Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 56
varða
víðtæk
fjármálaþjónusta
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
póst gíró
Ármúla 6 • 150 Reykjavík
© 550 7472
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Ný reiknilíkön yfir gróðurhúsaáhrif
.Röskun gæti
orðið á haf-
straumum
EYÐING ósonlagsins kann að hafa áhrif á lífríki hafsins ekki síður en
mannfólkið er meðal niðurstaðna erlendra rannsókna sem fram hafa far-
ið. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir
að rýrnun ósonlagsins geti haft áhrif á vöxt þörunga, frumframleiðni
C - thafsins og þar með á fiskistofna. Þá benda ný reiknilíkön til þess að
verði aukning á útlosun á koltvíildi í andrúmslofti jafnhröð og verið hefur
síðustu ár geti hitastig hækkað um allt að 4 gráður sums staðar á jörðinni
á einum mannsaldri og valdið röskun á hafstraumakerfum.
Magnús segir að vísindamenn
leggi mun meiri trúnað á líkön um
gróðurhúsaáhrif en áður var.
„Það voru deilur um það milli
vísindamanna hvort hækkun koltví-
ildis í andrúmsloftinu ylli hitastigs-
hækkun. Þau líkön sem áður var
stuðst við gáfu mismunandi niður-
stöður. Nú hefur þeim verið breytt
og þau talin gefa mun betri spá
en áður um hvað muni gerast,“
sagði Magnús.
Gæti leitt til þess að
Golfstraumurinn færi annað
Magnús flutti um þetta fyrirlest-
ur nýlega á fundi Rótarýklúbbs
Reykjavíkur. Þar kom m.a. fram
að koltvíildi gæti tvöfaldast í and-
rúmsloftinu á næstu 40-70 árum
ef útlosun, þ.e.a.s. brennsla kol-
efna, eykst með sama hraða og
verið hefur á undanförnum árum.
Ef þetta gerðist væri því spáð, með
ýmsum fyrirvörum, að meðaltals-
hækkun á hitastigi í andrúmslofti
— gæti sums staðar á jörðinni orðið
allt að 4 gráður en á öðrum svæð-
um gæti orðið kólnun.
„Þetta eru það stórkostlegar
breytingar að þær gætu haft veru-
leg áhrif hérlendis því hitastigs-
hækkunin gæti raskað hafstrauma-
kerfinu hér við land. Afleiðingin
gæti t.d. orðið sú að Golfstraumur-
inn kæmi ekki að íslandsströndum
en færi eitthvert annað,“ sagði
Magnús.
ísiand byggilegt
vegna aðstæðna í hafinu
Þannig hefur verið litið á að ís-
land væri fyrst og fremst byggilegt
vegna þeirra aðstæðna í hafinu sem
við búum við.
„Það vill enginn hugsa þá hugs-
un til enda að breytingar verði á
hafstraumakerfinu," sagði Magnús
og bætti því við að þessar spár
sýndu það glögglega hve mikið
hagsmunamál það væri að ríki
heims næðu saman um aðgerðir til
þess að draga úr hækkun koltvíild-
is í andrúmsloftinu.
„Við hljótum að leggja áherslu
á að þarna eru það miklar breyting-
ar sem gætu átt sér stað að allt
verði gert sem hægt er til þess að
koma í veg fyrir að sú áhætta verði
tekin," sagði Magnús.
Heitt
vatn rann
í Elliða-
ámar
HITAVEITUÆÐ sprakk í
Hábæ í Árbæjarhverfi í fyrra-
kvöld og rann heitt vatn út í
Elliðaárnar skammt frá Ár-
bæjarkirkju. Tveir ungir piltar,
Bjartmar Alexandersson, t.h.
og Loftur Þórarinsson, urðu
varir við lekann og segir
Bjartmar að litlu hafi mátt
muna að hann brenndi sig á
fæti í vatninu. Hjá Hitaveitu
Reykjavíkur fengust þær upp-
lýsingar að vatnið sem fór í
árnar hafi verði u.þ.b. 60 gráðu
héitt. Ekki sé vitað hvernig það
komst úr niðurföllunum í
brunnunum og yfir í árnar en
að það verði kannað eftir helgi.
Morgunblaðið/Þorkell
Heimabanki Islandsbanka
Reikningarnir
greiddir heima
ÍSLANDSBANKI býður nú við-
skiptavinum sínum nýja þjónustu,
svokallaðan heimabanka, sem gerir
þeim kleift að sinna flestum banka-
viðskiptum sínum heima hjá sér hve-
nær sem þeim hentar. Allt sem þarf
er tölva, sími og mótald.
Þeir sem tengjast tölvukerfi
heimabankans geta greitt reikninga,
hvort sem það eru gíróseðlar eða
afborgarnir af lánum, millifært af
eigin tékkareikningum á aðra reikn-
inga, skoðað stöðu og færslur á
reikningum sínum og fengið upplýs-
ingar um stöðu kreditkorta sinna.
