Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 45

Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 45 ÍDAG SKÁK Umsjón Margeir Pctursson SVARTUR leikurog vinnur Staðan kom upp á opnu móti í Peking í vetur í við- ureign tveggja Kínverja. Zhu Chunhui (2.360) var með hvítt, en stórmeistar- inn Ye Rongguang (2.510) var með svart og átti leik. 1. - Hg6! 2. Hg3 (Eini vamarmöguleikinn, því eftir 2. Dxg6 — De2+ verður hvítur mát í borð- inu) 2. — Hxg3 3. Dxg3 — De2+ 4. Kcl — Bxf4! og hvítur gafst upp því 5. Dxf4 gengur auðvitað ekki vegna 5. — Del mát. í til- efni af alþjóðlegu kvennar- áðstefnunni í Kína sem mikið er í fréttum er vert að geta þess að Kínveijar eiga heimsmeistara kvenna í skák og hún mun senn freista þess að verja titil sinn fyrir áskoran Zsuzsu Polgar, elstu Polgarsyst- urinnar. Styrkleikamunur á körlum og konum í skák er miklu minni í Kína en á Vesturlöndum. Pennavinir LETTNESKUR háskóla- stúdent með margvísleg áhugamál: Uldis Locmans, O. Kalpaka Street 60-42, Liepaja, Latvia. FRÁ Brasilíu skrifar karl- maður, líklega á þrítugs- aldri, með mikinn áhuga á Islandi: Anderson Carvalho, Rua Caetano Pines 126, Sao Jose Do Alegre M.G. Brazil. TUTTUGU og þriggja ára þýsk stúlka sem nemur forn- íslensku við J.W. Goethe- háskólann í Frankfurt vill ®fa sig í málinu með því að eignast íslenska pennavin- konu. Skrifar á góðri ís- lensku: Yvonne S. Bonnetain, Eieonore-Sterling-Str. 62, 60433 Frankfurt . Germany. ATJÁN ára Ghanapiltur með áhuga á bókum, ljósmyndun, borðtennis, tónlist, ' kvik- myndum og dansi: Ebenezer A. Aubyn, c/o P.O. Box 1088, Cape Coast, Ghana. Árnað heilla Ljósmynd: Hugskot BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júní í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Þuríður Georgs- dóttir og Hlöðver Guð- mundsson. Heimili þeirra er á Gunnarsbraut 34, Reykjavík. BRUÐKAUP. Gefin vora saman 3. júní sl. í Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu af Hafliða Kristinssyni EHn Birgitta Blrgisdóttir og Ketili Már Júliusson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 90, Reykjavík. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur seldu flöskur og dósir til styrktar Barnaspítala Hringsins og varð ágóð- inn 6.935 krónur. Þau heita Linda Smáradóttir, Tinna Berg Petersen og Lilja Dfs Ragnarsdóttir. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.100 krónur. Þær heita Margrét Ólafsdóttir og Tinna Ósk Þorvaldsdóttir. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega basar til styrktar krabbameinssjúkum börnum og varð ágóðinn 7.534 krónur. Þær heita Ólöf Halla Guð- rúnardóttir og Halldóra Ágústsdóttir. ORÐABÓKIN Erlendis I þessum pistlum hefur áður verið vikið að þessu atviksorði í samböndum eins og fara eða vera er/end/s. Bent var á, að óeðlilegt sé og raunar rangt að tala um að /ara erlendis í merkingunni að fara til útlanda. í nýjasta eintaki Tungu- taks, sem málfarsráðu- neytur Ríkisútvarpsins, Ári Páll Kristinsson, gefur út til leiðbeiningar á þeim bæ sérstaklega, er vikið að ao. erlendis. Leyfi ég mér að taka UPP helztu atriði úr nefndu Tungutaki, þar sem það varðar fleiri en útvarpsmenn. Þar segir m.a.: „Atviksorðið er- lendis merkir að réttu lagi „í öðru landi“ og felur ekki í sér neina hreyfingu. Þess vegna er rangt að segja að maður hafi „farið er- lendis“ þegar átt er við að hann hafi íarið til útlanda. Hins vegar er hægt að segja að maður hafi verið erlendis." Er þá átt við dvölina á staðnum. Ari Páll bendir réttilega á, að við höfum annað ágætt orðalag um hreyfingu til útlanda, þ.e. að fara út. Eins er líka talað um að fara utan. Það orðalag hefur vafalaust þekkzt í máli okkar allt frá upphafi. Vel minnist ég orðalags sem þessa fyrir daga flugferðanna: Hann fór utan með Gullfossi eða Hann fór utan með Drottningunni (þ.e. Dronning Alexandrine). Ástæðulaust er að láta ao. erlendis ryðja réttara orðalagi úr vegi. J.A.J. STJÖRNUSPÁ * MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú kemur vel fyrir þig orði íræðu ogriti ognýturþín í margmenni. