Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆDI /Hverjar eru ástœbur höfubverkja og hvab er til rába? Höfuðverkur HÖFUÐVERKUR er sennilega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er ein- ungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kinnbeina- eða ennisholum, kjálkaliðum, tönnum, eyrum eða augum. Aukinn eða minnkaður þrýstingur í miðtaugakerfi getur einnig valdið höfuðverk. Æðar í heilanum eru viðkvæmar fyrir þrýstingi og togi og heilahimn- urnar (umlykja heilann) eru mjög viðkvæmar fyrir togi og bólgu. Sjálfur heilavefurinn er hins vegar tilfinningalaus vegna þess að þar eru hvorki sársaukanemar né sársaukataugar. Heilablæðingum og heilahimnubólgu fylgir yfírleitt mikill höfuðverkur. - En algengasta tegund höfuð- verkjar er spennuhöfuðverk- ur. Nafnið kemur til af því að verkurinn orsakast af vöðva- spennu í hálsi og hnakka. Þessi verkur kemur því fram á öðrum stað en hann er upprunninn og eru slíkir verkir stundum nefndir staðvilluverkir. Spennuhöfuð- verkur er venju- lega stöðugur, versnar eftir því sem líður á dag- inn, kemur daglega, truflar sjald- an svefn en lagast oft við afslöpp- un eins og t.d. í sumarleyfi. Verk- urinn er ýmist um allt höfuðið, í hnakka, í enni eða eins og band eða þrýstingur umhverfis höfuð- ið. Stundum fylgir þessu verkur og stífleiki í hnakka. Venjuleg verkjalyf gagna lítið eða ekkert. Oftast má fá verulega bót með hjálp sjúkraþjálfara, en spennu- höfuðverkur er stundum erfiður viðureignar. Mígreni er sérstök tegund höf- uðverkja sem hijáir allt að því 5% fólks og er algengari hjá kon- um en körlum. Verkjaköstin byija yfirleitt í æsku eða á yngri árum og sjaldan eftir 35 ára aldur. Mígreni er skilgreint sem verkja- köst er standa venjulega yfír í 6-24 klst. og þeim fylgja oft ljós- fælni og auk þess fá flestir ógleði og uppköst. A undan verkjakast- inu fá sumir foreinkenni, stund- um nefnd „ára“, sem oftast eru í formi sjóntruflana. Þessi forein- kenni standa venjulega yfír í 5-30 mínútur. Verkurinn er um allt höfuðið eða bara öðru megin og hjá sama einstaklingi getur hann færst til eða verið alltaf sömu megin. Verkurinn er yfirleitt mjög sár, stöðugur eða með æða- slætti, og gerir sjúklinginn ófær- an til vinnu. Ýmislegt getur stuðlað að mígrenikasti og má þar nefna þreytu, áfengi, tíðablæðingar og hungur. Hjá sumum einstakling- um virðist óþol fyrir vissum fæðu- tegundum geta framkallað mí- grenikast og í því sambandi eru oftast nefnd súkkulaði, ostur, skelfiskur, rauðvín, kúamjólk og hveiti. Margir geta fækkað köst- um og gert þau vægari með því að stunda heilbrigt líferni, læra af reynslunni og forðast það sem framkallar köst eða gerir þau verri. Orsakir mígrenis eru ekki enn þekktar að fullu. Flest bendir þó til að um sé að ræða truflun á starfsemi slagæða sem liggja til heila og heilahimna. Við forein- kenni verður þrenging á þessum æðum en síðan mikil útvíkkun með auknu blóðrennsli og þá kemur verkurinn. Nýlegar rann- sóknir hafa þó leitt í ljós að þetta er ekki alveg svona einfalt, held- ur er einnig um að ræða truflun á taugastarfsemi. Augu manna hafa beinst að taugaboðefninu serótónini (einnig nefnt 5- hýdroxýtrýptamín eða 5-HT) en sum þeirra lyfja sem gagnast best við mígrenikasti hafa svipuð áhrif í líkamanum og serótónín. Enn vantar þó