Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 52

Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / ITALIA Roberto Baggio ánægður með að hafa skipt úr Juve í AC Milan: Er sem heima og við erum með besta liðið ITALSKA meistarakeppnin í knattspyrnu er hafin. Juventus á tit- il að verja en nágrannarnir í AC Milan hafa ekkert til sparað til að komast aftur í fremstu röð og hafa m.a. keypt Roberto Baggio frá Juve. Framlína liðsins með Baggio, Dejan Savicevic og Georg- es Weah þykir ekki árennileg og er þegar farið að nefna þremenn- ingana draumasóknina en að því hefur verið látið liggja að lið komi til með að leggja meiri áherslu á sóknarleik en áður. Þjálf- ari Roma segist ætla að taka áhættu í þá veru og sem fyrr er liðinu spáð góðu gengi í byrjun tímabils en Parma hefur aldrei verið sterkara og sagt er að liðið hafi ekki fyrr eins mikla mögu- leika á titlinum. Hörðustu stuðningsmönnum Ju- ventus kom aldrei til hugar að fýrirliðinn Roberto Baggio ætti eftir að færa sig um set í Mílanó og leika með AC Milan. Engu að síður verður það staðreynd á morgun þegar AC Milan sækir Padova heim í fyrstu umferð ítölsku deildarkeppn- innar. Og nú óttast sömu stuðnings- mennirnir að það versta sem fyrir þá getur komið fylgi í kjölfarið — að Baggio hjálpi AC Milan til að endurheimta titilinn — en hann lagði sitt af mörkum þegar Juve hafði betur en AC Milan í baráttunni um meistaratitilinn á liðnu tímabili. Þó félögin hafi ákveðið að vinna saman að markaðsmálum er sam- keppni þeirra síst minni en áður inni á vellinum. Hins vegar er Baggio sannfærður um að AC Milan takist ætlunarverkið — að verða meistari og öðlast þar með sæti í Evrópu- keppni meistaraliða á ný. „Eftir að hafa séð hvað [George] Weah getur og með skipulagningu okkar á vellin- um í huga eru engar efasemdir í huga mínum. Við erum með besta lið Ítalíu og ég er sem heima hjá mér,“ sagði landsliðsmaðurinn. AC Milan varð þrisvar sinnum meistari í Evrópukeppni meistaraliða á tímabilinu 1989 til 1994 og í öðru sæti 1993 og 1995. Félagið, sem ' vann ekki til verðlauna á síðustu sparktíð, vill vera með liðið í keppni þeirra bestu og eyddi mest allra liða deildarinnar í nýja leikmenn fyrir tímabilið í þeim tilgangi að ná markmiðinu. Auk þess að kaupa Baggio fjárfesti það í Weah frá Lí- beríu sem lék með PSG í Frakklandi en hann hefur tvisvar verið kjörinn knattspyrnumaður ársins í Afríku. Aðrir erlendir leikmenn í dýrum hópi eru Dejan Savicevic frá Svartfjalla- landi, Frakkinn Marcel Desailly, Króatinn Zvonomir Boban og Paulo Futre frá Portúgal. „Við verðum að ná meistaratitlinum," sagði Savicevic. „Helsta markmið AC Milan er að taka aftur þátt í Evrópu- keppni meistaraliða og við erum til- búnir að sækja.“ Juventus með nær sama lið Juventus hefur oftast allra liða orðið ítalskur meistari, 23 sinnum. Félagið ákvað að halda tryggð við hetjurnar frá því í vor og bætti að- eins einum erlendum leikmanni í hópinn, argentíska vamarmanninum Juan Pablo Sorin sem er 19 ára. Mikils er vænst af Gianluca Vialli og eru bundnar vonir við að krúnur- akaði miðherjinn kryddi glæstan fer- il með því að lyfta Evrópubikar meistaraliða í vor og vinni sér sæti í ítalska landsliðinu á ný fyrir úrslita- keppni Evrópumótsins í júní. Ales- sandro Del Piero, sem er 20 ára og að byija þriðja tímabil sitt hjá Juve, tekur væntanlega stöðu Baggios eins og hann gerði þegar Baggio var frá vegna meiðsla í fyrra. Parma aldrei sterkara Parma er í litlum bæ en félagið er stöndugt og það ætlar sér stóra hluti eins og kaup Búlgarans Hristos Stoichkovs frá Barcelona á Spáni bera með sér. Hann verður í góðum sóknarfélagsskap með Faustino Asprilla frá Kólombíu og ítalanum Gianfranco Zola og er talið að Parma, sem fagnaði sigri í Evrópu- keppni félagsliða í vor og varð í þriðja sæti í deildinni, hafi aldrei átt eins mikla möguleika á efsta sæti en félagið hefur ekki enn orðið deild- armeistari. Lazio var í öðru sæti með betri markatölu en Parma en virðist eiga erfiðara tímabil fyrir höndum. Félag- ið seldi enska landsliðsmanninn Paul Gascoigne til Glasgow Rangers í Skotlandi og hefur ekki fundið verð- ugan eftirmann. Óeining hefur ríkt í hópnum og 5:0 tap í æfingaleik gegn Evrópumeisturum Ajax í Hol- landi fyrir skömmu kallaði fram efa- semdir um vörnina. Roma hefur gjarnan verið spáð góðu gengi áður en átökin hefjast þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum þegar á hefur reynt. Carlo Mazzone, þjálfari, segist ætla að breyta til og sækja meira en áður. „Við verðum með meira sóknarlið en áður í þeim tilgangi að sigra í fleiri leikjum en jafnframt tökum við meiri áhættu að tapa fleiri.