tímann kannast við
nöfn eins og Þjóðvarnarflokkur,
Lýðveldisflokkur, Óháði lýðræðis-
flokkurinn, Samtök frjálslyndra og
vinstri manna, Borgaraflokkur,
Bandalag jafnaðarmanna o.sv.fv.
o.sv.fv. Flokkagerið hefur síðan
valdið því að mikill fjöldi atkvæða
dettur „dauður niður“ í kosningum.
Og smæð flokkanna hefur þau áhrif
að þeir hafa hvorki reynzt fugl né
fiskur á þjóðmálasviðinu.
Einmenningskjördæmi hafa sína
galla, eins og önnur kosningakerfi.
Þau stuðla hins vegar að stórum
og sterkum stjórnmálaflokkum.
Kjósendur vita og fýrirfram hvers
konar ríkisstjórnir þeir koma á
koppinn með atkvæðum sínum. Og
stjórnarstefnur verða skýrari og
markvissari.
xxx
VO LENGI sem Víkveiji man,
og það er býsna langt, hafa
svokallaðir vinstri menn „fimbul-
fambað“ um sameiningu. Hálfrar
aldar síbylja skrafs og skrifa um
þá sameiningu hefur þó jafnhraðan
runnið út í sandinn. Vinstri flokkar
hafa til þessa aðeins sameinast um
að vera ósammála.
Vinstri menn eru þó enn við sama
heygarðshornið. Víkveiji sér það í
blaðinu sínu að Jón Baldvin Hanni-
balsson og Svavar Gestsson hafa
fundað um þetta gamalkunna um-
ræðuefni vinstri manna síðastliðinn
mánudag — og farið á kostum í
orði og æði sem þeirra var von og
vísa!
En máski liggur „lausn vandans“
í orðum Magnúsar Torfa Ólafssonar
um einmenningskjördæmi, sem hér
að framan voru tíunduð. í kosninga-
kerfi einmenningskjördæma ættu
vinstri flokkar ekki annan kost en
að sameinast! Ella koðnuðu þeir
niður. Kosningakerfi af því tagi er
eins og forskrift að þeirri samein-
ingu, sem vinstri menn hafa fjölyrt
um í hálfa öld og heykst á jafn lengi.
Ef hér væru einmenningskjör-
dæmi — eða brezkt kosningakerfi
— myndu trúlega myndast tvær,
kannski þrjá, meginfylkingar. Sjálf-
stæðisflokkur, flokkur fijálslyndra
og hægri manna, Vinstri flokkur
jafnaðarmanna og hugsanlega
Miðjuflokkur. Smáflokkar hyrfu í
blámóðu burt. Farið hefur fé betra!
Með þeim hætti ættu og kjósend-
ur val í kosningum, sem þeir eiga
nánast ekki nú, hvað ríkisstjórn og
stjórnarstefnu varðar. Þá geta þeir
og dregið einn flokk til ábyrgðar á
stjórn landsins, fellt eða stutt eftir
atkvikum og frammistöðu. Skýrari
línur, skýrari valkostir, samhentari
ríkisstjórnir!