mikið á að við skiljum þetta nógu vel. Flestir þeir sem haldnir eru mígreni fá kast sjaldnar en einu sinni í mánuði. Oftast er fullnægj- andi fyrir þessa sjúklinga að grípa til venjulegra verkjalyfja eða sérstakra mígrenilyfja, þegar þeir fá kast eða fínna að verkja- kast er í aðsigi. Mikilvægt er að taka lyfin eins fljótt og kostur er og það hjálpar einnig mörgum ef þeir geta lagst útaf í myrkvuðu herbergi. Venjuleg verkjalyf sem fást án lyfseðils eru ýmis lyf sem innihalda acetýlsalisýlsýru, paracetamól eða íbúprófen og best er ef slík lyf duga. Mjög margir þurfa kröftugri meðferð og þá er hægt að grípa til sér- stakra mígrenilyfja sem innihalda ergotamín (t.d. lyfið Cafergot) eða súmatriptan (lyfíð Imigran). Ergotamín hefur verið notað ára- tugum saman en súmatriptan einungis í fáein ár. Bæði þessi lyf verka svipað og taugaboðefnið serótónín, þau draga saman æðar og getur það haft í för með sér ýmiss konar aukaverkanir. Súm- atriptan hefur þó oftast færri og vægari aukaverkanir en ergotam- ín. Ekki er þó ástæða fyrir þá sem nota ergotamín með góðum árangri og án aukaverkana að skipta yfir á súmatriptan, sem þar að auki er margfalt dýrara lyf- Síðar mun ég fjalla nánar um þessi lyf og fleiri nýjungar í með- ferð mígrenis en einnig um með- ferð mígrenis hjá þeim sem fá köst með stuttu millibili. eftir Magnús Jóhannsson Nýr pistlahöfundur á sunnudögum MAGNÚS Jóhannsson er nýr pistiahöfundur í mannlífsstraumum Morgunblaðsins sem birtast á sunnudög- um. Hann mun skrifa nim læknisfræði. Magnús er prófessor við læknadeild Há- síióla íslands ogtók þartil starfa árið 1975. Magpiús Jóhannsson Iauk námi í læknis- fræði við Háskóla Is- lands árið 1969 og hélt í franjhaldsnám til Svíþjóðar. Hann hefur nú doktorsgr- áðu-í lyfjafræði lækna sem jafn- framt er kallað líflyfjafræði. Hjartað er meginrannsóknarefni hans. Magnús hefur áhuga á almenn- ingsfræðslu um læknisfræði og hefur ritað bæði í blöð og sérrit hér á landi. Greinar eftir hann hafa birst reglulega í erlendum tímaritum eins og „Acta physiologica y scandinavica" og „Jo- umal of Physiology". Hann er einn af höf- undum „íslensku lyfjabókarinnar“ sem vel hefur verið tekið af almenningi og út hefur komið í þriðju útgáfu. Annar pistillinn um læknisfræði sem Magnús skrifar fyrir Morgunblaðið birtist í dag. Hann ætlar bæði að skrifa hagnýta pistla handa lesendum og segja einnig nýjustu fréttir úr heimi læknisfræðinnar. Maguús Jóhannsson tekur við pistlunum um læknisfræði af Þórarni Guðnasyni sem lést fyrr á þessu ári. MAGNÚS Jóhannsson VEFGRUNNURINN „ÞETTA ER REYKJAVÍK" M/BJTUR: ims S REIKUVK Á IIMTERIMETINU • BANKS • CAR RENTALS • TRAVEL AGENTS • GALLERIES S. MUSEUMS • HOTELS • LIBRARIES • RESTAURANTS • THEATRES • GUESTHOUSES • CINEMAS • TAXI • SIGHTSEEING TOURS • THE ICELANDIC HORSE* NIGHTLIFE • SWIMMING POOLS • AIRLINES • ALTERNATIVE MEDICINE* CVBERSPACE • EMBASSIES • PHARMACIES • SHOOLS & COLLEGES* PHOTOGRAPHERS • FILMMAKERS • SPORTSCLUBS • PUBS • CAFÉS QLAIXI INTERNET AUGLYSINGASTOFA SlMI 552 6220 ■ qlon®qlan.is Þ|ÓDLÍFSÞANKAR/£r æbruleysib ekki heppilegt veganesti? Ást haföirþú meyja ÞAÐ var einn morguninn fyrir ekki margt löngu að ég dróst óvenju syfjuð fram í eldhús til þess að elda mér hafragraut. Afundin og með eymdarsvip sett- ist ég svo með diskinn við