“ KAPPAKSTUR Dýrasti ökumaður sögunnar i^jóðveijinn Michael Schumac- her, verður launahæsti kapp- akstursökumaður allra tíma á næsta keppnistímabili. Hann er núverandi heimsmeistari í Formula 1 kappakstri og ekur fyrir breska Benetton keppnisliðið. En á næsta ári mun hann ganga til liðs við ít- alska Ferrari liðið sem mun greiða honum sem svarar 3,2 milljörðum króna í laun á næstu tveimur árum. Þá er áætlað að hann geti að auki selt auglýsingar á keppnisgalla sinn fyrir 330 milljónir króna. 13,7 milljónir á klukkustund Schumacher er aðeins 26 ára gamall og býr í Monakó, þar sem hann nýtur skattafríðinda, eins og margar íþróttastjörnur er þar búa. Honum mun ekki veita af góðum endurskoðanda næstu tvö árin með Ferrari. Ef tíminn sem hann eyðir um borð í bílnum í hveiju móti er áætlað að hann sé með um 13,7 milljónir í laun á klukkutímann, en hann situr undir stýri í 7 klukku- tíma í kringum hveija keppni. Ferr- ari finnst hann hverrar krónu virði, en að mati margra er hann einni sekúndu fljótari hvern hring en aðrir ökumenn. Ferrari liðið hefur ekki verið sterkt undanfarin ár, en Verðandi meistarar? AC MILAIM veröur meö geyslsterkt llö í vetur, hafa m.a. feng- Ið Roberto Bagglo frð melsturum Juventus. Leikmenn fá ör- ugglega mörg tækifæri til aö fagna í vetur, en hvort þeir fagna í vor þegar úrslitin liggja fyrir skal ósagt látið. Meistara- keppni kvenfólksins í fyrsta sinn BRYDDAÐ verður uppá nýj- ung í kvennahandboltanum í vetur því búið að koma á meistarakeppni kvenna, þeg- ar mætast Islands- og bikar- meistarar síðasta árs. Það verða því íslandsmeistarar Stjömunnar og bikarmeistar- amir í Fram sem eigast við 27. september næstkomandi. Völsungur ekki með í 2. deild VÖLSUNGUR frá Húsavík hefur hætt við þátttöku í 2. deild karla í handknattleikn- um og em því liðin í 2. deild tíu. Völsungar hafa hinsvegar sótt um að taka þátt í keppni B-liða meistaraflokks og var það samþykkt af mótanefnd. Handbolti í september OPNA Reykjavíkurmótið í handknattleik fer fram 7. til 10. september I Laugardals- höll, íþróttahúsinu í Austur- bergi og Seljaskóla. Vegna utanlandsferðar Stjömunnar lék hún hinsvegar við Víkinga í gærkvöldi. Búið er að draga í riðla. í A-riðli era Valur, Grótta, FH, ÍH og Breiðablik, B-riðli KA, KR, Haukar, BÍ og Fylkir, C-riðli Víkingur, Stjarnan, Selfoss og Fram en í D-riðli UMFA, ÍR, ÍBV og HK. Sá besti og sá dýrasti Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson MICHAEL Schumacher verður á þessum Ferraribíl á næsta ári. Hann fær sem svarar 3,2 mifljörðum króna í laun á næstu tvelmur árum, fyrlr aö aka bílnum. koma Schumacher til liðsins gæti fært þeim það sem vantar. Schumacher er í toppformi lík- amlega og er ekki að ósekju talinn sá hraustasti í Formula 1 kapp- akstri. Stundum hefur verið sagt að vart sjái á Schumacher eftir keppni, á meðan aðrir eru að niður- lotum komnir. Hann hefur ótrúlegt lag á að stjórna hjartslætti sínum, þ.e. halda honum í skefjum, þó al- gengt sé að mjög ör hjartsláttur sé fylgifiskur þess að keppa í kapp- akstri. Á unglingsárunum ók hann kartbílum og varð þýskur meistari. Benz bílaverksmiðjan réð hann til sín. Hann keppti í kappakstri á Benz kappakstursbílum, en það var síðan Eddie Jordan, keppnisstjóri Jordan F’ormula 1 Iiðsins, sem upp- götvaði hæfileika hans. Eftir nokk- ur mót með Jordan var hann seldur fyrir hátt verð til Benetton. Þar hefur hann síðan blómstrað og er nú verðmætasti ökumaður allra tíma — enn ungur að árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.