Þar á ofan er hægt er að reikna
greiðslubyrði lána og fá aðgang að
þjóðskrá. Þá getur fólk sótt um að-
gang að reikningum og kreditkort-
um allra á heimilinu að fenginni
heimild reikningseigendanna.
í frétt frá íslandsbanka segir að
heimabankinn sé bæði einfaldur og
auðveldur í notkun. Tenging við
bankann kostar 1.500 krónur og
árgjaldið er 960 krónur. Ekkert gjald
er tekið fyrir greiðslur, millifærslur
eða yfiriit. Handbók hefur verið gef-
in út, viðskiptavinum heimabankans
til leiðbeiningar.
Meðal þeirra fyrstu sem tengjast
heimabankanum er viðskiptavinur
íslandsbanka sem býr í Lundúnum
og annar sem býr á Fáskrúðsfirði
en er með bankaviðskipti sín í útibúi
í Reykjavík.
Leiðakerfi Strætis-
vagna Reykjavíkur
Unnið að
allsherjar
endur-
skoðun
DANSKIR ráðgjafar hafa unnið að
því undanfarið ár að skoða leiðakerfi
SVR í samhengi við umferðarflæði
í borginni. Munu þeir skila tillögum
nú á haustdögum, en gert er ráð
fyrir að breytingar taki gildi næsta
vor. Ekki stendur til að auka heildar-
tíðni ferða en til að auka þjónustu
er gert ráð fyrir að fjölga vögnum á
mesta álagstíma að morgni og síð-
degis. Brottfarartímar úr hverfum
verða einnig skoðaðir með tilliti til
* betri dreifingar.
Fleiri aðgerðir standa yfir hjá SVR
til að auka þjónustu við farþega. Ein
af þeim er að opna þjónustudeild á
Hlemmi, þar sem viðskiptavinir geta
fengið upplýsingar um hvemig hægt
er að komast auðveldast og fljótast
á milli staða. Tekur hún að fullu til
^ starfa á morgun.
■ Strætó gefur í/24
Evrópusambandið styrkir
íslenska margmiðlun
FYRIRTÆKIÐ Oz hf., sem sér-
hæft hefur sig í tölvugrafík og
margmiðlun, vinnur nú að tölvu-
leik sem seldur verður um allan
heim á tölvugeisladiski, svonefnd-
um CD+ diski. Leikurinn ber heit-
ið „Forever Interactive", og er að
sögn eins þeirra sem að honum
vinna „eins konar Ódysseifskviða"
og verður markaðssettur næsta
haust.
Leikurinn byggist á nýrri tækni
sem kallast CD+, en diska þeirrar
gerðar má spila í venjulegum
geislaspilara og hlusta þannig á
þá tónlist sem á þeim er. Sé
diskurinn hins vegar settur í tölvu
les tölvan upplýsingar af honum
og leikurinn getur hafist.
Eyþór Arnalds og Móeiður
Júníusdóttir semja tónlistina sem
á diskinum verður, en þau semja
einnig þá tónlist og þau áhrifs-
hljóð sem fylgja leiknum.
Eyþór segir að vinna sem þessi
sé afskaplega tímafrek, ef gera
eigi leikinn vel úr garði, og þann-
ig hafí fimmtán manns unnið að
honum meira og minna í sex
mánuði. „Síðan eigum við aðra
sex mánuði eftir áður en leikurinn
verður tilbúinn á markað,“ segir
Eyþór, en þá er eftir að markaðs-
setja leikinn og staðfæra, til að
mynda verður japönsk útgáfa
hans að vera á japönsku, þannig
að Iíklega kæmi hann á markað
næsta haust. Eyþór segir að
kostnaður við vinnu sem þessa sé
gríðarlegur, ytra sé algengt að
leikir af þessari stærðargráðu
kosti 60 til 150 milljónir króna,
en starfsmenn Oz hafí ýmsar hug-
myndir sem geri vinnuna léttari
og mun ódýrari og því verði kostn-
aður líklega um 15 milljónir
króna. „Það er þó nánast ógern-
ingur að meta kostnaðinn af ein-
hverri nákvæmni, því mikill kostn-
aður liggur í vinnu innan fyrir-
tækisins, aðstöðu og tækjum, sem
hvergi er talinn." Oz hefur fengið
styrk til verkefnisins frá Reykja-
víkurborg sem atvinnuskapandi
verkefni, en einnig hefur verkefn-
ið fengið styrk frá margmiðlunar-
sjóði Evrópubandalagsins, Media
Fund.
Eyþór segir að samskiptin við
Media Fund hafi gengið afskap-
lega vel og á fimmtudag hafi for-
ráðamaður sjóðsins lýst að fyrra
bragði áhuga á að styrkja verk-
efnið enn frekar. „Það er mikil
upphefð að fá styrk frá þessum
sjóði," segir Eyþór, „en hann
styrkir aðeins þau verkefni sem
þykja skara framúr.“
Eyþór segir að þó að leikurinn
sé ekki tilbúinn hafi Oz-menn
kynnt hann ytra og fengið góð
viðbrögð.