eldhús- borðiðog hóf að hella mjólk út á grautinn minn. Sé ég þá ekki á bakhlið mjólkurfernunnar hið merkilega kvæði úr Sturlungu er Þórir Jökull kvað áður en hann- varhöggvinn. Upp skal á kjöl klífa, köld er sjávardrífa, kosta^u hugann að herða, hér muntu lífið verða. Skafl, beygjattu skalli, þótt skúr á þig falli, ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. (Skafl beygjattu þýðir að setja ékki upp skeifu.) fór að borða grautinn ann- I-J ars hugar og hafði á meðan upp ljóðlínurnar, aftur og aftur. Hvílík snilld og hvílíkt æðruleysi, hugsaði ég. Gat ég ekki annars af þessu lært - eða var þetta kvæði aðeins ætl- að karlmönnum. Varla - og þó. Æðruleysisboð- skapurinn hlaut að vera jafngild- urfyrirbæði kyn- in, eiga þar með líka erindi við konur, jafnvel syf- jaðar, - en undirtónninn í kvæð- n eftir Guðrúnu Guólaugsdóttur inu var óneitanlega karlmannleg- ur._ Eg varð enn meira annars hug- ar. Hafragrauturinn fór upp í munn og ofap í maga án þess að ég tækj eftir því. Allt í einu var grauturinn búinn og ég kom- in á flugstig með það stórvirki að kveða annáð kvæði konúm til ámóta hughreystingar og fagurr- ar eftirbreytni og kvæði Þóris Jökúls hefur ugglaust verið karl- mönnum alla tíð síðan það var ort. Ljóðiínurnar fæddust ein af. annarri - treglega þó. „Það er eins gott, kerli mín, að þú situr í öryggi eldhússjns, en bíður ekki- eftir að vera höggvin. Varla hefði nokkur nennt að bíða eftir að þú kæmir út úr þér þessari kvæðis- nefnu þinni, hvað þá að hafa hana eftir á bók,“ hugsaði ég háðsleg í bragði. Loks var þó búið að berja kvæðið saman. Eg segi kannski ekki að útkoman sé gífurleg samkeppni við kvæði Þóris Jökuls. Upp skal af kjarki klífa. köld er áveðurs drífa, hertu upp hugann kona hér dugir skammt að vona. Sett’ei upp skeifu svanni, þótt syrti í þínum ranni, ást h'afðir þú kalla, eitt sinn skal hver falla. Án gamans finnst mér mjög vel til fundið hjá Mjólkursamsöl- unni að koma ekki aðeins með alls konar ábendingar um íslenskt mál aftan á mjólkurfernum sín- um, heldur líka stórbrotin kvæði úr íslenskum fornsögum. Ég skil að vísu ekki hvers fjörmjólkin á að gjalda.. Aftan á fernum sem innöialda fjörmjólk er engin ís- lenákuábending, né heldur kvæði. Karlnski er gert ráð fyrir því að þeir sem drekka hana séu þannig stemmdir að þeir þurfi ekki á nefnu slíku að halda. Ég held að það.sé misskilningur, auk þess er góð vísa aldrei of oft kvéðin. Bpðskapurinn í kvæði Þóris Jökuls er í þeim anda að hann hæfir vel þeirri tegund karl- manna sem ekki lýtur að því blíð- legá bænakvaki sem börnum er gjarnan kennt í æsku. Mér dettur í hug að ekki væri illa til fundið, ýmissa orsaka vegna, að íslensk- ar konur kenni sonum sínum barnungum, auk bænanna, þetta kvæði Þóris Jökuls. Ekki síst til þess að búa þá sem best undir það karlasamfélag sem þeir eiga seinna í vændum að gerast þátt- takendur í. Blíðlegri bænirnar geta piltarnir svo notað meðan allt gengur þeim í haginn og jafn- vel þegar síga fer á ógæfuhlið- ina. En þegar allt er komið um koll er æðruleysi Þóris Jökuls án efa heppilegt veganesti. Æðru- leysi og kjarkur eiga samleið. Sem flestir íslenskir karlmenn ættu að tauta af og til fyrir munni sér: Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þig falli, ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.