Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 B 23 ATVINNUAUGÍ YSINGAR íþróttakennarar Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vantar íþrótta- kennara strax. Öflugt íþróttalíf er hjá krökkunum og má það alls ekki falla niður. Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur Guðmundur Þorsteinsson, skólastjóri, í símum 475 1159 og 475 1224. Starfsfólk f fiskvinnslu Fáfnir hf. á Þingeyri auglýsir eftir starfsfólki til fiskvinnslustarfa. Flúsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur Gunnar Björnsson, verk- stjóri, í síma 456-8204, hs. 456-8183. Fáfnirhf. Vélvirki Einingaverksmiðjan hf. óskar eftir að ráða vélvirkja/járnsmið til starfa sem fyrst. Upplýsingar eru veittar á staðnum. Einingaverksmiðjan hf., Breiðhöfða 10, 112 Reykjavík. Sveinn eða meistari íhársnyrtiiðn óskast til starfa á stofu í Reykjavík. Vinnutími og vinnutilhögun eftir nánara samkomulagi. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „ H - 225“, fyrir 16. september. Ljósmyndaverslun - framtíðarstarf Fyrirtækið er umsvifamikil Ijósmyndavöru- verslun á höfuðborgarsvæðinu. Leitum eftir starfskrafti 24 ára eða eldri til framtíðar- starfa. Um er að ræða bæði 100% starf og einnig 75% starf eftir hádegi. Starfið felst aðallega í framköllun og sölumennsku. Umsækjandi þarf að búa yfir ríkrr þjónustu- lund og hæfni í mannlegum samskiptum. Áhugi eða þekking á Ijósmyndun eru einnig mikilvæg. Skrifleg umsókn, er greini frá menntun og fyrri störfum sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 15. september merkt: „Ljósmyndavöruverslun - 15525“. Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra Sálfræðingur Vegna afleysinga er laust til umsóknar starf sálfræðings við Fræðsluskrifstofu Norður- landsumdæmis eystra. Æskilegt er að við- komandi geti hafið störf 1. október nk. Upplýsingar gefur fræðslustjóri í síma 462-4655. Fræðslustjóri. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sjúkra- húsið Vog. Vinnuhlutfall er samkomulagsatriði. Á Vogi starfa 8 hjúkrunarfræðingar að áfeng- is- og vímuefnahjúkrun og bjóðum við nýja hjúkrunarfræðinga velkomna í hópinn. Góður aðlögunartími og mikil fræðsla. Upplýsingar gefur Jóna Dóra Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 587 1615. Hjúkrunarfræðingar - afleysingastarf Heilsugæslustöð Ólafsvíkurlæknishéraðs óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa nú þegar. Um er að ræða afleysingu hjúkrun- arforstjóra til eins árs. Upplýsingar um starfið veita læknar heilsu- gæslustöðvarinnar í síma 436-1000. Umsóknir um starfið berist til stjórnar heilsu- gæslustöðvarinnar, Engihlíð 28, 355 Ólafsvík, fyrir 15. september nk. Stjórn Heilsugæslustöðvar Olafsvíkurlæknishéraðs. fW Reykjavík Sjúkraliðar - Aðhlynning Sjúkraliðar eða starfsmenn vanir aðhlynn- ingu óskast í hlutastörf. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, í síma 553 5262, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 568 9500. Félagsmálastjóri Tvö samliggjandi sveitarfélög á Suðurlandi óska eftir að ráða félagsmálastjóra til starfa. Starfið er laust nú þegar. Leitað er að félagsráðgjafa; reynsla á sviði stjórnunar er æskileg. Félagsmálastjóri hefur umsjón með allri félagslegri þjónustu sveitarfélaganna og starfar í nánu samstarfi við grunnskólana. Einnig umsjón með félagslegum íbúðum,. ásamt skyldum gagnvart æskulýðs- og íþróttamálum. Félagsmálastjóri tekur einnig þátt í stefnumarkandi verkefnum sveitar- félaganna. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 20. september. Guðni Jqnsson RÁDGIÖF & RÁÐNINGARMÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Hlutastarf! Vinnueftirlit ríkisins óskar að ráða starfs- mann í 50%. Starfssvið felst í að halda utan um skráningu vinnuslysa og annast úrvinnslu upplýsinga úr gagnagrunni vinnuslysa. Við leitum að starfsmanni sem er vanur tölvuvinnslu. Æskilegt er að viðkomandi hafi nokkra þekkingu á notkun Excel eða annarra töflureikna. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt. Byrjunartími er 1. nóvember nk. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Hvatt er til að konur jafnt sem karlar sæki um starfið. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásámt mynd til Ráðningarþjónustu Hag- vangs hf., á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merkt: „344“ fyrir 15. sept- ember nk. Búnaðarbanki íslands óskar að ráða til starfa í tölvudeild bankans sem fyrst Kerfisfræðing/forritara Um er að ræða þróun og forritun í PC um- hverfi. Netstýrikerfi: Ms NT og NT/AS. Forrit- unarmál: C++, Visual Basic o.fl. Góð þekking á Windows hugbúnaði, gagnagrunnskerfum og SQL-fyrirspurnum nauðsynleg. . Menntunarkröfur: Tölvunarfræði eða hliðstæð menntun. Upplýsingar gefur Ingi Örn Geirsson, tölvudeild Búnaðarbanka íslands. Laun eru skv. kjarasamningi SÍB og bankanna. Umsóknarfrestur til 15. september nk. Sölumaður - Ijósritunarvélar - Óskum að ráða röskan og traustan starfs- mann til sölu- og afgreiðslustarfa á Ijósritun- arvélum og öðrum skrifstofubúnaði. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skilist til Umfangs'hf., Grensásvegi 12, 108 Reykjavík. Hönnuður Óskum eftir að ráða hugmyndaríkan útlits- hönnuð til starfa við vönduð tímarit. Um skapandi starf er að ræða hjá virtu útgáfufyrirtæki. Umsóknir, með nauðsynlegum upplýsingum, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 17/9, merktar: „Hönnuður - 10224“. GRAFÍSKÍR HÖnnUÐÍR OG rtlARKAÐSrtiAÐUR Vegna mikilla verkefna hjá auglýsingastofu Nonna og Manna hf. viljum við ráða metnaðarfullt og frumlegt fólk á stofuna. Annars vegar vantar okkur hugmynda- ríka grafíska hönnuði og hins vegar hressan markaðsmann. GRAFÍSKÍR HÖnnilÐÍR Fyrir utan það að kunna skil á helstu Macintosh forritum, s.s. Photoshop, Freehand og/eða lllustrator, þurfa þeir að vera frjálslega þenkjandi, hafa frumlegar hugmyndir á takteinum og búa yfir reynslu. mARKAÐsmAÐUR Hann þarf að hafa kynnt sér leiðarvísi um frumskóg markaðarins og vera kunnur helstu lögmálum hans. Létt lund og ríkulegir samskiptahæfileikar teljast mikill plús. Þeir sem vilja vinna í bráðskemmtilegu umhverfi með hressu fólki, fást við fjölbreytt verkefni og telja sig hafa yfir ofangreindu að búa, vinsamlega sendið okkur skrifiega umsókn. í umsókninni þurfa að koma fram ítarlegar upplýsingar um menntun og reynslu ásamt nöfnum meðmælenda. Umsóknir sendist til Morgunblaðsins merktar N&M-1995. N NNI^M NNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.