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Ýttu vinnunni til hliðar í dag og einbeittu þér að fjölskyld- unni. Það væri vel til fundið að bjóða heim góðum gestum í dag.____________________ Naut (20. apríl - 20. maí) Þótt á ýmsu gangi í dag tekst þér að ljúka því sem þú ætlaðir þér. Síðdegis tekst þér einnig að leysa vandamál vinar. Tvíburar (21. maí - 20. júnl) 9» Þú ert að reyna að ljúka verk- efni heima, en félagslífið heillar. Láttu eftir freisting- unum, því vinnan getur vel beðið. Krabbi (21. júnl — 22. júlf) HIS Óþarfa gagnrýni getur sært tilfinningar ástvinar. Reyndu að bæta þar úr áður en það er of seint. Umhyggjusemi borgar sig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú verður fyrir óvæntum út- gjöldum, en þau eru minni- háttar og viðráðanleg. Reyndu því að njóta frístund- anna með ástvini. Meyja (23. ágúst - 22. september) sSÉ Það gerir þér gramt í geði hve erfitt ástvinur á með að gera upp hug sinn í mikil- vægu máli í dag. Reyndu að sýna þolinmæði. Vog (23. sept. - 22. október) Gerðu ekki of mikið veður út af smámunum, sem í raun skipta litlu máli og auðvelt er að leysa. Kvöldið verður skemmtilegt. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú safnar orku og sefur fram eftir í dag, en tekur svo ræki- lega til hendi og kemur miklu í verk. Slakaðu á heima í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þig langar að sækja mann- fagnað í dag, en ýr þvi verð- ur ekki vegna annríkis. Þrátt fyrir vonbrigði kemur þú miklu í verk. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert vel fær um að sinna smá viðgerðum heima, en ættir að leita til sérfræðings þegar um meiriháttar bilun er að ræða. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðk Láttu ekki smámuni spilla góðu sambandi ástvina. Reyndu að rétta fram sáttar- hönd. Vinur veldur þér von- brigðum í dag. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) *££ Þú átt erfitt með að gera upp hug þinn árdegis, en seinna verður þér ljóst hvað ber að gera. Vinur kemur þér til aðstoðar. Stjömuspána á að lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni m'sindalegra staðreynda. LEIKFIMI í BREIÐAGERÐISSKÓLA Hressandi leikfimi fyrirfólk á öllum aldri hefst 12. september. Sér konutímar og sér karlatímar á þriðjudögum og fimmtudögum. Upplýsingar og skráning í síma 554 2982. Arna Kristmannsdóttir, íþróttakennari. Vatnslelkfimi Suðurbæjarlaug Hafnarfiröi Upplýsingar í símum 554-6208 og 565-8270 VATNSLEIKFIMI • HeUlandi líkamsræktarform • Brennsla, þrek og slökun • Sundkennsla fullorðinna - bringusunds- og skriðsundsnámskeið Þjóðfélag án þröskulda <%> Samkeppni um rítun leikþáttar Þátturinn skal vera milli 20 og 30 mín í flutningi, persónur 2 - 3 og fjalla um aðgengis- og ferlimál hreyfihamlaðra. Skilafresturertil 15. okt. nk. Veitt verða þrenn verðlaun, 75,50 og 25 þúsund krónur. Vel gæti svo farið að fleiri þættir yrðu valdir til flutnings og þá fyrir venjuleg höfundarlaun. Verkin skulu merkt dulnefni, en nafn og heimilisfang höfundar fylgja með í lokuðu umslagi. Verðlaunaþættirnir verða æfðir í nóvember og fluttir 3. desember á alþjóðadegi fatlaðra í tengslum við af- hendingu á viðurkenningum fyrir gott aðgengi. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 552-9133 og 568-3038. Starfsnefnd Sjálfsbjargar landsambands fatlaðra um ferlimál. Hala- leikhópurinn, leiklist fyrir alla. Leikfélagið Júlía á Akureyri. Samband íslenskra sveitarfélaga. Frábærir nýjir sport brjóstahaldarar, sem lyfta barminum í stað þess aó gera lítið úr honum. Peir eru þægilegir, gefa góðan stuðning og kvenleikinn fær að njóta sín. AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S.533 3358

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.